Morgunblaðið - 22.09.2017, Síða 22

Morgunblaðið - 22.09.2017, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017 ✝ Erlendur Guð-mundsson fæddist í Hafn- arfirði 12. júlí 1943. Hann lést á heimili sínu 14. september 2017. Foreldrar Er- lendar voru Þórdís Guðjónsdóttir, f. 1910 á Syðra-Lóni á Langanesi, d. 1944, og Guðmundur Kristinn Erlendsson vélstjóri, f. 1901 í Bakkakoti á Seltjarn- arnesi, d. 1966, og bjuggu þau í Hafnarfirði. Fósturforeldrar Er- lendar voru Valgerður Erlends- dóttir, f. 1894, d. 1986, og Jóel Ingvarsson skósmiður, f. 1889, d. 1975, og bjuggu þau í Hafnar- firði. Systkini Erlendar eru Kristín, f. 1942, lífeindafræðingur, ekkja Bjarna Þórðarsonar trygginga- stærðfræðings, f. 1936, d. 2012, og Bára Kristín, hálfsystir sam- feðra, f. 1936, d. 1989, kennari. Uppeldissystkini Erlendar, börn Valgerðar og Jóels, eru Gróa, búsett í Garðabæ, og látin eru Ingibjörg, Geir og Friðrik. Fyrri kona Erlendar var Kristín Katrín Gunnlaugsdóttir, flugfreyja og síðar rekstrarstjóri Máttar, f. 24.6. 1945, d. 28.2. 1999. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Pétursson, fyrrv. Tara Njála, Melkorka Milla og Leela Lynn. 2) Halla Sólveig teiknari, f. 12.2. 1970, gift Birni Ólafi Gunnarssyni gítarkennara, f. 12.2. 1970. Börn: Sólveig Blær, Unnur Elísabet og Þorgeir Logi. 3) Auður Rán, upplýsingafulltrúi mennta- og menningar- málaráðuneytisins, f. 30.7. 1977, gift Hermanni Karlssyni hönn- uði, f. 31.12. 1973. Börn: Ingunn Brynja og Styrkár. Erlendur hóf flugnám hjá Flugskólanum Þyt 1961 og lauk ásamt því prófi í loftsiglinga- fræðum frá Stýrimannaskól- anum 1963. Það ár hélt hann til Líbanon, öðlaðist þar bandarísk flugréttindi og hóf störf hjá SÞ við leitarflug. Hann starfaði svo árið 1964 sem flugmaður hjá Me- com Oil IMC. Árið 1965 hóf Er- lendur störf hjá Loftleiðum sem siglingafræðingur og síðar sem flugmaður og flugstjóri. Hann starfaði hjá Loftleiðum/Flug- leiðum/Icelandair til starfsloka í júlí 2008. Ásamt því starfaði Er- lendur tímabundið hjá öðrum flugfélögum og við hjálparflug í Biafra í Nígeríu árin 1969 og 1970 og hlaut fyrir það viður- kenningu frá Alþjóða Rauða krossinum. Jafnhliða fluginu vann hann við blaða- og bæklingaútgáfu í nær 40 ár og gaf m.a. út ferða- bæklinginn Iceland Information Guide síðustu 33 ár. Erlendur var meðlimur í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar og Lionsklúbbn- um Nirði. Útför Erlendar fer fram í Hafnarfjarðarkirkju í dag, 22. september 2017, klukkan 13. borgarritari, f. 1913, d. 1987, og Kristín Bernhöft Pétursson, f. 1912, d. 2009. Börn Erlendar og Kristínar eru: 1) Kristín Vala, flug- freyja hjá Iceland- air, f. 3.6. 1970, gift Karli Thoroddsen tölvunarfræðingi, f. 16.5. 1969. Börn: Kristín Ósk og Gunnar Karl. 2) Gunnlaugur Pétur, lögfræðingur í London, f. 13.8. 1975, trúlof- aður Carsten Duvander hönnuði, f. 2.6. 1973. 3) Guðmundur Krist- inn, flugstjóri hjá Icelandair, f. 13.8. 1975, kvæntur Þóru Hrönn Þorgeirsdóttur hjúkr- unarfræðingi, f. 9.8. 