Fréttablaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 10
viðskipti Capacent verðmetur gengi leigufélagsins Heimavalla, sem stefnir að skráningu á hluta- bréfamarkað, á 1,74 krónur á hlut. Útboðsgengið er 1,38-1,71, sam- kvæmt tilboðsbók B. Verðmats- gengið er því allt frá 26 prósentum yfir útboðsgengi í 2 prósent yfir útboðsgengi, allt eftir hvernig rætist úr hlutafjárútboðinu sem fram fer á mánudag og þriðjudag. Þetta kemur fram í verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Heimavellir eru fyrsta félagið sem skráð er á Aðallistann eftir fjármála- hrun sem hyggst afla fjármagns með skráningu á hlutabréfamarkað. Leigufélagið mun afla um 1-1,3 milljarða króna í hlutafjárútboð- inu, miðað við téð útboðsgengi, og hyggst nýta fjármunina til að greiða niður skuldir sem hafa safnast sam- hliða örum vexti. Um er að ræða fyrsta íbúðaleigufélagið á markað en fyrir á fleti eru þrjú fasteigna- félög sem leigja atvinnuhúsnæði. Heildarvirði Heimavalla, það er samanlagt virði skulda og virði hlutafjár samkvæmt verðmatinu, miðað við hagnað fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, er 26 pró- sentum undir meðaltali skráðra norrænna fasteignafélaga. Að sama skapi er hlutfallið 26 prósentum hærra en hjá íslensku fasteigna- félögunum. „Þessi niðurstaða er ekki óeðlileg að mati Capacent þar sem Heimavellir eiga eftir að sanna sig á markaði og endurfjármögnun skulda félagsins verður verðugt verkefni næstu misserin,“ segir í verðmatinu. Fram kemur í verðmati Capacent að frá árinu 2009 hafi hlutfall leigu- íbúða af markaðnum aukist úr 14 prósentum í 22 prósent. Hlut- fallið hafi haldist þrátt fyrir veru- legan hagvöxt, bætta eiginfjárstöðu heimila og auknar ráðstöfunar- tekjur íbúa. Því virðist að lands- menn líti í auknum mæli til þess möguleika að leigja í stað þess að eiga. „Íslendingar eru þekktir fyrir annað en að bregðast ekki við þegar vindáttin breytist,“ segir í verðmat- inu. Ef verulegar breytingar verði á markaðsaðstæðum og landsmenn kjósi að eiga frekar en að leigja eigi Heimavellir kost á að selja einstakar eignir úr safninu eftir því sem eftir- spurn dvínar. Það myndi hins vegar draga úr hagkvæmni í rekstri félags- ins og skapa óvissu um rekstrar- forsendur. Capacent bendir á þá áhættu sem kann að skapast ef verkalýðs- félög og sveitarfélög auka framboð á leiguíbúðum. Það gæti haft áhrif á þann hluta markaðarins sem er með lægri tekjur. Sá hluti mark- aðarins er um 30 prósent, það er félagslegar íbúðir og námsmanna- íbúðir, samkvæmt mati Heimavalla. helgivifill@frettabladid.is Meta Heimavelli 2 til 26 prósent yfir útboðsgengi Hlutafjárútboð Heimavalla fer fram í byrjun næstu viku. Leigufélagið hyggst afla um það bil milljarðs króna sem fara á í niðurgreiðslu skulda. Capacent segir að landsmenn leigi húsnæði í auknum mæli. Inntökupróf í Læknadeild HÍ Læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði Inntökupróf í Læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfunar- fræði verður haldið í Reykjavík fimmtudaginn 7. og föstudaginn 8. júní 2018. Skráning í inntökupróð fer fram á heimasíðu Læknadeildar og er opin til og með 20. maí 2018. Próftökugjald er 20.000 kr. Þátttakendur fá nánari upplýsingar sendar eftir að skráningu er lokið. Þegar inntökuprófið er þreytt skal nemandinn hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu prófi og skilað inn staðfestingu því til sönnunar. Umsóknin telst því ekki gild fyrr en staðfest afrit af stúdentsprófsskírteini eða rafrænt stúdentsprófsskírteini úr Innu hefur borist skrifstofu Nemendaskrár Háskóla Íslands, Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, 101 Reykjavík. Skráning í inntökuprófið getur farið fram þótt nemandi hafi ekki lokið stúdentsprófi en þá skal skila staðfestingu til Nemendaskrár Háskóla Íslands um að stúdentsprófi verði lokið áður en inntökupróf hefst. Staðfesting þarf að berast eigi síðar en 20. maí 2018. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér nánari upplýsingar um prófið og dæmi um prófspurningar sem nna má á heimasíðu Læknadeildar, www.laeknadeild.hi.is Undirbúningur prófsins fer fram af hálfu Læknadeildar með sérstakri ráðgjöf, m.a. frá kennurum framhaldsskóla og Menntamálastofnun. Inntökuprófið tekur tvo daga og samanstendur af fjórum tveggja tíma próflotum og Aðgangsprófi fyrir háskólastig (A-prófi) sem tekur 3,5 klst. A-prófið gildir 30% af inntökuprófinu. Niðurstaða prófsins birtist í einni einkunn sem verður reiknuð með tveimur aukastöfum. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en um miðjan júlí. Árið 2018 fá 50 nemendur í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfunarfræði rétt til náms í Læknadeild Háskóla Íslands og skulu þeir staðfesta skráningu fyrir 20. júlí. Þeir sem ekki öðlast rétt til náms í Læknadeild, eiga þess kost að skrá sig, innan sömu tímamarka, í aðrar deildir gegn greiðslu skrásetningargjalds skv. reglum Háskóla Íslands. LÆKNADEILD Heimavellir eiga meðal annars íbúðir í Bryggjuhverfinu. fréttaBlaðið/vilHelm Heimavellir eiga eftir að sanna sig á markaði og endurfjármögn- un skulda félagsins verður verðugt verkefni næstu misserin. Úr verðmati Capacent Ferðaþjónusta Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, er nýr framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Alls sótti 41um starfið. Jóhannes Þór tekur við af Helgu Árnadóttur sem nýverið var ráðin til Bláa lónsins. Jóhannes Þór mun láta af störf- um fyrir Sigmund Davíð, formann Miðflokksins, og byrja hjá SAF 10. júní. Jóhannes Þór er með BA-próf í sagnfræði og kennsluréttindi frá HÍ. Hann hefur starfað fyrir Sig- mund Davíð á Alþingi frá árinu 2011 og rekur almannatengsla- fyrirtækið Orðspor. Hann var talsmaður InDefence-hópsins og hefur unnið sem grunnskólakenn- ari. – ósk Jóhannes til SAF Fjölmiðlar Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir RÚV fagna því að Sigmundur Ernir Rúnarsson hafi verið sýknaður í meiðyrðamáli sem Guðmundur Spartakus Ómarsson höfðaði gegn honum. Magnús telur þó að mál Sigmund- ar Ernis og það mál sem Guðmundur höfðaði gegn RÚV hafi verið ólík í eðli sínu og telur enn að það hafi verið rétt ákvörðun að greiða honum 2,5 milljónir króna til að ljúka mál- inu utan dómstóla. Líkt og fram hefur komið var Sig- mundi Erni stefnt vegna greinar á vef Hringbrautar sem byggðist að stórum hluta á umfjöllun RÚV um meinta aðkomu Guðmundar að fíkniefna- viðskiptum í Brasilíu og Paragvæ. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðs- ins segir Magnús Geir að niðurstaða Hæstaréttar í málinu grundvallist á því að frétt Hringbrautar hafi verið frétt um fréttaflutning annarra fjöl- miðla. „Mál RÚV er frábrugðið þessu máli um það veigamikla atriði að tiltekinn hluti ummælanna var ekki endursögn á öðrum fréttaflutningi og hefur í raun þegar að einhverju marki verið leiðréttur. “ Mat lögfræðinga RÚV hafi verið að umtalsverðar líkur stæðu til að tilteknar kröfur Guðmundar næðu fram að ganga. „Því var það mat lögfræðinga RÚV að ljúka málinu með sátt, fremur en áframhaldandi málarekstri eftir atvikum á tveimur dómstigum.“ Upphæð sáttarinnar hafi þá verið metin nálægt því sem RÚV hefði þurft að greiða í málskostnað, skaða- bætur og eigin kostnað við mála- reksturinn. – smj Útvarpsstjóri stendur við sáttagreiðslu í fréttamáli Jóhannes Þ. Skúlason. magnús Geir Þórðarson. 5 . m a í 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r10 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 0 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B 2 -6 C A 8 1 F B 2 -6 B 6 C 1 F B 2 -6 A 3 0 1 F B 2 -6 8 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 0 4 s _ 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.