Fréttablaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 26
Hilda Jana Gísladóttir er komin til Reykja-víkur að heimsækja dóttur sína, Hrafn-hildi Láru Ingvars-dóttur. Hrafnhildur er rétt rúmlega tvítug og dvelur á áfangaheimilinu Dyngj- unni. Þar er hún í eftirmeðferð eftir áfengismeðferð á Vogi. Hilda Jana þekkir áfangaheimilið, hún dvaldi þar eitt sinn sjálf, átján ára gömul. „Það gengur rosalega vel hjá mér. Ég er búin að vera edrú í um hálft ár og hef búið í Dyngjunni síðan 10. des- ember,“ segir Hrafnhildur frá. Þær mæðgur eru komnar á kaffihús í austurborginni til fundar við blaða- mann sem fær að heyra um sameigin- lega lífsreynslu þeirra af alkóhólisma. „Þarna er pláss fyrir fjórtán konur, það er alltaf biðlisti í þetta úrræði. Ég sótti um að komast þarna að síðasta sumar og finnst ég mjög heppin að hafa komist þarna inn. Það er oft talað um að það sé mikilvægt í batanum að vera með sínu kyni,“ segir Hrafn- hildur. Þær mæðgur eru líkar. Og það sést að þær eru nánar. Þær teygja sig oft hvor eftir annarri meðan á samtalinu stendur. Horfast í augu og klára setn- ingar hvor fyrir aðra. Brosa innilega og hlæja. Það er bjart yfir þeim. Þær bera báðar sama húðflúrið. Stærð- fræðimerkið fyrir óendanleika. Hilda Jana ber það á fæti en dóttir hennar á úlnlið. Loksins komin aftur „Ég fæ að heyra það frá mörgum að ég sé loksins komin aftur. Það er eins og það breytist allt. Eins og ég hafi verið önnur manneskja,“ segir Hrafnhildur. „Sjúkdómurinn heltekur fólk og það er ekki það sjálft þegar það er veikt. Við erum búin að fá stelpuna okkar aftur. Neistinn er þarna og manneskjan sem ég þekki. Þetta er stelpan mín,“ segir Hilda Jana. Hjá Hildu Jönu, eins og hjá dóttur hennar, byrjaði neyslan hægt. Þær kannast báðar mjög vel við einkenni kvíða og þunglyndis. Þá tók við drykkja og djamm á unglingsárum. Um leið og áfengi var komið í spilið kviknaði alkóhólismi. Þær tóku svo báðar djúpa og skarpa dýfu í harða fíkniefnaneyslu. Hilda Jana á engin orð yfir hræðsl- una sem greip hana þegar hún áttaði sig á því að dóttir hennar var komin í sömu stöðu og hún sjálf var í sem unglingur. „Ég varð sjúklega hrædd þegar dóttir mín fór í neyslu. Ekki síst vegna þess að ég veit hvað það er sem gerist á þessum tíma, það verður aldrei tekið til baka. Þó að sárin grói, þá er maður allt lífið með ör eftir þá lífsreynslu að hafa verið í neyslu,“ segir Hilda Jana. „Ég fór í meðferð átján ára gömul. Tók eitt ár þar sem ég var inn og út úr meðferð. Ég bjó á Dyngjunni og fór síðar í Fjölbrautaskólann við Ármúla. Ég hafði áður klúðrað skóla- göngu minni í Kvennaskólanum. Ákvað að mæta ekki edrú í prófin. Rosa skrýtið að ég hafi ekki náð próf- unum,“ segir Hilda Jana í kaldhæðni og hlær. „Mamma var svo mikill snill- ingur. Hún mútaði mér til að fara aftur í skólann. Borgaði mér fimm þúsund krónur á viku sem var fínn peningur á þessum tíma. Einu skilyrðin voru að mæta í skólann. Þetta kom mér á beinu brautina. Tveimur árum síðar varð ég svo ófrísk að þessari fallegu stúlku og ákvað að elta foreldra mína til Akureyrar og fá stuðning frá þeim á meðan ég væri að stíga mín fyrstu skref í móðurhlutverkinu. Ég kolféll fyrir Akureyri og bærinn hefur verið heimili mitt síðan,“ segir Hilda Jana frá. Klámfenginn þjálfari í KR Hún segist stundum leiða hugann að upphafinu. „Ég hef fylgst með #meetoo-byltingunni og leiddi hug- ann að æskunni. Ég æfði um árabil handknattleik með KR og varð meðal annars Íslandsmeistari með félaginu í 3. flokki. „Ég hugsaði varla um annað en handbolta,“ segir hún. „En því miður þá fengum svo ömur- legan þjálfara. Hann var klámfenginn og talaði niðrandi til okkar: „Hvað, eru ekki brundsletturnar þornaðar frá því í gærkvöldi? Af hverju getur þú ekki gripið boltann?“ Þetta sagði hann við okkur, ungar stúlkur, 15 og 16 ára. Ég kunni ekki að bregðast rétt við þessu, reif bara kjaft og hann rak mig út af æfingum. Svo hætti ég og flestar hinna líka. Við sögðum ekki frá okkur, datt það reyndar ekki í hug. Það var miklu frekar að ég upplifði að ég hefði gert eitthvað rangt og hefði ekki átt að vera með kjaft. Árið 2016 rakst ég á frétt um að hann hefði verið rekinn fyrir ósæmilega hegðun. Hann var sem sagt að þjálfa allan þennan tíma,“ segir Hilda Jana frá. „Ég kenni alls ekki þessari reynslu um mína neyslu. En þetta hjálpaði pottþétt ekki. Það liðu tvö ár frá því að ég hætti í handbolta þar til ég var komin í meðferð,“ segir Hilda Jana. „Ég er svo þakklát fyrir þessa bylt- ingu