Fréttablaðið - 02.11.2012, Síða 30

Fréttablaðið - 02.11.2012, Síða 30
30 FRÉTTABLAÐIÐ 2. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR krossgáta lArétt 2. drjúpa, 6. nudd, 8. er með, 9. rölt, 11. tveir, 12. rými, 14. að baki, 16. tvíhljóði, 17. bar, 18. suss, 20. stöðug hreyfing, 21. faðmlag. LÓÐRÉTT 1. betl, 3. eftir hádegi, 4. yfirkon- ungur, 5. ái, 7. niðurstaða, 10. þukl, 13. stykki, 15. komst, 16. umfram, 19. gyltu. LAUSN •ns ‘61 '>|ne -gi 'jppu •SL '>|}s -£i 'j?>| "OL 'usnepn ■£ '|je •£ 'ues!a>| -fr 'qa •£ 'deus -j :i iq>iom •snu>) it 'Q! -OL 'ssn -81 '?J>| Ll 'ne ‘9i 'ueye 'trL 'ss?|d u 'n ‘n '>|je -6 'jarj ‘8 'nu -9 'e>|3| t rii^Myi Listskautasýning í Egilshöll - Opið hús - aðgangur ókeypis Landsliðsstúlkur Bjarnarins sýna ótrúlegar listir á ísnum í Egilshöll laugardaginn 3. nóv. kl: 13:50 Svellið er opið, tónlist, fjör og diskóljós og allir fá leiðsögn á skautum. Að lokinni sýningu svara stúlkurnar og leiðbeinendur þeirra spurningum varðandi listskautaíþróttina en stúlkurnar okkar keppa reglulega við þær bestu í Evrópu og hafa lent í verðlaunasætum. Notið tækifærið og kynnist glæsilegri íþrótt Samtímis lýkur skráningu á listskautanámskeið fyrir 6-12 ára stelpur og stráka sem hefst sama dag og stendur til 8. desember og lýkur með glæsilegri jólasýningu fyrir aðstandendur krakkanna. Námsleiðið kostar 10.000 krónur og hægt er að fá skauta lánaða. Nánari upplýsingar: Berglind Rós sími 899-3058 / Erlendína sími 694 3990 Hreysti - Gleði - Vellíðan - Hreyfing - Styrkur - Samhæfing Rok og rokk í Reykjavík og draumar miðaldra manns BAKÞANKAR Björns Þórs Sigbjörns- sonar Þótt veðrið sé leiðinlegt er ekki sami gráminn yfir haustinu nú þegar Reykja- vík hefur tekið við árlegu tímabundnu hlut- verki sínu sem rokkhöfuðborg heimsins. Ice- land Airwaves-hátíðin er hafin með öllum sínum mögnuðu viðburðum og fólk klæðir bara af sér rokið en er samt smart, þökk sé tískuhönnuðum. ICELAND Airwaves er öðrum þræði við- skiptahugmynd sem snýst um að laða útlendinga til landsins utan háannatímans. Hún hefur svínvirkað, því árlega koma nokkur þúsund erlendir ævintýraþyrstir tónlistaráhugamenn á hátíðina og eyða hér fullt af peningum. í hina röndina er þetta gluggi fyrir íslenskt tónlistar- fólk, sem gefst tækifæri til að spila fyrir erlenda útgefendur, umboðsmenn og blaðamenn og vinna lönd í framhaldinu. Við vitum hvernig það hefur gengið. VELGENGNI íslenskra tónlistar- manna í útlöndum er náttúrulega rannsóknarefni. Ótrúlega margir hafa slegið í gegn og eru reglulega á tónleika- ferðalögum vítt og breitt um heiminn. En það þarf ekki útlönd til. íslendingar eru sjálfir sólgnir í íslenska tónlist og taka hverju nýju tónlistarundrinu opnum örmum. Það magnaða er að fjöldi íslenskra tónlistarmanna getur lifað góðu lífi á list sinni. ÍSLENSKU hljómsveitirnar eru eiginlega aldrei flottari en á Iceland Airwaves. Þær gefa allt í þetta enda aldrei að vita nema að í salnum leynist útgefandi með milljón dollara samning. Hann væri þá innan um alls konar fólk á öllum aldri, en ekki síst fólk sem einu sinni taldist miðaldra. Það lítur hins vegar ekki á sig sem miðaldra. Þetta er fyrsta heila kynslóðin sem ætlar að vera hipp og kúl fram í rauðan dauðann. Þessi kynslóð klæðist eins og tuttugu árum yngra fólk, talar eins og það og hlustar á sömu tón- list og það. Flestir láta þar við sitja en sumir láta sig dreyma um að vera enn tvítugir. ÞEIR draumar kunna líka að snúast um gamlar vonir sem aldrei urðu. Eins og til dæmis að vera bassaleikari í frægri hljóm- sveit og standa á sviði fyrir framan fullan sal af fólki og spila rokk. Og þar sem hæfi- leikarnir voru engir og því nauðsynlegt að feta aðrar slóðir í lífinu mæta hinir sömu á Iceland Airwaves, horfa á bassaleikarann og hugsa; bara að ég væri hann. myndasögur Pondus Eftir Frode 0verli Þessar dömur sem þú varst með á undan mér Jói, voru það fyrirsætur upp til hópa? Nei... ein var reyndar fyrir- sæta! Mjög sæt reyndar! En hún lenti í vinnuslysi! Vinnuslysi? Hún getur ekki gengið, Jói! Já.. það var tíma- bundin gleði! Hvar passa ég inn í pessa mynd, Jói? Þú er sko á topp tíu. Ekki spurning! Nei, nei! Numero uno!! UNO!! “ÍUNOO' Gelgjan Síðan Palli fór eru húsverkin leikur einn, ég þarf ekki að keyra neitt og mér hefur tekist að skrira smávegis. Handan við hornið EftirTony Lopes

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.