Morgunblaðið - 22.09.2017, Side 31
Það er svo margt fallegt hægt
að segja um hann elsku afa Sigga
og tilveran verður ekki sú sama án
afa í Hraunbænum. Ég hugga mig
þó við að afi Siggi er kominn aftur
heim í víkina sína fögru.
Elsku amma Dista, ég bið góð-
an Guð að veita þér styrk á þess-
um erfiðu tímum.
Endalaus ást og þakklæti.
Ykkar
Heiðrún Ýrr.
Þegar menn mæla fá orð þá
verður vægi hverrar setningar svo
miklu meira. Þegar afi Siggi talaði
þá hlustaði maður með eftirtekt,
því það sem hann sagði varð þeim
mun merkilegra. Oft kom upp úr
honum mikil viska en það var þó
stutt í kímnina hjá honum og
stundum smá stríðni í bland.
Afi var lítillátur og vildi alls
ekki fá neitt hrós fyrir nein verk
enda var að hans mati ekkert
merkilegt við það sem hann gerði.
En það var nú aldeilis ekki svo.
Hvert handtak sem hann vann á
ævinni var í mínum augum eins og
þarna væri verið að breyta heim-
inum.
Það voru ófá skiptin sem við
vorum staddir í Aðalvík, og eitt-
hvert stykki vantaði til að klára
verkið, og það eina sem mínum
unga huga datt í hug var að panta
það frá Reykjavík og fá það sent.
En iðulega náði afi að smíða jafn-
gott, ef ekki betra stykki úr efni-
við sem öðrum þótti ekki merki-
legur, á staðnum nánast með
höndunum einum saman.
Það var svo merkilegt að fá að
alast upp með afa í mínu lífi. Eftir
því sem ég varð eldri, þá átta ég
mig meira og meira á því að
vandamál dagsins í dag eru lítil-
væg, í samanburði við þau vanda-
mál sem hann þurfti að glíma við.
Sem betur fer hafa ekki margir Ís-
lendingar þurft að upplifa heima-
byggð sína fara í eyði, og þurfa að
flytja brott með lítið meira en fötin
sem þeir voru í.
Ég var svo heppinn að fá að
fara óteljandi ferðir með afa til
Aðalvíkur þar sem hann undi sér
alltaf best og talaði hann alla jafna
um að fara heim í Aðalvík. Jóns-
hús á Sæbóli í Aðalvík er griða-
staður okkar fjölskyldu. Þar sagði
afi okkur stundum frá lífinu í vík-
inni þegar hann bjó þar. Hvernig
krakkarnir léku sér, hvar þau fóru
í skóla og hvernig lífsbaráttan
hafði verið háð á hans uppvaxtar-
árum. Það eru forréttindi að hafa
farið með honum síðustu ferðina
sem hann fór þangað núna í júlí.
Afi var vanur að segja við mig
að passa alltaf upp á allt og henda
engu.
Til dæmis snæri. Þessi hlutur
sem okkur finnst svo sjálfsagður í
dag og kippum okkur ekki upp við
að henda í ruslið án umhugsunar,
því það er svo auðvelt að fara og
kaupa það í næstu búð næstum því
hvenær sem er. Í hans uppeldi var
þetta allt saman gull sem hægt var
að nýta.
Þetta passar líka við raunveru-
leikan sem hann var alinn upp við,
þar sem leiðin í næstu verslun var
annaðhvort langur gangur yfir
heiði eða sigling úti á rúmsjó.
Ég á svo margar ómetanlega
góðar minningar um afa. Til dæm-
is ferðirnar til Kanarí þar sem afi
komst alltaf upp með að panta sér
allan mat, og eiga öll samskipti við
innfædda á íslensku þannig að
hvorugur aðilinn varð fyrir von-
brigðum og alltaf kom steikin á
borðið.
Ég er svo glaður að í seinni tíð
hef ég tamið mér að knúsa alla
sem oftast. Þetta er ómetanlegt og
við ættum að gera enn meira af
því.
Það er svo gott fyrir sálina. Það
er góð minning um afa hvað ég
faðmaði hann oft.