og hugarfar ungs fólks núna. Það þegir ekki eins og við gerðum. Það er mikil þörf á byltingum eins og þeim sem hafa orðið. Eins og brjósta- byltingunni #FreeTheNipple, sem þú tókst nú þátt í,“ segir Hilda Jana við dóttur sína. „Það þarf stundum byltingar til að breyta samfélaginu,“ segir hún. Ætlaði aldrei að drekka Hrafnhildur, hefur mamma þín sagt þér frá sinni neyslu? „Já, neysla mömmu hefur aldrei verið leyndarmál. Ég hef alltaf vitað þetta og ég hef alltaf verið stolt af henni fyrir að koma til baka. Og vera svo þar. Velja okkur. Því það er ekki sjálfsagt. Ég finn það núna, hvað það er gott að hafa hana sem fyrirmynd. Að vita það alveg í hjartanu að þá get ég líka komið til baka. Það er mjög mikilvægt. Ég á pabba sem er alkóhólisti, þó svo að ég eigi líka yndislegan pabba sem ættleiddi mig. En alkóhólismi hefur samt alltaf verið eitthvað sem ég veit af. Og auðvitað ætlaði ég aldr- ei að byrja að drekka. Aldrei nokkurn tímann!“ Hvað gerðist? „Það er mjög langt síðan mér byrj- aði að líða mjög illa. Ég held ég hafi verið tólf ára gömul þegar ég fann fyrst fyrir alvarlegri vanlíðan. Ég glímdi við alls konar fíkn, sjálfsskaðafíkn og ýmiss konar matarfíkn. Þessi vanlíðan stigmagnaðist. Í 10. bekk þá skaðaði ég mig daglega. Mig langaði alla daga til að deyja. Ég var alltaf að fresta því til morguns. Út af mömmu. Bara út af mömmu,“ segir Hrafnhildur. „Og svo gerðist það sumarið eftir 10. bekk að ég byrjaði að drekka. Ég sem ætlaði aldrei að drekka. Ég hat- aði áfengi. Og mamma mín var best, hetja fyrir að drekka ekki. Ég ætlaði að verða eins og hún. Því ég væri líka alkóhólisti. Ég vissi það. En svo bara týndist ég. Ég varð uppreisnargjarn unglingur. Ég skyldi sanna fyrir öllum að ég væri ekki alkóhólisti. Ég væri ekki eins og þau. Þetta byrjaði hægt. Ég drakk um helgar. Mér fór að líða betur í smá tíma. Gleymdi mér í þessu hlutverki, „partístelpu-hlutverkinu“. Þar fékk ég viðurkenningu, þar virkaði ég,“ segir Hrafnhildur. Hún segir drykkjuna hafa ágerst og henni fylgdu miklar geðsveiflur og sjálfsvígshugsanir. „Annaðhvort gat ég ekki sofið eða ég gat ekki vaknað. Eða ég gat ekki borðað eða borðaði alltof mikið. Ég virkaði ekki. Ég hélt að ég væri með geðhvörf og var lögð inn á geðdeild. Þar fékk ég smá hjálp. Foreldrar mínir komu á fund með geðlækninum og á fundinum nefnir mamma alkóhólisma í milljónasta sinn. Mér leist nú ekki á blikuna, nú væri mamma að draga sín vandamál inn í þunglyndið mitt. Ég var í mikilli afneitun. Enn skyldi ég sanna fyrir öllum að ég væri ekki alkóhólisti. Ég fór oft edrú niður í bæ. Til að sýna fólki. Ég áttaði mig ekki á því að þessi stjórnun á neyslunni væri eitt skýrasta merkið um alkóhólisma,“ segir Hrafn- hildur. Í mikilli afneitun Geðlæknir Hrafnhildar lagði henni línurnar. Þunglyndislyfin gætu bjarg- að lífi hennar. En hún þyrfti að hætta að drekka. Ef hún gæti það ekki skyldi hún fara í viðtal til SÁÁ. „Ég sagði bara: Ekkert mál! Sex mánuðir – ég drekk ekki dropa í sex mánuði. Mömmu leist sko vel á það,“ segir Hrafnhildur og brosir. „Þetta var mín hugmynd. Ég laum- aði þessu að geðlækninum,“ segir Hilda Jana. „Nei, í alvöru? Ég vissi það ekki,“ segir Hrafnhildur og skellihlær. Þær hlæja báðar. Hilda Jana hefur beitt alls kyns brögðum í baráttunni sem dóttir hennar fær nú að vita af. Mamma kom til baka – þá get ég það líka „Við erum búin að fá stelpuna okkar aftur. Neistinn er þarna og manneskjan sem ég þekki. Þetta er stelpan mín,“ segir Hilda Jana. FRéttabLaðið/SteFáN Mæðgurnar Hilda Jana Gísladóttir og Hrafnhildur Lára Ingvarsdóttir hafa báðar þurft að fóta sig á nýjan leik í lífinu án áfengis og fíkni- efna. Hrafnhildur segir móður sína hafa bjargað lífi sínu meðal annars með því að vísa henni á götuna á Akureyri. Og svo seinna með því að koma henni til hjálpar á ögurstundu. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is ↣ Það er mIkIð verIð að nota bensóLyf, róandI. sumIr voru bara með Þetta uppáskrIfað. unGu fóLkI fInnst Þetta voða sakLaust en Það er HæGt að deyJa á ÞeIm. Þetta er eIns oG far- aLdur. Hrafnhildur Lára 1 2 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R26 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 1 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 1 2 8 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 1 -1 7 A 0 1 F C 1 -1 6 6 4 1 F C 1 -1 5 2 8 1 F C 1 -1 3 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 8 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.