Fréttablaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 18
Gunnar Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Þetta er engu að síður fórn fyrir þjóð sem upplifa mun sínar stærstu stundir í íþróttasög- unni á HM í sumar. Ef líf á jörðinni væri Hungurleikarnir væri maðurinn að rústa keppninni. Enn ein dýrategund lét í minni-pokann fyrir glæstum yfirburðum okkar mannanna þegar nashyrningurinn Súdan, síðasta karldýr annarrar tveggja undirtegunda hvíta nashyrningsins, gaf nýverið upp öndina. Maðurinn: eitt stig. Lífríki jarðar: „nil points“. Bið að heilsa geirfuglinum, sökker. En jörðin er ekki Hungurleikarnir og Jennifer Lawrence átti engan þátt í að koma nashyrningnum fyrir kattarnef. Hvað gerðist þá? Gagnlegur fyrirsláttur Hinn 1. október 1949 lýsti Maó Zedong yfir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Þann dag hófust þrautir nas- hyrningsins. Það var snemma á sjötta áratug síðustu aldar sem Maó formaður tók að breiða út boðskap hefðbundinna kín- verskra lækninga. Var það þó ekki vegna þess að hann tryði á mátt þeirra. Nokkrum árum fyrr hafði Maó barist hatrammlega gegn slíkum lækningum. Sagði hann þá sem þær stunduðu engu betri en „sirkusskemmtikrafta, sölu- menn snákaolíu og óbreytta götusala“. „Þótt ég sé þeirrar skoðunar að við eigum að hvetja til þess að kínverskar lækningar séu stundaðar trúi ég ekki á þær,“ sagði Maó við lækninn sinn, Li Zhisui sem sjálfur stundaði vestrænar lækningar. Maó gerðist helsti talsmaður kínverskra lækninga því þær voru gagnlegur fyrirsláttur. „Læknar sem stunda vestrænar lækningar eru of fáir,“ sagði Maó í ræðu árið 1950. Til að breiða yfir þá óheppilegu staðreynd bauð hann fólki sínu upp á gervi- lausn í formi haldlítilla kínverskra lækninga. En hvað kemur þetta nashyrningnum við? Maó tókst svo vel upp við að markaðssetja kínverskar lækningar að þær fóru sem eldur í sinu um heim allan. Samkvæmt kínverskum lækningum geta mulin nashyrn- ingahorn læknað illvígustu sjúkdóma. Eftirspurn eftir þeim er svo mikil að kílóverð á nashyrningahornum er nú hærra en á gulli, demöntum og kókaíni. Maó, húmbúkkið og veiðiþjófar bera ábyrgð á því að norður-afríska undir- tegund hvíta nashyrningsins sem lifði á sléttum Mið- og Austur-Afríku er útdauð. Nú, tæpum sjötíu árum eftir stofnun Alþýðulýðveldis- ins Kína, höfum við Íslendingar eignast okkar eigin Maó. Refaveiðar eins manns Nýverið var tilkynnt um að Hvalur hf. hyggist hefja hval- veiðar á ný eftir tveggja ára hlé. Tilgangur veiðanna er nokkuð óhefðbundinn. Bindur fyrirtækið vonir við að því takist að „þróa aðferðir til að vinna fæðubótarefni úr langreyðarkjöti fyrir fólk sem þjáist af blóðleysi“. Fullyrðir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við Morgunblaðið að járnskortur sé „alvarlegasta heil- brigðisvandamál í heiminum í dag“. Segir hann að „meira en 50 ára tilraunir á heimsvísu með notkun fæðubótar- efna með járnsöltum … hefur ekki borið árangur“. Járntöflur eru á lista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um mikilvæg lyf sem skila góðum árangri og er öruggt að neyta. Erfitt er því að draga aðra ályktun en þá að full- yrðingar Hvals hf. um gagnsleysi þeirra séu stórlega ýktar. Að manni læðist sá grunur að rétt eins og þegar Maó hélt að þjóð sinni vafasömum heilsuvísindum hangi eitthvað allt annað á spýtunni hjá Kristjáni Loftssyni en raunveru- legar lækningar. Hvalveiðar Íslendinga eru komnar í efnahagslegt og hugmyndafræðilegt þrot. Fáir vilja leggja sér hvalkjöt til munns; enginn vill kaupa það – ekki einu sinni Japanar; flest lönd banna flutning á hvalafurðum um lögsögu sína; óttast er að hvalveiðar skaði orðspor íslensks ferða- og útflutningsiðnaðar. Hver er þá tilgangurinn með veið- unum? Járntöflur Hvals hf. virðast lítið annað en örvæntingar- fullur fyrirsláttur, síðasta tilraun Kristjáns Loftssonar til að bægja frá því óhjákvæmilega: endalokum hvalveiða á Íslandi. Svo er komið að hvalveiðar Íslendinga eru lítið annað en refaveiðar eins manns, blóðugt tómstunda- gaman broddborgara með siðferðisvitund sautjándu aldar og svo mikla allsnægtablindu að honum er með öllu ómögulegt að sjá hvar hagsmunir lands og þjóðar liggja. Það er mál að linni. Maó Loftsson Átyllidögum er oft sagt að íþróttir og stjórnmál eigi ekki samleið. Er átt við að þessu tvennu skuli halda aðskildu. Íþróttamanna sé að stunda íþróttir og stjórnmálamanna að iðka pólitík.Samt er það svo að íþróttakeppnir eru vett- vangur