Morgunblaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017
Við kveðjum vin okkar, Erlend
Guðmundsson, eða Linda eins og
við kölluðum hann alltaf, allt of
fljótt. Það eru ekki nema átta vik-
ur frá því að við þeystum með
honum og félaginu okkar, Félagi
framfarasinna, um hálfan
Sprengisand og síðan allan Kjöl á
sama degi en daginn eftir fórum
við í Fjörður. Þá var greinilegt að
Lindi gekk ekki heill til skógar en
engan grunaði að svona stutt
væri eftir. Að vanda var hann
kjörinn formaður félagsins en að-
alfundur var haldinn 21. júlí síð-
astliðinn og þar fékk Lindi end-
urnýjað umboð til formanns því
eins og stendur í lögum félagsins
skal formaður endurkjörinn á
hverju ári. Auðvitað datt engum í
hug að breyta út af þessum
félagslögum enda Lindi leiðtogi í
öllu sem viðkom félaginu. Hann
skipulagði allt í þaula en Ingunn,
hans góða kona, var svo í sam-
bandi við hópinn. Þessar sam-
verustundir í sumar fara í minn-
ingabankann en þar er af nægu
að taka þegar Lindi var annars
vegar. Hann gerði lífið einfald-
lega svo miklu skemmtilegra –
hvort sem það voru nágranna-
börnin sem nutu þess eða þeir
fullorðnu.
Fyrri kona Linda var Kristín
Katrín Gunnlaugsdóttir, eða
Krissý, og voru þau nágrannar
okkar á Markarflötinni í Garða-
bæ þar sem þau bjuggu um ára-
bil. Yndisleg kona sem lést langt
fyrir aldur fram. Við minnumst
ótal skemmtilegra stunda með
þeim og börnunum þeirra, Tínu,
Gumma og Gulla, bæði á Mark-
arflötinni og á ferðalögum –
skíðaferðir í Kerlingarfjöllum
voru frábærar svo dæmi sé tekið.
Það eru ótal minningar um uppá-
tæki sem hann stóð fyrir með
börnunum, smalaði t.d. öllum í
skottið á bílnum og fór með þau í
Hafnarfjörðinn til að bera út blöð
og gerði vel við þau á eftir eða hit-
aði grillið í bílskúrnum um hávet-
ur og bauð þeim í pylsupartí. Nú,
eða faldi sælgæti úti um allt við
götuna og öll börnin í hverfinu
máttu eiga það sem þau fundu.
Við þau eldri vorum í veislum hjá
þeim þar sem við urðum að kunna
okkur og segja: Yðar hátign (á
ensku) því þarna voru konung-
legir gestir í boði þeirra en við
gættum þess að vera í okkar fín-
asta pússi til að vera við hæfi.
Það var lán Linda að kynnast
Ingunni og dásamlegt að fá að
vera viðstödd brúðkaup þeirra.
Ekki var síðra að vera með þeim
á skútu við Tyrklandsstrendur og
heimsækja þau í Króatíu. Þess-
ara og margra annarra ógleym-
anlegra stunda þökkum við fyrir
að hafa notið. Félagsskapurinn í
kringum skútuna Mílu hefur líka
styrkt vinaböndin.
Með innilegu þakklæti kveðj-
um við vin okkar sem við getum
því miður ekki fylgt síðasta spöl-
inn.
Við vottum Ingunni, Tínu,
Gumma, Gulla, Stefáni, Höllu,
Auði, Deddý og fjölskyldunni
allri okkar dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Linda.
Stefanía Magnúsdóttir og
Guðjón Torfi Guðmundsson
(Níní og Torfi).
Hann Erlendur vinur minn er
látinn, borinn ofurliði af erfiðum
sjúkdómi í stuttri og ójafnri bar-
áttu þar sem úrslitin gátu ekki
orðið önnur en raunin varð. Þótt
hann vonaðist eftir hagstæðari
úrslitum varð honum fljótlega
ljóst hvert stefndi og mætti ör-
lögum sínum af æðruleysi og ró-
semi umvafinn ást og hlýju nán-
ustu fjölskyldu og vina.