Afi Siggi á eftir að vaka yfir
okkur um ókomna tíð og passa
upp á okkur í leik og starfi. Ég
ímynda mér að partur af eilífu lífi,
sé að fá að lifa áfram í minningum
fólksins sem þú hafðir áhrif á í lif-
anda lífi. Það gerði afi Siggi svo
sannarlega.
Andri Guðmundsson.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017
✝ Valgerðurfæddist í
Sörlatungu í
Hörgárdal 7. mars
1929. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eiri í Graf-
arvogi 11. sept-
ember 2017.
Valgerður ólst
upp í Sörlatungu
hjá foreldrum sín-
um Eiði Jónssyni
og Líneyju Guðmundsdóttur og
föðurafa og ömmu, Jóni Guð-
mundssyni og Jónasínu Frið-
finnsdóttur fram til fjögurra
ára aldurs. Foreldrar hennar
skildu árið 1933 og flutti móðir
hennar þá frá Sörlatungu. Frá
fjögurra til tólf ára aldurs bjó
hún áfram í Sörlatungu ásamt
föður sínum, afa og ömmu og
bræðrum Eyvindi Eiðssyni, f.
1930, d. 2016, og Daða Eiðssyni,
gerður soninn Davíð Þórisson
en hann var alinn upp frá sex
mánaða aldri hjá afa sínum og
ömmu, Kristjáni Þorvaldssyni
og Sigurlínu G. Jakobsdóttur á
Akureyri.
Árið 1950 flutti Valgerður til
Reykjavíkur og fór að vinna við
veitingastörf. Það sama ár
kynntist hún tilvonandi eig-
inmanni sínum, Ólafi Þorgríms-
syni, f. 1926. Þau eignuðust
fjögur Börn: Huldu Ósk Ólafs-
dóttur, f. 1953, Þorgrím Ólafs-
son, f. 1955, Birgi Ólafsson, f.
1961, og Ólaf Eið Ólafsson, f.
1966 og d. 2009. Valgerður og
Ólafur skildu árið 1969 og sá
Valgerður ein um uppeldi
barna sinna eftir það.
Eftir að börnin voru farin
hvert í sína áttina, það síðasta,
Ólafur Eiður, líklega árið 1983
þá bjó Valgerður ein en alltaf í
mikilli nálægð við Huldu dóttur
sína sem ávallt hefur reynst
henni mikil stoð og stytta og
ekki hvað síst hin seinni ár eftir
að Valgerður fór að tapa heilsu.
Útförin fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag, 22. sept-
ember 2017, klukkan 13.
f. 1932, d. 1981.
Valgerður var 12
ára þegar faðir
hennar lést og
amma hennar, Jón-
asína, sex mánuðum
síðar. Vegna að-
stæðna þá skildust
systkinin að og var
Valgerður þá látin í
fóstur hjá frænd-
fólki sínu í Skriðu,
Hörgárdal þar sem
hún bjó til 17 ára aldurs. Val-
gerður sagði okkur að þar
hefði stofnast til ævilangrar
vináttu við þá yndislegustu
manneskju sem hún hafði
kynnst á lífsleiðinni, Björgu
(Boggu), sem þar bjó ásamt eig-
inmanni, Höskuldi Magnússyni.
Á Skriðu bjuggu þá einnig faðir
Höskuldar og annar sonur
hans, Finnur.
