Morgunblaðið - 22.09.2017, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017
Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum.
Frábært til að bæta hormónajafnvægi
fyrir konur á öllum aldri
Heilbrigðari og grennri
Rannsókn sýna að konur sem hafa
mikið lignans i blóðinu eru að
meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa
en þær konur sem skortir eða hafa
lítið af Lignans.**
* Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082
** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University.
1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur
Mulin hörfræ - rík af Lignans
Trönuberjafræ
Kalk úr hafþörungum
CC FLAX
• Regluleg inntaka stuðlar að kjörþyngd
• Omega 3- ALA
• Fjölbreyttar trefjar
NÝJAR
UMBÚÐIR
SLEGIÐ Í
GEGN
Í VINSÆLDUM
- FRÁBÆR -ÁRANGUR
PREN
TU
N
.IS
Eftirheman
Orginalinn&
láta gamminn geysa
Nánari upplýsingar hjá Palla í síma 665 0901
Miðasala á Tix.is og við innganginn
Sunnudaginn 24. sept. kl. 20.00
Sunnudaginn 1. okt. kl. 20.00
Sunnudaginn 8. okt. kl. 20.00
Jóhannes Kristjánsson
og Guðni Ágústsson
koma fram og skemmta
Magnað sunnudagskvöld með þjóðsögum og
eftirhermum í Bæjarbíó Hafnarfirði
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar í
Mosfellsbæ (M-lista) hefur óskað
eftir því að bæjarráð leggi til við
bæjarstjórn að óformleg afsögn Jóns
Jósefs Bjarnasonar, 1. varabæjar-
fulltrúa M-listans, verði tekin til
greina. Í erindi bæjarfulltrúa Íbúa-
hreyfingarinnar til bæjarráðs Mos-
fellsbæjar kemur m.a. fram að ekki
fari á milli mála að Jón sé hættur
störfum, hann sinni ekki fundarboð-
um en þiggi samt laun úr bæjarsjóði
sem varabæjarfulltrúi.
Jón tilkynnti tvisvar í sumar að
hann sæi sér ekki lengur fært að
starfa fyrir hönd bæjarbúa. Fyrst í
aðsendri grein í bæjarblaðinu Mos-
fellingi 29. júní síðastliðinn og síðan í
opnu bréfi til bæjarstjórnar sem
hann birti í umræðuhópnum Íbúar í
Mosfellsbæ á Facebook 10. júlí. Þar
sagði Jón m.a. að sér hefði verið
meinað að leggja fram bókun á
bæjarráðsfundi 22. júní í sumar.
„Þetta er lögbrot, brot á samþykkt-
um Mosfellsbæjar og aðför að lýð-
ræðinu,“ skrifaði Jón og lauk færsl-
unni á þessum orðum: „Ég segi mig
frá varabæjarstjórnarembættinu af
þessum sökum enda er það er heilsu-
spillandi að umgangast það óheiðar-
lega og siðlausa fólk sem hefur
greinilega villt á sér heimildir gagn-
vart kjósendum.
Ég hef skömm á ykkur.“
Jón sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hann hefði sagt af sér starfi
varabæjarfulltrúa með opnu bréfi til
bæjarstjórnarinnar. Það megi nota
það opinberlega. Hann kvaðst ekki
hafa sent aðra afsögn til bæjar-
stjórnar.
Bæjarráðið leitaði álits lögfræð-
ings vegna tillögu Íbúahreyfingar-
innar. Mat lögfræðingsins er að „á
meðan umræddur bæjarfulltrúi hef-
ur ekki beint formlegu erindi til bæj-
arstjórnar þar sem hann óskar eftir
því að fá lausn frá störfum, og ekki
liggur fyrir að hann hafi misst kjör-
gengi, er bæjarstjórn ekki heimilt að
veita umræddum bæjarfulltrúa
lausn frá störfum“.
