Myndmál - 01.07.1983, Page 7

Myndmál - 01.07.1983, Page 7
sýningar sínar, en það var 2. nóvem- ber 1906. Kvikmyndirnar urðu þegar í upp- hafi ákaflega vinsæl skemmtun á ís- landi. Hvorttveggja var að efnahagur fólks leyfði ekki dýrar skemmtanir og skemmtanahald var mjög fábreytt í þéttbýlinu. Þörf fyrir aukið skemmt- anahald fór hins vegar vaxandi, vegna þess hve fólki fjölgaði í bæjunum, þar sem atvinnubyltingin átti sér stað og þörfin fyrir vinnuaflið jókst jafnt og þétt. Kvikmyndirnar komu því eins og kallaðar. Hinar gífurlegu vinsældir, sem kvikmyndir hafa notið á íslandi í þau 77 ár, sem kvikmyndasýningar hafa staðið óslitið með þjóðinni mætti ef til vill rekja til þeirrar staðreyndar að á íslandi er ákaflega fátækleg skemmtanahefð í borgaralegum skiln- ingi. Ef til vill skipa kvikmyndasýn- ingar stærri sess í skemmtanalífi ís- lendinga á þessari öld heldur en þjóðin hefur fyllilega gert sér grein fyrir. Þessu til áréttingar má geta þess að á síðustu árum hefur bíósókn verið um þrisvar sinnum meiri á íslandi heldur en á hinum Norðurlöndunum miðað við höfðatölu. Á hinum miklu uppgangstímum heimastjórnarinnar (1904—1918) var nýtt kvikmyndahús sett á stofn í Reykjavík en það var Nýja Bíó sem hóf sýningar árið 1912. í höfuðstað togaraútgerðarinnar þar sem ibúatalan var komin yfir 11600 var vissulega grundvöllur fyrir rekstri tveggja kvik- myndahúsa og hefur forstjóri Gamla Bíós (svo nefndist Reykjavíkur Bíó- graftheater eftir að Nýja Bíó hóf göngu sina), fullyrt að aðsókn að Gamla Bíó hafi ekkert minnkað með tilkomu Nýja Bíós. Sama ár og Nýja Bíó tók til starfa var stofnað bió i höfuðstað síldveiðanna, Siglufirði, og nefndist það Siglufjord Bíógraftheater. Það þarf því engan að undra þótt þörf hafi skapast um þetta leyti fyrir kvikmyndahús í Hafnarfirði, öðru höfuðvigi togaraútgerðarinnar, en þar hóf Árna Bíó feril sinn árið 1914. Nú er svo komið að í Reykjavík einni eru starfrækt 8 kvikmyndahús en íbúatal- an er rúmlega 80 þúsund. Auk þess eru kvikmyndahús starfrækt í öllum byggðarlögum landsins. Frá upphafi hafa kvikmyndahúsin gegnt víðtæku félagslegu hlutverki, sem ekki hefur verið bundið við kvik- myndasýningarnar einar sér. Að sumu leyti gegndu Reykjavíkurbíóin tvö á tímum þöglu myndanna áþekktu hlut- verki og sjónvarpið í dag. Auk kvik- myndasýninga fór margvíslegt menn- ingarstarf fram í bíóunum, tónleikar, fyrirlestrar, skáld lásu upp úr verkum sínum, rætt var um landsins gagn og nauðsynjar. 1. september árið 1930 komu tal- myndirnar til sögunnar á íslandi, og undir lok ársins var farið að senda út tal og tóna á öldum ljósvakans og rekstur Ríkisútvarps hafinn. Þeir Magnús Jóhannsson og Svein- björn Egilsson gerðust brauðryðjendur á sviði hljóðritunar, fyrst með stálvírs- tækni en síðar með segulböndum og önnuðust hljóðvinnslu fyrstu talmynd- anna hér á landi. Árið 1966 tók íslenska sjónvarpið til starfa og á 75 ára afmælisári kvik- myndasýninganna gerist sá sögulegi atburður á sviði myndmiðlunarinnar, að hin nýreist jarðstöð, Skyggnir, tók í fyrsta sinn á móti kvikmynd af atburði, sem varðaði íslendinga erlendis og send hafði verið í gegnum gervihnött til ís- lands. Þannig lágu leiðir tveggja að því er virtist óskyldra miðlunartækja, sím- ans og kvikmyndanna, sem hösluðu sér völl á íslandi árið 1906, saman 75 ár- um síðar. Ritsíminn hafði geysimikla þýðingu fyrir atvinnulíf landsins og verslun en þessir þættir voru í raun undirstaða sjálfstæðisbaráttunnar, sem tók nýjan fjörkipp árið 1906 og leiddi til þess að ísland varð fullveldi árið 1918. Því miður hafa engar kvikmyndir frá fullveldishátíðinni árið 1918 komið í leitirnar en vitað er að forstjóri Gamla Bíós, Bíópetersen átti þátt í töku kvik- myndar af slökkviliðsæfingu í Reykja- vík árið 1906. Um kvikmyndagerð á heimastjórnartimanum að öðru leyti er það að segja að Svíinn Albert Engström og félagi hans Wulff tóku kvikmyndir af íslenskum þjóðlífsháttum árið 1911 og það sama ár var fransmaður hér á ferð og tók kvikmyndir á 100 ára fæð- ingarafmæli Jóns Sigurðssonar, forseta. Tvær aðrar heimildarmyndir voru enn- fremur teknar á þessum árum á vegum erlendra aðilja. Eftir heimsstyrjöldina fyrri, þegar ís- land er orðið fullvalda ríki, fer að kom- ast skriður á innlenda kvikmyndagerð, jafnframt því sem erlendar þjóðir byrja að fá áhuga á íslandi sem kvikmynda- landi. Árið 1919 er Bíópetersen byrjað- ur að taka kvikmyndir fyrir Gamla Bío Syningarskrá yfir lifandi myndir Reykjavik Biograftheater (Breiðfjorðs leikhúsi) frá íöstud. 2). nóv. til fóstud. jo. nóv. 1906 Skrúin koNtur 5 auru. REYKJAVÍK ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA 1906 og þá kom danska kvikmyndafélagið Nordisk Films Kompagni til íslands til þess að gera kvikmynd eftir skáldsögu Islendingsins Gunnars Gunnarssonar en tveimur árum áður höfðu Svíar, undir stjórn Victors Sjöströms, kvik- myndað annað íslenskt verk, Fjalla- Eyvind eða Berg-Ejvind och hans hus- tru, eftir leikriti Jóhanns Sigurjóns- sonar. Á þriðja áratugnum var mikill upp- gangstími í íslensku þjóðlífi. Togara- floti landsmanna var endurnýjaður og saltfiskframleiðslan jókst hröðum skrefum. Svo vel þótti ára að gengi krónunnar var hækkað um miðjan ára- tuginn. Ljósmyndarar víða um land bæta kvikmyndatöku á verkefnalista sinn og þarf engan að undra þótt þá hafi fýst að tileinka sér hina nýju tækni, hreyfanlegar ljósmyndir. Ef til vill hef- ur aukin aðsókn að ljósmyndastofun- um með bættum efnahag fólks gert þeim auðveldara fyrir með að fjárfesta í kvikmyndatækjum og kaupa filmur. Þeirra atkvæða mestur verður Loftur Guðmundsson, sem m.a. gerir yfir- gripsmikla heimildamynd um land og þjóð, ísland í lifandi myndum, sem frumsýnd var 1925. Tveimur árum áður hafði Loftur þreytt frumraun sina á sviði kvikmyndagerðar með stuttri MYNDMÁL7

x

Myndmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.