Fréttablaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 100

Fréttablaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 100
E in stærsta varðan á leið íslenska karlalands-liðsins í fótbolta á topp-inn er 4-4 jafnteflið við Sviss í undankeppni HM 2014. Útlitið var ansi dökkt þegar leik- menn íslenska landsliðsins gengu til búningsherbergja á Stade de Suisse í Bern 6. september 2013. Ísland var 3-1 undir á móti sterku liði Sviss í E-riðli undankeppni HM 2014. Í hálfleik gerði þjálfarateymið breytingu, setti Eið Smára Guðjohn- sen inn á og færði Gylfa Þór Sigurðs- son niður á miðjuna. Þarna fannst loksins rétta blandan í íslenska liðinu. Sviss skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og komst í 4-1 en Ísland kom til baka með eftirminnilegum hætti. Jóhann Berg Guðmundsson stal sviðsljósinu með þremur glæsi- legum mörkum. Það síðasta kom í uppbótartíma þegar hann jafnaði í 4-4. Íslendingar fögnuðu eins og þeir hefðu unnið leikinn og skiljan- lega. Sigur V-Þýskalands á Ung- verjalandi í úrslitaleik HM 1954 er oft kallaður „Kraftaverkið í Bern“. Jafnteflið 2013 var okkar kraftaverk í Bern. Frammistaðan í seinni hálfleik var, og er enn, ein sú besta sem íslenska landsliðið hefur sýnt á jafn sterkum útivelli. Og hún var fyrir- boði um það sem koma skyldi. Þessi úrslit, eða öllu heldur frammistaðan í seinni hálfleik, gaf íslenska liðinu trú og sjálfstraust og það hefur í raun ekki litið til baka síðan þá. Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum vináttulandsleikjunum undir stjórn Lars Lagerbäck vann Ísland Noreg, 2-0, í fyrsta leiknum í undankeppni HM 2014. Íslenska liðið tapaði svo fyrir því kýpverska, 1-0, í öðrum leiknum í undankeppninni. Í næsta landsleikjaglugga vann Ísland sigur á Albaníu, 1-2, en tapaði fyrir Sviss á Laugardalsvellinum, 0-2. Tvö stórglæsileg mörk Gylfa Þórs Sigurðssonar tryggðu Íslendingum sigur á Slóvenum, 1-2, í mars 2013. Slóvenska liðið svaraði hins vegar fyrir sig með 2-4 sigri á Laugar- dalsvellinum í júní. Staðan var 2-2 í hálfleik en eftir að Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í upphafi seinni hálfleiks hrundi leikur Íslands. Snúningspunkturinn í Sviss Einn mikilvægasti leikur í sögu íslenska landsliðsins var gegn Sviss í Bern 2013. Íslensku strákarnir komu þá til baka eftir að hafa lent þremur mörkum undir og gerðu 4-4 jafntefli við sterkt lið Svisslendinga. Úrslitin og frammistaðan í leiknum í Bern gáfu Íslendingum byr undir báða vængi og trú sem hefur fleytt þeim inn á tvö stórmót í röð. Argentína er með frábæran mann- skap, sérstaklega framarlega á vellinum. Liðið var hins vegar ósannfærandi í undankeppni HM og steinlá fyrir Spáni, 6-1, í síðasta leik sínum. Argentínumenn hafa ekki orðið heimsmeistarar síðan 1986 og eru orðnir langeygir eftir titlinum. Lionel Messi er að fara á sitt fjórða heimsmeistaramót og hann ræður mestu um það hversu langt Argentína fer í Rússlandi. Króatía er enn og aftur með Íslandi í riðli en liðin þekkjast orðið afar vel. Króatar þurftu að fara í gegnum umspil til að komast á HM. Króatíska miðjan er ógnar- sterk með Luka Modric sem besta mann. Mikil reynsla er í króatíska liðinu og margir leikmenn þess leika með sterkum félagsliðum. Króatía vann brons á HM 1998 en hefur ekki komið upp úr riðla- keppninni síðan þá. 5 sinnum hefur Argentína farið í vítakeppni á HM, oftast allra. 