Morgunblaðið - 22.09.2017, Síða 41

Morgunblaðið - 22.09.2017, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2017 Hljómsveitin Moses Hightower heldur útgáfutónleika í Háskólabíói í kvöld vegna þriðju breiðskífu sinnar, Fjallalofts, sem kom út 9. júní sl. Á henni má finna 11 lög og hafa nokkur þeirra hlotið þónokkra spilun í útvarpi, m.a. titillag plöt- unnar. Moses Hightower mun flytja nýju plötuna á tónleikunum í kvöld í bland við eldra efni og fá til liðs við sig blásarasveit og aðra sparihjálp- arkokka, eins og því er lýst á face- booksíðu viðburðarins. Þar segir að hljómsveitin komi sjaldan fram sök- um dreifðrar búsetu. Moses Hightower fagnar Fjallalofti Ljósmynd/Hörður Sveinsson Fögnuður Moses Hightower heldur útgáfutónleika í Háskólabíói í kvöld kl. 20. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Vestur-Íslendingurinn og trúba- dorinn Lindy Vopnfjörð kemur fram með hljómsveitinni Nýdönsk á tvennum tónleikum hennar í Eld- borgarsal Hörpu á laugardaginn og mun Nýdönsk leika nokkur lög eft- ir hann á tónleikunum, í bland við lög af nýrri hljómplötu sinni, Á plánetunni jörð, og eldri smelli. Lindy er af íslenskum ættum og spyr blaðamaður því hvort hann vilji að viðtalið fram á íslensku. „Ég tala ekki íslensku þannig að þú myndir ekki fá mikið að moða úr,“ svarar Lindy og hlær. Hann hafi þó lært hrafl í íslensku á tveggja vikna tónleikaferðalagi með Snorra Helgasyni, Ylju og Mr. Silla fyrir fáeinum árum. „Þau töluðu íslensku allan tímann og undir lokin var ég farinn að átta mig á því um hvað þau voru að tala,“ segir hann. Lindy á langan feril að baki, hef- ur gefið út sex hljómplötur og kom- ið fram víða hér á landi, m.a. á tón- listarhátíðunum Iceland Airwaves og Reykjavík Folk Festival. „Þið getið ekki haldið mér í burtu,“ seg- ir hann kíminn. Finnur fyrir skyldleika Lindy heitir í raun Lindon Valdi- mar Vopnfjörð en segist hafa verið kallaður Lindy frá blautu barns- beini. Hann fæddist og ólst upp í Manitoba en býr nú í Toronto. Langafi og langamma Lindy voru meðal þeirra Íslendinga sem flutt- ust búferlum til Kanada í upphafi síðustu aldar og ættarnafnið er frá langafa hans komið en hann var frá Vopnafirði. Foreldrar Lindy voru þjóðlagatónlistarmenn, ferðuðust um Kanada og komu fram á hátíð- um þegar Lindy og bróðir hans voru börn að aldri. Þeir tróðu oft upp með foreldrum sínum og sungu m.a. íslensk lög en textana lærðu þeir einfaldlega utan að þar sem þeir töluðu ekki íslensku. Það er því engin furða að Lindy hafi kosið sér þetta starf, starf söngvaskálds- ins. Lindy er spurður að því hvort það sé honum mikilvægt að halda tónleika á Íslandi með íslenskum tónlistarmönnum og hann er fljótur stil svars: „Algjörlega. Það er mér mjög dýrmætt. Gæði íslenskrar tónlistar eru mikil og fólkið er líka vandað. Það er eitthvað afar sér- stakt við það, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Þegar ég var að alast upp reyndum við fjölskyldan að varðveita arfleifðina og ég hef alltaf verið mjög meðvitaður um ís- lenskar rætur mínar. Ég finn alltaf til skyldleika með íslenskum tónlistarmönnum þegar ég fer til Íslands að spila, finn fyrir því að þetta sé mitt fólk.“ Tvö lög um Yeonmi Park Lindy stofnaði hljómsveit með bróður sínum þegar þeir voru tán- ingar en hóf sólóferil á þrítugsaldri þegar bróðir hans var orðinn of önnum kafinn til að sinna hljóm- sveitinni. Hann segist þó ekki hafa lifað á tónlist einni og sér framan af ferlinum, hanni hafi þurft að sinna öðrum störfum til að eiga fyrir salti í grautinn. Síðustu ár hafi þó orðið bót þar á. Lindy segist ferðast mikið sem trúbador, söngvaskáld, og kunna því vel. En hvernig lög semur hann? „Þetta eru ástarlög og mót- mælasöngvar. Ég er mikill áhuga- maður og baráttumaður fyrir frelsi og hef sankað að mér sögum af fólki sem hefur upplifað harðstjórn og einræði. Á nýju plötunni minni, Frozen in Time, eru t.d. tvö lög um Yeonmi Park. Við þekkjumst, ég hitti hana í New York og var við- staddur fyrsta fyrirlestur hennar í Norður-Ameríku. Ég beið í biðröð eftir því að fá að hitta hana og sagði henni að ég myndi semja um hana lag. Ég samdi tvö og hún var hæstánægð með þau,“ segir Lindy en Park flúði Norður-Kóreu 13 ára gömul, skrifaði síðar bók um ævi sína, Lífið að veði og hefur haldið fjölda fyrirlestra víða um heim sem varpað hafa frekara ljósi á hvernig lífið er í Norður-Kóreu. Lindy segist hafa samið fleiri lög og texta um fórnarlömb harðstjórn- ar og kúgunar en þó megi einnig finna lög um ástina á plötunni nýju. Hann segir lögin á henni full vonar, þó yrkisefnin virðist ekki í fyrstu bjóða upp það. Fjögurra ára að syngja um kjarnorkuvá –Á vefsíðunni þinni stendur að þú hafir aðeins fjögurra ára sungið um ógnir kjarnorkuvopna, á tón- leikum með foreldrum þínum. Þú varst strax þá farinn að hafa áhyggjur af heimsfriði og ýmsum ógnum sem steðja að mannkyninu? Lindy hlær. „Þetta var reyndar á Íslendingahátíð í Manitoba og lag sem pabbi minn valdi fyrir okkur að syngja saman. Hann söng einn kafla og ég þann næsta og þetta lag fjallaði um heiminn að lokinni kjarnorkustyrjöld. Ég var barn að leika mér í moldinni og fann minjar um fyrri menningarsamfélög en hann söng á móti að ég ætti að koma mér í burtu og vera ekki að eiga við þær. Ég get ekki ímyndað mér hvað hátíðargestum þótti um þetta,“ segir Lindy og hlær inni- lega. Mikil tilhlökkun Talið berst að Nýdönskum og segist Lindy hafa kynnst Daníel Ágústi Haraldssyni á bar hér á landi fyrir nokkrum árum. Þeir hafi verið í sambandi síðan af og til og Daníel svo boðið honum í hljóðver þegar hljómsveitin var við upp- tökur á nýútkominni plötu sinni, Á plánetunni jörð, í Toronto fyrr á þessu ári. „Það var frábært að hitta þá og viku seinna sendi Daníel mér tölvu- póst og spurði hvort ég hefði áhuga á að vera með þeim á tónleikunum. Ég var að sjálfsögðu til í það, hopp- aði hreinlega af kæti! Ég hlakka ákaflega mikið til tónleikanna,“ segir þessi viðkunnanlegi Vestur- Íslendingur að lokum. Víðförull Lindy Vopnfjörð hefur farið víða. Hér á hann leið hjá fagurgulum, tveggja hæða strætisvagni. Heldur fast í ræturnar  Vesturíslenski trúbadorinn Lindy Vopnfjörð kemur fram með Nýdönskum á tvennum tónleikum í Eldborg á laugardaginn  Frelsisbarátta er honum hugleikin Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝND KL. 8, 10.50 SÝND KL. 4, 6 SÝND KL. 4 SÝND KL. 6, 8, 10.20SÝND KL. 8, 10 Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 6. október Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna haust / vetur 2017 í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 2. október NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.