Morgunblaðið - 22.09.2017, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017
VINNINGASKRÁ
21. útdráttur 21. september 2017
96 10195 21262 31964 40386 49026 59113 71339
409 10524 21529 32131 40563 49428 59115 71842
659 11034 21672 32724 40597 49589 61011 71858
1627 11234 21805 32728 40656 49839 61109 72002
1850 11894 22057 32980 40889 49859 61340 72811
2216 11954 22112 33161 41075 49970 61885 73810
2319 12360 22171 33490 41222 50023 62353 73813
2743 13342 22368 33533 41759 51002 63530 73848
3124 13427 22587 33577 41960 51599 63792 73938
3173 13552 22640 33618 42356 51663 64284 73956
3526 13570 22952 33624 42501 51711 65161 74266
3592 14878 23311 33795 42665 52264 65197 74493
4059 14929 23333 33871 42703 52447 65236 74543
4104 15092 23536 33996 42895 52531 65243 74582
4870 15130 23586 34518 42911 52856 65759 74758
4932 15308 23595 34708 43096 53829 66167 74899
5275 15573 24262 34729 43107 54177 66681 75114
6207 15693 24263 35058 43533 54318 66767 75192
6591 15872 24501 36015 43843 54875 66863 75401
6610 16287 24710 36251 43927 55348 66880 75595
6690 16438 25185 36410 44016 55710 67289 75932
6707 16534 26159 36536 44663 55785 67587 76697
6745 16618 26463 36626 44697 55966 67956 76817
6857 16625 26887 36659 45297 55995 67998 76870
6900 16962 27161 36697 46006 56106 68224 77577
7012 18302 27216 37050 46040 56119 68988 77697
7220 18836 27517 37214 46236 56138 69156 78251
7297 19123 27679 37430 46482 56213 69685 78640
8097 19283 28543 37438 47355 56491 70127 78753
8146 19725 29119 37834 47359 56645 70134 78856
8879 19803 29255 38374 47437 56827 70137 79633
9043 19874 29591 39338 47516 56896 70287
9364 20077 29929 39429 47599 57117 70378
9478 20486 30102 39651 47823 57323 70450
9488 20614 30320 39798 48100 57360 70691
9503 20747 30539 40118 48162 58731 70768
9774 21003 30906 40218 48673 58809 70912
897 10687 23979 35635 47172 58090 65393 71877
1012 10955 24300 35641 47631 59342 65552 72343
1650 11349 25832 36540 50141 59547 65730 74555
2379 13673 26916 36562 50337 60445 67434 75208
3219 16865 27006 39435 51882 61759 68558 75538
5802 17373 27305 40110 53062 62421 68861 75605
5885 19618 27982 42286 54005 63255 69025 75734
6316 21063 29357 42690 55393 63427 69226 76432
6931 21411 29379 43028 55415 63624 69680 79884
7463 21459 32669 43140 55573 64180 70347
7755 21474 34819 43699 55669 64338 71127
8079 23356 34895 46350 56844 64951 71270
10589 23793 35040 46945 57542 65058 71539
Næsti útdráttur fer fram 28. september 2017
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
7871 47494 65886 75409
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
1377 18551 34857 52056 68049 76778
5867 25054 40257 59996 70998 78281
10732 28802 42492 60946 71149 78405
11877 32128 43407 63613 72227 79173
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
3 7 2 6
Að veikjast af sjúk-
dómi sem viðkomandi
þarf að lifa með ævilangt
er erfitt. Að veikjast af
sjúkdómi sem ekki er
hægt að sanna með
nægilega vísindalegum
hætti er erfitt. Að veikj-
ast af sjúkdómi sem for-
dómar ríkja gegn og tal-
inn hefur verið ímyndun
ein er erfitt. Að veikjast
af sjúkdómi sem vísindasamfélagið
getur ekki komið sér saman um
hvernig á að flokka og hvað á að nefna
er erfitt.
Það var því töluvert áfall fyrir mig
að fá síþreytu- eða ME-greiningu
(myalgic encephalomyelitis) árið
2015, eftir margra ára veikindagöngu.
Þrátt fyrir ágætisbakgrunn vissi ég
lítið um sjúkdóminn. Ég hóf leit að
svörum og sá fljótt að milljónir manna
þjást um allan heim. Um er að ræða
flókinn sjúkdóm með margar birting-
armyndir og ekki er vitað hver or-
sakavaldurinn er. Án þess að fara
nánar út í einkenni sá ég að þeir veik-
ustu eru alveg ósjálfbjarga og komast
ekki fram úr rúminu.
