Morgunblaðið - 22.09.2017, Side 29

Morgunblaðið - 22.09.2017, Side 29
skipaflotann. Komst hann að þeirri niðurstöðu að vetni, fram- leitt með raforku, væri sá orku- gjafi sem hentaði best. Fór hann að fjalla um þetta í ræðu og riti, bæði hér á landi og er- lendis. Víða var farið að gagn- rýna gegndarlausa sóun á olíu- lindum jarðarinnar og jafnframt farið að huga að öðrum orku- gjöfum. Beindust þá sjónir manna helst að sjálfri sólinni og vetninu. Greinar Braga vöktu athygli, var honum boðið að halda fyrirlestra á ráðstefnum úti um allan heim. Flutti hann mál sitt af mikilli bjartsýni og eldmóði og varð frægur fyrir. Hann kynntist fremstu vísinda- mönnum á þessu sviði og einnig stjórnmálamönnum sem létu þessi mál sig varða. Bragi hafði mjög góða nær- veru, hann var bjartsýnn og já- kvæður, honum var ekki í nöp við nokkurn mann. Hann barst ekki á og kærði sig kollóttan um allt titlatog. Hann kom fram við alla af sama hispursleysi, hvort sem það var þingeyskur bóndi eða utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann hafði góða kímni- og frásagnargáfu og kryddaði gjarnan sögur sínar. Á náms- árunum vann hann fyrir sér á sumrin, m.a. við raflínulagnir norður í Þingeyjarsýslu. Eitt sinn fór hann á ball á Breiðu- mýri, varð honum það þá á að „detta í fangið“ á þingeyskri blómarós, Rósu Jónsdóttur frá Einarsstöðum í Reykjadal, losn- aði hann ekki úr faðmi hennar eftir það. Nokkru seinna þegar þau áttu leið framhjá prests- setrinu Grenjaðarstað datt þeim í hug að líta inn hjá presti. Pússaði hann þau saman á stundinni og bauð þeim svo upp á kaffi og kökur. Þar með gat hann tekið elskuna sína með sér til Bæjaralands, en í því ramm- kaþólska landi var „harðbannað að lifa í synd“. Bragi og Rósa voru mjög ólík en gátu þó ekki hvort án annars verið. Þegar Rósa missti heils- una og varð að fara á hjúkr- unarheimili dvaldist Bragi hjá henni öllum stundum sem hann gat við komið. Við lát Rósu slokknaði einhver neisti og lífs- löngunin þvarr. Síðustu árin bjó Bragi á dval- arheimilinu Ísafold í Garðabæ og leið þar eins vel og verða mátti. Á áttugasta fæðingardegi Rósu, 2. september síðastliðinn, átti ég ánægjulega samveru- stund með Braga og hans ást- kæru fjölskyldu. Deildum við þá með okkur flösku af bæversk- um bjór, þetta var síðasta sam- drykkja okkar Braga Árnason- ar. Blessuð sé minning hans. Ég votta fjölskyldu Braga hugheila samúð mína. Hörður Þormar. Kveðja frá Raunvís- indastofnun Háskólans Bragi Árnason var í hópi þriggja fyrstu sérfræðinga Eðl- isfræðistofnunar Háskólans, hóf störf þar árið 1962. Starfaði hann við stofnunina þar til Raunvísindastofnun Háskólans varð vettvangur rannsókna í raunvísindum við Háskólann, og þar með á Íslandi, árið 1967 og Eðlisvísindastofnun var lögð niður. Hann stundaði rannsókn- ir sínar við eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar allt til starfsloka, fyrst sem sérfræð- ingur en frá árinu 1970 sem dósent og síðar prófessor í eðl- isefnafræði. Fyrstu fimmtán árin voru meginviðfangsefni Braga tví- vetnismælingar á köldum og heitum grunnvatnskerfum á Ís- landi með massagreini Raunvís- indastofnunar. Afrakstur þess- ara viðamiklu rannsókna lagði hann fram í merkri doktors- ritgerð, Groundwater Systems in Iceland Traced by Deuteri- um, sem hann varði við Háskóla Íslands árið 1976. Frá árinu 1982 rannsakaði Bragi brennslueiginleika ammoníaks sem eldsneytis. Seinna þegar