Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 10
Stjórnarkosningar The Union Board Elections Wybory do zarządu Stjórnarkosningar í Eflingu-stéttarfélagi fara fram mánudaginn 5. og þriðjudaginn 6. mars 2018 á neðangreindum stöðum og tímum. The union board elections for Efling workers’ union is on Monday the 5th and Tuesday the 6th of March 2018 at the listed locations below. Time and places of the election polls are located at four different locations: Wybory do zarządu związków zawodowych Efling odbędą się w poniedziałek 5 i wtorek 6 marca 2018 w niżej podanych lokalach wyborczych i czasie: Kjörstaðir og tími – Election Polls and time – Lokale wyborcze oraz czas Skrifstofa Eflingar í Reykjavík Mánud. 5. mars Þriðjud. 6. mars Guðrúnartún 1, 4. hæð kl. 09:00–20:00 kl. 09:00–20:00 Skrifstofa Eflingar í Hveragerði Austurmörk 2, 2. hæð kl. 10:00–18:00 kl. 10:00–18:00 Kiwanishúsið Þorlákshöfn við Óseyrarbraut kl. 10:00–18:00 Lokað Reykjavík, 1. mars 2018 Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags – Electoral commission of Efling Workers’ Union – Komisja wyborcza do związków zawodowych Efling Innritun í framhaldsskóla á haustönn 2018 Forinnritun nemenda í 10. bekk mun standa yfir dagana 5. mars til 13. apríl Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2002 eða síðar) hefst mánudaginn 5. mars og lýkur föstudaginn 13. apríl. Nemendur fá bréf frá Menntamálastofnun með veflykli að innritunarvef og leiðbeiningum sem afhent verður í grunnskólunum. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf í pósti frá Menntamálastofnun með upplýsingum um innritunina. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni. Innritun annarra en 10. bekkinga mun standa yfir 6. apríl til 31. maí Innritun eldri nemenda (fæddir 2001 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hefst þriðjudaginn 3. apríl og lýkur fimmtudaginn 31. maí. Umsækjendur 17 ára og eldri nota auðkenni frá island.is eða rafræn skilríki á greiðslukorti. Ef sótt er um Íslykil á netinu er hægt að velja um að fá hann sendan á lögheimili, sem tekur 2-5 virka daga eða í netbanka, sem skilar sér samdægurs (undir „rafræn skjöl“). Rafræn persónuskilríki er hægt að sækja um hjá viðskiptabanka. Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 4. maí til 8. júní Nemendur í 10. bekk hafa frest til sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis föstudagsins 8. júní. Einkunnir þeirra verða sendar rafrænt frá grunnskólum til framhaldsskóla eftir skólaslit. Fjar- og dreifnám og nám í kvöldskóla Innritun í fjar- og dreifnám og í kvöldskóla fer fram samkvæmt fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa. Nánari upplýsingar má fá í síma 514 7500 eða með því að senda póst á innritun@mms.is Huga betur að persónuvernd í dómabirtingu Nöfn brotaþola og vitna hafa oft slæðst með í dómum þar sem brotið er gegn börnum. Nákvæmar atvikalýsingar eru líka oft birtar. Umboðsmaður barna og Dómstólasýslan ræða úrbætur á þessu. Stundum eru í dómum atvikalýsingar þar sem er vitnað, jafnvel orðrétt, í trún- aðarsamtöl barna við sálfræðinga og viðtöl í Barnahúsi. FréttaBlaðið/Ernir Dómstólar Tryggja þarf betur per­ sónuvernd við birtingu dóma sem varða alvarleg brot gegn börnum. Þetta er mat umboðsmanns barna sem ræddi málið við stjórn Dóm­ stólasýslunnar fyrr í vikunni. „Það sem  er alvarlegt við þetta er í fyrsta lagi að það eru dæmi um að nafnhreinsun í alvarlegum brotamálum gagnvart börnum sé óvönduð. Til dæmis að nöfnin eru að mestu tekin út en svo slæðist með nafn á einum stað eða tveimur og þá er nafnhreinsunin náttúrlega til einskis. Síðan er oft ekki hugað að því að taka út staðhætti eða að nöfn á fámennum stöðum eru gefin upp og þá er stundum hægt að rekja málið til einstaklinga. Þá samsvarar það persónugreiningu,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Þriðja atriðið sem Salvör nefnir og segir mjög miklu máli skipta er að stundum eru nákvæmar atvika­ lýsingar þar sem er vitnað, jafnvel orðrétt, í trúnaðarsamtöl barna við sálfræðinga og viðtöl í Barnahúsi. „Síðan er þetta birt í fjölmiðlum daginn sem þessir dómar birtast. Þessir dómar fylgja börnunum alla tíð og geta sett mark sitt á líf þeirra fyrir utan það að þau eru þolendur í þessum málum.