Við Erlendur kynntumst rúm-
lega tvítugir og mér fannst hann
sérlega áhugaverður í alla staði.
Hann hafði valið sér flugið sem
starfsvettvang en það veitti hon-
um frelsi og tækifæri til að kanna
hinar fjölþættu víddir heims-
byggðarinnar, ekki sízt þær sem
voru hrjáðar af stríðsátökum og
kúgun.
Áður en hann varð fastráðinn
flugstjóri hjá Loftleiðum, og
raunar einnig síðar, hafði hann
flogið til landa þar sem stríð og
örbirgð voru ráðandi, oft við
hættulegar aðstæður drifinn af
mannúð og löngun til að veita
hjálp, þar sem hennar var mest
þörf. Þótt hann kæmist stundum
í hann krappan þá komst hann
ólaskaður frá þessum erfiðu
verkefnum en reynslunni ríkari
og fróðari um hrikalegt ástand og
misrétti, sem margir jarðarbúar
mega þola.
Áhugi Erlendar á umhverfinu
beindist einnig að landinu okkar
og honum tókst að hrífa með sér
stóran hóp vina og kunningja og
til varð hópur fólks, sem hann
kallaði Félag framfarasinna og
hafði það á stefnuskrá sinni að
ferðast á hverju sumri um Ísland
og kynnast til nokkurrar hlítar
áhugaverðum landsvæðum, iðu-
lega með leiðsögn vel kunnugra
leiðsögumanna. Þannig hefur
hópurinn fræðst allítarlega um
landið sitt, sem annars hefði ekki
orðið. Erlendur var frá upphafi
formaður félagsins og það sem
meira var óumdeildur leiðtogi og
skipuleggjandi.
Í einkalífi var Erlendur gæfu-
maður. Með fyrri konu sinni,
Kristínu Gunnlaugsdóttur, eign-
aðist hann þrjú börn, mikla gleði-
gjafa þeim báðum. Þau bjuggu
hvort öðru falleg heimili full af
birtu og gleði, þangað var gott að
koma. Kristín lézt rétt rúmlega
fimmtug.
Seinni eiginkona Erlendar er
Ingunn Stefánsdóttir. Hún færði
honum aftur tilgang og hamingju
og hafa þau verið einstaklega
samrýnd og tryggir vinir vina
sinna. Missir hennar er mikill svo
og barnanna og fjölskyldna
þeirra. Öllum þeim sendum við
Rakel innilegar samúðarkveðjur.
Megi minningin um góðan dreng
veita þeim huggun í sorginni.
Sigurður Björnsson.
Lindi, okkar kæri vinur og fé-
lagi til fjölmargra ára, hefur nú
kvatt okkur. Hann var heims-
borgari í alla staði, höfðingi heim
að sækja, traustur vinnufélagi og
sannur vinur. Í minningunni er
hann hrókur alls fagnaðar, bjart-
sýni einkenndi allar gjörðir hans
og stundum var félagsskapur við
hann ævintýri líkastur. Við og
strákarnir okkar áttum með hon-
um og fjölskyldu hans eftir-
minnilegar og dýrmætar stundir
og hann þreyttist sjaldan á því að
skipuleggja alls konar lautarferð-
ir, tjaldtúra, utanlandsferðir,
kvöldverði, partí, heilu dansleik-
ina o.fl.
Fyrir tæpum 20 árum stigu
Lindi og fjölskylda hans þung
spor þegar þau misstu Krissý
sína, ástkæra eiginkonu og móð-
ur. Hann tók því með einstöku
æðruleysi og reyndist börnunum
þeirra bæði góður faðir og móðir.
En hamingjan bankaði aftur upp
á hjá Linda þegar Ingunn steig
inn í líf hans og þau héldu saman
á vit ævintýra og einstakrar sam-
heldni.
