Fréttablaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 8
Það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við fólkið sitt og náttúruna. Hvort sem þú
velur margverðlaunaðan KODIAQ eða glænýjan og snjallan KAROQ gerir þú hvorutveggja.
Komdu og prófaðu jeppabræðurna frá ŠKODA. Hlökkum til að sjá þig!
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.skoda.is
ENDURNÝJAÐU TENGSLIN
MEÐ KODIAQ OG KAROQ.
KODIAQ OG KAROQ. FYRIR FÓLKIÐ ÞITT OG NÁTTÚRUNA.
ŠKODA KAROQ frá:
3.890.000 kr.
ŠKODA KODIAQ 4x4 frá:
5.590.000 kr.5 ára
á
by
rg
ð
fy
lg
ir
f
ól
ks
bí
lu
m
H
E
K
LU
a
ð
up
pf
yl
lt
um
á
kv
æ
ðu
m
á
by
rg
ða
rs
ki
lm
ál
a.
Þ
á
er
a
ð
fin
na
á
w
w
w
.h
ek
la
.is
/a
by
rg
d
Kjaramál „Það sem við vorum að
vonast til að myndi gerast í þessum
samningum var að vinnumatinu
yrði kastað út,“ segir Linda Rós
Michaelsdóttir, kennari í Mennta-
skólanum í Reykjavík, um kjara-
samninga Félags framhaldsskóla-
kennara við ríkið. Atkvæðagreiðsla
um samningana hófst á miðviku-
daginn og stendur fram til klukkan
tvö á mánudag. Á hádegi í gær hafði
um 41 prósent félagsmanna greitt
atkvæði.
Linda Rós segist telja að samn-
ingurinn verði felldur og sjálf
vonast hún til þess að hann verði
kolfelldur. „Ég hugsa að það hefðu
töluvert fleiri skoðað þetta jákvætt
ef vinnumatinu hefði verið hent út.
Vegna þess að vinnumatið er slíkur
ruddaskapur við stéttina að það er
ekkert hægt að una við það.“
Linda segir að það sem fari eink-
um fyrir brjóstið á henni varðandi
vinnumatið sé að ef kennarar kenna
sama pensúmið oftar en einu sinni,
þá skerðist launin. „Það er sem ég
sæi Hilmi Snæ leikara fá skertar
greiðslur vegna þess að hann er að
fá sömu leikrulluna tvisvar í viku,“
segir Linda. Til útskýringar segir
hún að jafnvel þótt kennarar kenni
sama pensúmið oftar en einu sinni,
þá séu þeir með ólíka hópa. „Þú
getur verið með einn hóp þar sem
þú þarft að beita þér lítið. Þú getur
svo verið með annan hóp sem er
með börnum með miklar sérþarfir
og þú getur þá þurft að beita þér
allt öðruvísi.“ Vinnuaðferðirnar
séu því öðruvísi þótt pensúmið sé
það sama.
Kennarar hafa einnig gert athuga-
semdir við það að 14. grein kjara-
samninganna hafi verið tekin út.
Þeirri grein var ætlað að tryggja að
laun kennara myndu ekki dragast
aftur úr launum félagsmanna í
BHM. „Það er hin ástæðan fyrir því
að ég mun aldrei koma til með að
samþykkja þetta,“ segir Linda.
Björn Ólafsson, trúnaðarmaður
kennara í Menntaskólanum við
Hamrahlíð, segist vonast til að
samningurinn verði samþykktur. Í
honum séu nokkur ákvæði sem geri
hann aðlaðandi. Hann segir þó að
atkvæðagreiðslan geti farið á hvorn
veginn sem er.
Björn telur að samningurinn
núna hafi verið ágætur biðleikur
í eitt ár. Kennarar séu að reyna að
halda sig á pari við félagsmenn í
BHM og það virðist takast í þessum
samningum. „Ég skil alveg fólk sem
er ósátt við samninginn, en það er
ekki verið að greiða atkvæði um þá
þætti sem fólk er alla jafna ósáttast
við. Þetta er ekki kjarasamningur
um vinnumat. Þetta er einföld
launahækkun upp á 4,25 prósent og
það virðist bara vera það sem flestir
eru að fá þessa dagana,“ segir hann.
Björn lítur svo á að 14. greinin
hafa komið inn í kjarasamning
kennara árið 2014 en hafi ekki verið
inni í samningum sem voru gerðir
2016. Óánægjan núna sé því á mis-
skilningi byggð. „En ef það væri
hægt að koma svona ákvæði inn í
næsta kjarasamning sem við gerum,
þá væri ég manna ánægðastur með
það.“ jonhakon@frettabladid.is
Tvísýnt um kjarasamninga kennara
Kennari í Menntaskólanum í Reykjavík segir vinnumat kennara vera ruddaskap. Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning hófst i vik-
unni og lýkur á mánudaginn. Trúnaðarmaður kennara í Menntaskólanum við Hamrahlíð segir samninginn vera ágætis biðleik í eitt ár.
Framhaldsskólakennari segir að jafnvel þótt kennarar kenni sama námsefnið oftar en einu sinni, þá séu þeir með ólíka
hópa. Beita þurfi ólíkum aðferðum eftir hópum, jafnvel þótt námsefnið sé það sama. FréttaBlaðið/Eyþór
Grunnskólakennarar
felldu sinn samning
Grunnskólakennarar felldu í
mars samning sem gerður var
við Samband íslenskra sveitar-
félaga. Rösklega tveir af hverjum
þremur sem greiddu atkvæði
tóku afstöðu gegn samningnum.
Samninganefnd Félags grunn-
skólakennara hefur átt einn fund
með samninganefnd Sambands
íslenskra sveitarfélaga og er
áætlað að næsti fundur fari fram
11. apríl.
5 . m a í 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
0
5
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
B
2
-7
1
9
8
1
F
B
2
-7
0
5
C
1
F
B
2
-6
F
2
0
1
F
B
2
-6
D
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
0
4
s
_
4
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K