1978. Börn: Arnór Ýmir, Kristófer Víkingur, Nanna Katrín Lukka og Úlfur. Eftirlifandi eiginkona Erlend- ar er Ingunn Erna Stefánsdóttir leirlistakona, f. 5.8. 1947. For- eldrar hennar voru Stefán Agn- ar Hjartarson, f. 1909, d. 1953, og Sólveig Böðvarsdóttir, f. 1908, d. 1988, og bjuggu þau í Kópavogi. Börn Ingunnar Ernu og fyrri maka, Þorgeirs Loga Árnasonar, f. 17.4. 1946, d. 5.4. 1997, eru: 1) Stefán Árni leikstjóri, f. 12.2. 1970, kvæntur Tristan Gribbin leikkonu, f. 15.8. 1967. Börn: Þung verða skrefin í dag þegar við kveðjum okkar kæra Linda. Æðruleysi Linda síðustu vikur var aðdáunarvert. Veikindin bar brátt að, en hann horfðist í augu við dauðann af hugrekki og sá til þess að allt á milli himins og jarð- ar var frágengið fyrir andlátið. Það er dýrmætt fyrir nánustu að- standendur að verða vitni að slíku. Þegar mamma og Lindi kynnt- ust fyrir 17 árum áttu þau það sameiginlegt að hafa misst fyrri maka sína allt of snemma. Fyrir okkur börnin var gleðilegt að sjá mömmu eignast nýjan félaga í lífsins ólgusjó. Þessi nýi félagi í lífi mömmu kom sterkur inn, stór og mikill maður, ákveðinn, glað- lyndur og vanur að skipuleggja og leiðsegja – enda fékk hann fljótlega gælunafnið Kafteinninn í okkar fjölskyldu. Það er eftirminnilegt þegar Lindi sótti mömmu í fyrsta sinn á stefnumót. Heimasætan horfði forviða á þegar móðirin settist aftan á mótorhjól hjá Kafteinin- um og brunaði af stað. Þau voru bæði ævintýra- og ferðaglöð og því var þessi ferð bara byrjunin á fjölmörgum ferðalögum sem þau fóru saman. Síðasta ferðalagið þeirra út fyrir landsteinana var til Króatíu í júní síðastliðnum. Lindi kom sjálfur með þá hug- mynd að halda upp á fyrirhuguð stórafmæli með því að fara öll saman til Sukosan, dásamlega þorpsins „þeirra“ í Króatíu. Ekki leið á löngu þar til hann var búinn að finna hin og þessi hagstæðu flug fyrir okkur og allt var klapp- að og klárt. Þeirri sólríku ferð gleymum við systkinin, makar okkar og börn aldrei. Þegar mamma og Lindi hófu sambúð þótti okkur vænt um hvernig minning fyrri maka fékk að lifa. Það er ekki sjálfgefið að tveimur einstaklingum sem mæt- ast á síðari helmingi fullorðinsára farnist að leggja góðan grunn að nýju sambandi um leið og virðing er borin fyrir fyrri hjónaböndum. En það auðnaðist mömmu og Linda. Það var táknrænt fyrir þennan samruna og virðingu að sjá allar fjölskyldumyndir saman á sömu hillunni, myndir af Krissý og Þorgeiri Loga ásamt myndum af börnum og barnabörnum. Við fengum að heyra jöfnum höndum sögur af Krissý og Þorgeiri og fyrir vikið fundum við börn þeirra og barnabörn að á heimili þeirra voru allir velkomnir. Það sýndu þau líka í verki með því að halda fjölmörg skemmtileg boð þar sem ýmist hluti af hópnum kom saman eða allur skarinn; börn, tengdabörn og barnabörn þeirra beggja – og ekki má gleyma öflugu ömmunum, þ.e.a.s tengdamæðrum þeirra beggja frá fyrri hjónaböndum! Barna- börnin gátu líka ávallt komið og farið að vild og áttu öruggan sess hjá afa Linda og ömmu Ingunni. Lindi