Flugið átti stóran þátt í lífi
hans og átti flugmannsstarfið
einkar vel við persónuleika hans
því þá gat hann flogið um alla
heima og geima.
Við og fjölskylda okkar kveðj-
um hjartkæran vin, þökkum hon-
um samfylgdina og biðjum góðan
Guð að passa hann og varðveita
og vottum Ingunni, Tínu, Gulla
og Guðmundi og allri fjölskyld-
unni innilega samúð og biðjum
Guð að styrkja þau og blessa á
erfiðum tímum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Valdimar Briem)
Harald, Þórunn
og fjölskylda.
Fallinn er frá eftir alvarlegan
sjúkdóm kær vinur og félagi, Er-
lendur Guðmundsson flugstjóri,
sem ávallt var nefndur Lindi.
Við kynntumst Linda fyrst
fyrir rúmum ellefu árum þegar
við keyptum með honum og
þremur öðrum góðum vinum
seglskútuna Mílu. Okkur varð
gott til vina. Hann var stór maður
og reisulegur sem sópaði að en
ljúfur, glaðlyndur og spaugsam-
ur. Það var alltaf lifandi stemmn-
ing kringum Linda. Hann var
ávallt reiðubúinn að taka að sér
hin ýmsu verkefni og kappkost-
aði að því að finna lausnir og
hringdi þá gjarna í einhvern af
öllum þeim sem hann þekkti og
málin voru leyst. Við áttum
margar góðar stundir saman á
sjó við siglingar og dorg, en ófá
ýsan, þyrsklingurinn og þorskur-
inn voru dregin um borð. Hann
var alltaf stórhuga og því varð
enginn hissa þegar Lindi mætti
einn daginn með stóran stamp
sem honum hafði áskotnast og
innihélt heilmikið lúðubjóð. Það
komst þó aldrei svo langt að því
væri kastað í sjó enda lúðuveiði
ekki leyfð í dag.
Þær voru heldur ekki leiðin-
legar næturvaktirnar sem við
skiptum með okkur við höfnina í
Snarfara. Þá var spjallað um ým-
islegt og Lindi mætti alltaf ne-
staður með harðfisk og fleira góð-
gæti.
Við Lindi reyndum einnig
nokkrum sinnum fyrir okkur í
rjúpnaveiði með misjöfnum ár-
angri eins og gengur en það var
alltaf gaman.
Kynni okkar af Linda voru
ekki eingöngu bundin við Míluna
því við erum einnig meðlimir í
ferðahóp sem nefndur er „Fram-
farafélagið“ og varð til að upplagi
Linda og höfum við farið margar
ferðir með þeim víðsvegar um
landið. Hann var alltaf mjög virk-
ur í allri skipulagningu og und-
irbúningi ferðanna enda út-
sjónarsamur og fylginn sér. Allar
tókust þær eins og best var á kos-
ið og eru margar kvöldstundir í
þeim ferðum minnisstæðar, sagð-
ar sögur, mikið sungið og borð-
aður góður matur með tilheyr-
andi. Alltaf var Lindi hrókur alls
fagnaðar og þungamiðja í hópn-
um.
Hann var einnig starfandi
Lionsmaður til fjölda ára með
Lionsklúbbnum Nirði. Við áttum
þar einnig góða samleið þótt í
sitthvorum klúbbnum væri.
Góðir vinir eru gulls ígildi og
það má með sanni segja um hann
Linda.
Við minnumst góðs vinar með
hlýhug og söknuði en vináttunnar
verður ekki lengur notið nema í
minningunni og sjáum við Linda
fyrir okkur siglandi um önnur höf
inn í eilífðina.
Elsku Ingunn og fjölskylda,
megi minning um góðan dreng
styrkja ykkur í sorginni.