sem tekið er eftir. Ríflega einn milljarður manna horfði á úrslitaleik Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu 2014. Talið er að ríflega þrír milljarðar hafi horft á keppnina á einhverjum tíma. Áhorfstölur á Ólympíuleikana eru sambæri- legar. Óhjákvæmilega vilja valdhafar nýta sér viðburði sem augu heimsbyggðarinnar eru á. Hið sama gildir um aðra sem vilja koma pólitískum skilaboðum á framfæri. Því er í raun ómögulegt að aðskilja alveg stjórnmál og íþróttir. Staðreyndin er sú að íþróttaviðburðir hafa alla tíð verið nýttir í pólitískum tilgangi. Frægasta dæmið er sennilega Ólympíuleikarnir í Berlín 1936, sem urðu eins konar sýningar- gluggi fyrir Þýskaland Hitlers og nasismans. Þá fóru leikarnir fram þrátt fyrir spennu á alþjóðavettvangi, og íþróttamenn- irnir tóku þátt þrátt fyrir að margir þeirra væru beinlínis óvel- komnir til Þýskalands Hitlers. Þar kepptu til dæmis íþrótta- menn af gyðingaættum og unnu til verðlauna. Í seinni tíð virðast stjórnvöld í einræðisríkjum, eða ríkjum þar sem stjórnarfari er af öðrum ástæðum ábótavant, í auknum mæli getað „keypt“ íþróttaviðburði. Þetta hefur verið áberandi í knattspyrnunni, en HM 2018 fer eins og kunnugt er fram í Rússlandi og síðan í Katar árið 2022. Einnig á þetta við í öðrum greinum; þrjár fyrstu dagleiðir Ítalíutúrsins í hjólreið- um fara fram í Ísrael í ár. Engum dylst að þar réðu peningar för, og vógu þyngra en áhyggjur af öryggi hjólreiðamannanna eða stjórnmálaástandinu í þessum viðkvæma heimshluta. Í tilviki Katar og HM 2022 liggur fyrir að engin aðstaða var til slíks mótshalds í landinu. Þar er takmörkuð knattspyrnu- hefð og hitastigið á meðan mótið fer fram er beinlínis hættu- legt heilsu leikmanna. Stjórnvöld í Katar hafa lagt í stórkost- lega uppbyggingu á leikvöngum og aðstöðu og notað til þess vinnuafl sem varla er hægt að kalla annað en þræla. Auðvitað er til skammar að alþjóðaknattspyrnuhreyfingin taki þátt í slíku. Málefnaleg rök fyrir því að halda mótið í þessum heims- hluta á þessum tíma árs eru ekki til. Peningarnir réðu. Ekki er heldur hægt að aðskilja HM sem fram fer í Rússlandi í sumar alveg frá pólitíkinni. Það eru viðsjárverðir tímar í samskiptum Vesturlanda og Rússlands. Rússar halda uppi linnulausum áróðri gegn Vesturlöndum innanlands. Nú síðast beittu Vesturlönd Rússa þvingunum vegna efnaárásarinnar í Salisbury á Englandi. Íslendingar tóku þar þátt og utanríkis- ráðherra hefur gefið út að ríkisstjórnin hyggist enga opinbera fulltrúa senda á mótið. Auðvitað kunna slík skilaboð að þykja léttvæg. Þetta er engu að síður fórn fyrir þjóð sem upplifa mun sínar stærstu stundir í íþróttasögunni á HM í sumar. Því má segja að utan- ríkisráðherra hafi tekist að feta einstigið ágætlega og komið hneykslan á framferði Rússa áleiðis. Ólíklegt er að útspil ráð- herra hafi mikil áhrif á leikmenn íslenska liðsins. Þeir munu halda sínu striki. Áhorfendur heima í stofu og á völlunum í Rússlandi munu sömuleiðis ekki missa svefn yfir framferði Rússa á alþjóðavettvangi. Að því leyti er gamla klisjan rétt. Mótið fer fram og leikirnir verða spilaðar, hvað sem tautar og raular. Eða eins og Bill Shankly, fyrrverandi stjóri Liverpool sagði: „Knattspyrnan snýst ekki um líf og dauða. Hún er miklu mikilvægari en svo.“ Íþróttir og pólítík Dagskrá: 1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað 2. Skýrsla stjórnar HRFÍ 3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar 4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar 5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil 6. Lagabreytingar 7. Kosning stjórnarmanna skv. 10.gr laga félagsins 8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara 9. Kosning siðanefndar 10. Önnur mál Stjórn Hundaræktarfélags Íslands Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.hrfi.is AðAlfundur HundAræktArfélAgs ÍslAnds verður halDinn fimmtuDaginn 17. maí 2018 og hefst kl. 20.00 stjórn HrfÍ boðar til aðalfundar í félaginu sem haldinn verður á Hótel Cabin, Borgartúni 32, 105 reykjavík og hefst kl. 20:00. AÐALFUNDUR HUNDARÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS VERÐUR HALDINN FIMMTUDAGINN 17. MAÍ 2018 OG HEFST KL. 20.00 5 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R18 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 0 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B 2 -4 0 3 8 1 F B 2 -3 E F C 1 F B 2 -3 D C 0 1 F B 2 -3 C 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.