fékk ósk sína um að deyja heima uppfyllta. Það var gott að fá þá kveðjustund. Eitt það síðasta sem hann bað eitt af okkur um að gera var að drífa mömmu út í sólina. Það ætlum við að gera. Halla, Stefán og Auður Rán. Jæja Lindi, nú er komið að kveðjustund. Ferðalagið með þér hefur verið viðburðaríkt og skemmtilegt. Hjálplegri og hlý- legri ferðafélaga er erfitt að hugsa sér. Ég kynntist Linda fyrst þegar ég og dóttir hans fórum að draga okkur saman fyrir rúmlega 20 ár- um. Fyrir sveitastrák eins mig var það mikil upphefð að hitta heimsmann eins og Erlend flug- stjóra. Ég man vel þá stund þeg- ar við hittumst fyrst í forstofunni í Stigahlíð, ég í gallabuxum og of stuttum jakka og Lindi í fullum einkennisbúningi flugstjóra með kaskeiti, dökk sólgleraugu og ný- kominn frá New York þar sem hann stóð í dyragættinni og gnæfði yfir mig. Lindi hefur örugglega velt því fyrir sér hver í ósköpunum væri búinn að stelast inn í húsið. Það hefði verið auð- velt að hreinlega hlaupa í burtu en auðvitað leið ekki nema augnablik áður en Lindi vippaði af sér sólgleraugunum og með skjannahvítt bros rétti fram höndina og greip þéttingsfast í mína. Síðan þá kynntist ég hvers konar úrvalsmann Lindi hafði að geyma. Ef eitthvað bjátaði á eða eitthvert verk þurfti að leysa þá var hann ávallt reiðubúinn til að ekki einungis hjálpa heldur líka klára dæmið alla leið til lending- ar. Fyrir Linda var ekkert verk- efni of erfitt heldur einfaldlega eitthvað sem væri bara leyst. Sama hvað spurt var um þá man ég aldrei eftir að heyra hann segja nei við neinu eða þá að hann vissi ekki hvað hægt væri að gera. Þvílík forréttindi að eiga þannig vin að, og ekki var það verra að viðhorf Linda smitaði frá sér til allra sem hann þekkti og umgekkst. Það þýddi ekkert að gefast upp á verkefnum því þá myndi Lindi bara koma og klára þau. Lindi var ávallt einstaklega gjafmildur maður. Ég hef hrein- lega ekki tölu á þeim skiptum sem hann var í sambandi við okk- ur fjölskylduna til að bjóða okkur út, eða í veiðiferð eða jafnvel utan í ferðalög. Og ekki var Lindi síð- ur gjafmildur á tíma sinn því allt- af var hægt að treysta á að hann væri reiðbúinn til að passa barna- börnin, klára viðvik eða skutlast eitthvað með yngri kynslóðina. Stundum hafði ég á tilfinningunni að Lindi biði við símann eftir því að ættingjar eða vinir myndu hringja og biðja um hjálp hans. Elsku Lindi. Þú lifðir ríkulegu lífi. Kvæntist tveimur glæsileg- um og yndislegum konum: Krissý sem lést fyrir aldur fram og Ing- unni. Þú eignaðist yndisleg börn og hjálpaðir við uppeldi fjölda barnabarna. Þú ferðaðist um all- an heim, skipulagðir ferðir, fyr- irtæki og verkefni allt þitt líf. Og eftir að hafa lifað svo viðburða- ríku lífi tókstu á móti veikindum þínum af aðdáunarverðu æðru- leysi. Þú munt alltaf lifa með okkur í gegnum börnin þín og barnabörn en ekki síst í minningum um ein- stakan mann. Karl Thoroddsen (Kalli tengdasonur). Sumir frændur eru einfaldlega flottari en aðrir. Glæsilegir töff- arar sem