Morgunblaðið - 22.09.2017, Side 11

Morgunblaðið - 22.09.2017, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Hjólreiðafólki hefur fjölgað mikið á síðustu árum og hefur hjólreiðaslys- um fjölgað hægt og bítandi á sama tíma. Í fyrra voru samtals skráð 137 hjólreiðaslys á Íslandi þar sem slys urðu á fólki. Þar af voru 100 lítið slas- aðir og 37 alvarlega slasaðir. Til samanburðar var meðaltal ár- anna 2002 til 2009 þannig að 40 slös- uðust lítillega og einungis 8 alvar- lega. Hjólreiðaslysum fjölgaði mikið milli áranna 2013 til 2014 en þá fóru hjólreiðaslysin úr 95 í 123. Slysunum fækkaði örlítið árið 2015 en fjölgaði að nýju árið 2016. Á tímabilinu 2002 til 2016 hefur eitt banaslys orðið á hjóli og það var árið 2015. Slysin ekki alltaf tilkynnt Þórhildur Elínardóttir, sam- skiptastjóri hjá Samgöngustofu, seg- ir misbrest á skráningu hjólreiða- slysa. „Það verður að hafa í huga að slys á hjólreiðafólki eru afskaplega vanskráð, vegna þess að hjólreiða- manni sem dettur á hjóli dettur ekki endilega fyrst í hug að hringja í lög- regluna,“ segir Þórhildur og bætir við að einnig skorti betri upplýsingar til að skrá hvernig slys urðu. „Það eru slys og banaslys hjólreiðamanna á skrá. Það er ekki tiltekið sérstak- lega af hvaða ástæðum slys urðu þar sem hjólreiðafólk kemur við sögu.“ Hún segir jafnframt að fjölgun slysa megi rekja til fjölgunar hjólreiða- manna. „Auðvitað hefur hjólreiða- fólki fjölgað og það hefur orðið meira áberandi í umferðinni.“ Morgunblaðið spurðist fyrir um hvort Samgöngustofu hefðu borist kvartanir eða séð fjölgun á slysum vegna þess að hjólreiðamenn séu að hjóla í tvöfaldri röð á umferðargöt- um. Þórhildur segir að slíkt sé ekki skráð og engar kvartanir séu vegna þess. „Almennt séð stendur skýrt í umferðarlögunum að hjólreiðamenn eiga að hjóla í einfaldri röð, það stendur í 39. grein, en ef það er nægilegt rými mega tveir hjóla sam- hliða ef það er unnt án hættu eða óþæginda. Það á alls ekki við á þjóð- veginum,“ segir Þórhildur og bætir við að Samgöngustofu gangi út frá því að hjólreiðamenn hjóli hægra megin við miðakrein og séu í ein- faldri röð. Ásbjörn Ólafsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, seg- ir að félagið finni fyrir mikilli fjölgun hjólreiðafólks á síðustu árum. Félag- ið hefur barist fyrir því að bæta hjólamenningu en það felur meðal annars í sér að tryggja hjólreiðafólki öruggar hjólaleiðir svo ekki þurfi að hjóla yfir og á götum að óþörfu. Þannig væri hægt að fækka slysum. Hjólað Í umferðarlögum segir að hjóla skuli í einfaldri röð, nema þar sem er rými til án hættu. Hjólreiðaslysum fjölgað verulega  48 hjólreiðaslys að meðaltali 2002-2009 Fjöldi slasaðra hjólreiðamanna 140 120 100 80 60 40 20 0 2002-9 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 48 82 84 89 95 123 117 137 Heimild: Samgöngustofa Meðaltal 2002 til 2009 40 8 61 21 65 19 68 21 58 37 92 31 86 31 100 37 Lítið slasaðir Alvarlega slasaðir Samgönguþing 2017 28. september 2017 á Hótel Örk í Hveragerði Dagskrá: Kl. 10:00 Bæjarstjóri Hveragerðis, Aldís Hafsteinsdóttir, býður fundargesti velkomna Ávarp Jóns Gunnarssonar ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála Kl. 10:15–11:15 Samgönguáætlun – staða Formaður samgönguráðs, Ásmundur Friðriksson Forsvarsmenn samgöngustofnana – pallborð Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytið – Sigurbergur Björnsson Vegagerðin – Hreinn Haraldsson Samgöngustofa – Þórólfur Árnason Isavia – Björn Óli Hauksson Kl. 11:15 Framtíðarsýn í samgöngum – Guðmundur Freyr Úlfarsson prófessor við HÍ 11:45 Hádegishlé Kl. 12:20 Hvítbók: Ákvarðanataka í samgöngum – dr. Gunnar Haraldsson hagfræðingur Kl. 12:45 Flug sem almenningssamgöngur og mikilvægi þess fyrir búsetugæði á lands- byggðinni – Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdastjóri Austurbrúar Kl. 13:10 Góðar samgöngur, grunnur samkeppnishæfs samfélags – Haukur Óskarsson tæknifræðingur Kl. 13:25 Framkvæmdir á stofnvegum út frá höfuðborgarsvæðinu – dr. Eyjólfur Árni Rafnsson verkfræðingur – kynning – umræður Kl. 14:15 Málstofur a. Umferðaröryggi – nýjar áskoranir og verkefni b. Orkuskipti í samgöngum og loftslagið c. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu d. Hafnamál og nýjungar í útgerð Kl. 15:15 Kaffi Kl. 15:30 Samantekt úr málstofum Kl. 16:00 þinglok – léttar veitingar Fundarstjóri er Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar Boðið verður upp á ókeypis far með rafrútu á þingið. Farið verður frá samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytinu við Sölvhólsgötu kl. 09:00 og komið við á bensínstöðinni í Norðlingaholti um kl. 09:15. Lagt verður af stað til Reykjavíkur frá Hótel Örk kl. 17:00. Komið verður við á bensínstöðinni í Norðlingaholti á leiðinni að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Þangað verður komið um kl. 18:00. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið: kristin.hjalmarsdottir@srn.is. Þátttakendur eru jafnframt beðnir að taka fram hvort þeir þiggja far með rútu á þingstað. Samgöngustofa Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samkvæmt drögum að nýjum válista fugla fjölgar tegundum hér á landi sem hætta steðjar að. Vinna Nátt- úrufræðistofnunar Íslands (NÍ) við uppfærslu á válistanum er langt komin og er stefnt að því að birta listann í endanlegri mynd í haust. NÍ, Fuglavernd og Háskóli Ís- lands (HÍ) boða til málþings í dag um nýjan válista fugla á Íslandi. Málþingið verður í Öskju, húsi nátt- úrufræða við HÍ og hefst það kl. 15. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar, setur málþingið og Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra flytur ávarp. Arnór Þórir Sigfússon stýrir fundinum. Craig Hilton- Taylor, yfirmaður válistadeildar Al- þjóðlegu náttúruverndarsamtak- anna (IUCN), ætlar að fjalla um vá- lista. Starri Heiðmarsson, sviðsstjóri hjá NÍ, talar um íslenska válista og Menja von Schmalensee, sviðsstjóri á Náttúrustofu Vest- urlands, talar um fuglavernd og vá- lista. Erpur Snær Hansen, sviðs- stjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, talar um lundann, algengasta fugl landsins á válista, og Ólafur Karl Nielsen, vist- fræðingur hjá NÍ, um rjúpuna, vin- sælustu veiðibráðina á válista. Elvar Árni Lund, fyrrverandi formaður Skotvís, fjallar um sjálfbærar fugla- veiðar. Sjófuglar eru í aukinni hættu Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá NÍ, ætlar að kynna drög að nýja fuglaválistanum á málþinginu í dag. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að tegundum sem taldar eru vera í hættu hefði fjölgað frá því að válisti fugla var síðast gefinn út árið 2000. Þar hefur m.a. áhrif að aðferðir við mat á hættu hafa örlítið breyst. Nú er t.d. lögð meiri áhersla á svæðisbundið mat en áður. Helsta ástæða þess að tegund færist ofar á válistanum er fækkun í stofninum. „Margar af sjófuglategundum sem hafa verið í vandræðum undanfarin ár koma nú inn á válista vegna mikillar fækkunar,“ sagði Kristinn. Á meðal nýrra tegunda á listanum eru t.d. langvía, teista, lundi, toppskarfur, fýll, skúmur, sílamáfur, hvítmáfur, rita og kría. Stuttnefja var þegar komin á válistann. Spurður um sílamáfinn sagði Krist- inn að hann hefði numið hér land um 1930. Stofninn óx gríðarmikið á síð- ustu öld. Varpstofninn hrundi svo um leið og stofnar annarra fugla sem lifa á sílum á árunum 2004-2005. Stofninn hefur ekki rétt úr kútnum. Tegundir sem taldar eru vera í yfir- vofandi hættu, þ.e. nálægt mörkum þess að vera í hættu, eru t.d. æðar- fugl, rjúpa og kjói. Tjaldur og stelkur eru vaðfuglar sem fara til vetursetu í útlöndum og færast einnig ofar á válistanum. Vetrarstofnar þeirra í Evrópu sýna fækkun og er talið líklegt að sama eigi við um íslensku stofnana. Snjó- tittlingur er útbreiddasti fugl lands- ins. Sterkar vísbendingar eru um fækkun hans. Kristinn segir að betri mælingar vanti til að staðfesta það. Vitað er að snjótittlingum hefur fækkað mikið í Flatey á Breiðafirði og líka í Veiðivötnum, þar sem fylgst hefur verið skipulega með þeim. Sumum tegundum gengur vel Ekki vegnar öllum tegundum jafn illa og þeim sem fyrr eru taldar. Þannig er íslenski helsingjastofninn ekki lengur talinn vera í hættu. Sama er að segja um brandönd, sem er tiltölulega nýr landnemi og hefur vegnað vel. Stormmáfur, sem er landnemi frá síðustu öld, er ekki heldur lengur á válista vegna mik- illar fjölgunar í stofninum. Þá er straumönd ekki lengur á válista vegna breyttra viðmiða. Tegundum á válista fugla fjölgar  Málþing um nýjan válista fugla á Íslandi haldið í dag  Sjófuglum hefur mörgum vegnað illa Morgunblaðið/RAX Jökulsárlón Varpstofn helsingja hefur stækkað og er ekki lengur á válista.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.