Árið 1948 eignaðist Val-
Elsku hjartans mamma mín
hefur kvatt þetta jarðneska líf og
gengur vonandi inn í blómagarð-
inn sem hún söng svo oft um. Ég
finn fyrir miklu tómarúmi, minn-
ingarnar hrannast upp, af mörgu
er að taka, hún var svo mikil fjöl-
skyldukona, einstaklega góð og
natin við barnabörnin sín, spilaði
við þau, sagði þeim skemmtilegar
sögur, söng og trallaði, kenndi
þeim gamanvísur og ljóð. Hennar
fallega heimili var alltaf svo nota-
legt og hreint, þar var tekið vel á
móti öllum með heimabökuðu
bakkelsi og voru pönnukökurnar
hennar margrómuðu þær allra
bestu. Hún var smekkleg og list-
ræn, málaði á postulín og saum-
aði mikið út. Okkar elskulega
móðir, amma og langamma var
traustur vinur okkar allra, svo
söngelsk og kærleiksrík. Síðustu
ár hefur hún þurft á mikilli hjálp
að halda í hinu daglega lífi og var
hún ekki alltaf sátt við að verða
kannski til byrði. Það var henni
mikið áfall að missa yngsta son
sinn Ólaf Eið árið 2009. Eftir það
ágerðist minnissjúkdómurinn til
muna.
Hún móðir mín var dugnaðar-
forkur, vann mikið og ól okkur
systkinin fjögur upp ein og
óstudd. Eftir að við fluttum að
heiman sóttum við öll mikið í
heimsókn til elsku mömmu okkar
og ömmu á „Brúsastaði“ eins og
strákarnir bræður mínir voru
farnir að kalla eldhúsið hennar.
Elsku mamma, takk og takk
fyrir allt og allt, ég sé þig fyrir
mér ganga syngjandi inn í sum-
arlandið með þitt sérstaka blik í
auga að hitta ástvini þína sem eru
farnir.
Þú sagðir alltaf sjálf „það þýðir
víst ekki að deila við dómarann“
og það er svo sannarlega rétt hjá
þér.
Megi algóður guð taka vel á
móti þér, þú syngur kannski eða
ferð með vísuna sem pabbi þinn
eða þú gerðir:
Héðan brátt ég burtu fer,
býttunum verð ég fegin,
þá skal ég lifa og leika mér.
á landinu hinum megin.
Þín elskandi dóttir
Hulda.
Eitt örlítið smáblóm við föðurtún
það blómstrar og lífinu fagnar.
Í þröngum dal, við klettanna brún
mót sólu, það vex nú og dafnar.
Í dalnum það átti svo yndislegt líf
er sól skein á bjarkann og blómið
en vindurinn kom með sinn hárbeitta
hníf
og feykti því burt út í tómið.
Það hraktist og endaði suður í land
í hrjóstri og erfiðu landi
en festi svo rætur í örfoka sand,
mót sólu, og blöðin sín þandi.
Það haustaði snemma á blómið svo
blítt
og vetur með hramminn sinn kalda
hann svæfði nú blómið, uns aftur varð
hlýtt
og vorið fór aftur að tjalda.
Nú blómið það reis móti himni og sól
svo brátt fór að grænka í svörðinn
og hannaði sitt, eigið klettaskjól
nú gróinn er sandur og börðin.
Að lokum varð blómaskreytt klettaskjól
sem af dugnaði og ást þú lést skarta.
Nú ræktum við garðinn, og horfum mót
sól
og heiðrum þitt fallega hjarta.
(Þ.Ó)
Þorgrímur Ólafsson.
Yndisleg tengdamóðir mín er
nú látin. Rósemi hennar og vel-
vild til allra er aðdáunarverð. Sín-
um nánustu sinnti hún alla tíð af
sérstakri alúð. Barnabörnin
fengu að njóta hennar, sérstak-
lega þegar hún spilaði við þau og
tefldi.
Oftar en ekki var galsinn ráð-
andi og alltaf var mikið fjör á
„Brúsastöðum“. Hún var góður
kokkur og eru saltkjötsbollurnar
og pönnukökurnar hennar, sem
maður sprengdi sig alltaf á, sér-
staklega eftirminnilegar. Svo var
það náttúrlega kaffið á eftir, sem
var sko allra meina bót, að henn-
ar sögn.
Valgerður var afskaplega
greind kona sem kvartaði aldrei
þótt á móti blési og reyndi hún
alltaf að gera gott úr öllum hlut-
um. Tónlistin var henni alltaf
mikið yndi og kunni hún marga
íslensku textana utanbókar
ásamt ógrynni af vísum sem hún
fór með fyrir okkur, þá sérstak-
lega á seinni árum. Sumar vísurn-
ar sem hún fór með þættu sumum
kannski svolítið tvíræðar en eftir
flutninginn á þeim þá skellihló
hún, sérstaklega eftir að hafa
horft á undrunarsvipinn á okkur.