litlar frænkur líta upp til og eru stoltar af. Við systurnar vorum svo heppnar að eiga einn slíkan frænda. Það var hann Lindi móðurbróðir okkar. Hann var ekki bara glæsilegur, hávax- inn og laglegur heldur líka rammgöldróttur. Hann sýndi töfrabrögð í fjölskylduboðum og við horfðum agndofa á hann draga upp hvert eggið af öðru út úr sér sem og ýmsa hluti upp úr „tómum“ hatti. Líf hans var sveipað ævintýraljóma, hann var flugmaður í flottum einkennis- búningi sem flaug um allan heim og dvaldi oft langdvölum í fram- andi löndum. Hann giftist auðvit- að fallegustu flugfreyjunni í flot- anum og heimili þeirra á Markarflötinni fannst okkur systrum eins og hús í Beverly Hills. Þar voru þær flottustu af- mælisveislur sem við höfðum far- ið í, stærsta jólatré sem við höfð- um séð, það náði upp í loft og þurfti stiga til að skreyta það. Einn mesti spenningurinn í kringum jólin hjá okkur systrum var síðan að fá að opna jólagjaf- irnar frá Linda og fjölskyldu, en í þeim leyndust yfirleitt spennandi leikföng og hlutir frá Ameríku sem fengust ekki á Íslandi á þeim tíma. Líf Linda var samt ekki bara ein falleg ævintýrasaga. Þar skiptust á skin og skúrir og oft þurfti hann að takast á við sorg og erfiðleika. Hann missti móður sína aðeins eins árs gamall og föður sinn rúmlega tvítugur. Það var honum mikið áfall en góðir fósturforeldrar voru þá til staðar og studdu hann. Á besta aldri missti hann svo hana Krissý, eig- inkonu sína. Í veikindum og við fráfall hennar kom best í ljós hve sterkur, ábyrgur og duglegur Lindi var. Það var síðan mikil gæfa fyrir hann að eignast ynd- islegan lífsförunaut í henni Ing- unni. Lindi gat galdrað víðar en í fjölskylduboðum. Hann gat töfr- að fram borð á yfirfullum veit- ingastað og einfaldlega reddað flestu sem þörf var á. Þess nutu ættingjar og vinir. Það munar miklu um menn eins og Linda. Við systurnar sendum ykkur, elsku Ingunn, Tína, Gulli og Gummi, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Þórdís, Hildur og Vala. Við sáum Linda fyrst fyrir all- mörgum árum, þegar dóttir hans og sonur okkar höfðu fellt hugi saman. Hann birtist okkur sem heims- maður sem í flest heimshorn hafði ratað og við hin ýmsu verk- efni sýslað um ævina. Flogið hjálparflug í Biafrastríðinu, siglt á skútu um heimsins höf, flug- stjóri um árabil hjá Flugleiðum, skipulagt fyrir vini og kunningja ýmiss konar athafnir og ferðalög, en þó fyrst og fremst verið fjöl- skyldumaður. Við nánari kynni fundum við hvað þessi stóri maður hafði líka stórt hjarta. Hann umvafði okkur og okkar fólk hvenær sem við hittumst. Var í senn hlýr, sjarm- erandi og skemmtilegur. Fyrir allt þetta þökkum við, en þó mest fyrir yndislega tengdadóttur og barnabörn. Megi góður guð styrkja Ing- unni og öll börnin við fráfall höfð- ingjans, Linda. Sigríður og Sigurður G. Thoroddsen. Það var eins og lækkað hefði til lofts í stofunni okkar þegar Lindi stóð inni á gólfi á gamlárskvöld, klæddur skósíðum frakka með kósakkahúfu á höfði, brosmildur og glaðsinna. Kynntur