Morgunblaðið - 22.09.2017, Side 44
FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 265. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR.
1. „Best að horfast í augu við þetta“
2. Segir dómgreind Katrínar hafa brjálast
3. Íslandsdvölin tók óvænta stefnu
4. Skúrinn of hár fyrir brúna
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kvikmyndin Undir trénu í leikstjórn
Hafsteins Gunnars Sigurðssonar
verður framlag Íslands til Óskars-
verðlaunanna 2018. Meðlimir
Íslensku kvikmynda- og sjónvarps-
akademíunnar (ÍKSA) kusu í rafrænni
kosningu sem lauk á miðnætti að-
faranótt fimmtudags.
Undir trénu framlag
Íslands til Óskarsins
Opinn fundur um sögu og framtíð
íslensku stjórnarskrárinnar verður
haldinn í Gerðarsafni í kvöld milli kl.
19.30 og 22, en fundurinn er hluti af
Cycle-listahátíðinni. Meðal frummæl-
enda eru Libia Castro,
Ólafur Ólafsson, Andri
Snær Magnason, Ragn-
ar Aðalsteinsson, Birg-
itta Jónsdóttir, Bryn-
hildur Heiðar- og
Ómarsdóttir
og Hörður
Torfason.
Opinn fundur um
stjórnarskrána
Á laugardag Austan- og suðaustanhvassviðri eða stormur og tals-
verð rigning, en mikil úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum.
Hiti 8-15 stig. Á sunnudag Allhvöss sunnanátt með rigningu og
síðar skúrum, en léttskýjað norðaustantil. Fer að lægja síðdegis.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-13 m/s og víða rigning, en úr-
komulítið norðanlands. Hiti 6 til 13 stig.
VEÐUR
Í íþróttablaði Morgunblaðs-
ins í dag er að finna kynn-
ingu á karlaliði ÍR í hand-
knattleik. ÍR-ingar eru
nýliðar í Olís-deildinni í vetur
en hafa styrkt leikmannahóp
sinn verulega á milli tíma-
bila. Breiðhyltingar virðast
því vera nokkuð bjartsýnir á
gott gengi í vetur. Ekki síst
þar sem leikmaður ársins
2015, Björgvin Hólmgeirs-
son, sneri aftur heim í sum-
ar. »2-3
Breiðhyltingar
styrktust í sumar
Igor Jugovic tryggði Fjölni 2:1-sigur á
FH í Grafarvogi í gær með tveimur
mörkum, en sigurmarkið kom undir
lok leiksins. Þetta
var annar sigur
Fjölnis á FH í Pepsi-
deildinni í knatt-
spyrnu í sumar.
Úrslitin þýða að
Skagamenn eru
fallnir niður um
deild. »1 & 4
Jugovic rak síðasta
naglann í kistu ÍA
Vonir standa til þess að Egill Magn-
ússon verði orðinn gjaldgengur með
handknattleiksliði Stjörnunnar áður
en dagurinn í dag verður á enda.
Þetta hefur Morgunblaðið eftir heim-
ildum og að hann skrifi undir samn-
ing við Garðabæjarfélagið sem gildir
fram á næsta vor. Egill hefur verið
samningsbundinn Team Tvis
Holstebro í Danmörku frá 2015. »1
Egill aftur leikmaður
Stjörnunnar í dag?
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Vertu snjall undir stýri nefnist
átak sem Slysavarnafélagið Lands-
björg ýtti nýverið úr vör. Til-
gangur þess er að vekja bílstjóra
til umhugsunar um þá miklu
ábyrgð sem fylgir því að vera úti í
umferðinni og nota snjalltæki und-
ir stýri með mögulegum lífshættu-
legum afleiðingum. Slysatölur frá
Evrópu og Ameríku sýna að 25%
allra slysa í umferðinni megi rekja
beint til notkunar snjalltækja und-
ir stýri og er það sama hér á landi.
„Þetta er áhyggjuefni alls staðar
í heiminum og við verðum að trúa
því að við getum breytt þessu.