Það er yndislegt að hafa kynnst
þessari sterku og dugmiklu konu.
Guð verndi hana og blessi.
Sólveig Ólafsdóttir
Elsku amma mín kvaddi þenn-
an heim 11. september og er
hennar nú sárt saknað. Hún
kenndi okkur í gegnum tíðina ótal
vísur, sem hún samdi, eins og „Óli
töff og Valli gæ, Kisan í Græ-
nabæ“ og margar fleiri. Þá var
hún alltaf til í að spila við okkur
krakkana Manna, Kana og Hæ
Gosi. Henni fannst alltaf jafn
skondið þegar minnst var á ald-
urinn hennar, en henni fannst að
hugurinn væri í það minnsta 30
árum yngri. Því fannst henni allt-
af svolítið skondið þegar ég
nefndi það að ég „litla stelpan“
væri nú komin á fertugsaldur.
Mikið væri ég til í að fá eitt
ömmuknús í viðbót og þakkað um
leið fyrir allt það góða sem þú
gafst okkur öllum. Elsku amma,
minningarnar um þig lifa að ei-
lífu.
Sólrún Dröfn Þorgrímsdóttir.
Elsku yndislega amma mín, nú
ertu komin til hans Óla.
Það er svo endalaust sárt að
þurfa að kveðja þig, það er allt
svo tómlegt án þín.
Svo trygg, svo umhyggjusöm,
góð við alla í kringum þig, barn-
góð og mikill dýravinur.
Þú gafst þig 100 prósent að
fjölskyldunni þinni og varst alltaf
með nóg á borðum á kaffihúsinu
þínu „Brúsastöðum“ eins og
heimili þitt var kallað af börnum
þínum stundum í gríni. Þú varst
svo skipulögð og það var alltaf
svo fínt í kringum þig.
Allar dásamlegu minningarnar
með þér hellast nú yfir mig.
Þegar við gátum legið upp í
rúmi í Þórufellinu og spjallað
endalaust um öll okkar hjartans
mál. Og ég gat treyst þér fyrir
öllu sem var að gerast í mínu lífi.
Og elsku amma mín, þegar ég
rita þessi orð og hugsa eingöngu
viku aftur í tímann, þá átti ég svo-
leiðis spjall við þig, og þú skildir
mig svo vel og sagðir: „Já, Guð-
rún mín, þú hefur þetta sko frá
mér.“
Alltaf var öryggið að finna hjá
þér og ég gat stólað á þig í einu og
öllu. Þegar ég fór út í lönd eða út
á land var Þórufellið fyrsti stað-
urinn sem ég fór á þegar ég kom
til til baka. Í festuna og öryggið.
Þú varst ung í anda og
skemmtileg, elskaðir músík og
fjör, og þú áttir flottustu stereóg-
ræjurnar af öllum, sem þú not-
aðir óspart.
Amma mín, lífið var ekki alltaf
dans á rósum hjá þér, en alltaf
barstu þig vel. og seinustu árin
þín þegar þú varst orðin slöpp og
með verki, þá sagðir þú er þú
varst spurð um líðan: Ég hef sko
ekki yfir neinu að kvarta.
Það eru ómetanleg forréttindi
að hafa fengið að alast upp með
þér og í sama stigagangi.
Stundirnar með þér eru svo
margar og væru efni í þykka bók.
Jólabaksturinn sem ég fékk að
taka þátt í með þér. Það voru ekki
fáar sortirnar sem þú bakaðir. Og
stundum var keppni á milli ykkar
vinkvennanna um magnið.
Öll ferðalög okkar saman.
Sjónvarpsþættirnir sem við
vorum spenntar fyrir, og allt tek-
ið upp á spólur og raðað og sor-
terað. Ég held þú hafir átt alla
Hemma Gunn þættina, og þú
safnaðir góðum bíómyndum.
