Fréttablaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 26
Það er fallegur dagur á Akranesi þegar ég renni í hlað hjá við-mælanda mínum. Það er kyrrð yfir bænum og Langisandur skartar sínu fegursta með falleg fjöllin við sjóndeildarhringinn. Guðrún Dögg Rúnarsdóttir brosir þegar hún tekur á móti mér á heimili sínu. Þessi glæsilega og hávaxna unga kona virkar í góðu jafnvægi, en samt finnur maður einhvern veginn strax að líf hennar hefur ekki verið slétt og felld leið hingað til. Í fallegu andlitinu glittir í feimni þegar við byrjum viðtalið. „Ég man að þegar mér var boðið að taka þátt í Ungfrú Ísland hlakk- aði ég mikið til. Bæði að kynnast nýjum vinum og eins sá ég þetta sem mikla og góða reynslu í að koma fram og sigrast á sjálfum sér. Ég sé það núna að ég var auðvitað bara krakki þegar ég vann þessa keppni árið 2009. Átján ára gömul, glöð og opin ung stelpa. En samt var ég með mjög sterk bein miðað við aldur og man að ég lét álit eða áhrif annarra mjög lítið á mig fá. Ég þorði að fara mínar eigin leiðir.“ Heilbrigð og björt ung stúlka með allar dyr opnar Guðrún stoppar frásögnina og fær sér vatnssopa áður en hún leggur áherslu á það sem kemur næst: „Fjölskylda mín sendi mig út í lífið með mjög heilbrigða sjálfsmynd. Ég man alltaf eftir mér sem ungri stelpu sem fannst að hún gæti gert hvað sem er, orðið hvað sem er og ég sá sjálfa mig sem góða og fallega manneskju í alla staði. Ég stóð alltaf með sjálfri mér, klæddi mig eins og ég vildi og lét gagnrýni lítið á mig fá og þorði að fara mínar eigin leiðir. Það er stórkostlegt að líða þannig og í raun mikið frelsi sem ég áttaði mig ekki á hvað var mikilvægt fyrr en ég missti það nokkrum árum síðar.“ Það er kannski þess vegna sem Guðrún lét neikvætt umtal eftir keppnina lítið á sig fá og tók meira til sín jákvæðu hlutina. Hún segir að það hafi verið frábært að vera átján ára Ungfrú Ísland á Akranesi. „Fólk stoppaði mig oft úti á götu og í verslunum og hrósaði mér og sagðist vera stolt af mér. Ég var valin fjallkona bæjarins þetta árið og í raun var þetta algjörlega frábær tími. Þegar þarna var komið hafði ég bara farið einu sinni til útlanda á ævi minni, þannig að næstu mánuðir voru ótrúlegt ævintýri og reynsla. Ég fór út til að taka þátt í keppninni um Ungfrú Heim og ferðaðist þá alein út um allt. Ég fór til Abu Dhabi, London og Suður-Afríku og þurfti að þrosk- ast mjög hratt á stuttum tíma.“ Eftir að Guðrún kom aftur heim fór í hönd skemmtilegur og jákvæð- ur tími í lífi hennar. Hún hafði tekið mikinn þroskakipp við allt ferlið í kringum ferðalögin og þátttökuna í Ungfrú Heimi og var nú að ákveða næstu skref í lífi sínu, rétt skriðin í tvítugt. Hamingjusöm ung kona með allt lífið fram undan. Mark Doninger kemur á Skagann Aðeins nokkrum dögum eftir að Guðrún Dögg hélt upp á tvítugs- afmælið sitt á Akranesi flutti ungur maður í bæinn. Undirbúningstíma- bilið fyrir sumarið 2011 var á fullu í knattspyrnunni og ÍA hafði ákveðið að semja við ungan knattspyrnu- mann frá Bretlandi, Mark Donin- ger. Akranes hefur alltaf verið mikill knattspyrnubær og stuðningsmenn liðsins báru von í brjósti um að þessi styrkur að utan myndi bæta liðið fyrir átök