Fréttablaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.05.2018, Blaðsíða 32
El Clásico Sunnudag kl. 18:35 landi. Hér er allt á einhverjum ör­ skala. Á Norðurlöndum eru ýmiss konar styrkir eða ívilnanir til fjölmiðla. Nú eru auðvitað skiptar skoðanir um það hvernig slíkar ívilnanir geta verið eða eiga að vera. Sumir eru mjög óánægðir með það fyrirkomu­ lag að hafa skattaafslátt sem hangir á áskriftargjöldum. Það myndi til dæmis ekki henta Fréttablaðinu en myndi henta Morgunblaðinu mjög vel. Það myndi þýða, ef svoleiðis yrði innleitt, að þá þyrfti miðill á borð við Kjarnann að gerast áskriftarmiðill. Þá eru líka til skattaafslættir sem tengjast tekjum af auglýsingum. Síðan eru í sumum löndum einhvers konar launasjóðir blaðamanna. Sem eru reknir með svipuðum hætti og launasjóðir rithöfunda. Þar sem blaðamenn eða fjölmiðlar geta sótt um styrki til að vinna tiltekin verk­ efni. Hér á Íslandi er ekkert. Það er alveg sama hvert litið er. Það tíðkast einnig víða að styrkja landsbyggðarmiðla. Í Noregi er til dæmis myndarlegur stuðningur við næststærsta miðilinn á hverju svæði. Til þess að jafna samkeppnisaðstöðu. Þá er litið svo á að það þurfi tvo miðla til að koma í veg fyrir einokun og einsleitni og að það sé raunhæft að markaðurinn beri tvo en ekki fleiri miðla. Eignarhaldi fylgir ábyrgð Auður: Eignarhaldi fjölmiðla fylgir líka mikil ábyrgð. Eigendur fjölmiðla leyfa sér ákveðna hluti sem eru ekki alveg vatnsheldir og það er vanvirð­ ing við störf fjölmiðlafólks. Bára: Margir viðmælenda greina frá slíkri vanvirðingu. Steinunn: Já, það kemur aftur og aftur fram í bókinni. Íslenska þjóð skortir einnig virðingu fyrir fjöl­ miðlum. Auður: Það þarf að sýna aðhald. En við verðum líka að sýna fjölmiðl­ um virðingu, einmitt til að eigend­ urnir sýni þessa virðingu líka. Steinunn: Þannig að þeir um­ gangist fjölmiðilinn sinn af virðingu. Þessi viðvarandi vanvirðing kemur til dæmis fram í yfirlýsingum ýmissa stjórnmálamanna. Þar sem er vaðið uppi og hlutum haldið fram sem standast ekki skoðun. Bára: Slíkt lýsir vanþekkingu á starfi og tilgangi ritstjórna. Steinunn: Og vanvirðingu á gild­ um blaðamennsku. Auður: Stjórnmálamenn þurfa að láta sér annt um fjölmiðla, þeir leyfa sér oft að tala þá niður sér í hag. Almenningur getur líka tekið stöðu með fjölmiðlum og hafnað þessu. Ekki hlustað á þetta. Hafnað því að það sé talað svona um fjöl­ miðla hans. Bára: Ábyrgðin er mikil. Auðvitað skipta orð ráðamanna um fjölmiðla máli. Auðvitað má gagnrýna fjöl­ miðla en það verður að gera það málefnalega. Við tölum við blaðamenn og rit­ stjóra á Stundinni, þeirra saga er mjög áhugaverð. Þau lýsa því hvernig það er að lenda í þessum málsóknum og hvaða áhrif það hefur. Svo er talað við Jóhannes Kr. Kristjánsson sem er með lítið fjölmiðlafyrirtæki sem varð fyrir árásum. Hann lyfti þó grettistaki með fréttaflutningi sínum. Á annan tug málsókna Auður: Ég held að Jón Trausti Reyn­ isson, annar ritstjóri Stundarinnar, hafi orðið fyrir á annan tug mál­ sókna á sínum ferli. Hann hefur unnið öll þessi mál nema eitt og hann heldur að hann hefði getað unnið þetta eina mál ef hann hefði farið með það fyrir mannréttinda­ dómstól Evrópu. En að lifa með þessu, vinna við það. Það er fárán­ legt. Steinunn: Í raun og veru má leiða líkur að því að, alla vega í einhverjum tilvikum, þá sé í þessum málsóknum fólgin ógn um fjárhagsleg skakkaföll fyrir fjölmiðilinn. Þetta eru peninga­ menn. Auður: Þetta eru oft karlmenn yfir miðjum aldri. Bára: Og þeir eru efnaðir, sem fara í mál. Steinunn: Kannski vita þeir frá upphafi að þeir munu tapa málinu. En þeim er alveg sama. Vegna þess að þeir vita að ógnin er sú að litli miðillinn stendur og fellur eftir því hvort málið vinnst eða tapast. Auður: Saga Þórðar Snæs Júlíus­ sonar, ritstjóra