Morgunblaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 6
Enn eru tveir fatlaðir 16 ára dreng-
ir ekki komnir með skólavist í fram-
haldsskóla nú í haust. Eins og kom-
ið hefur fram í fréttum var þeim
báðum synjað um skólavist vegna
plássleysis.
Bryndís Snæbjörnsdóttir, for-
maður Þroskahjálpar, segir að þau
hafi átt fund með Kristjáni Þór Júl-
íussyni menntamálaráðherra um
daginn ásamt Átaki, félagi fólks
með þroskahömlun. Þar hafi því
verið borið við að allar starfsbrautir
væru fullar. „Við gagnrýndum harð-
lega að það væri ekki gert ráð fyrir
öllum, það er búið að vera vitað alla
þeirra ævi að
þeir þyrftu skóla-
vist þegar þeir
yrðu 16 ára eins
og aðrir,“ segir
Bryndís. „Í ráðu-
neytinu var talað
um að það væri
verið að leita
leiða að einhverri
lausn í samstarfi
við Ás styrkt-
arfélag. Við bentum á að það væri
ekki skólastofnun heldur dagvistun
sem þeir væru ekki að sækjast eftir.
Þeir eru að sækjast eftir að komast
í framhaldsskóla. Eftir þann fund
hafði ég samband bæði við Ás og
Reykjavíkurborg, því ráðuneytið
vísaði svolítið á ábyrgð borgarinnar,
sem ég átta mig ekki á því þeir bera
ábyrgð á þjónustunni við þá en ekki
skólaúrræði, og þá kom í ljós að það
er ekkert að gerast. Ás er ekki að
taka við þeim og það hefur ekki
borist formlegt erindi um að þeir
geri það. Þannig að ég held að það
sé ósköp lítið að gerast.“
Bryndís segir þetta mjög gagn-
rýnivert og ekkert 16 ára gamalt
barn, fatlað sem ófatlað, eigi að
þurfa að bíða í eitt ár eftir því að
komast inn í framhaldsskóla, en
sagt er að drengirnir fái skólavist
næsta haust. „Þessir drengir eru
ekkert flóknari en mörg önnur fötl-
uð ungmenni. Þeir eiga að geta not-
ið þess að stunda framhaldsskóla og
vera innan um jafnaldra eins og
hver annar.“ ingveldur@mbl.is
Drengirnir ekki komnir
inn í framhaldsskóla
Lítið að gerast
í þeirra málum
Bryndís
Snæbjörnsdóttir
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017
og svo margt, margt fleira!
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Aukahlutir fyrir fjórhjól
Aukahlutir á fjórhjól á hagstæðu verði
Áhaldafestingar SkyggniFarangurskassar
Hauströkkrið fer nú að hellast yfir, en meðan
góðrar dagsbirtu nýtur er um að gera að lifa og
njóta eins og þessi ungi hjólreiðamaður gerði í
gær. Vel viðraði til útiveru á landinu í gær, en í
dag má búast við rigningu og golu svo laufblöðin
sem nú eru komin í haustlitina munu feykjast af
trjánum. Þannig er náttúran síbreytileg frá degi
til dags, rétt eins og mannlífið og fólkið sem er
eins ólíkt og það er margt.
Morgunblaðið/Golli
Ungur hjólreiðamaður
á haustjafndægri
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Það er með ólíkindum hvað koma
mörg mál til okkar,“ segir Helga Þór-
isdóttir, forstjóri Persónuverndar en
mjög mikil fjölgun hefur orðið á er-
indum og verkefnum sem koma inn á
borð Persónuverndar. Hún segir að
ákveðin vitundarvakning sé að eiga
sér stað um málefni persónuverndar,
ekki bara á Íslandi heldur í Evrópu,
ekki síst vegna þeirra miklu breyt-
inga sem eru í vændum með nýju
Evrópulöggjöfinni um persónuvernd
en hún kemur til framkvæmda í Evr-
ópu 25. maí 2018.
Það sem af er ári hafa vel á annað
þúsund mál verið skráð hjá stofnun-
inni. Síðasta ár fékk Persónuvernd
1.865 mál og í dag bíða 404 erindi af-
greiðslu hjá stofnuninni.
„Okkur tókst fyrir sumarleyfin að
vinna okkur niður í 200 opin mál en
það komu rúmlega 200 mál til við bót-
ar í sumar þannig að við erum aftur
með rúmlega 400 mál í vinnslu,“ segir
Helga.
Þurfa að forgangsraða
Í tilkynningu sem Persónuvernd
birti fyrr í mánuðinum sagði að búast
mætti við að tafir yrðu á afgreiðslu
flestra mála en reynt yrði að for-
gangsraða málum eftir mikilvægi
þeirra. Mörg þessara erinda væru
brýn og þörfnuðust skjótra svara og
mörg mál vörðuðu einnig beiðnir um
kynningar eða ráðgjöf á nýju evr-
ópsku persónuverndarlöggjöfinni.