til sögunn- ar sem kærasti Ingunnar. Þá hófst vinátta. Erlendur var ekki einhamur. Ef hlé varð á föstu starfi hans hjá Flugleiðum var hann óðar kom- inn utan; til Solomoneyja, Vene- súela eða Timbúktú að fljúga fyr- ir þarlenda. En þegar aldri var náð í fluginu hætti hann því á augabragði og sneri sér að öðru. Meðal áhugmála siglingafræð- ingsins voru auðvitað siglingar og átti hann bæði hlut í seglfleyi hér heima og öldufáki suður við Adríahaf sem ber nafnið Perla. Meðal margra ógleymanlegra ferðalaga með Linda og Ingunni var einmitt sigling um Adríahafið á Perlunni. Lindi sigldi og stýrði okkur í áhöfninni af festu og lagni, en þó fannst mér að einn þátt skorti en það var að bakka bátnum. Taldi ég ástæðuna vera að enginn mun bakkgír á flugvél- um, en líklegri þá lyndiseinkunn Linda, að bakka bara alls ekki. Í lok þessarar ferðar bar okk- ur að ókunnri strönd. Þar unnu menn að húsbyggingu og skipti engum togum að Lindi var óðar kominn upp í rjáfur með verk- stjóranum og áður en hendi væri veifað búinn að gera munnlegt samkomulag um kaup á íbúð í húsinu. Þetta var upphaf mikils ævin- týris sem stendur enn, því við, ásamt nokkrum vinahjónum gengum inn í þessi kaup með Linda og Ingunni og höfum notið þar margra dýrðarstunda. Lindi var auðvitað drifkraftur- inn í þessu verkefni og óstöðv- andi í að leysa verk og vanda sem upp hefur sprottið, enda svo þol- góður og lausnamiðaður að engan þekkjum við hans jafningja á því sviði. Við þykjumst mæla fyrir munn félaganna í Sukosan-félaginu er við þökkum Linda eljuna, ósér- hlífnina og áhugann sem hefur leitt þetta sameiginlega ævintýr. Þá hugsum við með þakklæti til ástríkis Linda við Ingunni, börn hennar og barnabörn sem Lindi hefur tekið með sömu um- hyggju og elskusemi og sín eigin. Við þökkum Erlendi Guðmundssyni samferðina og vottum Ingunni, börnum þeirra og öllum aðstandendum innilega samúð. Guðjón og Ingibjörg. Erlendur Guðmundsson, Lindi, hefur hvatt í hinsta sinn. Undirritaður man eftir Linda frá æskuárunum í Hafnarfirði. Á efri árum lágu leiðir okkar aftur sam- an þegar við, ásamt sameiginleg- um vinum, hófum að rækta áhugamál okkar um skútusigl- ingar. Fórum við m.a. á 42 feta, átta manna skútu í siglingu við Tyrk- landsstrendur. Við slíkar aðstæður kynnast menn vel. Lindi og undirritaður vorum „hásetar á framdekki“, engir sérstakir sérfræðingar i seglum, vélum eða slíku, en reyndum að jafna stöðuna með frammistöðu á öðrum sviðum, svo sem með skýrum viðskiptaað- ferðum í þessu landi prúttsins, eða þá hljómleik. Notuðumst við gjarnan við Hafnarfjarðarhum- örinn þegar við átti. Seinna keypti þessi hópur sér 28 feta, 27 ára gamla danska skútu, „Míluna“, sem við höfum gert út frá Snarfarahöfn. Á þeim báti höfum við átt sam- an margar góðar stundir úti á sjó. Einu sinni sigldum við inn á Reykjavíkurhöfn, lögðum þar við bryggju, og fórum á kaffihús, og að því loknu sigldum við svo til baka upp í Snarfarahöfn. Það eru margar leiðir á kaffihúsin. Lindi var hornsteinn í þessum