Morgunblaðið - 22.09.2017, Síða 17

Morgunblaðið - 22.09.2017, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017 Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 FAI varahlutir Ódýrari kostur í varahlutum! stýrishlutir hafa verið leiðandi í yfir 10 ár. Framleiddir undir ströngu eftirliti til samræmis við OE gæði. Sími 577 1313 kistufell.com TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sagði í ræðu á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna, að ríki hans vildi ekki stuðla að falli Norður-Kóreu. Hvatti hann til þess að viðræður hæfust að nýju um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumanna svo að draga mætti úr þeirri spennu sem einkennt hefði Kóreuskagann síðustu misseri. Fyrr um daginn hafði Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, fordæmt ræðu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á allsherjar- þinginu og sagt hana ekkert annað en „hundgá“. Sagði hann land sitt ekki myndu hlusta á hótanir af þessu tagi né heldur breyta um kúrs í kjarnorkumálum. Í ræðunni, sem flutt var á þriðju- dag, lýsti Trump því yfir að Banda- ríkin myndu leggja Norður- Kóreu í rúst ef landið réðist á Bandaríkin eða bandamenn þess. Nýjar refsiaðgerðir í vændum Trump lýsti því yfir í gær að Bandaríkin myndu taka einhliða upp nýjar refsiaðgerðir gegn Norður- Kóreumönnum vegna nýlegra til- rauna þeirra með langdrægar eld- flaugar og kjarnorkuvopn. Fundaði forsetinn síðan með Moon, forseta Suður-Kóreu, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Jap- ans, en Abe lýsti því yfir í fyrradag að ekki væri hægt að rökræða við Norður-Kóreu um kjarnorkuvopna- áætlunina. Antonio Guterres, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, mun svo funda með Ri Yong-ho á morgun, en Guterres varaði við því í kjölfar ræðu Trumps á þriðjudaginn að „eldheitt tal gæti leitt til misskilnings“ og til stríðsátaka sem enginn vildi. sgs@mbl.is Líkti ræðu Donalds Trumps við hundgá  Trump hyggst herða á refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu Moon Jae-in Kenyatta fordæmir hæstarétt Uhuru Kenyatta, forseti Keníu, fordæmdi í gær hæstarétt lands- ins fyrir að hafa úrskurðað for- setakosningarnar sem fram fóru 8. ágúst síðastliðinn ógildar. Sagði hann að ákvörðun réttarins hefði verið „valdaráns- tilraun“ fjögurra dómara af sjö, sem hefðu tekið lýðræðið úr höndum fólksins. Kenyatta lét þessi orð falla í sjón- varpsávarpi, en röksemdafærsla dómsins var birt opinberlega í fyrra- dag. Þar var skuldinni skellt á kjör- stjórn landsins, sem hefði látið undir höfuð leggjast að leiðrétta ýmsa vankanta sem voru á framkvæmd kosninganna, með þeim afleiðingum að ekki væri tryggt að niðurstaðan væri í samræmi við vilja kjósenda. Því þyrfti að ógilda kosningarnar og kjósa að nýju sem fyrst. Fljótlega eftir ræðu Kenyatta til- kynnti kjörstjórn landsins að hún hefði ákveðið að færa kosningadag- inn aftur til 26. október, þar sem ljóst þótti að ekki myndi nást að gera nauðsynlegar breytingar á framkvæmd kosninga fyrir 17. októ- ber, settan kjördag. Uhuru Kenyatta  Kosningum seink- að til 26. október Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í gær yfir neyðarástandi á eyj- unni Púertó Ríkó í Karíbahafi eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir með látum á miðvikudaginn. Sagði Trump á samfélagsmiðlinum Twitter að stormurinn hefði „gjöreyðilagt“ eyjuna, og fyrirskipaði hann því að bandaríska alríkið myndi veita íbú- um hennar neyðaraðstoð. Að minnsta kosti tíu manns létu lífið þegar María, sem skilgreind var sem fjórða stigs fellibylur, gekk yfir, en að auki sló rafmagnskerfi eyjunn- ar út í heild sinni. Ricardo Rosello, landstjóri Púertó Ríkó, sagði að felli- bylurinn hefði verið versti stormur laugardegi. Munu sumir vegir í Pú- ertó Ríkó nú vera líkastir stórfljót- um vegna vætunnar. Kemur fast á hæla Irmu Carmen Yulin Cruz, borgarstjóri höfuðborgarinnar San Juan, brast í grát þegar hún lýsti skaðanum fyrir fréttamönnum, en flætt hefur yfir stóran hluta borgarinnar. „Líf okkar er nú breytt.“ María stefndi í gær norður fyrir Dóminíska lýðveldið beint á Turks- og Caicoseyjaklasann, sem er suð- austan Bahamaeyja. Þá munu bæði Bandarísku og Bresku jómfrúaeyjar vera á hættusvæði vegna Maríu, en báðir eyjaklasarnir urðu illa úti þeg- ar fellibylurinn Irma skall á þeim fyrr í mánuðinum. veðurstofa eyjunnar fólki að færa sig upp á hálendi ef það ætti þess kost. Þá var gert ráð fyrir úrhellisrign- ingu sem myndi endast fram eftir urinn væri genginn yfir, þar sem varað var við því í gær að flóðbylgjur gætu fylgt í kjölfar Maríu og valdið enn frekara eignatjóni. Ráðlagði sem skollið hefði á eyjunni í nærri því heila öld. Fyrirskipaði Rosello útgöngubann frá klukkan sex að kvöldi til sex að morgni, og mun það standa fram til næsta laugardags. Hvatti hann fólk til þess að sýna still- ingu, en búið var að handtaka tíu manns í gær fyrir að taka þátt í grip- deildum. Yfirlýsing Trumps þýðir að alrík- inu er heimilað að styðja við viðgerð- ir á húsum, auk þess sem íbúar eyj- unnar munu nú eiga kost á lánum með lágum vöxtum til þess að gera við eignaskemmdir sem ekki hafði verið tryggt fyrir. Gert ráð fyrir flóðum Íbúar Púertó Ríkó voru hins vegar ekki lausir allra mála þó að fellibyl- Neyðarástand á Púertó Ríkó  Fellibylurinn María sagður hafa lagt eyjuna „í rúst“  Trump samþykkir neyðaraðstoð frá banda- ríska alríkinu til Púertó Ríkó  Gert ráð fyrir flóðum í kjölfar fellibylsins  Minnst tíu manns látnir AFP Neyðarástand Fellibylurinn María olli miklu eignatjóni á Púertó Ríkó. Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir neyðarástandi í gær vegna Maríu. Staðfest var í gær að meira en 233 hefðu látið líf- ið í jarðskjálftanum mikla sem skók Mexíkó á þriðjudaginn. Leitað hefur verið að eftirlif- endum óslitið frá því að skjálftinn reið yfir, en Leitin hefur borið nokkurn árangur, en búið var að bjarga meira en 50 manns úr rústum í Mexíkóborg, höfuðborg landsins, í gær. Mun leit- in standa áfram þar til öll von er úti. hann mældist 7,1 stig. Umfang leitarinnar er umtalsvert, en her, lögregla og slökkvilið hafa tekið höndum saman við sjálfboðaliða um að leita í húsum sem hrundu í skjálftanum. AFP Leitað verður þar til öll von er úti Enn umfangsmikil leit í Mexíkó að fólki í rústum húsa eftir jarðskjálftann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.