Fréttablaðið - 03.03.2018, Síða 38

Fréttablaðið - 03.03.2018, Síða 38
starfskona mín var í annarri vinnu með samfleytt í átta ár og skúraði. Hún vann í átta tíma, svo skúraði hún. Svo tók hún strætó heim til sín. Þetta gerði hún í átta ár bara til að komast af. Önnur vinkona mín, fráskilin, vann á hóteli í veitinga- sölu eftir sinn vinnudag. Meira að segja aðstoðarleikskólastjórinn á leikskólanum sem ég starfa á er í aukavinnu. Einstæð móðir og getur ekki annað. Hún vinnur næturvinnu á vistheimili líka til að geta séð fyrir sér og börnunum sínum. Vinna í sumarfríinu Hver er lausnin á þessu? Barbara: Lausnin er bara svona. Skattakerfið, lagið það! Launin, lagið þau! Ég er ein manneskja í tveimur störfum. Af hverju borga ég fullan skatt af seinni vinnunni? Hvers vegna er fólki refsað svona? Hvernig á maður að eignast eitthvað. Það er ekki hægt? Ef við búum við svona kerfi, hvernig samfélag er það? Það er samfélag þar sem fólk slítur sér út á vinnu. Án þess að komast áfram, án þess að eignast eitthvað. Og börnin þeirra munu gera það líka því keðjan heldur áfram. Því þau alast upp í fátækt og íslenskt sam- félag virkar ekki án þess að foreldrar greiði fyrir líf barna sinna. Nám, fasteignir og annað. Fólk fer ekki einu sinni í sumarfrí. Það vinnur í fríinu sínu. Þetta er grátlegt. Sólveig: Ég hef unnið inn í sumar- fríið mitt. Ég er með svo lágar tekjur að ég verð að gera það. Daníel: Ég var að vinna á leikskóla og var ekki menntaður leikskóla- kennari. Ég varð að hætta og fór á atvinnuleysisbætur. Það breyttist ekki neitt. Þetta voru um það bil sömu laun. Ég væri til í styttri vinnu- dag eins og er í Skandinavíu. Sólveig: En þá þarf að tryggja að fólk geti lifað af dagvinnulaunum sínum og geti séð fyrir fjölskyldu sinni. Þá er tímabært að tala um styttingu vinnudagsins og vikunnar. Má ekki vera bara trix fyrir pólitík- usa til að gera þetta áferðarfallegt. Við þurfum að tryggja undirstöð- urnar. Fólk í láglaunastöðum getur ekki leyft sér neitt. Nú er fermingartím- inn að nálgast og láglaunafólk sem á börn á fermingaraldri kvíðið. Því það getur ekki veitt börnum sínum það sem er viðmiðið í þessu sam- félagi. Án þess að skuldsetja sig. Það er ömurlegt að horfa upp á þetta. Ekki aðeins erum við með lág laun heldur er fólk að skuldsetja sig til að vera með í samfélaginu. Fátæktargildran og kynslóðir Guðmundur: Það er gríðarlegt álag á fjölskylduna. Og svona haldast fjöl- skyldur lengi í fátæktargildrunni. Kynslóð eftir kynslóð. Barbara: Þegar barnabarnið mitt fæddist átti dóttir mín ekkert. Ekki einu sinni samfesting til að klæða barnið sitt í. Hún fékk gefins föt frá tengdafjölskyldu sinni eftir strák. Þetta varð stelpa en það þurfti að duga. Því það var ekkert til. Ekki fyrir fæði, ekki fyrir klæðum og ekki fyrir húsaskjóli. Guðmundur: Við erum alin upp við þá hugsun að við ættum helst aldrei að taka lán. Að við eigum bara að kaupa okkur það sem við höfum safnað okkur fyrir. Það sé á okkar ábyrgð ef við skuldsetjum okkur mikið. En það er ekki hægt í dag að lifa án þess að skuldsetja sig fyrir því sem er nauðsynlegt. Græðgi og forréttindablinda Sólveig: Þetta eru gildi sem ég og fólk