Myndmál - 01.07.1983, Side 5
Fjársjöður Chaplins
Þökk sé sjónvarpsmönnun-
um, Kevin Brownlow og
David Gill, að nú geta sjón-
varpsáhorfendur víðsvegar um
heim kynnst fleiri hliðum á
einum mesta snillingi kvik-
myndasögunnar Charlie
Chaplin.
Þeir félagar voru að vinna
að sjónvarpsþætti fyrir
Thames TV, um Hollywood,
þegar þeir fengu leyfi ekkju
Chaplins til að róta í gömlum
kompum og hirslum sem
geymdu ýmsa muni hans. Það
sem þeir fundu fór langt fram
úr björtustu vonum. Þarna
lágu fullbúnar útgáfur að
myndum sem þeir höfðu aldrei
heyrt um áður, tökur sem ekki
voru notaðar í Borgarljósum
og Nútímanum, klippikópíur
frá Sirkusnum og
myndir af heimsókn þekktra
gesta í stúdíóið. í safni
Raymond Rohauer fundu þeir
síðan efni sem aldrei var notað
frá þögla tímabilinu
1916—17. Þessu öllu komu
þeir saman í 3 sérþætti, Hinn
óþekkti Chaplin, sem breskir
sjónvarpsáhorfendur fengu að
berja augum nýlega, við já-
kvæðar undirtektir. Og hver
veit nema við hér á hjara
veraldar fáum að líta augum
þennan fjársjóð meistarans
innan tíðar . . .
48HRS
Sé eitthvað að marka gagn-
rýnanda breska kvikmynda-
blaðsins Fiims, Simon Button,
ættu þeir sem unna góðum
spennumyndum að eiga
ánægjulega stund yfir nýjustu
mynd Walter Hill, 48 hrs.
Myndin hefur fengið góðar
viðtökur vestra og hlotið góða
dóma. í aðalhlutverkunum eru
Nick Nolte, sem lögreglumað-
urinn Jack Cates og Eddie
Murphy, sem ,,debúterar“ í
hlutverki atvinnubófan Reggie
Hammond.
Tveir morðingjar sem
dæmdir hafa verið í lífstíðar-
fangelsi eru sloppnir út og
Hammond samþykkir að
aðstoða Cates við að hafa
uppá þessum gömlu félögum
sínum. En lögga og bófi eru
ósamstæður félagsskapur og
samskiptin eru stirð til að
byrja með. Þegar Cates fær
Hammond lausan til 48 klst.
vill hann hafa allt á hreinu.
,,Við erum ekki félagar, við
erum ekki bræður og við erum
ekki vinir. Ef þeir sleppa
muntu iðrast þess að hafa
nokkurntíma hitt mig“.
Hammond lætur sér hvergi
bregða og svarar: „Ég iðrast
þess nú þegar“. En þrátt fyrir
kuldann í byrjun þróast með
þeim gagnkvæm virðing og
um leið og vináttan styrkist.
Nolte og Murphy þykja sýna
stórgóðan samleik og í öðrum
helstu hlutverkum eru Annette
O’Toole („Cat People“),
James Remar og David
Patrick.
Látum Simon Button hafa
síðustu orðin um myndina.
„Ég stóð sjálfan mig að því að
skella uppúr, klappa saman
lófunum, ná varla andanum
og heillast algjörlega. 48 hrs.
er hvorki risavaxin né dýr
framleiðsla en sem skemmti-
mynd er hún í sérflokki".
Rohmer meó
kómedíu:
„PALINAA
STRÖNDINNI
Fulltrúi Frakklands á kvik-
myndahátiðinni i Cannes sem
haldin var nýlega, var mynd
Eric Rohmer, Pauline á la
Plage („Pálína á ströndinni").
Þetta er létt og skemmtilegt
tilbrigði við mest notaða við-
fangsefni kvikmyndagerðar:
ástarsöguna, sem sögð er með
hinum gráglettna og lipra
húmor Rohmers.
Marion er nýfráskilin og
hefur ákveðið að eyða síðustu
sumardögunum á heimili fjöl-
skyldu sinnar ásamt ungri
frænku sinni, Pauline. Sögu-
sviðið er ströndin þar sem sitt-
hvað áhugavert er að
finna . . . Engin stórmynd en
lipur samtöl og hugljúfar
stemningar gera myndina
skemmtilega á að horfa.
íkjölfarE.T.
Nú þegar Steven Spielberg
hefur fært sönnur á ómót-
stæðilegt aðdráttarafl vina-
legra geimbúa /sbr. E.T.) má
búast við að slíkar fígúrur taki
að herja á kvikmyndahús inn-
an tíðar. Fyrstu vísbendingar
eru nýjustu myndir leikstjór-
anna Blake Edwards (10,
Victor/Victoria) og Richard
Donner (Superman, The Guys
from Max-Bar).
Edwards, sem nú er að
leggja síðustu hönd á tvær
myndir um Bleika Pardusinn,
hefur nýhafið tökur á mynd
sem hann kallar Geimsaga (A
Space Story). Handritið, sem
hann skrifaðu sjálfur ásamt
syni sínum, Geoff, leggur að
hans sögn meiri áherslu á hinn
,,mannlega“ þátt en tækni-
brellur.
Donner vinnur nú að mynd
byggðri á skáldsögu hins víð-
kunna stjörnufræðings Carl
Sagan (Cosmos), sem ber heit-
ið Snerting (Contact). Sagan
greinir frá fyrstu kynnum
jarðarbúa af, jú þú gast rétt,
verum frá öðrum plánetum.
Þessa dagana gefur að líta
framleiðendur myndarinnar
með dollaramerkið í augunum
því þeir þykjast vissir um að
nafn Sagan muni tryggja þeim
vænar fúlgur, auk þess sem
áhorfendur fái eitthvað fyrir
peninga sína.
Væntanleg er á markaðinn
bók með kvikmynda og sjón-
varpstækniorðum á ensku og
fimm norðurlandamálum.
NFTU (Nordic Film/TV
Association) stendur að útgáf-
unni í samvinnu við Proprius
útgáfufyrirtækið.
Fyrirkomulag bókarinnar er
þannig að tækniorðin eru birt
á ensku og síðan er merking
þeirra útskýrð á sama tungu-
máli. Á eftir fylgja svo þýð-
ingar orðsins á öllum fimm
Norðurlandatungumálunum.
Það er óhætt að fullyrða að
þessi bók er góður fengur til
handa kvikmyndagerðarmönn-
um af öllum stærðargráðum
sem eignast þarna handhægt
uppsláttarrit, jafnframt því
sem íslensk fagorð eru nú fyrir
hendi í fyrsta skipti.
Þórarinn Guðnason og
Þrándur Thoroddsen sátu í út-
.gáfunefnd bókarinnar fyrir
hönd íslands.
MYNDMÁL5