Fréttablaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 20
HM-hópurinn Markmenn Hannes Þór Halldórsson, Randers Rúnar Alex Rúnarsson, Nord­ sjælland Frederik Schram, Roskilde Varnarmenn Ari Freyr Skúlason, Lokeren Birkir Már Sævarsson, Valur Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City Hólmar Örn Eyjólfsson, Levski Sofia Kári Árnason, Aberdeen Ragnar Sigurðsson, Rostov Samúel Kári Friðjónsson, Våler­ enga Sverrir Ingi Ingason, Rostov Miðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City Arnór Ingvi Traustason, Malmö Birkir Bjarnason, Aston Villa Emil Hallfreðsson, Udinese Gylfi Þór Sigurðsson, Everton Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley Ólafur Ingi Skúlason, Karabük­ spor Rúrik Gíslason, Sandhausen Sóknarmenn Albert Guðmundsson, PSV Eind­ hoven Alfreð Finnbogason, Augsburg Björn Bergmann Sigurðarson, Rostov Jón Daði Böðvarsson, Reading ÚRSLIT KARLA ÍBV–FH laugard. 12. maí kl. 16:00 Vestmannaeyjar FH–ÍBV þriðjud. 15. maí kl. 19:30 Kaplakriki ÍBV–FH fimmtud. 17. maí kl. 19:30 Vestmannaeyjar FH–ÍBV laugard. 19. maí kl. 19:30 Kaplakriki ÍBV–FH þriðjud. 22. maí kl. 19:30 Vestmannaeyjar #olisdeildin Fótbolti Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og aðstoðarmenn hans tilkynntu í hádeginu í gær hvaða 23 leikmenn hlutu náð fyrir augum þeirra og verða fulltrúar liðsins í lokakeppni HM í Rússlandi í sumar. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland tekur þátt í lokakeppni HM og því var rafmögnuð spenna í fundarsal KSÍ þegar myndbandi var smellt af stað sem innihélt á myndrænan hátt leikmannahóp liðsins. Miklar vangaveltur hafa verið á meðal knattspyrnuáhugamanna og sérfræðinga í knattspyrnuheiminum um það hvernig hópurinn myndi líta út og það mátti greina létti í andliti Heimis þegar hann tyllti sér við hlið blaðamanns Fréttablaðsins og ræddi valið á leikmönnum liðsins og næsta fasa í undirbúningi þess. Það var aug- ljóst að Heimir var spenntur fyrir komandi verkefnum eins og vænta mátti. „Það er ákveðinn léttir að vera búinn að tilkynna hópinn. Það hefur mikið verið rætt og ritað um það hvernig hópurinn mun líta út. Það er gott að vera búinn að koma þessu frá sér. Nú tekur við sá tími þar sem valið er gagnrýnt og við munum svara því eftir föngum. Við erum mjög sáttir með þennan leikmannahóp,“ segir Heimir um aðdraganda og eftirmála þess að hópurinn var tilkynntur. „Sem persóna þá var það vissulega mjög erfitt að þurfa að segja þeim leikmönnum, sem hafa verið lengi í hópnum og hafa tengst manni sterk- um böndum, að þeir muni ekki taka þátt í stærsta verkefni íslenska liðsins. En sem þjálfari þá er þetta bara hluti af starfinu og eitthvað sem ég verð að gera. Það er ekkert hægt að hlaupast undan því að að velja og hafna,“ segir Heimir um það hvernig honum hafi verið innanbrjósts í gærmorgun. „Það kallaði hins vegar fram gæsa- húð hvernig þeir leikmenn, sem fengu skilaboð um að þeir væru ekki í hópnum, tóku þeim fregnum. Þau einkenndust af fagmennsku, ósk um gott gengi og skilningi á þeirri ákvörðun sem við þurftum að taka. Það hlýjar mér um hjartarætur og sýnir svart á hvítu þá liðsheild og samhug sem einkennir þann hóp sem hefur spilað fyrir liðið undan- farin ár,“ segir Heimir enn fremur um viðbrögð leikmanna sem voru nálægt hópnum. Færi á meiri afþreyingu Ákveðið hefur verið að íslenska liðið muni undirbúa sig að mestu leyti hér heima í aðdraganda keppninnar, en æft verður hér heima og síðustu tveir vináttulandsleikir fyrir mótið leiknir á Laugardalsvelli. Var sú ákvörðun tekin í samstarfi við leikmenn íslenska landsliðsins. Annar