Helga segir í samtali að burtséð fá
nýju persónuverndarlögunum virðist
meðvitund fólks um persónuvernd og
gagnavernd hafa aukist. Erindin eru
margbreytileg enda vísa um eitt
hundrað lagabálkar í íslenskri löggjöf
í persónuverndarlögin. Tæknibylting-
in og tækniframfarir hafa mikið að
segja og útbreiðsla snjalltækja gerir
að verkum að unnt er að rekja gögn af
öllu tagi til einstaklinga.
Persónuvernd hefur fjárheimild
fyrir um sjö starfsmenn og standa
vonir til að hægt verði að fjölga þeim
um nær helming, ekki síst vegna
þeirra viðamiklu skuldbindinga sem
fylgja innleiðingu evrópsku persónu-
verndarlaganna í íslenskan rétt. Þeg-
ar fjallað var um ríkisfjármálaáætlun
til næstu fimm ára á Alþingi færði
Persónuvernd ítarleg rök fyrir því að
ef stofnunin þurfi áfram að eiga við al-
varlega undirmönnun að stríða þýði
það að ekki verði unnt að tryggja
mannréttindi og persónuvernd ein-
staklinga með sómasamlegum hætti
hérlendis.
Rekstur gæti stöðvast
Staðan geti líka orðið mjög alvarleg
hjá fyrirtækjum og stofnunum vegna
þeirra afdráttarlausu skuldbindinga
sem felast í nýju Evrópulöggjöfinni
sem þarf að innleiða í lög hér. Fyr-
irtæki og stofnanir þurfa t.d. að upp-
fylla kröfur um viðbrögð við örygg-
isbrestum innan 72 klst. og ef
tilteknar vinnsluaðferðir skapa mikla
hættu fyrir friðhelgi einstaklinga
verður ábyrgðaraðili að gera grein
fyrir þeirri hættu og mögulegum af-
leiðingum hennar. Ef þá verður ljóst
að hættan sé mikil og að honum sé
sjálfum ekki fært að draga úr henni
verður að leita forálits Persónuvernd-
ar á vinnslunni.
„Ef við höfum ekki mannafla til að
sinna því þá getum við horft fram á
rekstrartap og jafnvel rekstrarstöðv-
un fyrirtækja en það verður algerlega
óheimilt að fara af stað með slíka
vinnslu án þess að hafa fengið grænt
ljós frá Persónuvernd,“ segir hún. Ef
taka á í notkun nýjan hugbúnað verð-
ur hann að vera með svokallaða inn-
byggða og sjálfgefna persónuvernd.
Fjölgun mála með ólíkindum
404 erindi bíða afgreiðslu hjá Persónuvernd í dag Forstjóri stofnunarinnar segir vitundarvakningu
eiga sér stað um málefni persónuverndar Vonast til að starfsmönnum fjölgi um nær helming
Hæstiréttur hefur staðfest dóm
Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í
júní sl. þess efnis að Icelandair
ehf. beri að greiða dánarbúi fyrr-
verandi flugmanns félagsins 68,8
milljónir króna auk dráttarvaxta
vegna ólögmætrar uppsagnar árið
2010.
Flugmaðurinn lést 7. mars sl. og
tók þá dánarbúið við aðild að
dómsmálinu.
Dánarbúi dæmdar
tæpar 70 milljónir
Dr. Sæmundur
Sveinsson var í
gær skipaður í
stöðu rektor
Landbúnaðarhá-
skóla Íslands til
eins árs frá og
með 1. október
nk. Sæmundur er
fæddur 1984 í
Gunnarsholti á
Rangárvöllum.
Hann útskrifaðist með BS-próf frá
líffræðideild Háskóla Íslands 2007
og með masterspróf frá sömu deild
2009. Eftir það fór hann í dokt-
orsnám við grasafræðideild háskól-
ans í Bresku Kólumbíu í Vancouver
í Kanada.
Eftir að Sæmundur lauk dokt-
orsnámi hefur hann starfað sem
sérfræðingur við auðlindadeild
Landbúnaðarháskóla Íslands - og
sinnt bæði kennslu og rannsóknum.
Sæmundur Sveins-
son nýr rektor LBHÍ
Sæmundur
Sveinsson
Að sögn Helgu Þórisdóttur kveð-
ur við nýjan tón í nýja fjárlaga-
frumvarpinu fyrir 2018 því nú
hafi verið hlustað að einhverju
leyti á neyðarbeiðni stofnunar-
innar um að fá meira fé til rekstr-
arins. Í frumvarpinu sé gert ráð
fyrir 80% aukningu útgjalda til
Persónuverndar en nú sé ríkis-
stjórnin fallin og óvissa um
hvernig endanleg fjárlög munu
líta út eftir kosningar.
Herferð til kynningar á
Evrópureglunum heldur áfram,
m.a. á tveimur málþingum fyrir
allt skólasamfélagið og heil-
brigðisgeirann í nóvember.
80% aukning
ÞARF MEIRI FJÁRMUNI