Fréttablaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 32
Það þarf ekki alltaf að ve ra s ke m m t i l e g t . Stríð.“ Segir Ragnar Kjartansson, mynd-listarmaður með leik-rænum tilburðum. „Svona er útvarpsauglýsingin sem við vorum að klára að útbúa fyrir sýninguna,“ bætir hann við skæl- brosandi og kátur þar sem við sitjum í stóra sal Þjóðleikhússins og horfum yfir sviðið. Þar er verið að vinna að því að fínpússa leik- mynd Ragnars sem myndar ein- hvers konar miðevrópskan vígvöll frá lokum 19. aldar. Verkið Stríð eftir Ragnar og tónlistarmanninn Kjartan Sveinsson verður frumsýnt í næstu viku en þar gefur að líta leik- arann Hilmi Snæ Guðnason þjást á vígvellinum undir tónlist Kjartans í lifandi flutningi Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar. Að þykjast þjást „Þetta er vígvöllur en það á eftir að hlaða inn líkunum og fallbyssun- um,“ segir Ragnar um leikmyndina en bætir við að þetta sé ekkert til- tekið stríð. „Þetta er svona leikhús- stríð. Búningarnir eru líka þannig, koma héðan og þaðan, eins og til að mynda Þremur systrum og Höfuðs- manninum frá Kopernik sem var sett upp hérna sextíu og eitthvað. En mér finnst svo frábært að þetta er allt bara leikhúsið. Búningar, leikmynd, ljós, og Sinfónían ofan í gryfjunni. Allt er þetta svo mikið bullandi leikhús. Risastór þykjustu- maskína.“ Aðspurður um það hvernig Ragn- ar nálgist það verkefni að fá sjálft Þjóðleikhúsið til afnota segir hann strax: „Alls ekki sem leikhúsmaður. Þetta er myndlist. Ég nálgast þetta út frá því fyrirbæri sem leikhúsið er. Út frá því að þú sest í þessa fínu stóla og horfir á einhvern þykjast gera eitt- hvað uppi á sviði. Mér finnst þetta svo fallegt form. Þessi ótrúlega ein- faldi kjarni sem er bara að þykjast. Þess vegna er þetta verk þannig að það er öllu hlaðið í kringum ein- hverja eina tilfinningu. Eina angist. Og einn stórleikari að þykjast þjást. Það er það eina sem er að gerast í eina klukkustund.“ Klukkustund en eins og þrjár „Halló!“ Heyrist skyndilega kallað glaðlega frá vígvellinum og kunnug- legt andlit birtist ofan við víggirð- ingu. Það er stórleikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir sem er komin til þess að skoða leikmyndina og Ragn- ar tekur henni fagnandi. „Já, hérna er hún,“ segir Ragnar kátur en ítrek- ar að líkin og reykurinn eigi eftir að koma. „Það verða meira að segja statistar að leika lík,“ bætir Ragnar við og Ólafía lýsir því yfir að hún sé orðin full tilhlökkunar að sjá verkið. „Ég er líka orðinn spenntur. Svo kemur Sinfónían í gryfjuna og það verður öllu til tjaldað og svo stór- leikarinn einn að þjást.“ Þau Ragnar og Ólafía halda áfram umræðu um leikmyndina og talið berst reyndar vítt og breitt um frændgarð og fyrir- menni eins og gengur og gerist þar sem Íslendingar koma saman. Loks berst talið að frumsýningu og Ragn- ar segir henni að hún verði þann 16. maí næstkomandi og að honum þætti óskaplega gaman ef hún gæti séð sér fært að mæta. „Þetta verður hátíðlegt. Ég er búinn að láta sér- sauma á mig smóking,“ segir Ragnar spenntur. „Djöfull skal ég mæta,“ segir stórleikkonan ákveðin á svip. „Já, það væri mikill heiður og hugs- aðu þér fílinginn að vera hérna alveg ægilega fínn og horfa á Hilmi þjást. Sofna kannski aðeins og láta þetta líða í rólegheitunum. Þetta verður geðveikt gaman.“ „En tónlistin?“ spyr Ólafía Hrönn og er greinilega orðin áhugasöm um kvöldið. „Tónlistin hans Kjartans er ógeðslega flott,“ svarar Ragnar. „Þetta er ný tónlist sem hann samdi sérstaklega fyrir þetta. Bara svona Við erum að eima tilfinningasemi leikhússins Stríð, kallast nýtt verk eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveins- son sem verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins í næstu viku. Ragnar segur að þar eigi stórleikarinn Hilmir Snær Guðnason að þjást í eina klukkustund sem líður eins og þrjár. Ragnar segir að í bernsku hafi hann ímyndað sér sig sem deyjandi hermann. FRéttAblAðið/SigtRygguR ARi tilfinningavella – mig langar til þess að finna eitthvað betra orð. En það er svona pælingin. Þetta er gríðarlega flott verk hjá honum. Klukkustundar langur ópus – þján- ingarópus. Og svo erum við líka með slagorð fyrir verkið: Ein klukku- stund sem líður eins og þrjár,“ segir Ragnar með ljómandi fínum leik- rænum tilburðum. „Einmitt, það selur,“ svarar Ólafía Hrönn og hlær. Bætir við óskum um gott gengi og gengur virðulega út vígvöllinn. Eimað niður í eina tilfinningu Ragnar vill gjarnan tala meira um Kjartan og tónlistina. „Það er mikilvægt að það komi fram að við vinnum þetta saman. Við gerðum á sínum tíma verk í þýska leikhúsinu Volksbühne sem var ópera fyrir leik- myndir og þessi hugmynd fæddist út frá því. Þar vorum við bara að fjalla um leikhúsið sem form og algjörlega án leikarans eða söngvarans. Prófa að sleppa prímadonnuni alveg en þetta gengur út á að fara alla leið með leikarann. Með list leikarans í algjörum brennipunkti.