Það vakti furðu hvað lítill áhugi
hefur verið á rannsóknum, bæði á or-
sökum sjúkdómsins og meðferð-
arúrræðum. Það gladdi mig þó að sjá
að áhuginn virðist vera að glæðast.
Ég sá fljótlega að vísindamenn hafa
átt erfitt með að koma sér saman um
bæði heiti og greiningarviðmið. Í dag
er ME (myalgic encephalomyelitis)
mest notað. Í sumum löndum er CFS
(chronic fatigue syndrom) einnig not-
að. Nýlega var lögð fram tillaga um
SEID (systemic exertion intolerance
disease), en það heiti virðist ekki ætla
að ná fótfestu. Hvað greiningarviðmið
varðar þá var Holmes-greiningin sett
fram árið 1988, Oxford-greiningin
1991, London-greiningin 1994, Fu-
kuda-greiningin 1994 og kanadíska
greiningin 2003. Sérstök greiningar-
viðmið voru sett fram fyrir börn og
unglinga árið 2006 og loks ICC (inter-
national consensus criteria) árið 2011.
Frá árinu 1969 hefur ICD-flokkur
hjá WHO (Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnuninni) verið G
93,3.
Akureyrarveikin
Mér þótti sérlega
áhugavert þegar ég sá
að Akureyrarveikin
var skráð á spjöld
sögunnar yfir þekkta
ME-faraldra. Þessi
faraldur gekk um
miðja síðustu öld og
veiktust flestir á Ak-
ureyri og nágrenni.
Veikin lagðist á ungt
fólk og veiktust margir á heimavist
menntaskólans. Alls veiktust tæp-
lega 500 einstaklingar, sem voru 7%
Akureyringa á þeim tíma. Í alþjóð-
legum læknaritum gengur farald-
urinn undir heitinu Akureyri disease
eða morbus akureyriensis, en stund-
um líka undir nafninu Iceland di-
sease eða Íslandsveikin.
Hvað varðar vísindarannsóknir
hér heima þá fann ég nokkrar vís-
indagreinar. Nokkuð var skrifað um
Akureyrarveikina þegar hún gekk og
árin þar á eftir. Ég fann nokkrar
rannsóknir tengdar síþreytu fyrir og
um síðustu aldamót, en það starf
lagðist niður við fráfall lækna sem
voru leiðandi á sviðinu á þeim tíma.
ME-félag Íslands
Í þekkingarleit minni fann ég fljót-
lega ME-félagið. Félagið fylgist vel
með því sem er að gerast í alþjóða-
samfélaginu og fann ég margs konar
efni á heimasíðunni sem nýttist mér
vel. Fljótlega fór ég að hitta aðra
sjúklinga og taka þátt í starfi félags-
ins, sem hefur verið bæði gagnlegt
og gefandi. Ánægjulegt var að koma
að vitundarvakningarátakinu #milli-
onsmissing í maí sl. Um er að ræða
alþjóðlegt átak ME-félaga um allan
heim. Saman minna þau á að millj-
ónir manna eru óvirkar í samfélaginu
vegna ME-sjúkdómsins. Við það
tækifæri afhenti ME-félagið heil-
brigðisráðherra áskorun um að koma
upp ME-miðstöð á Íslandi í sam-
vinnu við félagið. Sá draumur verður
vonandi að veruleika.
ME-ráðstefna á Íslandi
28. september
Þetta greinarkorn er sett saman á
þessum tímapunkti til að vekja at-
hygli á alþjóðlegri ráðstefnu sem
ME-félagið stendur fyrir 28. sept-
ember á Grand hóteli. Ráðstefnan er
sú fyrsta hér á landi og er tilgangur
hennar að auka þekkingu Íslendinga
á ME-sjúkdómnum og ekki síður að
vekja áhuga vísindasamfélagsins.
Á ráðstefnunni munu virtir erlend-
ir vísindamenn og sérfræðingar
segja frá því sem er að gerast í ME-
málum í heiminum. Kynntar verða
niðurstöður nýrra rannsókna og
reynsluboltar segja frá áratuga
reynslu af meðferð ME-sjúklinga.