af minni kynslóð erum líka alin upp við. Það var bara ekki keypt úlpa ef það var ekki til fyrir henni. En þegar fólk segir þetta í dag, að svona verði fólk bara að haga sínum málum, þá lýsir það rosalegri forréttinda- blindu. Þá þekkir það ekki hvernig það er að vera vinnandi manneskja í láglaunastöðu. Guðmundur: Ég er á með á milli 1.700 og 1.800 krónur á tímann. Ég var einu sinni að keyra og kom við á ferðamannastað á Suðurlandi. Ætl- aði að kaupa mér rúnnstykki. Það var svo dýrt að ég hefði verið hálf- tíma að vinna mér fyrir því. Það er svo mikil græðgi í þessu samfélagi. Allt er svo dýrt, en launin í botni. Sólveig: Svo er svona ákveðið taktleysi. Björt umhverfisráðherra fór í kjól sem kostaði 250 þúsund. Mér fannst það lýsandi dæmi um stéttaskiptingu á Íslandi. Launin mín voru svipuð. Og þegar borgin hélt veislu af því að kona var að skipta um vinnu, Svanhildur Kon- ráðsdóttir, þá voru keypt blóm og veitingar fyrir fjögur hundruð þús- und. Ég upplifi þetta sem persónu- lega móðgun við mig. Og svo eru það alvarlegir brestir. Ég hef í gegnum tíðina talið mér trú um að ég borgi skatta með glöðu geði. En ég er komin með efasemdir um það á meðan íslensk auðstétt flytur peninga úr landi til þess að byggja upp sín fjölskylduveldi, svo börnin þeirra hafi aðgang að ein- hverjum auðæfum. Ég er einmitt alin upp við þetta. Þú borgar skatta og ert stolt af því að taka þátt í að reka samfélagið. Flest verkafólk sem ég þekki er brjálæðislega duglegt en þetta svíður. Dýr dagmamma Daníel: Nú er ég tiltölulega ungur. Ég hafði ekki efni á að leigja. Við konan mín vorum svo ótrúlega „heppin“ að við lentum í bílslysi og gátum keypt okkur íbúð fyrir bæturnar. Sólveig: Þið hefðuð getað dáið! Daníel: Já, ég veit þetta er fárán- legt. Það er bara fyrir einhverja ótrú- lega skrýtna hendingu sem fólk á borð við mig getur keypt sér íbúð. Við fengum bætur. Nú er ég líka með barn hjá dag- mömmu. Það kostar 86 þúsund á mánuði. Og dagmömmur taka sex vikna sumarfrí. Þetta er bara sturl- un. Og bara ekki hægt eins og hver maður sér! Barbara: Ég vildi að ég gæti notað tímann betur í þessu lífi. Til dæmis með barnabarninu. En það er ekki hægt. Og mér svíður hvernig dóttir mín býr. Hún getur ekki framfleytt sér. Þessu viljið þið breyta. Hvað ætlið þið að gera? Sögð handbendi karla út í bæ Sólveig: Það þarf að herða barátt- una verulega. Og það þarf beinar aðgerðir. Við viljum standa með okkar fólki. Guðmundur: Það þarf að setja hömlur á græðgina. Sólveig: Við gerum það ekki fyrr en við stígum fram og segjumst vilja leggja á okkur til að berjast fyrir betri kjörum. Guðmundur: Við eigum líka að nota hugmyndafræði beinna aðgerða. Við erum svo mörg, ef að við stöndum saman þá neyðist fólk til að koma til móts við kröfur okkar. Finnið þið fyrir titringi? Mótstöðu? Sólveig: Já, við erum búin að fá þessa ótrúlega sorglegu gagnrýni að við séum ekki í þessu af hug- sjón og okkar raunverulegu djúpu löngun til að breyta. Heldur séum við handbendi einhverra karla úti í bæ. Til dæmis Vilhjálms eða Gunnars Smára eða Ragnars. Það er niðurlægjandi og sárlega móðgandi fyrir konu eins og mig. Fyrir okkur öll. Ástæðan fyrir því