Rannveig Þorvarðardóttir
og Þórarinn Arnórsson
Rótarýfélagi okkar Erlendur
Guðmundsson er fallinn frá eftir
stutt veikindi. Erlendur gekk í
Rótarýklúbb Hafnarfjarðar 8.
október 2009 og var alla tíð virk-
ur félagi. Kynni hans og klúbbs-
ins eru þó lengri, en hann flaug
með klúbbinn til Vesturheims ár-
ið 2002.
Hann var góður sögumaður og
hafði gaman af að segja frá því
sem á daga hans hafði drifið í
starfi sínu sem flugmaður og
flugstjóri. Voru þriggja mínútna
erindi hans á klúbbfundum ávallt
mjög skemmtileg og áhugaverð.
Erlendur kom óvenjulega leið í
klúbbinn, kom inn þegar hann
hafði lokið sínu fasta ævistarfi, en
hann hafði greinilega nóg fyrir
stafni, við útgáfu á Iceland In-
formation Guide sem hann gaf út
í 33 ár og hafði nýlokið útgáfu á
þegar hann dó.
Klúbbfélagar flytja eftirlifandi
eiginkonu, Ingunni Ernu Stef-
ánsdóttur, og fjölskyldunni allri
samúðaróskir og þakka fyrir
ánægjulega samveru.
Fyrir hönd Rótarýklúbbs
Hafnarfjarðar,
Gylfi Sigurðsson forseti.
✝ Sigrún Guð-mundsdóttir
fæddist á Ísafirði
26. júní 1929. Hún
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut 14. septem-
ber 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmund-
ur G. Kristjánsson
frá Meiri-Garði í
Dýrafirði, f. 23.
janúar 1893, d. 4. nóvember
1975, og Lára Ingibjörg Magn-
úsdóttir frá Sauðárkróki, f. 19.
júlí 1894, d. 15. júlí 1990.
Sigrún var eina stúlkan í
hópi sjö bræðra: Magnús, 1916-
1918, Ólafur, 1918-1982, Magn-
ús, 1920-1941, Kristján Sig-
urður, 1922-2003, Páll Steinar,
1926-2015, Haraldur, 1928-
1935, og Lárus Þorvaldur, f.
Hugi og Hildur; b) Hallgrímur,
f. 1988, búsettur í Austurríki.
Dóttir Árna og Unnar Ágústs-
dóttur, f. 1955, er c) Katrín, f.
2000. 2) Lára Ingibjörg, f. 14.
apríl 1957, gift Símoni Reyni
Unndórssyni, f. 1956. Þeirra
börn: a) Ásdís Eir, f. 1984, sam-
býlismaður Sigurður Páll Guð-
bjartsson, f. 1979, þau eiga tvo
syni: Styrmi Frey og Kára
Hrafn; b) Óttar, f. 1993. 3) Rósa
Sigríður, f. 6. júlí 1959, d. 21.
júlí 1961.
Sigrún útskrifaðist 1949 sem
fóstra frá Uppeldisskóla Sumar-
gjafar í Reykjavík og vann á
leikskólum í Reykjavík allt þar
til hún giftist 1954. Hún tók upp
þráðinn á ný árið 1972 og vann
sem leikskólakennari við leik-
skóla í Garðabæ og Reykjavík.
Hún var leikskólastjóri í Hlíða-
borg við Eskihlíð í Reykjavík
frá 1974 þar til hún lét af störf-
um af heilsufarsástæðum árið
1982.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
22. september 2017, og hefst at-
höfnin klukkan 15.
1933, sem einn lifir
systur sína.
Sigrún giftist
Hallgrími F. Árna-
syni bifreiðastjóra,
f. 12. september
1918, d. 18. desem-
ber 2001. Sigrún
og Hallgrímur
gengu í hjónaband
30. október 1954.
Þau bjuggu í
Hafnarfirði allan
sinn búskap en Sigrún fluttist
til Reykjavíkur árið 2003 eftir
lát Hallgríms.