sumarsins. Mark byrjaði undirbúningstímabilið vel og utan vallar leið ekki á löngu uns hann kom auga á Guðrúnu Dögg og ákvað strax að sýna henni áhuga sinn. „Ég var tvítug þegar við kynnt- umst og þetta byrjaði í raun þannig að hann reyndi margoft að fá mig á stefnumót, en ég sagði alltaf nei. Það er ekki fyrr en ég er búin að spjalla við hann úti á götu og hann spyr mig í einn eitt skiptið að ég ákvað að slá til. Ég var ekkert sérstaklega spennt fyrir honum, en þegar við kynnt- umst virkaði hann traustur, kurteis, blíður, góður og heilsteyptur ungur maður. Þetta eru allt hlutir sem skipta mig miklu máli og ég varð smátt og smátt hrifin af honum. Fyrstu vikurnar af kynnum okkar voru frábærar og hann virkaði eins og draumur í dós, svo ég orði það á klisjukenndan hátt.“ Það var ekki fyrr en eftir dálítinn tíma að Guðrún fór að taka eftir litlum hlutum sem henni líkaði ekki við. „Ég sé það eftir á að hann notaði mjög lúmskar leiðir til að fá mig til að efast um sjálfa mig. Hann talaði reglulega um að fólk væri að tala illa um mig og fleira í þeim dúr, en dró svo alltaf í land. En það var nóg til þess að ég byrjaði smátt og smátt að efast aðeins um sjálfa mig.“ Ofbeldið byrjar Guðrún efaðist samt ekki meira en svo um sjálfa sig þarna að þegar fyrsta alvarlega tilvikið átti sér stað hætti hún með honum á stundinni. „Ég var í afmæli hjá góðri vin- konu minni, klædd í hvítan kjól. Allt var eðlilegt þar til hann kemur að mér þar sem ég er að tala við vin minn og hellir yfir mig heilli rauð- vínsflösku fyrir framan alla og kýlir strákinn. Þarna „snappaði“ eitthvað hjá honum og ég man í hve miklu áfalli ég var eftir að þetta gerðist. Ég fór rakleitt heim, vakti mömmu mína hágrátandi og sagði henni hvað hafði gerst. Ég tók þegar í stað ákvörðun um að tala aldrei við hann aftur.“ Daginn eftir hringdi Mark í tugi skipta í Guðrúnu sem svaraði ekki símanum. En það leið ekki á löngu þar til hann náði að hitta á Guðrúnu úti á götu, þar sem hann vildi biðjast afsökunar á því sem hann hafði gert. „Þegar ég ákvað að setjast Þurfti að flýja land eftir lífshættulega árás Eftir ítrekaðar barsmíðar og hótanir sleit Guðrún Dögg Rúnarsdóttir sambandi sínu við fyrrverandi leikmann ÍA, Mark Doninger. Hann var dæmdur í Hæstarétti í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Guðrún segir að á meðan á málaferlunum stóð hafi ÍA stutt Mark. Þeir sem voru við stjórnvölinn hjá ÍA á meðan á ofbeldinu stóð hafa ekki beðist afsökunar. „Ég sé það eftir á að hann notaði mjög lúmskar leiðir til að fá mig til að efast um sjálfa mig,“ segir Guðrún Dögg Rúnarsdóttir um samband sitt við Mark Doninger. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ÉG FÓR AÐ HUGSA UM FORELDRA MÍNA OG FJÖLSKYLDU OG HÉLT BARA AÐ ÉG VÆRI AÐ DEYJA. ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÉG MAN ÁÐUR EN ÞJÁLFARINN KOM LOKS Á STAÐINN VAR AÐ HANN SKALLAÐI MIG Í ANDLITIÐ. Sölvi Tryggvason skrifar ↣ 5 . M A Í 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B 2 -7 6 8 8 1 F B 2 -7 5 4 C 1 F B 2 -7 4 1 0 1 F B 2 -7 2 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 0 4 s _ 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.