Ég fékk mikið að fara með þér
í vinnuna þegar þú varst að þrífa
hjá Tollinum og fleiri stöðum. Þá
hjálpaði ég þér stundum að losa
ruslið, en annars fékk ég að setj-
ast við eitt skrifborðið og teikna á
meðan ég beið eftir þér.
Þú kenndir mér að spila, og
leggja kapla, sagðir mér sögur og
last ótal bækur fyrir mig. Amma
mín, ég er þér svo þakklát fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir mig
og kennt mér í gegnum lífið. Öll
þín umhyggja og góð ráð verða
seint upptalin.
Ég elska þig amma mín, og ég
veit að þú átt eftir að vaka yfir
mér og börnunum mínum sem
elskuðu þig líka svo mikið, og litu
mikið upp til þín.
Hér er eitt af þeim ótal ljóðum
sem þú þuldir nær daglega þín
síðustu ár og gleymdir aldrei
textanum.
Hvar ertu vina sem varst mér svo kær?
veistu að ég elska þig draumfagra
mær?
Upp frá þeim degi er þig dreymdi hjá
mér
dvelur minn hugur hjá þér.
Man ég þá stund er ég mætti þér fyrst
man er ég fékk þig að skilnaði kysst.
Hví ertu horfin mér, hugljúfa mær
hvar ertu sem varst mér svo kær?
(Runólfur Stefánsson)
Guðrún Margrét
Kjartansdóttir.
Elsku amma mín, nú ertu
örugglega komin á fallegan stað
með fólkinu þínu sem nú er farið.
Þótt oft á tíðum blési mikið á móti
stóðstu alltaf upprétt og hélst
fjölskyldunni þinni saman. Ég og
þú höfum alltaf verið mikið fyrir
ketti og er ég viss um að Depill
bíður nú eftir því að láta klappa
sér aftur. Takk fyrir yndislega
góða matinn sem þú varst alltaf
tilbúin að gera fyrir okkur í gegn-
um tíðina, skemmtilegu samræð-
urnar og fallegt bros í hvert sinn
sem við hittumst og þá sérstak-
lega þegar sumar vísurnar þínar
voru kveðnar. Minningin þín lifir,
elsku amma.
Ólafur Helgi Þorgrímsson.
Elsku hjartans amma mín, þú
hefur nú ákveðið að kveðja okkur
í bili. Tilhugsunin er mér svo erfið
að geta ekki hitt þig, söknuðurinn
er óbærilegur. Öll yndislegu sam-
tölin okkar sem við áttum um lífið
og tilveruna mun ég geyma í
hjarta mínu.
Við spáðum mikið í hvað tæki
við eftir tilveru okkar á þessari
jörð og þú sagðir alltaf að kannski
væri betra að vita ekki hvað koma
skyldi, en nú hefur þú komist að
því, amma mín. Þú hefur kennt
mér svo ótalmargt á lífsleiðinni,
alltaf stóðst þú með faðminn þinn
opinn ef eitthvað kom upp á, allt-
af var hægt að treysta á dóm-
greind þína. Þú hefur alltaf verið
svo stór hluti af mér.
Allar ferðarnar okkar til Akur-
eyrar, hláturinn, sögurnar og
söngurinn í bílnum, Raggi
Bjarna, Haukur Morthens og
Bjöggi í spilaranum. Þessum
ferðum gleymi ég aldrei. Mér
fannst svo gaman að fá að koma
með þér í vinnuna, fá að halda á
stóru lyklakippunni og hjálpa til
við að losa ruslið og þrífa. Tíminn
sem ég bjó hjá þér í Þórufellinu
var yndislegur, alltaf allt svo
hreinlegt og í röð og reglu, þú
varst svo skipulögð með alla
hluti. Alltaf varstu til í að spila við
mig, þú kenndir mér öll spilin
sem ég kann. Sagan um konuna í
Græna bæ er mér ofarlega í huga,
þú sagðir mér þá sögu reglulega,
alltaf var hún jafn skemmtileg.