Kjarnans, er merki­ leg. Afskipti af hans störfum komu úr öllum áttum á nokkrum miðlum og hann endar á því að stofna eigin fjölmiðil. Það er áhugavert hvað það útheimtir. Saga hans er mjög lýsandi fyrir heim íslenskra fjölmiðla. Þær segja viðmælendur greina frá miklu vinnuálagi. Þá sé blaðamanns- starfið ófjölskylduvænt starf. Ástríðan fyrir starfinu fleyti þeim áfram. Steinunn: Ég þekki meira og minna öll börn blaðamanna sem ég hef unnið með því þessir ræflar hafa meira og minna verið lafandi inni á ritstjórnum eftir að skóla og leik­ skóla lýkur og þangað til mamma eða pabbi eru búin að vinna fréttina sína einhvern tíma og einhvern tíma. Auður: Fólk er að vinna eitt að stórum úttektum, flóknum málum upp á sitt eindæmi. Í málum sem í nágrannalöndunum stór teymi vinna saman. Það er mikið álag sem fylgir því. Bára: Fólk endist í þessu af ástríðu. Maður getur svo sannarlega dregið þá ályktun. Steinunn: Svo eru margir sem átta sig á því að þeir hafa ekki efni á því að elta ástríðuna lengur. Eða að þeir velja frekar að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. En sumir þeirra koma svo til baka af því að þeir átta sig á því að hjartað slær í fjölmiðlum. Kveikjan að bókinni voru málaferli sem Auður stóð í. Henni var stefnt fyrir orð sín í aðsendri grein. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Brot úr bókinni EFTIRMÁLI Að öllu þessu sögðu Þessi bók er mósaíkmynd, marg- radda kór. Auk okkar höfundanna þriggja eru viðmælendur og höfundar greina um fimmtíu talsins; hópur fólks sem nálgast fjölmiðla á margbreytilegan hátt, utan frá og innan frá. Því er ekki hægt að segja að bókin tali einum rómi. Hins vegar eru nokkur atriði sem segja má að séu leiðarstef í gegnum bókina alla, atriði sem koma fyrir aftur og aftur í við- tölum og greinum, þótt horft sé á þau frá ólíkum sjónarhornum. Flest þessi leiðarstef eiga rætur í rekstrarskilyrðum fjölmiðla sem eru afleit, ekki bara hjá einkarekn- um miðlum heldur einnig ríkis- fjölmiðlinum. Afleiðingar þess hversu litlu fé fjölmiðlar hafa úr að spila birtast í afar bágum starfsaðstæðum fjölmiðlafólks; launin eru lág og álagið mikið og tíma skortir til að fara djúpt í mál. Þetta leiðir aftur til örrar starfs- mannaveltu í greininni sem gerir að verkum að reynslan drenast út af ritstjórnunum og þar myndast lítil sérhæfing. Skortur á virðingu fyrir störfum fjölmiðlafólks og siðareglum þess er líka atriði sem margir nefna. Birtingarmynd þessa getur verið óeðlileg afskipti eigenda fjölmiðla af störfum ritstjórnar en skortur á virðingu birtist líka í málssóknum og hótunum um málssóknir sem geta verið fjölmiðlunum þungur baggi því meðan auðmaður seilist bara í veskið og leikur sér að því að snara út fyrir málskostnaði getur slíkur kostnaður hreinlega sligað lítinn og fjárvana miðil. Þá bera yfirlýsingar og hótanir stjórn- málamanna í garð fjölmiðla, til dæmis ríkisfjölmiðilsins, einn- ig þessu virðingarleysi vitni og grafa í versta falli undan trausti almennings á miðlunum. Loks ber að nefna leyndar- hyggju íslenskra stjórnvalda en hún birtist í ótrúlegri tregðu þeirra við að láta af hendi úr stjórnsýsl- unni upplýsingar sem augljóslega varða almannahag, raunar svo mikilli tregðu að umboðsmaður alþingis hefur séð ástæðu til þess að fara í frumkvæðisathugun á upplýsingagjöf stjórnvalda og lýst því yfir að þau séu allt of treg til þess að veita upplýsingar. Og vilji stjórnvalda stendur til þess að skýra lagaramma sem lúta að tjáningarfrelsi. 5 . M A Í 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 5 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B 2 -3 B 4 8 1 F B 2 -3 A 0 C 1 F B 2 -3 8 D 0 1 F B 2 -3 7 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 0 4 s _ 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.