efnarafalar höfðu tekið miklum framförum gerðist hann boðberi og baráttumaður fyrir vetni sem orkubera fyrir skip og bíla. Óhætt er að fullyrða að rann- sóknir og frumkvæði Braga í þessum efnum hafi vakið mikla og verðskuldaða athygli hér- lendis og víða um lönd. Bragi var þægilegur og óþvingaður í umgengni. Hann lagði gott til allra mála, ekki síst var hann lipur og ráðagóð- ur við unga vísindamenn sem voru að stíga sín fyrstu skref. Hann helgaði sig rannsóknum og kennslu, var skemmtilegur kennari, forðaðist stjórnunar- störf. Á sinn kankvísa hátt kvað hann ástæðu þess að hann hélt sig við eðlisfræðistofu vera þá að sleppa við stofustjórn á efna- fræðistofu, en eðlisfræðingar myndu aldrei kjósa sig stofu- stjóra. Oft var glatt á hjalla í tíukaffinu bak við massagrein- inn á árum áður og seinni árin setti Bragi svip sinn á gang efnafræðinga í Dunhagahúsi Raunvísindastofnunar, þar sem hann hafði aðstöðu sína. Tíðar heimsóknir erlendra sem inn- lendra gesta til hans, fræði- manna og blaðamanna, vöktu einnig eftirtekt. Raunvísindastofnun þakkar Braga Árnasyni framlag hans til raunvísinda á Íslandi og far- sæla samfylgd lungann úr 50 ára starfi stofnunarinnar. Fyrir hönd Raunvísindastofnunar Há- skólans votta ég aðstandendum Braga innilega samúð. Hafliði Pétur Gíslason, for- maður stjórnar Raunvís- indastofnunar Háskólans. Faðir íslenskra vetnisrann- sókna er látinn. Bragi Árnason var um margt einstakur maður. Ég kynntist honum er ég kom heim frá há- skólanámi í Cambridge og hreifst af persónuleikanum og vísindamanninum og við urðum miklir vinir. Fyrir þá vináttu er ég ævinlega þakklátur. Ég gat aðstoðað lítið eitt við öflun tækja og búnaðar og naut þess að fylgjast með verkefnum eins og tilraunum með vetni og vetnisberann ammóníak til að knýja aflvélar. Þar kom Valdimar Kr. Jóns- son að málum og eins Páll Valdimarsson. Ingimundur í Heklu kom til liðsins og smám saman varð til í kringum Braga teymi vetnismanna sem stefndi á að virkja þetta smæsta atóm sem einangra mátti úr vatni með raforku. Með Hjálmari Árnasyni þingmanni og Jóni Birni Skúlasyni var hópurinn enn styrktur; stofnuð var Ís- lensk NýOrka og að lokum var Íslendingum boðin formennska í International Partnership for the Hydrogen Economy, sem þjóðirnar stofnuðu í Wash- ington að frumkvæði Banda- ríkjamanna 2003. Við þessi tímamót kemur í hugann þakklæti til þessa and- lega leiðtoga. Ég vil fyrir hönd okkar vetnismanna þakka Braga samfylgdina. Í dag eru allir bifreiðaframleiðendur að ráðgera notkun vetnis í bifreið- um sínum og von er á nýju átaki hér á landi á næstu miss- erum með aðstoð Evrópusam- bandsins. Bragi hafði eitt sinn sagt við mig að sig dreymdi um að vera ekið til grafar í vetn- isbíl. Ég treysti því að á nýjum rannsóknalöndum eilífðarinnar aki Bragi um á vetnisbíl og megi horfa til aukinnar notk- unar hins smæsta atóms í ná- inni framtíð. Ég votta dætrum Braga og þeirra fólki innilega samúð. Þorsteinn Ingi Sigfússon. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017 ✝ Valgerður ÁstaRögnvalds- dóttir fæddist á Borðeyri 24. mars 1953. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. sept- ember 2017. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Jóna Ingólfsdóttir húsfreyja, f. 1922, d. 2004, og Rögn- valdur Ingvar Helgason bifreið- arstjóri, f. 1911, d. 1990. Valgerður Ásta var næstyngst systkina sinna, sem öll lifa hana, þau eru: 1) Dagmar, f. 1945, maki Þórarinn, f. 1943, börn þeirra eru Kristín Ólöf, f. 1966, maki Birgir, f. 1963, og eiga þau tvö börn. Sigríður Hrönn, f. 1971, maki Óskar, f. 1971, og eiga þau þrjú börn. Eyþór Rún- ar, f. 1977, maki Hildur María, f. 1977, og eiga þau fimm börn. 2) Helgi, f. 1947, maki Helga, f. 1944, börn þeirra eru Hulda, f. 1972, maki Haraldur, f. 1969, og eiga þau þrjú börn. Rögnvaldur, 1935, maki Hafsteinn, f. 1932, d. 2016, börn þeirra eru Val- garður, f. 1955, d. 1971. Guðrún Erla, f. 1959, maki Pétur, f. 1956, og eiga þau fjögur börn. 6) Est- er, f. 1936, börn hennar eru Jó- fríður Alda, f. 1956, maki Sig- urður, f. 1956, og eiga þau þrjú börn. Sigurður, f. 1959, maki Ester, f. 1960, og eiga þau fjögur börn. Hilmar, f. 1962, maki Kol- brún, f. 1962, og eiga þau fjögur börn. Eftir grunnskólagöngu á Reykjaskóla í Hrútafirði hóf Val- gerður störf á veitingahúsum í Reykjavík, einnig vann hún í veitingaskálanum Brú í Hrúta- firði nokkur sumur. Fljótlega beindist hugur hennar að blóm- um og vinnu við blómaskreyt- ingar í blómabúðum. Hún rak sína eigin blómabúð, Írisi, í mörg ár. Síðustu ár starf- aði Valgerður sem dagforeldri á eigin heimili ásamt því að sinna Herbalife-viðskiptum. Sambýlismaður Valgerðar til margra ára var Jóhann Þór Gunnarsson, f. 1957, en þau höfðu slitið samvistir. Útför Valgerðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 22. september 2017, klukkan 13. Jarðsett verður á Prestbakka 23. september 2017. f. 1974, maki Signy Marie, f. 1980, Smári, f. 1982. 3) Anna Inga, f. 1950, maki Guðlaugur, f. 1950. Börn Önnu eru Rögnvaldur Ingvar, f. 1969, Rögnvaldur á þrjú börn, Björn Arnar, f. 1974, maki Sædís, f. 1976, og eiga þau tvö börn. Sigurður Rúnar, f. 1976, maki Pamela, f. 1986, og eiga þau eitt barn, Sig- urður átti eitt barn fyrir. Eiríkur Unnar, f. 1980, maki Jóhanna, f. 1980, og eiga þau fjögur börn. Hjalti Búi, f. 1986, maki Guð- finna, f. 1989, og eiga þau tvö börn. 4) Ingólfur Kristinn, f. 1959, maki Sigurborg Chyntia, f. 1968. Börn Ingólfs eru Sigríður Jóna, f. 1981, maki Gísli, f. 1965, og eiga þau tvö börn, Sigríður átti eitt barn fyrir. Magnhildur, f. 1984, maki Thisile, f. 1984, og eiga þau eitt barn. Valgerður átti tvær hálf- systur, þær eru: 5) Gunnhildur, f. Elsku systir mín er fallin frá. Hverjum hefði dottið í hug að ferðin okkar norður í sumar væri sú síðasta? Valla, eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp á Borðeyri. Það var mjög gott að alast upp þar. Við töluðum oft um hvað við hefðum verið heppnar að alast upp úti á landi. Það var oft mikið fjör. Það hafa verið u.þ.b. 20 krakkar sem bjuggu þar. Fyrsta vinnan sem hún fékk var að trilla áburðarpokum á vörubíl, þá var hún um 10 ára gömul, þetta var mjög skemmtilegt. Síðan eftir fermingu fékk hún vinnu í Brúar- skála og eftir það lá leiðin suður. Í fyrstu var hún á veitingastöðum í eldhúsinu eða yfirleitt eitthvað í kringum matinn. Henni fór það vel úr hendi. Þegar ég var með fermingarveislur var Valla mætt á svæðið og því reddað í hvelli enda var hún hamhleypa í vinnu. Hún var snillingur í blómaskreyt- ingum og loks kom að því að hún eignaðist blómabúð og var ég svo heppin að fá að vinna smá með henni og lærði helling á því. Þeg- ar eitthvað var um að vera hjá fjölskyldunni sá hún um blómin við öll möguleg tækifæri. Valla var stoð okkar og stytta þegar þurfti að senda börnin okkar suð- ur í nám og þykir frændsystkin- um