hópi, framkvæmdaglaður, út- sjónarsamur og jákvæður. Nú er þessi ágæti félagi horf- inn okkur. Blessuð sé minning Erlendar Guðmundssonar. Andi hans mun svífa yfir okkar skútu- hópi í framtíðinni. Við sendum aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. Fyrir hönd Mílufélaga, Dýri. Eftir dásamlega ferð í Fjörður í lok júlí í sumar barst sú harma- fregn að Erlendur Guðmunds- son, góður vinur og fararstjóri lít- ils vinahóps sem hafði ferðast um Ísland í fjöldamörg ár, væri al- varlega veikur. Nokkrum vikum síðar var hann allur. Minningarnar hrann- ast upp enda vináttan orðin löng, næstum hálf öld. Myndir frá ótal ferðalögum og matarboðum fylla albúm, en ekki síður huga og hjarta. Það var alltaf ævintýraljómi og gleði í kringum Linda og þeg- ar hann og Kristín Gunnlaugs- dóttir, æskuvinkona mín, fóru að draga sig saman var Lindi orðinn flugmaður og hafði þá þegar flog- ið víða um heiminn og kynnst ólíkum menningarheimum sem voru manni sjálfum jafn fjarlægir og sjálft tunglið. Ungi flugmaðurinn var forsjáll og framtakssamur og hafði byggt sér einbýlishús í Garðabæ sem var nú ekki algengt á þeim árum. Þau Krissý kynntust í fluginu og eins og í ævintýrunum bar hann brúði sína stoltur yfir þröskuld síns nýbyggða húss. Við vinkon- urnar vorum með stjörnur í aug- unum og héldum að svona at- burðir ættu sér bara stað í Holly- wood-myndum. Þau Krissý og Lindi eignuðust þrjú mannvæn- leg börn, Kristínu Völu og tví- burana Gunnlaug og Guðmund og þó að nóg væri að gera á stóru heimili með þrjú lítil börn var alltaf tími til að hafa það skemmtilegt. Hittast og borða saman spenn- andi mat með erlendum kryddum og síðan var stofuteppinu rúllað upp og danstónlist sett á fóninn. Það var ekki algengt á þeim tíma að feður tækju fullan þátt í heimilisstörfunum eins og Lindi gerði, þrífa húsið, elda mat og sinna smábörnunum. Mér er það minnisstætt þegar þau Krissý heimsóttu mig og fjölskyldu mína í sumarbústað norður í land með Tínu fimm ára og tvíburana enn með bleyjur að Lindi var ótrú- lega snöggur og útsjónarsamur við að skipta á tvíburunum, nán- ast báðum í einu. Ég reyndi svo þessi handtök á Fróða, stráknum mínum sem var jafngamall tvíburunum, en ein- hvern veginn náði ég aldrei Lindatækninni. Eftir að Krissý okkar féll svo frá í blóma lífsins voru Lindi, fjöl- skylda þeirra og vinir harmi sleg- in, en örlagadísirnar sáu til þess að Lindi kynnast síðar annarri frábærri konu, Ingunni Stefáns- dóttur, sem hann kvæntist. Hún hafði líka misst sinn ástkæra maka og þau Lindi hafa verið samhent um það að lifa í góðu hjónabandi og njóta þess tíma sem okkur er gefinn. Lindi var því mikill gæfumað- ur og fæddur foringi, enda alltaf kallaður kafteinn Lindi í okkar ferðahópi. Við Gísli þökkum honum sam- fylgdina og gleðistundirnar og samhryggjumst Ingunni, börn- um þeirra beggja og barnabörn- um. Megi minningin um góðan dreng lifa. Edda Þórarinsdóttir og Gísli Gestsson. Erlendur Guðmundsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.