Morgunblaðið - 22.09.2017, Síða 13
Morgunblaðið/Eggert
Gaman saman Jogvan, Guðrún og Sigga hittust í hádeginu í gær til að rifja upp brandarana fyrir kvöldið í kvöld.
á land með þetta prógramm og það
eru yndislegar ferðir sem tengja
okkur þrjú enn frekar saman
sem manneskjur.
Við náum vel saman
þetta þríeyki, við erum
öll alltaf svo spennt þegar
við erum að fara að
halda þessa tónleika,
okkur finnst þetta
svo gaman. Það er
alltaf gaman að
syngja á tón-
leikum, en það er
alveg extra
skemmtilegt með
þeim tveim, þau
eru bara svo yndisleg
bæði tvö, Guðrún og
Jogvan.“
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017
Superb skarar fram úr á mörgum sviðum. Hann er gríðarlega rúmgóður enda með stærsta innanrýmið og skottið í sínum flokki.
Byltingarkennd hönnun, hámarksþægindi og tæknimöguleikar auka enn á styrkleika hans. Komdu og prófaðu nýjan Superb.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ www.skoda.is
SUPERB KEMUR STERKUR
INN Í EFSTU DEILD
SUPERB. FLAGGSKIPIÐ Í ŠKODA FJÖLSKYLDUNNI.
ŠKODA SUPERB frá:
4.440.000 kr.
Kaupauki að verðmæti
fylgir Superb í september.
300.000 kr.
Jogvan Hansen, Sigga Beinteins og Guðrún Gunnarsdóttir halda tón-
leika í kvöld, föstudaginn 22. sept., í Salnum í Kópavogi kl. 20.
Söngdagskráin þeirra, Við eigum samleið, hefur gengið fyrir fullu
húsi í á þriðja ár og nú hafa þau endurnýjað stærstan hluta dag-
skrárinnar og bætt við mörgum lögum sem ekki heyrast oft í
lifandi flutningi, t.d lög eins og: Í Rökkurró, Fjórir kátir þrestir,
Án þín, Enn birtist mér í draumi o.fl.
Ekki aðeins fá gestir að njóta þess að hlusta á þau syngja
skemmtileg og falleg lög, heldur segja þau líka sögur sem
tengjast lögunum sem og sögur úr eigin ranni.
Með þeim Jogvani, Guðrúnu og Siggu leikur hljómsveit undir
stjórn Karls Olgeirssonar. Miðasala er á salurinn.is
Við eigum samleið
LÖGIN SEM ALLIR ELSKA
Jógvan
Hansen
Í Skálholti er boðið upp á pílagríma-
daga núna í haust, nánar tiltekið um
helgina 6.-8. október nk.
Í tilkynningu kemur fram að píla-
grímadagar séu stef við kyrrðardaga
eins og þeir hafa verið iðkaðir í Skál-
holti, utan þess að ekki er gengið inn
í þögn nema á ákveðnum tímum.
Á þessum dögum pílagrímsins í
október verður lögð áhersla á útivist
og göngur út frá Skálholtsstað, holl-
ustu í mataræði, slökun og kyrrðar-
stundir, sem sagt að ganga með sjálf-
um sér og að ganga með öðrum.
Þau sem ætla að sjá um að leiða
pílagrímadagana eru sr. Elínborg
Sturludóttir, sr. Halldór Reynisson og
Margrét Jónsdóttir Njarðvík,
spænskufræðingur og eigandi ferða-
skrifstofunnar Mundo, en hún hefur
leitt pílagrímagöngur til Santiago de
Compostela undanfarin ár.
Á dagskránni má m.a. finna slökun
og jóga, fræðslu um það hvað píla-
grímur er, Gregorsöng, sem er
leiðslumúsík í kirkju, kvöldtíðir í
kirkju, samveru við arin þar sem
spjallað verður um það hver við erum,
pílagrímamessu og íhugun pílagríma-
stefsins.
Dagskráin er tilboð en engin
skylda er að mæta á alla dagskrárliði.
Nánar um dagskrána og skráning er á
vefsíðunni www.skalholt.is
Pílagrímadagar í Skálholti í október
Morgunblaðið/Eggert
Margrét Jónsdóttir Njarðvík Hún er ein þeirra sem leiða pílagrímadaga.
Að ganga með sjálfum sér
og að ganga með öðrum