Sigrún og Hallgrímur eign-
uðust þrjú börn: 1) Árni, f. 2.
apríl 1956. Hans börn með Em-
ilíu G. Magnúsdóttur, f. 1957: a)
Védís, f. 1977, eiginmaður
Gunnar Jóhannesson, f. 1977,
búsett í Noregi, þau eiga fjögur
börn, þau eru Sölvi, Snorri,
Sigrún tengdamóðir mín var
góð kona. Hún var ein af þessum
fallegu eldri konum, falleg að ut-
an sem innan, og vakti athygli
hvar sem hún kom, alltaf vel til-
höfð og snyrtileg. Hún tilheyrði
þeirri kynslóð sem ekki hafði allt-
af úr miklu að moða en einhvern
veginn tókst henni að gera allt í
kringum sig fallegt, hlýlegt og
smekklegt.
Sigrún giftist Hallgrími Árna-
syni, bifreiðastjóra frá Hafnar-
firði, árið 1954 og eignuðust þau
þrjú börn í röð á árunum 1956-
1959; Árna, Láru Ingibjörgu og
Rósu Sigríði. Rósa, sem var yngst
þeirra systkina, lést sviplega úr
botnlangabólgu árið 1961, þá að-
eins tveggja ára gömul. Það áfall
varð þeim hjónum mjög þungt og
setti mark á líf þeirra æ síðan.
Sigrún og Hallgrímur bjuggu
saman alla tíð í Hafnarfirði en
stuttu eftir fráfall Hallgríms árið
2001 flutti Sigrún til Reykjavíkur
og bjó þar til dauðadags.
Þó svo að Sigrún tilheyrði
„gömlu kynslóðinni“ var hún nú-
tímaleg, bæði í hugsun og athöfn-
um. Hún átti til að mynda iPad,
snjallsíma og borðtölvu og var
virk á samfélagsmiðlum, bæði
Facebook og Instagram. Þegar
hún sá barnabörnin sín með ein-
hverjar tækninýjungar vildi hún
ólm vita hvað þetta apparat gæti
og hvernig það virkaði. Einnig
keyrði hún bíl fram til dauðadags.
Sigrún var menntuð sem leik-
skólakennari og var það hennar
aðalstarf utan heimilis. Síðast
starfaði hún sem leikskólastjóri í
Hlíðaborg. Sigrún hafði einstak-
lega gott lag á börnum, gaf þeim
nauðsynlegan tíma, hlustaði á þau
og bar virðingu fyrir þeim. Sér-
staklega tók ég eftir hversu fljót
hún var að koma á friði þegar
börn voru að rífast um eitthvað.
Hún gat hreinlega fengið börnin
til að skipta um umræðuefni á
svipstundu og allt féll í dúnalogn.
Ég er ekki frá því að hún hafi not-
að eitthvað af þessum hæfileikum
með börn á fullorðna líka.
Sigrún var fyrst og fremst
mikil fjölskyldukona – fjölskyld-
an, vinirnir, hundurinn og trúin á
Guð var það sem hennar líf sner-
ist um hin síðari ár. Ég er tengda-
móður minni ævinlega þakklátur
fyrir þá ást og umhyggju sem hún
ávallt sýndi börnum mínum og
dóttursonum. Þau elskuðu ömmu
og langömmu og munu minnast
hennar með mikilli hlýju. Ég veit
að Sigrún skilur við þennan heim
sátt við Guð og menn.
Blessuð sé minning Sigrúnar
tengdamömmu minnar.
Símon R. Unndórsson.
Sigrún systir mín var orðvör
og hógvær kona. Ég minnist ekki
að hún hafi hnjóðað í nokkurn
mann eða lagt til illt orð, aðeins
stundi hún við, leit svo upp á við
og því næst niður, ef aðstæður
kröfðu hana álits á einhverjum,
sem henni fannst miður til um.
Hún ól mig upp frá frum-
bernsku, því við vorum yngst í
stórum bræðrahópi og móðir okk-
ar hafði í mörg horn að líta á fjöl-
mennu og gestgjöfulu heimili.