að við erum í þessari baráttu er að við lifum öll og störfum sem láglaunafólk á Íslandi. Við höfum reynslu af því hvernig það er að funkera í þessu samfélagi. Við eigum okkar eigin rödd. Það er ekki hægt að horfa framan í eitt einasta okkar og segja okkur vera að ljúga. Það er ekki hægt. Daníel: Það er ótrúlegt að hlýða á fólk halda þessu fram. Það er ómak- legt. Við erum hér, fólk á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn. Sólveig: En við eigum það sam- eiginlegt að vinna láglaunastörf. Við erum ósátt, og af hverju er félaginu ekki beitt frekar í okkar þágu? Guðmundur: Ég fór á dögunum í hús Eflingar. Og ég átti ekki eitt ein- asta orð yfir íburðinum, skrifstofun- um. Þetta fólk á að vera í vinnu fyrir okkur og virðist ekki hafa minnsta áhuga á því. Daníel: Það þarf að lýðræðisvæða Eflingu. Sólveig: Við gerðum allt rétt. Við fylgdum öllum reglum. Söfnuðum 600 undirskriftum. Þetta er svo ómakleg gagnrýni sem við höfum fengið. Hún lýsir málefnaþurrð og mikilli örvæntingu. Ég hlustaði á viðtal við eina stjórnarkonu nýverið í morgunútvarpinu. Hún ræddi um laun á leikskóla. Hún var spurð: Er hægt að lifa á þessum launum? En hún neitaði að svara. Og sagði: Það fer bara eftir því í hvaða stöðu fólk er! Í alvöru, ef það er ekki pólitískur tilgangur í að neita að svara þá veit ég ekki hvað það er. Það er pólitík þegar þú ert farinn að snúa út úr eins og ekkert sé, gegn hagsmunum félagsmanna þinna. Neita að svara heiðarlega. Ég átti ekki orð yfir þessu. En finnst það lýsandi fyrir viðhorfin sem við mætum og viljum breyta. Eruð þið full baráttugleði? Daníel: Við ætlum að vinna þetta. Sólveig: Við finnum fyrir ótrúleg- um stuðningi. Fólk vill breytingar. Raunsæismanneskja Barbara: Einhver sagði við mig, já þú ert kommúnisti. Ég svaraði. Nei, ég er það ekki, ég er raunsæismann- eskja. Ég horfist bara í augu við stöð- una og geri eitthvað í því. Sólveig: Þetta finnst mér vel sagt hjá Barböru. Því þegar þú ert orðin fullorðin og fattar hversu viðbjóðs- lega ósanngjarnt kerfið er, að þú ert fórnarlamb í grimmu kerfi sem ætlar bara að mjólka þig þangað til þú deyrð, þá viltu berjast. Og við ætlum að gera það, vinna og svo að nota þetta risastóra stéttarfélag sem hamarinn sem það er og virkja sam- takamáttinn. Daníel segist spyrja sig æ oftar til hvers þetta allt saman sé. Hann sé að missa af börnunum sínum. FRéttablaðið/ERniR þegar þú ert orðin fullorðin og fattar hversu viðbjóðslega ósanngjarnt kerfið er, að þú ert fórnarlamb í grimmu kerfi sem ætlar bara að mjólka þig þangað til þú deyrð, þá viltu berjast. Sólveig þegar hún var nýbökuð móðir var ekkert til. bara ekk- ert! og enga aðstoð að fá. þegar hún reyndi að leita eftir aðstoð félagsyfirvalda þá var hún spurð: áttu ekki foreldra sem geta hjálpað þér? Barbara við eigum líka að nota hugmyndafræði beinna aðgerða. við erum svo mörg, ef við stöndum saman þá neyðist fólk til að mæta kröfum okkar. Guðmundur 3 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r38 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 1 E -0 C 7 8 1 F 1 E -0 B 3 C 1 F 1 E -0 A 0 0 1 F 1 E -0 8 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.