Akureyrarveikin verður einnig til
umfjöllunar á ráðstefnunni. Margrét
Guðnadóttir, læknir og veirusér-
fræðingur, mun fjalla um Akur-
eyrarveikina. Margrét þekkir vel til
og tók m.a. þátt í rannsóknarvinn-
unni á þeim tíma sem faraldurinn
geisaði. Fáir yngri en fimm ára
veiktust, en ein þeirra mun segja
sögu sína á ráðstefnunni. Hún mun
líka segja frá nýlegri leit og sam-
tölum við aðra sem einnig fengu
Akureyrarveikina fyrir tæpum sjötíu
árum.
Það er von okkar sem að ráðstefn-
unni stöndum að sem flestir læknar,
hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálf-
arar, iðjuþjálfar, sálfræðingar og
aðrir meðferðaraðilar, ME-sjúkl-
ingar og aðstandendur, stjórnmála-
menn, blaðamenn og vísindamenn
nýti þetta einstaka tækifæri til að
fræðast um „þúsund nafna sjúkdóm-
inn“ eins og hann er oft nefndur, en
ME og síþreyta á Íslandi.
Nánari upplýsingar og skráning á
ráðstefnuna á www.mefelag.is.
Akureyrarveikin,
ME eða síþreyta
Eftir Herdísi
Sigurjónsdóttur
»Veikin lagðist á ungt
fólk og veiktust marg-
ir á heimavist mennta-
skólans. Alls veiktust
tæplega 500 einstakling-
ar, sem voru 7% Akureyr-
inga á þeim tíma.
Herdís Sigurjónsdóttir
Höfundur er vísindakona og
varaformaður ME-félags Íslands.
herdis@mefelag.is
Þegar sumarblómin
standa prýdd sínum lit-
fagra skrúða á fallegum
lygnum degi, eru þau
hljóð og meinlaus í til-
veru sinni, augnayndi
undir sólbjörtum ljós-
bláum himni. Aldrei
kvarta þau undan
stuttu sumri og komu
haustsins, þegar fer að
kula og hríma í byggð.
Fegurstu blómin fölna þá í þögn og
auðmýkt, án umkvartana og verða að
mjúkri nærandi gróðurmold fyrir ný
blóm næstu sumur. Hringrásin eilífa
rennur endalaust skeið sitt, eins og
jörðin á ferð sinni kringum sólu og
heldur áfram um eilífð.
Aðeins maðurinn virðist kvíða endi
kroppsins, þeirri tímanlegu verund,
sem nokkrir tugir hringferða jarðar
um sólu færa nær hausti líftímans í
myndbirtingu manns. Engum vörn-
um fær hann við komið, því að eilíft
sumar er einfaldlega ekki til. Nýtt líf
bíður þess að fæðast og það verður
eingöngu til í mold, sem áður var
blómanna litadýrð og drakk í sig
dögg og birtu himinsins ljóss. Þannig
endurnýjast lífið, maðurinn og blómið
í nýjum afkomendum, úr lifandi mold
til moldar og aftur upp af moldu á
nýjan leik, í skinið frá himinsins ljósi,
sem öllu gefur líf.
Ekkert líf án dauða og enginn
dauði án lífs, eins og hið
fornkveðna segir ein-
hversstaðar. Allt er í ei-
lífu jafnvægi, ævintýrin
hér og þar, líkt og vaka
og svefn, dagur og nótt,
flóð og fjara, innöndun
og útöndun, slagæða-
og bláæðablóð.
Annað hinu háð í full-
komnu jafnvægi, heil-
agri samvist lífs og
dauða. Mennirnir lifa að
vetri í dauðaveröld
blómanna og vita með
vissu, að þau vakna til lífsins að nýju,
þegar ,og blómstra að sumri. Það er
eins víst og allt sem er til og lýtur lög-
máli alheimsins. Þannig er einnig
með tilveru mannsins. Aðrir sjá
dauðaveröld hans og vita fyrir víst, að
hann mun vakna til lífsins aftur í nýju
holdi af útsæði þúsund ára gamalla
arfbera, í frjósamri lífsandans mold
og fær að líta ljós himinsins á nýjan
leik.
Hold og mold
Eftir Einar Ingvi
Magnússon »Hringrásin eilífa renn-
ur endalaust skeið
sitt, eins og jörðin á ferð
sinni kringum sólu og
heldur áfram um eilífð.
Einar Ingvi Magnússon
Höfundur er áhugamaður
um tilveruna.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar
greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að
nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í
samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið
birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni for-
síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn
„Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá
sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferl-
inu.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í
síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Allt um sjávarútveg