Fréttablaðið - 02.11.2012, Síða 8

Fréttablaðið - 02.11.2012, Síða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 2. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR UAIVIAN A HKkKKJAVUKU HVItaDJOm- inn Tatqiq skemmti sér hið besta við að reyna að sökkva Frankenstein- brúðu á hrekkjavöku nú í vikunni í dýragarði í San Diego 1 Bandaríkj- unum. NORDICPHOTOS/AFP i 655 sýni reyndust hrein: Finnst aðeins á tveimur bæjum landbúnaður Sýnatökur vegna smitandi barkabólgu benda til að sjúkdómurinn sé bundinn við tvö bú á Austurlandi. Matvælastofnun hafa borist nið- urstöður úr öllum mjólkurtank- sýnum, alls 655 sýnum, frá Til- raunastöðinni á Keldum og voru þau öll neikvæð fyrir mótefnum gegn herpesveirunni sem veldur sjúkdómnum. Sýnin voru tekin á öllum þeim búum sem hafa lagt inn mjólk í mjólkurstöð á undanförnum dögum. Enn er beðið niðurstaðna úr sýnum sem voru send til rann- sóknar í lok síðustu viku. Fyrir- hugaðar eru frekari sýnatökur, meðal annars á búunum tveim- ur, til að kanna nánar útbreiðslu innan þeirra. - shá UtanríkisráðherrarSvíþjóðarog Finnlands um loftrýmisgæslu við ísland: Engin breyting á afstöðu til NATO varnarmál Utanríkisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar segja vilja- yfirlýsinguna um þátttöku í loft- rýmisgæslu íslands í samstarfi við Noreg ekki fela í sér breyt- ingu á afstöðu til eða samstarfi við NATO. Ríkin eru ekki meðlimir í bandalaginu og hafa ekki tekið þátt í viðlíka verkefnum áður. „Við höfum gert það ljóst að loft- rýmisgæsla Finnlands við ísland er ekki til marks um breytt við- horf eða samstarf við NATO. Það er algerlega útilokað," hefur Hufvudstadsbladet í Finnlandi eftir Erkki Tuomioja, utanríkis- ráðherra Finnlands. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, tekur í sama streng og segir verkefnið í líkingu við eftir- lit sem flugherir ríkjanna sinna nú þegar í sameiningu yfir Lapplandi, Finnmörku og Norður-Svíþjóð. Það eina sem breytist sé staðsetningin. „Svíar og Finnar geta ekki og munu ekki taka yfir verkefni NATO á íslandi," sagði Bildt. Sænskar og finnskar flugvél- ar munu taka þátt í loftrýmis- gæslunni þegar hún er á höndum Norðmanna, en slíkt ber næst upp á vorið 2014. Komi til þess að óboðinn gest- ur stefni til íslands mega Svíar og Finnar einungis ljósmynda og reyna að bera kennsl á viðkomandi flugvél. Gerist frekari aðgerða þörf verður það á könnu Norð- manna að bregðast við. Nánari útfærsla á verkefn- um liggur ekki enn fyrir, enda á NATO eftir að taka málið fyrir og þjóðþing ríkjanna munu svo sam- þykkja verkefnið að lokum. -t>j LOFTRÝMISGÆSLA Þátttaka Finnlands og Svíþjóðar í loftrýmisgæslu Islands heyrir til tíðinda, enda eru þau ekki í NATO. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjölmargir miðará lceland Airwaves-hátíðina eru í endursölu á netinu: Brask með hátíðarmiða vandamál menning Mikið magn Iceland Airwaves-tónleikamiða er í boði á svörtum markaði fyrir hátíðina í ár. Tugir miða eru í boði á vefsölu- torginu Bland.is og kosta þeir frá 12 þúsund krónum upp í 30 þúsund. Hátíðin hófst á miðvikudag og stendur alla helgina. Miðar á há- tíðina seldust upp um miðjan ágúst, fyrr en nokkru sinni. „Það er alltaf fólk sem kaupir miða og fer í einhverja ævintýra- leit með þá,“ segir Grímur Atla- son, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. Hann viðurkennir að svartamarkaðsbrask sé vandamál. „Fólk getur ekki vitað hvort það er að kaupa ósvikna vöru.“ Hátíðarhaldarar Iceland Air- waves heimila ekki endursölu á miðunum en Grímur segir erfitt að koma í veg fyrir það. Hann spyr sig hvers vegna fólk kaupi ekki miða í GRÍÐARLEG EFTIRSPURN Hátíðin er mjög eftirsótt ár hvert og fólk er tilbúið að borga tugi þúsunda fyrir miða á hátíðina eftir að þeir seljast upp. fréttablaðið/arnpór gesta á lceland Airwaves í ár eru erlendir. Það er metfjöldi erlendra gesta. 5.000 voru (boði fyrir hátlðina (ár MIÐARog seldust upp 10'águst' 'yy'T troða upp á hátíðinni “ “ ér auk fjölmargra sem NÖFN eru utan dagskrár. forsölu mun ódýrar en miðinn býðst í endursölu þegar hátíðin er hafin. „Það eru ekki mörg armbönd sem á eftir að ná í, við erum með það allt á skrá. En það er alls konar fólk sem langar að fara að skemmta sér núna,“ segir Grímur. Miðarnir sem verið er að selja á vefnum og í endursölu eru ávísan- ir á armböndin sem hátíðargestir verða að bera til að komast inn á tónleikastaði. - bþh

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.