hennar vænt um hana. Í mörg ár höfum við systkinin og fjöl- skyldur komið saman 17. júní sem var afmælisdagur pabba. Valla lét sig ekki vanta á þær samkomur og var alltaf mikið fjör í kringum hana. Verður hennar sárt saknað af okkur öllum. Síð- astliðin ár starfaði Valla sem dag- foreldri og fór það vel úr hendi. Hún hafði gott lag á börnum en við Valla unnum saman um stund við daggæsluna, það var góður tími. Valla var mjög áhugasöm um heilsuna og fór hún þá á fullt að kynna sér Herbalife og gerðist dreifingaraðili. Þetta var góður félagsskapur sem hún kunni vel við. Elsku systa, ég gæti endalaust haldið áfram að segja sögur af þér en ég vil þakka þér fyrir sam- fylgdina sem var litrík og góð. Þín verður sárt saknað. Hvíl í friði. Anna Inga Rögnvaldsdóttir og fjölskylda. Elsku Valla mín. Þú varst tek- in allt of fljótt frá okkur. Ég man eftir þér úr blómabúðinni í Álf- heimum áður en ég kynntist Bjössa. Þú varst snillingur í blómaskreytingum enda gerðir þú brúðarvöndinn minn og ég verð að segja að ég hef aldrei séð fallegi vönd. Þú varst alltaf boðin og búin að hjálpa manni þegar að blómaskreytingum kom eins og fyrir brúðkaupið okkar Bjössa og fyrir fermingar strákanna okkar. Það var alltaf stutt í hlátur og fíflalæti þegar við hittumst, aldr- ei lognmolla og alltaf gaman. Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. (Jónas Hallgrímsson) Elsku Valla takk fyrir allt, hvíl í friði. Sædís. Elsku Valla mín. Þú fórst svo skyndilega og allt of fljótt. Með tár í augum og hlýju í hjarta þakka ég fyrir þau ár sem ég átti með þér. Guð gefi þér góða nótt, engill. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín Hulda Helgadóttir. Elsku Valla er farin, það er erfitt að skilja að það sé satt. Hún „fann“ mig í búð í Köln 2013 og tók mig undir sína vængi í þeirri utanlandsferð. Síðustu ár- in vorum við orðnar að einu orði: SiljaValla ef það þurfti einhvern í skráningu á námskeið, eða að taka til eða vaska upp. Ég á erfitt með að muna dag sem við töluðum ekki saman í síma eða hittumst til að fá okkur að borða, fara í búðir eða í bíltúr. Eitt af því skemmtilegasta sem hún gerði var að sitja úti á kaffihúsi í okkar árlegu utan- landsferðum og horfa á mannlíf- ið. Völlu verður sárt saknað og votta ég fjölskyldu hennar og vin- um samúð mína. Silja Birgisdóttir. Elsku yndislega Valla okkar, þú fórst á vit ævintýra Sumar- landsins rétt eins og hendi væri veifað og sitjum við vinirnir eftir með sorg í hjarta en jafnframt þakklæti fyrir afar ljúf kynni. Efast ég ekki um að á nýjum slóð- um ert þú þegar farin að taka til hendinni og stýra og stjórna eins og þér einni var lagið, kæra vin- kona. Mikið vona ég að mín sýn um Sumarlandið láti nærri lagi því hún sýnir grænar grundir, blómin stórkostleg og sólarlagið hvergi fallegra. Vil ég trúa að þú blómasnillingurinn finnir þig fljótt og verðir sátt þrátt fyrir að þurfa að yfirgefa svo snöggt og svo alltof snemma. Við Biggi, Silja vinkonan þín trausta, Snjólaug, María, Dóri, Edda Borg og Bjarni áttum afar ljúfa stund með þér kvöldið sem þú kvaddir því þú varst svo kát og glöð og lékst á als oddi og faðm- lagið þitt er þú heilsaðir mér var svo þétt og hlýtt. Þessi stund mun ylja um ókomin ár rétt eins og allar fallegu minningarnar um þig, Valla mín. Skemmtilegar minningar hrannast upp í hug- ann, t.d. úr Herbalife-ferðum víða um heiminn, minningar um STS-skóla og frá Lífsstílsdögum