“ Salvör segir viðfangsefnið ekki nýtt. Fyrri umboðsmaður barna hafi áður getið þess í ársskýrslum. Nú verði málin rædd áfram. „Við erum að skoða þetta hjá okkur og fara yfir það hvernig þetta er gert í nágrannalöndunum. Svo munum við eiga frekara samtal við Dómstólasýsluna og fleiri sem koma að þessu máli á næstunni. Við erum ekki með fullmótaðar tilögur nákvæmlega um það hvernig eigi að gera þetta en það er það sem við munum fara í núna,“ segir Sal­ vör sem segist hafa mætt miklum skilningi vegna þessa máls hjá stjórn Dómstólasýslunnar. jonhakon@frettabladid.is Eitt dæmi um vandann Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudaginn að í gæsluvarð- haldsúrskurði Landsréttar vegna fyrrverandi starfsmanns Barnaverndar, sem grunaður er um kynferðisbrot, hefði birst upplýsingar um skyldleika sak- bornings við einn kærandann. Þá gerði réttargæslumaður þriggja kærenda athugasemd við að upplýsingar úr skýrslutöku hjá lögreglu væru birtar í úrskurðin- um. Salvör segir þennan úrskurð ekki hafa verið tilefni fundarins með stjórn Dómstólasýslunnar. „En þetta er enn ein birtingar- mynd vandans sem við erum að glíma við og þetta er ekki alveg ný umræða hjá embættinu,“ segir Salvör. Þessir dómar fylgja börnunum alla tíð og geta sett mark sitt á líf þeirra fyrir utan það að þau eru þolendur. Salvör Nordal, um- boðsmaður barna Fangelsismál Ríkisendurskoðun skilar skýrslu til Alþingis í lok mánaðarins um heilbrigðisþjón­ ustu fanga en stofnunin ákvað í haust að hefja aðalúttekt um þjónustuna. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, hefur Ríkisendurskoðun ítrekað gert athugasemdir við geð­ heilbrigðisþjónustu í fangelsum landsins; fyrst árið 2010 í skýrslu um skipulag og úrræði í fangelsis­ málum þar sem þeim tilmælum var beint til velferðarráðuneytis að meta þyrfti og mæta þörfum fanga með geðræn vandamál og að móta þyrfti heildarstefnu í málefnum geðsjúkra, fatlaðra og aldraðra dómþola. Tilmælin voru ítrekuð í eftirfylgniskýrslu árið 2013 og aftur 2016. Í kjölfarið kvaðst velferðarráðu­ neytið þá hafa unnið að úrbótum en Ríkisendurskoðun taldi árang ur lítinn og því rétt að fylgja málinu eftir og hefja forkönnun á heil­ brigðisþjónustu fanga. Samkvæmt upplýsingum á vef Ríkisendurskoðunar bentu niður­ stöður til að fangar nytu viðunandi almennrar heilbrigðisþjónustu en úrbóta væri þörf vegna geð­ heil brigðis þjónustu og áfengis­ og vímuefnameðferðar. Þá væri stefnumörkun enn ábótavant. Því var ákveðið að hefja aðalúttekt á heilbrigðisþjónustu fanga. Markmið úttektarinnar er að svara því „hvernig stjórnvöld sjá til þess að fangar fái þá heil­ brigðisþjónustu sem þeim ber, hvort skipulag heilbrigðisþjónustu fanga tryggi að henni sé sinnt á hagkvæman og skilvirkan hátt og hvort sú þjónusta skili viðunandi árangri.“ – aá Von á skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilbrigðismál fanga í lok mánaðarins Samkvæmt upplýsingum á vef Ríkisendurskoðunar bentu niðurstöður til að fangar nytu viðunandi almennrar heilbrigðisþjón­ ustu en úrbóta væri þörf vegna geð heil brigðis­ þjónustu og áfengis­ og vímuefnameðferðar. Sveinn arason, ríkisendurskoð- andi. 3 . m a r s 2 0 1 8 l a U g a r D a g U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 1 D -C C 4 8 1 F 1 D -C B 0 C 1 F 1 D -C 9 D 0 1 F 1 D -C 8 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.