Sagði af sér
í opnu bréfi
Varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ sendi
ekki formlega afsögn til bæjarstjórnar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mosfellsbær Varabæjarfulltrúi
Íbúahreyfingarinnar sagði af sér.
Marka á heildstæða málstefnu fyrir
Reykjavíkurborg samkvæmt tillögu
Dags B. Eggertssonar borgarstjóra
sem samþykkt var í borgarráði í
gær. Þar er lagt til að ráðinn verði
starfsmaður í 30% starf í eitt ár til
þess að sinna formennsku í sérstakri
nefnd sem móta á umrædda stefnu.
Í greinargerð borgarstjóra segir
að vandað, skýrt og auðskilið mál –
ritað sem talað – sé lykilatriði í þjón-
ustu og stjórnsýslu Reykjavíkur-
borgar. „Þar er íslenska í öndvegi og
skal hún vera til fyrirmyndar,“ segir
í greinargerðinni. Eigi málfarið að
vera í samræmi við þingsályktun
sem samþykkt var árið 2009 um ís-
lenska málstefnu og lög um íslenska
tungu og táknmál. Þessu eigi ríki og
sveitarfélög að bera ábyrgð á. – Það
var í byrjun líðandi árs sem settur
var á laggirnar starfshópur um mót-
un málstefnu Reykjavíkurborgar og
er tillagan um starfandi nefndar-
formann framhald af því. Áætlaður
kostnaður við starfið í eitt ár er 1,7
milljónir króna.
Þjóðtungan sameini áfram
Sú málstefna sem Alþingi ályktaði
um á sínum tíma byggist meðal ann-
ars á línum sem lagðar voru af Ís-
lenskri málnefnd. Þar segir að
tryggja verði lagalega stöðu ís-
lensku sem þjóðtunga Íslendinga til
þess að hún megi áfram sameina
fólkið í landinu óháð uppruna þess.
Því verði að tryggja rétt íslenskra
ríkisborgara af erlendum uppruna
og erlendra ríkisborgara, er hér fá
dvalar- eða atvinnuleyfi, til kennslu í
íslensku svo að þeir geti tekið fullan
þátt í íslensku samfélagi á íslensku.
Um leið og Íslendingar hafa rétt
til að vernda menningarleg verð-
mæti sín sé skylt að virða rétt þeirra
er ekki tala íslensku. Þá verði líka að
tyggja stöðu táknmáls. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mál Á íslensku má alltaf finna svar. Borgarstjóri á fjölmenningardegi.
Málstefnu skal
móta í Reykjavík
Íslenska er skýrt og auðskilið mál
Alþjóðlegi bíllausi dagurinn er í
dag, föstudaginn 22. september. Af
því tilefni er frítt í strætisvagna á
höfuðborgarsvæðinu allan daginn.
Bíllausi dagurinn markar lok evr-
ópsku samgönguvikunnar en til-
gangur hennar er að kynna fólki
samgöngukosti sem þykja vera vist-
vænir, hagkvæmir og heilsueflandi.
Bryddað hefur verið upp á ýmsu í
tilefni samgönguvikunnar og í dag
verður haldin í Bæjarbíói í Hafnar-
firði ráðstefnan Hjólum til fram-
tíðar – ánægja og öryggi. Ráð-
stefnan verður sett kl. 10 og þar
munu ýmsir – leikir og lærðir – sem
þekkja vel til hjólreiða sem sam-
göngukostar leggja orð í belg. Með-
al annars verður sagt frá ýmsum
þeim ráðstöfunum sem gripið hefur
verið til á höfuðborgarsvæðinu sem
greiða eiga leið hjólreiðafólks og
nýir kostir í því sambandi kynntir,
svo sem hjólreiðahraðbraut sem
verkfræðingar hafa hugmyndir
um.
Fjallað um hjólreiðar á
bíllausa deginum í dag
Morgunblaðið/Ómar
Hjólað Margir munu væntanlega
velja annan farkost en bílinn í dag.