Þú elskaðir að baka pönnukök-
ur fyrir fólkið þitt og gerir þær
engin eins góðar og þú gerðir.
Allir elskuðu að koma i kaffi til
þín, það var eiginlega gestagang-
ur meira og minna hjá þér allan
daginn. Þú þráðir ekkert eins
heitt og að vera með fólkinu þínu,
amma mín.
Þú varst svo góð við öll barna-
börnin þín, sýndir þeim svo mikla
athygli og væntumþykju, Lena
Guðrún elskaði að vera nálægt
þér.
Síðan þú kvaddir hefur mynd-
ast svo mikið tómarúm inni í mér
sem verður aldrei fyllt, ég sakna
þess svo að geta ekki komið til þín
upp á Eiri, séð þig þegar ég labba
út úr lyfunni, sitjandi í stólnum
þínum við gluggann vinkandi mér
svo glaðlega. Við sátum saman og
þú þuldir hverja vísuna á eftir
annarri, fórst með texta úr lögum
sem þú elskaðir, þá sérstaklega
lagið Þrek og tár, það lag hafði
mikil áhrif á þig undir það síð-
asta, þú klökknaðir ávallt við
ákveðnar setningar úr því lagi.
Elsku yndislega amma mín, ég
gæti skrifað heila bók um minn-
ingarnar sem við eigum saman,
það sem huggar mig er að núna
ertu laus við verkina sem voru
orðnir ansi miklir undir lokin. Nú
ertu komin í Óla faðm, guð veit að
þú hefur þráð það síðan hann
kvaddi allt of snemma.
Nú þarf ég einhvern veginn að
finna leið til þess að lifa í þessum
heimi án þín, ég veit að þú heldur
áfram að leiðbeina mér hinum
megin frá, ég sagði alltaf við þig
að þú værir besta amma í heimi,
og bað þig aldrei að gleyma því.
Með svo mikinn söknuð í
hjarta mínu ætla ég að láta eina
vísu fylgja með sem þú fórst alltaf
með á svo blíðlegan hátt sem eng-
in getur gert nema bara þú, elsku
amma.
Ég svölun þarf við sárum þorsta,
mér svala fáein krækiber,
og mér er sama hvað þau kosta,
og hver þau tínir handa mér.
Ég elska þig alltaf.
Berglind Ósk Kjartansdóttir.
Valgerður
Eiðsdóttir
Elsku Dagbjört
okkar. Komið er að
kveðjustund eftir
stutt og erfið veik-
indi þín undanfarið, kæra vin-
kona.
Þú varst og verður ein af okk-
ur í hinum frábæra árgangi í
Hafnarfirði fæddum 1956 sem við
köllum „Töff týpu ’56“.
Í mörg ár tókst þú þátt í und-
irbúningi endur- og fagnaðar-
funda hópsins, með þínar hæg-
látu en ákveðnu skoðanir, og
þökkum við fyrir það.
Þessi árgangshópur er og
verður alltaf eins og systkinahóp-
Dagbjört
Michaelsdóttir
✝ Dagbjört Mich-aelsdóttir
fæddist 1. júlí 1956.
Hún lést 7. sept-
ember 2017.
Útför hennar fór
fram 15. september
2017.
ur. Mikill kærleikur
er á milli okkar allra
sem mun alltaf hald-
ast og meðal annars
vegna þinnar vænt-
umþykju til allra í
gegnum tíðina.
Kæra Dagbjört,
við kveðjum þig með
sorg og trega og
eigum eftir að sakna
þín, eins yndisleg og
þú varst. Við mun-
um ávallt minnast þín og annarra
úr hópnum okkar góða sem þegar
hafa kvatt okkur.
Hvíldu í friði, kæra vinkona
okkar allra.
Fyrir hönd „Töff týpu ’56“-
hópsins sendum við Michael
Steini og fjölskyldu hans innilega
samúðarkveðju.
Guðný Einars, Helga Harð-
ar, Herdís Hjörleifs, Hjördís
Guðjóns, Sigurður Karls og
Sigrún Baldurs.