Samgöngustofa gerði viðhorfs-
könnun á Íslandi í fyrra, þar sögðu
90% hættulegt að nota tækið undir
stýri en af sama hópi sögðust 43%
samt gera það, þau vita að þetta er
hættulegt en stunda samt þessa
áhættuhegðun. Ég held að þetta sé
stærri ógnvaldur í okkar samfélagi
en við gerum okkur grein fyrir,“
segir Svanfríður Anna Lárusdóttir,
stjórnarmaður hjá Slysavarna-
félaginu Landsbjörg og talsmaður
átaksins Vertu snjall undir stýri.
Höfum gert þetta áður
Svanfríður segir viðhorfsbreyt-
ingu þurfa að koma til hjá fólki og
verkefnið sé liður í að vekja það til
vitundar. „Nú er verið að skoða að
þyngja mjög sektina við því að
nota snjalltæki undir stýri, það
gæti kostað í 40.000 kr. ef lög-
reglan nær þér. Það hjálpast allt
að; að breyta reglum og að breyta
viðhorfi.“
Svanfríður bendir á að Íslend-
ingar hafi áður tekið saman
höndum
og breytt
viðhorfum
í umferð-
inni í sam-
einingu, t.d. með barnabílstóla og
öryggisbelti. „Við getum þetta al-
veg en þurfum bara öll að vera
vakandi.“
Átakið er til næstu fimm ára og
beint að öllum hópum ökumanna.
„Rannsóknir hafa sýnt að notkun
snjalltækja undir stýri er ekki
tengd við aldurshópa. Það eru allir
að nota símann undir stýri en það
er misjafnt hvað fólk er að gera.
Elstu hóparnir eru mest að tala í
hann en yngri hópar eru að gera
ýmislegt annað eins og að senda
textaskilaboð, horfa á „snöpp“ og á
YouTube. Einhvern veginn er
þessi tækni búin að læðast smátt
og smátt þessa leið og við verðum
að fara að spyrna við fótum,“ segir
Svanfríður.
Akstur krefst fullrar athygli
Átak hafið gegn
snjallsímanotkun
ökumanna
Ljósmynd/Landsbjörg
Áhættuhegðun K100-útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns var fenginn til að senda skilaboð undir stýri á aksturs-
braut Ökuskóla 3. Það fór ekki vel eins og sjá má í myndbandi á Facebook-síðunni Svali&Svavar.
Í tengslum við átakið „Vertu snjall
undir stýri“ skrifuðu nokkur stór
fyrirtæki sem eru með marga bíla í
umferð undir samning um sam-
félagslega ábyrgð og mun Sam-
göngustofa standa fyrir fræðslu um
hætturnar sem fylgja notkun snjall-
tækja undir stýri í þeim
fyrirtækjum. Fyrirtækin
merkja svo bílana sína
með slagorði verkefn-
isins og miðla þannig
boðskapnum til annarra ökumanna.
Þá fékk Landsbjörg þrjá þekkta
einstaklinga; Pál Óskar Hjálmtýs-
son, Sólrúnu Diego og Sigvalda
Kaldalóns til að gera tilraunir á
akstursbraut. Þau fengu mismun-
andi verkefni sem öll snúa að notk-
un á snjalltæki undir stýri á meðan
þau keyrðu. Óvæntir hlutir urðu á
vegi þeirra með tilheyrandi afleið-
ingum en myndbönd frá aksturs-
tilraun þeirra má sjá á vefnum.
Fengu fyrirtæki og fræga í liðið
VERTU SNJALL UNDIR STÝRI
Að forðast nátt-
úruna er yfirskrift
þverfaglegrar ráð-
stefnu sem fram
fer í fyrirlestrar-
sal myndlistar-
deildar LHÍ á
Laugarnesvegi 91
í dag milli kl. 9 og
13. Þar velta vís-
indamenn, hugsuðir, listamenn og
hönnuðir fyrir sér athöfnum fólks í
náttúrunni og því afli sem býr í vist-
fræðilegri nálgun. Fyrirlesarar eru
Steven Campana, Ron Broglio,
Shauna Laurel Jones, Xarene Esk-
andar og Cary Wolfe.
Að forðast náttúruna