Fréttablaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 16
Umhverfisstyrkir
Landsbankans
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Umsóknarfrestur vegna umhverfisstyrkja er til og með föstu-
deginum 25. maí 2018. Rafrænar umsóknir og nánari
upplýsingar á landsbankinn.is.
Samfélagssjóður Landsbankans veitir árlega fimm
milljónir króna í umhverfisstyrki. Markmið umhverfis-
styrkja er að styðja við einstaklinga og félagasamtök
sem starfa á sviði umhverfismála og náttúruverndar.
Verkefni á sviði náttúruverndar,
t.a.m. skógrækt, landgræðsla
og hreinsun landsvæða.
Verkefni er nýtast til verndar
landsvæðum, t.d. vegna ágangs
búfénaðar eða ferðamanna.
Verkefni er styðja betra aðgengi
fólks að náttúru landsins.
Verkefni er auka þekkingu
almennings á umhverfismálum.
Verkefni er hvetja til umhverfis-
væns hátternis.
Verkefni sem einkum koma til greina:
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Gæða plast þakrennur
Allir fylgihlutir fáanlegir
Frábært
verð!
Sjá verðlista á:
www.murbudin.is
Kletthálsi 7, Reykjavík
Fuglavík 18, Reykjanesbæ
Ertu í lEit að draumastarfinu?
Finndu þitt starf á atvinna.frettabladid.is
Utanríkismál „Ísland er okkur
enn mjög mikilvægt og jafnvel
mikilvægara nú á síðustu árum,“
segir Richard Clark, hershöfð-
ingi bandaríska flughersins í Evr-
ópu, sem staddur er hér á landi til
að minnast fjórtán hermanna sem
fórust í flugslysi fyrir 75 árum með
sprengjuvélinni Hot Stuff á Fagra-
dalsfjalli 3 maí 1943.
Minnismerki var afhjúpað á slys-
staðnum í gær og minningarathöfn
haldin í Andrews kvikmyndahús-
inu á Keflavíkurvelli.
„Þótt slysið sé ekki mjög þekktur
atburður í sögunni er þetta söguleg
stund, ekki einungis vegna slyss-
ins,“ segir Clark og vísar til þess að
Bandaríkjaher kom til að vera með
fasta viðveru á Íslandi sama ár og
slysið varð.
„Með þessari athöfn minnumst
við einnig þessa sterka sambands
sem ríkin tvö hafa átt undanfarin
75 ár.“
Rúmur áratugur er frá því að
Bandaríkjaher ver 1,5
milljörðum í Keflavík
Hershöfðingi bandaríska flughersins segir Ísland gríðarlega mikilvægt fyrir
Bandaríkin og NATO. Ekki er rætt um varanlega viðveru að nýju en viðveru þó.
Herinn ver miklu fé í viðhald flugbrauta og aðra innviði á Keflavíkurflugvelli.
Richard Clark, hershöfðingi bandaríska flughersins í Evrópu, var hér við minn-
ingarathöfn um hermenn sem fórust hér 1943. FRéttablaðið/SigtRygguR aRi
bandaríski herinn fór héðan.
Aðspurður segir Clark ekki hafa
komið til umræðu milli ríkjanna
að herinn snúi aftur til að vera með
fasta viðveru hér, en hins vegar sé
rætt um takmarkaðri viðveru.
„Við í bandaríska hernum höfum
þó nokkra viðveru hér vegna loft-
varnareftirlitsins og það krefst
töluverðra fjárfestinga í innviðum,“
segir Clark og bætir við:
„Til marks um mikilvægi Íslands
fyrir okkur, þá erum við að verja
14,5 milljónum dollara í innviði á
Keflavíkurvelli bara á þessu ári.“
Clark segir fjárfestingar í innvið-
um þó ekki eingöngu vegna banda-
rískrar viðveru heldur hafi önnur
NATO-ríki einnig gagn af því enda
fari um þúsund flugvélar NATO-
ríkja í gegnum Keflavík árlega.
„Þannig að við þurfum og viljum
hafa flugbrautir og önnur mann-
virki í fullkomnu ástandi ef og
þegar við þurfum á þeim að halda.“
Clark segir varnarsamvinnu
Evrópuríkja mjög mikilvæga; ekki
einungis meðal NATO-ríkja heldur
einnig meðal ríkja sem standa utan
NATO, eins og Finnland og Svíþjóð.
„Við erum að byggja upp sam-
eiginleg varnarlið og slíkt krefst
flókins undirbúnings og æfinga
við mismunandi aðstæður,“ segir
Clark, aðspurður um stórar fyrir-
hugaðar heræfingar í Noregi í
haust.
Þótt Clark fallist á að spennu-
stigið í NATO sé töluvert hærra en
það hefur verið undanfarin ár vill
hann lítið tjá sig um mögulegar
hættur sem ógnað geta Evrópu
og aðspurður um ótta Norður-
landanna og ríkja austar í Evrópu
við Rússa segist Clark ekki geta
talað fyrir þeirra hönd.
„Ég veit hins vegar að þessi ríki
eru mjög öflugir þátttakendur í
varnarsamstarfinu, en hvort það
er drifið af einhverjum ótta eða
óróleika þori ég ekki að segja til
um,“ segir Clark. Frá Bandaríkja-
mönnum séð snúist uppbygging
varnarsamstarfsins í Evrópu ekki
síst um mikilvægi NATO og góða
samvinnu.
„Það krefst bæði liðsafla og fjár-
festinga og tekur tíma. Við hugsum
ávallt þannig að við þurfum að vera
undirbúin undir það versta en vona
það besta.“ adalheidur@frettabladid.is
Við þurfum og
viljum hafa flug-
brautir og önnur mannvirki í
fullkomnu ástandi ef og
þegar við þurfum á þeim að
halda.
Richard Clark, hershöfðingi banda-
ríska flughersins í Evrópu
5 . m a í 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r16 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
0
5
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:1
4
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
B
2
-3
1
6
8
1
F
B
2
-3
0
2
C
1
F
B
2
-2
E
F
0
1
F
B
2
-2
D
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
0
4
s
_
4
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K