Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.11.2012, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 02.11.2012, Qupperneq 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 2. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR www.dacia.is Dacia Duster Nýr sportjeppi á hrikalega góðu verði Kr. 3.990 þús. Dísil 53L/100 km QQH entertainment Stephen Fry fer á kostum í skemmtilegum þáttum BBC ENTERTAINMENT ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS Grískt samfélag að komast á ystu nöf Langvarandi niðurskurður hefur haft mikil áhrif á daglegt líf í Grikklandi. Á hverjum degi missa þúsundir manna vinnuna og þeir sem fá laun greidd á réttum tíma telja sig heppna. Mótmæli eru nánast daglegur viðburður. STUND MILLI STRÍÐA Tveir mótmælendur tylltu sér stundarkorn meðan lögreglan beið átekta. nordicphotos/afp grikkland, ap Á sjúkrahúsi einu í Aþenu hefur verið sett upp skilti á vegg þar sem sjúklingar og ætt- ingjar þeirra eru beðnir um að haga sér sómasamlega: „Læknar á vakt hafa ekki fengið greidd laun síðan í maí,“ stendur á skiltinu. „Vinsamlega sýnið störfum þeirra virðingu." Skilti af þessu tagi sjást orðið víða í Grikklandi, enda missa um þúsund manns vinnuna þar í landi daglega og þeir sem fá greidd laun sín á réttum tíma telja sig vera heppna. Við fyrstu sýn virðist lífið ganga sinn vanagang í Aþenu. Mótmæli stór eða smá eru samt nánast dag- legur viðburður og reglulega má sjá hópa þjóðernisöfgamanna berja á útlendingum, en hópar stjórn- leysingja sjást líka berja þjóðernis- öfgamenn. „Þjóðfélagið okkar er á heljar- þröm,“ sagði Nikos Dendias, ráð- herra í grísku stjórninni, stuttu eftir að skipasmíðamenn í verk- falli réðust inn á lóð varnarmáía- ráðuneytisins. „Ef okkur tekst ekki að halda okkur í skefjum, ef okkur tekst ekki að halda í samstöðuna, ef okkur tekst ekki að halda okkur innan ramma laganna, þá óttast ég að við endum í frumskóginum.“ Þrjú ár eru liðin síðan gríska stjórnin upplýsti hin evruríkin um að fjárlagahalli Grikklands væri mun hærri en áður hefði verið full- yrt. Þetta varð upphafið að kreppu evrusvæðisins, sem enn íþyngir nokkrum ríkjum þess verulega. Ótal fundir hafa verið haldnir, þar sem bæði Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa reynt að finna leiðir til að halda vandanum í skefjum. Grikkland hefur þurft að skera harkalega niður í ríkisfjármálum, meðal annars með því að lækka laun og hækka skatta, í skiptum fyrir lán úr neyðarsjóði ESB og frá AGS upp á samtals 240 millj- arða evra, eða nærri 40.000 millj- arða króna. Niðurskurðurinn hefur komið harkalega niður á almenningi í Grikklandi, sem sér ekki fram á annað en djúpa kreppu næstu árin. Þúsundir fyrirtækja hafa farið á hausinn, atvinnuleysi er komið yfir 25 prósent og meira en helmingur yngri kynslóðarinnar er atvinnu- laus. Stjórnvöld hafa síðustu vikurn- ar þurft að lofa enn frekari niður- skurði til að uppfylla þau skilyrði sem ESB og AGS setja fyrir næstu innborgun úr neyðarsjóðnum. Á leiðtogafundi ESB síðar í þessum mánuði ræðst hvort nýjustu loforð grísku stjórnarinnar verða látin duga. gudsteinn@frettabladid.is VARA SEM ÁHEIMA ÍÞÍNU ELDHÚSI bCnus HAGKAUP Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.