Margs er að minnast frá róstu-
sömum og ærslafullum æskuár-
um. Þjóðfélagsmál og pólitík bar
oft á góma innan veggja á hinum
ýmsu þroskastigum þeirra er þar
áttu skjól og „hygge“.
Fljótt blöstu við stórum augum
og litlum kollum ýmsar spurning-
ar; m.a. um rétt og rangt og hvers
vegna allir hefðu ekki nóg að
borða eða nytu réttlætis og jafn-
réttis. – Lítil hjörtu hafa næma og
óspjallaða réttlætiskennd og vilja
jafnframt vita um stöðu sína og
öryggi í heimi, sem sinnir ekki
þeim þörfum sem skyldi.
Sigrún hafði nýlokið við að lesa
fyrir mig rammpólitíska ævintýr-
ið um litlu stúlkuna með eldspýt-
urnar.
Lítill snáði sat hnugginn og
sorgbitinn og spurði „alviskuna“,
stóru systur: Erum við fátæk?
Lítill hlýr lófi var lagður á þáver-
andi ljóshærðan koll: „Nei, Lilli
minn, við höfum að minnsta kosti
nóg fyrir okkur.“
Árin liðu, enn í dag minnist ég
hlýjunnar og öryggisins, sem
þessi litli hlýi lófi þrýsti inn í
áhyggjufullt hjarta.
Bernskan leið og dó vegna ald-
urs, eins og eðli hennar er. Önnur
þroskastig tóku við og önnur
heilabrot, önnur vandamál.
Þroskinn jókst með árunum.
Fram á fullorðinsár átti ég því
láni að fagna að eiga athvarf og
pláss í stóru hjarta systur minnar
fyrir vandamál mín og spurning-
ar.
Síðar, er fram liðu stundir,
leystum við svo vanda, tap og
sigra hvort annars í sameiningu.
Slík manneskja var Sigrún,
ekki bara mér heldur þeim, sem
henni var annt um og lét sig
varða. Fjölmörg eru þau börn,
sem nutu elsku hennar og um-
hyggju á löngum og farsælum
leikskólastjórnarferli hennar í
Reykjavík. Framtíð þeirra, far-
sæld og hamingja var henni hug-
stæð og ræddi gjarnan, nafnlaust.
Húsnæðislaus eitt haustið í
skóla hér fyrir sunnan rýmdu hún
og Hallgrímur, maður hennar,
eitt herbergi íbúðar sinnar og
léðu mér heilan vetur. Hjá þeim
var gott að búa og munurinn mik-
ill frá leigukjöllurum og heima-
vistum.
Síðustu ár aldraðrar móður
okkar hugsaði Sigrún um hana
eins og ungbarn og að leiðarlok-
um hennar lukti aftur augum
hennar af sömu hlýju og nær-
færni og henni var tamast.
Sigrún og Halli hennar voru
trúaðar og samhentar manneskj-
ur og öllum góð fyrirmynd, en
eins og gengur slapp hún ekki við
að á henni skyllu áföll, sum of-
urþung eins og að missa yngstu
dóttur sína í bernsku úr venju-
legri botnlangabólu er virtist í
fyrstu. Fleira ekki hér um að
sinni.
Sigrún átti góð efri ár full
hlýju, trúnaðartrausts og bjart-
sýni, ferðaðist bæði innanlands
og utan og ætíð í góðu yfirlæti og
umhyggju ástvina sinna.
Góður Guð geymi hana um
tíma og í eilífð í náðarfaðmi sínum
og blessi afkomendur þessa
heims og annars.
Lárus Þorvaldur
Guðmundsson.
Sigrún
Guðmundsdóttir
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
INGVAR HALLGRÍMSSON
fiskifræðingur,
er látinn.
Helga Guðmundsdóttir
Brynhildur Ingvarsdóttir
Ósk Ingvarsdóttir
Elísabet V. Ingvarsdóttir
tengdasynir, barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar