Fréttablaðið - 03.03.2018, Side 4

Fréttablaðið - 03.03.2018, Side 4
stjórnsýsla „Það er mín skoðun að almennt eigi að auglýsa stöður for- stöðumanna ríkisins til að tryggja faglegt mat, eðlilega endurnýjun og gagnsæi í opinberri stjórnsýslu. Þess vegna eru það vonbrigði að við höfum ekki getað auglýst þetta vegna þessara mistaka sem má rekja allt til ársins 2007,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra. Fréttablaðið greindi frá því hinn 24. janúar að hagsmunaaðilar í kvikmyndaiðnaðinum hefðu skorað á mennta- og menningarmálaráð- herra að auglýsa starf forstöðu- manns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands laust til umsóknar áður en skipunartími Laufeyjar Guðjóns- dóttur rynni út. Ef auglýsa á starfið þarf, samkvæmt 23. grein laga um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna, að tilkynna núverandi for- stöðumanni það sex mánuðum áður en skipunartíminn rennur út. Vegna mistakanna sem Lilja vísar til verður staðan ekki auglýst. Þau felast í því að í bréfi menntamála- ráðuneytisins sem dagsett var 8. ágúst 2007 var skipunartími Lauf- eyjar sagður framlengjast til 17. ágúst 2013 í stað 17. febrúar 2013 eins og hefði átt að vera. Sú loka- dagsetning var skráð í ráðuneytinu. Endurskipan Laufeyjar árið 2013 var svo skráð 17. ágúst 2013 til 17. ágúst 2018, en hefði átt að vera til 17. febrúar. Þetta þýðir að það hefði átt að vera búið að auglýsa stöðuna fyrir 17. ágúst á síðasta ári en ekki 17. febrúar síðastliðinn. Ráðuneytið telur sig eiga að bera hallann af mistökunum. Því fram- lengist ráðningartími Laufeyjar sjálfkrafa til ársins 2023. Ráðuneytið fékk auk þess utanaðkomandi lög- fræðiálit sem staðfesti þessa túlkun. Lilja tekur fram að afstaða sín um að auglýsa eigi stöður forstöðu- manna sé grundvallarafstaða en hafi ekkert með störf núverandi for- stöðumanns að gera. Árleg framlög ríkissjóðs til Kvikmyndamiðstöðvar nema rétt rúmlega 1,1 milljarði króna. „Mér finnst eðlilegt þegar verið er að útdeila svona miklum peningum inn í svona þröngan geira að það sé skipt um mann í brúnni reglulega,“ sagði Snorri Þórisson, stjórnarformaður Pegasusar fram- leiðslufyrirtækis, þegar Frétta- blaðið ræddi við hann á dögunum. Hann sagði líka að forstöðumaður Kvikmynda miðstöðvar þyrfti að berjast fyrir því að fá meiri fjár- muni í sjóðinn til að hafa úr meiru að moða. „Ég hef ekki orðið var við að það hafi gerst,“ sagði Snorri. jonhakon@frettabladid.is Staða forstöðumanns ekki laus vegna mistaka fyrir ellefu árum Embætti forstöðumanns Kvikmyndasjóðs verður ekki auglýst. Ástæðan er mistök sem gerð voru í mennta- málaráðuneytinu fyrir meira en áratug. Ráðherra segir niðurstöðuna valda vonbrigðum enda sé eðlilegt að auglýsa. Hagsmunaaðilar vildu að staðan yrði auglýst en Laufey Guðjónsdóttir á nú rétt á henni til 2023. Kristján Þór Júlíusson var menntamálaráðherra áður en Lilja Alfreðsdóttir tók við. Ef auglýsa hefði átt stöðu forstöðu- manns Kvikmyndamiðstöðvar, þá hefði þurft að gera það á meðan Kristján var ráðherra. FréttAbLAðið/Ernir Páll Winkel forstjóri Fangelsis- málastofnunar sagði að skil- greina þyrfti heilbrigðisþjón- ustu í fangels- um, fjármagna hana og veita. Búið væri að gera úttektir og skýrslur og fyrir lægi að óháðir eftirlitsaðilar hefðu ítrekað gert alvarlegar athugasemdir við heilbrigðisþjónustu og sérstaklega geðheilbrigðisþjónustu fanga. Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður sagði grafalvarlegt að íslensk stjórnvöld hefðu heimilað flugfélaginu Air Atlanta að flytja vopn til Sádi- Arabíu þaðan sem þau gætu borist til Sýrlands og Jemen. Fráfarandi mannréttinda- stjóri SÞ hefði lýst löndunum sem sláturhúsum. Íslensk lög og alþjóðasáttmálar hefðu lagt bann við að vopn væru flutt til svæða þar sem þau væru notuð gegn almenningi. Margrét Örnólfsdóttir formaður Félags leikskálda og hand- ritshöfunda kvaðst telja það óheilbrigt fyrir kvikmyndagerð að í Kvikmynda- ráði sæti alltaf sama fólkið og stýrði því hvernig myndir væru gerðar, hvaða sögur væru sagðar og hvernig þær væru sagðar. Hún sagðist telja gott ef þak yrði sett á lengd setu ráðgjafa. Þrjú í fréttum Fangelsi, vopn og kvikmyndir tölur vikunnar 25.02.2018 til 03.03.2018 47% þeirra sem afstöðu tóku í könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is telja að nýr Landspítali eigi ekki að rísa við Hringbraut. 39% segja að spítalinn eigi að rísa við Hring- braut. 13% kváðust vera hlutlaus. 31,5 milljónir féllu í fyrra undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur á áfengi. Sé hlutfallið heimfært upp á þjóðina er um að ræða 40 þúsund karla og 33 þúsund konur. milljarð króna rúmlega fengu lykilstjórn- endur stóru viðskiptabankanna þriggja samanlagt í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur í fyrra. 520 þúsund krónur á mánuði voru meðalneysluútgjöld á heimili árin 2013 til 2016. Á heimili búa á milli 2,7–2,9 einstaklingar að meðaltali. Ráðstöfunartekjur meðalheimilis í rannsókninni voru 857 þúsund krónur á mánuði (verðlag 2016). 285.200 króna var kostn- aður við árshátíð ríkisfyrirtækisins Isavia. Rúmlega 1.400 manns starfa hjá fyrirtækinu og dótturfyrirtækjum. 32% karla og 27% kvenna 32% karla 27% kvenna voru gistinætur á hótelum í janúar síðastliðnum. Er það eins pró- sents samdráttur frá sama mánuði árið áður. 3 . m a r s 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 1 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 1 D -A 9 B 8 1 F 1 D -A 8 7 C 1 F 1 D -A 7 4 0 1 F 1 D -A 6 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.