Morgunblaðið - 22.09.2017, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.09.2017, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 2. S E P T E M B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  223. tölublað  105. árgangur  VERKIÐ SNÝST UM ÞAÐ AÐ VERA MANNESKJA AMMA OG AFI VAKA YFIR HEIMABARNUM BULLUM, GERUM GRÍN OG STRÍÐUM HVERT ÖÐRU HEIMILI & HÖNNUN VIÐ EIGUM SAMLEIÐ 12ÓVINUR FÓLKSINS 38 Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Seðlabankinn vissi ekki hverjum hann seldi 6% hlut í Kaupþingi í október í fyrra, að því er Már Guð- mundsson seðlabankastjóri upplýsir í skriflegu svari til Morgunblaðsins. Hæsta tilboði hafi verið tekið. Bankinn var fyrir söluna sjötti stærsti eigandi Kaupþings. Fram kom í ViðskiptaMogganum í gær að Seðlabankinn hefði ekki vitað fyrir söluna að þá þegar hefði Deutsche Bank fallist á að greiða Kaupþingi um 400 milljónir evra, eða um 52 milljarða króna á núver- andi gengi, í formi sáttagreiðslu. Þegar upplýst var um viðskiptin hækkuðu bréfin um liðlega 30% á eftirmarkaði. Hins vegar hafði Kaupþing, í opinberum gögnum, gert grein fyrir því að ágreinings- mál við Deutsche Bank, er varðaði mikilsverða fjárhagslega hagsmuni, biði úrlausnar. Bréf Seðlabankans voru seld í opnu söluferli fyrir milligöngu fjár- málafyrirtækisins Morgan Stanley og allir sem uppfylltu almenn skil- yrði gátu gert kauptilboð, að sögn Más. Vissu ekki um viðskiptin Morgunblaðið spurði hvort Kaup- þing hefði vitað að Seðlabankinn hygðist selja sinn hlut. Í svari frá félaginu segir: „Nei. Kaupþing hef- ur þar að auki enga aðkomu að við- skiptum með skuldabréf eða hluta- bréf félagsins.“ Þegar forsvarsmenn Kaupþings voru spurðir hvers vegna svo stór eigandi hefði ekki verið upplýstur um samninginn, var svarið að stefna félagsins væri sú að tilkynna öllum hluthöfum á sama tíma um öll meiriháttar viðskipti eins fljótt og mögulegt er eftir að þau eru fullkláruð. Vissi ekki hver keypti  Seðlabankinn vissi ekki hverjum hann seldi 6% hlut í Kaupþingi í opnu söluferli fyrir tæpu ári  Kaupþing vissi ekki að Seðlabankinn hygðist selja hlut sinn MSátt Kaupþings við DB »16 Verði ekki snúið af braut núverandi stefnumörkunar stjórnvalda og hagsmunasamtaka atvinnulífsins í málefnum iðnmenntunar mun sam- félagið allt bíða af því tjón. Þetta fullyrða iðnmeistararnir Helgi Steinar Karlsson og Sigurður Már Guðjónsson í viðtali við Morg- unblaðið í dag. Þeir segja að ástandið í málefnum iðnmenntunar hafi vernsnað eftir að hagsmunasamtök atvinnulífsins náðu yfirráðum yfir báðum iðnskól- unum á höfðuðborgarsvæðinu og hófu að breyta námsskipulaginu undir hatti Tækniskóla atvinnulífs- ins án samráðs við iðnmeistara. Þeir vara við þeirri stefnu í starfs- menntun sem boðuð er í Hvítbók menntamálaráðuneytisins frá 2014, sérstaklega hugmyndinni um þrepa- skipt starfsnám í stað hefðbundins iðnnáms. Þeir telja að það eigi illa við hér á landi. Einnig deila þeir á tillögu Samtaka iðnaðarins um að svokallaðir „iðnmentorar“ geti kom- ið í stað iðnmeistara. Þeir gagnrýna ennfremur hvernig Viðskiptaráð vinni markvisst að því að grafa undan lögverndun starfs- réttinda iðnaðarmanna. Lögvernd- unin sé kjölfesta allra handiðn- aðargreina og tryggi fagleg vinnubrögð og hindri fúsk. »14 gudmundur@mbl.is Snúa þarf við blaðinu Deila Iðnnám er í endurskoðun.  