og ekki síst þær ótalmörgu stundir sem við áttum í Lífsstíls- klúbbunum, bæði í Kópavoginum og í Mjóddinni. Oftar en ekki varst þú fyrst á svæðið og síðust út og fórst um sem hvítur storm- sveipur, ávallt tilbúin að leggja þitt af mörkum enda gat nú „heyrst“ í þér, mín kæra, ef þér fannst ekki allt ganga sem best skyldi og eitthvert kæruleysi vera í gangi. Ég var nú fljót að sjá að undir „á stundum hrjúfu yf- irbragðinu“ sló afar kærleiksríkt hjarta sem ekkert aumt mátti sjá og erum við Biggi þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, kæra Valla, og munum við staldra við á ferð okkar í Riga á næstu dögum og láta hugann reika til þín og þinna og auðvitað taka hinstu „skál“ fyrir þig kæra, fallega sál. Hvíldu í friði, elsku Valla. Jóhanna og Birgir. Það er skrýtið að hugsa til þess að Valla sé fallin frá. Ég kynntist Völlu fyrir rúmum 10 árum þegar hún kom inn í Herbalife-hópinn minn. Ég man fyrst eftir henni á heimafundi í stofunni hjá Hildi og Fríði í Graf- arvoginum. Líklega myndu flest- ir kalla okkur vinnufélaga en í Herbalife er fólk svo miklu meira en bara vinnufélagar, fólk verður partur af fjölskyldu. Og þannig var það með Völlu, hún varð strax partur af minni nánu Herbalife- fjölskyldu. Það er ansi margt hægt að bralla saman á 10 árum, við ferð- uðumst saman utan á ráðstefnur, vorum saman í veislum og ýms- um skemmtilegum uppákomum. Síðustu fimm ár rákum við svo saman heilsucenter í Kópavogi þar sem við unnum saman dag- lega. Valla var skemmtilegur kar- akter, hafði sterkar skoðanir sem hún var óhrædd við að láta í ljós. Stundum var hún svoldið tætt í skapinu þegar hún mætti í vinnu út af einhverju sem henni mislík- aði, en alltaf var hún snögg að skipta yfir í léttleikann og gleðina sem einkenndi hana. Það var augljóst að við vorum jafn mikill partur af lífinu hennar Völlu eins og hún var af okkar. Hún tók þátt í öllu sem var í boði og var manna fyrst að skrá sig til leiks ef eitthvað var um að vera. Það var ekki fyrr en um dag- inn að ég fattaði að Valla var jafn- aldra mömmu minnar, en ég leit alltaf á hana sem vinkonu og jafn- ingja. Það var ómetanlegt að eiga Völlu að og hafa hana í hópnum. Hún var alltaf boðin og búin að hjálpa til, alveg sama hvert til- efnið var, hægt að treysta 100% á hana og allt sem hún tók að sér vann hún óaðfinnanlega, hvort sem það var fyrir starfið í „cent- ernum“ okkar eða Herbalife á Ís- landi. Sem betur fer eru minningarn- ar margar og góðar og hægt að ylja sér við þær þegar söknuður- inn sest að. Mér er mikið búið að vera hugsað til þessara minninga und- anfarna daga og rakst á þessa setningu sama dag og ég fékk fréttirnar af andláti hennar: „Við vissum ekki að við værum að búa til minningar, við vorum bara að skemmta okkur.“ Þetta finnst mér passa einstaklega vel við samband okkar Völlu frá því við hittumst fyrst. Fyrir hönd Herbalife á Íslandi vil ég þakka fyrir ómetanlegt og óeigingjarnt starf í þágu heildar- innar. En frá mínu hjarta vil ég þakka fyrir samstarfið, hjálpina, vinskapinn og gleðina. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar, sérstaklega Hild- ar, veit að Valla var henni dýr- mæt. Hvíl í friði elsku Valla mín, ég veit að þú munt halda áfram að ferðast með okkur um heiminn og munt klárlega ekki láta þig vanta í næsta partí. Halldóra Skúla og Maríus Sigurjónsson. Valgerður Ásta Rögnvaldsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.