“ Verkefni leikarans í Stríð er að þjást en þjáningin virðist vera mikil- væg Ragnari ef marka má hans höf- undarverk. Þjáningin og að þykjast þjást virðist vera honum hugleikið og hann segir að vissulega sé þetta eitthvað sem kveiki í honum. „Ég held að það megi bara rekja til þess að alast upp í leikhúsinu og svo fékk ég kristilegt uppeldi hjá móður minni. Ég var alinn upp við það að fara í kirkju á sunnudögum og horfa á mynd af manni þjást á krossi. Það hlýtur að hafa sín áhrif. Ég var líka kórdrengur í kaþólsku kirkjunni og þar var píslargangan í öndvegi og þetta að vera alltaf að minnast ein- hverrar þjáningar og upphefja hana sem slíka. Hér er þetta í samhengi við stríð. Geðveik þjáning einhvers í ein- hverju stríði sem við vitum ekk- ert um. Stríð sem skiptir mann engu máli og mér finnst það líka geðveikt áhugavert. Ég held að þetta verk heiti Stríð og að stríð sé útgangspunkturinn vegna þess að það er hin algjöra þjáning. Að deyja í tilgangsleysi sem eitthvað hermannsgrey sem átti ekki sökótt við nokkurn mann. Það er heillandi hræðilegt. Í bernsku var ég líka alltaf að ímynda mér að ég væri deyjandi hermaður. Var alltaf á hól úti í garði að deyja. Aftur og aftur. Hilmir var svo að segja mér að hann lék stöðugt þann leik að vera einn og þykjast drukkna í Vesturbæjarlauginni. Þannig að ég held að þetta hafi líka eitthvað með leikinn að gera, þenn- an gamla dramatíska leik barnsins. Þessi hugmynd spratt líka þannig fram að ég fann strax að þetta yrði áhugavert. Af því líka að þetta er aðeins eins og maður sé með brugg- tæki að eima eitthvað. Við erum að eima tilfinningasemi leikhússins. Sjóða hana niður í eina tilfinningu. Mér finnst líka svo áhugaverð þessi rosalega umgjörð leikhússins utan um þessa einu tilfinningu. Allt þetta utan um þennan eina mann sem er þykjast þjást á leiksviðinu.“ Óhjákvæmilegt að taka afstöðu Í dag sem aðra daga geysa stríð í ver- öldinni og aðspurður segir Ragnar að það sé honum vissulega hug- leikið. „Maður er auðvitað mikið að hugsa um þetta og núna í vor stóðum við Íslendingar frammi fyrir því að þetta stendur okkur skyndi- lega nær þegar hann Haukur hvarf í stríði að berjast fyrir hina lang- hrjáðu kúrdísku þjóð. Hann er síðan líklega drepinn af bandamönnum okkar Tyrkjum. Það er skelfilegt. Sýrland þessi hryllilegi vígvöllur sem seigfljótandi stefnir í heimstyrj- öld. En það sem ég vildi gera í þessu verki var að aftengja þetta þessum pólitíska veruleika sem umlykur okkur núna og láta þetta vera meira abstrakt. Stríðið sem verkið gerist í er eithvað órætt leikhússtríð. Meira tákn fyrir þjáninguna og listina en bein pólitísk skírskotun.” En nú ert þú tengdur pólitík og hefur verið í framboði fyrir VG og gert auglýsingar fyrir flokkinn. Verið jafnvel talsmaður þeirra gagnvart ákveðnum hópum. En nú er VG í ríkisstjórn, Katrín situr sem forsæt- isráðherra og flokkurinn þar með orðinn aðili að einhverju á borð við stríð þó það sé með óbeinum hætti. „Algjörlega,“ segir Ragnar. En þver- tekur fyrir að vera að fría sig með því að setja þetta í þessa fjarlægð. „Nei, alls ekki. Maður getur ekkert verið stikkfrí frá stríði. Við erum í NATO og þar með aðili að loftárásum í Sýr- MéR finnSt líKa Svo áhugaveRð þeSSi RoSa- lega uMgjöRð leiKhúSS- inS utan uM þeSSa einu tilfinningu. allt þetta utan uM þennan eina Mann SeM eR að þyKjaSt þjáSt á leiKSviðinu. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 1 2 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R32 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 1 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 1 2 8 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 0 -D C 6 0 1 F C 0 -D B 2 4 1 F C 0 -D 9 E 8 1 F C 0 -D 8 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 8 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.