þeirra leikja er gegn Lars Lagerbäck og læri- sveinum hans í Noregi. Heimir segir að ýmsar ástæður liggi að baki því að breyta því hvernig undirbúningi liðsins er háttað frá því sem gert var fyrir EM 2016. „Við fundum fyrir því þegar við spiluðum við Frakka í lokaleiknum okkar í Frakklandi að við vorum bæði andlega og líkamlega þreyttir. Það er alveg sama hversu samheldinn hópur er, það kemur ávallt þreyta þegar hann er búinn að vera lengi saman. Með því að vera hér heima þá gefst færi á fjölbreyttari afþreyingu, auk þess sem leikmenn og starfsfólk liðsins geta eytt tíma með fjölskyldu og vinum sem ætti að lyfta andan- um,“ segir Heimir um þá ákvörðun að undirbúa liðið hér heima. Hann kveðst spenntur að mæta Lars á hliðarlínunni en hann stefnir, að sjálfsögðu, á sigur gegn Noregi. Þar að auki muni leikurinn nýtast vel til að fara yfir ákveðna hluti fyrir Heimsmeistaramótið. „Mér finnst það viðeigandi að Lars eigi þátt í því að undirbúa liðið fyrir þetta stóra verkefni. Hann á stóran þátt í uppgangi liðsins og ég lærði ofsalega mikið af honum. Fyrir utan það er Lars góður vinur minn og það er alltaf gaman að hitta hann. Það verður nýtt fyrir mér að takast á við hann á hliðarlínunni, en þetta verður bara gaman. Við munum nýta þessa leiki til þess að leyfa þeim, sem langt er liðið frá því að hafa spilað leik, að leika og til þess að fara yfir ákveðna þætti fyrir leikina á HM,“ segir Heim- ir um leikina við Noreg og Gana sem fram fara á Laugardalsvelli 2. júní annars vegar og 9. júní hins vegar. hjorvaro@frettabladid.is Var á sama tíma auðvelt og erfitt Heimir Hallgrímsson til- kynnti 23 manna hóp- inn fyrir í lokakeppni HM í Rússlandi í gær. Heimir segir að hann sem persóna hafi átt erfitt með valið, en sem þjálfari sé hann sáttur. Það var afar erfitt að segja leikmönnum sem hafa verið lengi í hópn- um að þeir yrðu ekki með í stærsta verkefni landsliðsins frá upphafi. Heimir Hallgrímsson Það var mikil eftirvænting fyrir því að heyra 23 manna leikmannahópinn sem landsliðsþjálfarateymið hafði valið í höfuðstöðvum KSÍ í gær. Fréttablaðið/ernir Handbolti Landsliðsmarkvörður- inn Elín Jóna Þorsteinsdóttir gekk í gær til liðs við Vendyssel í danska handboltanum en hún kemur til liðsins frá Haukum. Skrifaði hún undir tveggja ára samning í Danmörku en Vendyssel er nýliði í efstu deild. Hefur Elín sem er uppalin í Gróttu á Seltjarnarnesi leikið undanfarin þrjú ár með Haukum í Olís-deild kvenna en hún var valin íþróttakona Hauka árið 2017.  Elín fór á dögunum á reynslu hjá félaginu og skilaði það samn- ingi í atvinnumennsku en hún hefur leikið tíu leiki fyrir hönd Íslands. – kpt Úr Haukum til Danmerkur Fótbolti Víkingur Reykjavík fékk í gær til liðs við sig nýjan markmann fyrir komandi átök í Pepsi-deild karla þegar Andreas Larson skrifaði undir. Kemur Andreas frá Lyngby BK í Danmörku en honum er ætlað að koma í markið í stað Aris Vaporakis í mark Víkings. Vaporakis meiddist eftir ljóta byltu í öðrum leik sínum fyrir félagið og verður frá næstu vikurnar. Æfði Andreas með Víkingum í æfingarferð félagsins í vor en meiðsli hjá Lyngby þýddu að ekki var í boði að semja við hann á þeim tíma. – kpt Víkingur bætti við markmanni elín Jóna Þorsteinsdóttir 1 2 . m a í 2 0 1 8 l a U G a R d a G U R20 S p o R t ∙ F R É t t a b l a ð i ð sport 1 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 1 2 8 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 0 -F 5 1 0 1 F C 0 -F 3 D 4 1 F C 0 -F 2 9 8 1 F C 0 -F 1 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 8 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.