Iðnmeistarar deila hart á stefnumörkun Kona myrt á Hagamel í Reykjavík Morgunblaðið/Golli  Íslendingar hafa gegnt mikil- vægu hlutverki við byggingu nýrr- ar stórskipahafnar í Nuuk, höfuð- stað Grænlands, sem vígð verður við hátíðlega athöfn í dag. Heildar- kostnaður við þessa framkvæmd er rösklega 11 milljarðar íslenskra króna. Tryggt hefur verið að allir gámaflutningar til og frá landinu fari um Sikuki Nuuk-höfnina nýju. Grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line er stórt í flutningum til og frá landinu. Þá er Eimskip að hasla sér völl á þessum markaði, en allt er þetta hluti af áherslubreyt- ingum í flutningastarfsemi. Skipa- félögin tvö hafa nú með sér töluvert samstarf. »10 Ný höfn í Nuuk og flutningar breytast  Margar tegundir sjófugla eru á nýjum válista Náttúrufræðistofn- unar Íslands yfir fugla sem hætta steðjar að. Langvía, teista, lundi, toppskarfur, fýll, skúmur, hvít- mávur, rita, og kría eru þarna á meðal. Einnig sílamávur, en stofn hans hrundi líkt og fleiri sem lifa á sílum gerðu á árunum 2004- 2005. Æðarfugl, rjúpa og kjói eru fuglategundir sem eru nærri því að komast á válistann en þar eru tjaldur og stelkur sem færast ofar. Þá eru vísbendingar um að snjó- tittlingurinn eigi nokkuð í vök að verjast. Breyttar aðferðir við mat á styrk fuglategunda ráða nokkru um breytingar á válistanum, þar sem einnig eru góðar fréttir. Þannig er íslenski helsingjastofn- inn úr hættu, brandandarstofninn braggast vel og sama má segja um stormmávinn. »11 Langvía, teista, lundi og fýll meðal nýrra tegunda á válista yfir fugla í hættu  Umboðsmaður Alþingis upplýsti á fundi stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar Alþingis í gær að hann teldi að Sigríður Andersen hefði haft tvær ríkar ástæður til að ræða við Bjarna Benediktsson um um- sögn sem faðir hans skrifaði fyrir dæmdan barnaníðing. Annars vegar til að kanna hvort um vanhæfi Bjarna gæti verið að ræða. Hins vegar vegna þess að Bjarni er samræmingarráðherra ríkisstjórnarinnar en eftir banka- hrunið hefði forsætisráðherra fengið aukið hlutverk sem sam- ræmingarráðherra. Þau Sigríður og Bjarni hefðu ekki brotið trúnað og umboðs- maður teldi því ekki tilefni til að hefja frumkvæðisathugun á emb- ættisfærslum þeirra vegna málsins. Athygli vakti að Björt framtíð sendi ekki áheyrnarfulltrúa á fund- inn. »4 Umboðsmaður Alþingis telur ráðherra ekki hafa brotið trúnað og ræðst ekki í athugun Tveir menn eru í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var að kona hefði látist í húsi á Hagamel í Vesturbæ Reykja- víkur í gærkvöldi. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði aðspurður að mennirnir hefðu verið handteknir eft- ir „alvarlegt atvik“ og að rannsókn málsins væri á algjöru frumstigi. Lögregla og sérsveit voru kallaðar að umræddu húsi rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi og stóðu aðgerðir lög- reglu á vettvangi enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun um kl. 1 í nótt. Vörðust lögreglumenn á vett- vangi allra frétta þegar blaðamann og ljósmyndara blaðsins bar að garði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.