2 leiki á HM af níu hefur Króatía unnið síðan á HM 1998. Ísland þreytir frum- raun sína á HM en íslenska liðið hefur komist á tvö stórmót í röð. Íslendingar komust alla leið í 8-liða úrslit á EM í Frakkland fyrir tveimur árum. Það verður erfitt að endurtaka leikinn í Rússlandi en Ísland lenti í erfiðum riðli. Íslenski hópurinn er þéttur og liðið vel samstillt. Meiðsli Arons Einars Gunnarssonar og Gylfa Þórs Sigurðssonar setja mögulega strik í reikninginn. Nígería hefur komist á sex af síðustu sjö heimsmeistaramótum. Vann sinn riðil í undan- keppni HM sem var nokkuð sterkur. Nígeríumenn eru í 47. sæti heimslistans en eru sýnd veiði en ekki gefin. Innan raða nígeríska liðsins eru leikmenn sem leika, eða hafa leikið, í ensku úrvalsdeildinni, þ. á m. Victor Moses. Ofurernirnir gera sér vonir um að komast upp úr riðlinum. HM í Rússlandi D-Riðill Sá sem öllu máli skiptir Íslendingar fögnuðu ógurlega eftir að Jóhann Berg Guðmundsson jafnaði metin í 4-4 í uppbótartíma gegn Sviss í undankeppni HM 2014. FréttaBlaðið/Valli Jóhann Berg er eini leikmaðurinn í sögu íslenska lands- liðsins sem hefur skor- að þrennu í mótsleik. Ingvi Þór Sæmundsson ingvithor@frettabladid.is Fyrir seinni leikinn gegn Sviss voru Íslendingar í 2.-3. sæti riðilsins með níu stig, fimm stigum á eftir Svisslendingum sem voru á toppn- um. Baráttan um 2. sætið var hörð en hún stóð á milli Íslands, Slóveníu, Albaníu og Noregs. Íslenska liðið fékk draumabyrjun þegar Jóhann Berg kom því yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik. En svo fór að halla undan fæti og eftir hálf- tíma var staðan orðin 3-1, Sviss í vil. Íslenska vörnin míglak og það stefndi í stórtap. Helgi Valur Daníelsson fór af velli í hálfleik og í hans stað kom Eiður Smári. Gylfi var svo færður á miðj- una við hlið Arons Einars Gunnars- sonar. Fram að þessum leik hafði verið nokkur hausverkur að finna Gylfa pláss í leikkerfinu 4-4-2. Hann var notaður úti á kanti og í framlín- unni en í seinni hálfleiknum í Bern sást að hann gat leyst stöðu miðju- manns með miklum glans. Seinni hálfleikurinn byrjaði illa fyrir Ísland því Blerim Dzemaili kom Sviss í 4-1 með marki úr víta- spyrnu á 54. mínútu. Tveimur mín- útum síðar minnkaði Kolbeinn Sig- þórsson muninn með laglegu marki og íslenska liðið öðlaðist aftur trú á sjálfu sér. Jóhann Berg skoraði sitt annað mark og þriðja mark Íslands á 68. mínútu og Íslendingar héldu áfram að pressa. Jöfnunar- markið kom svo þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leik- tíma. Jóhann Berg fékk þá boltann á hægri kantinum, lagði hann fyrir sig og sneri honum svo í fjærhornið. Magnað mark og mögnuð þrenna hjá Jóhanni Berg. „Það var auðvitað frábær til- finning að skora þrjú mörk í svona mikil vægum leik,“ sagði hetjan í samtali við Fréttablaðið eftir leik- inn. „Það er vissulega magnað að koma svona til baka og ná í þetta mikilvæga stig. Maður vonar bara núna að ég hangi inni í byrjunar- liðinu fyrir leikinn gegn Albönum.“ Jóhann Berg hékk inni í byrjunar- liðinu gegn Albaníu og hefur ekki farið úr því síðan. Hann, ásamt 22 leikmönnum Íslands, er á leið á HM í Rússlandi. Íslendingar eru búnir að festa sig í sessi sem alvöru lið og eitt stærsta skrefið í þroskaferli þess var tekið í Bern fyrir fimm árum. 3 síðustu leiki sína í undankeppni HM vann Ísland með markatölunni 7-0. 3 sinnum í fimm tilraunum hefur Nígería komist í 16-liða úrslit á HM. 1 2 . M A Í 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R40 H e L G i N ∙ F R É T T A B L A ð i ð 1 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 1 F B 1 2 8 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C 0 -F 5 1 0 1 F C 0 -F 3 D 4 1 F C 0 -F 2 9 8 1 F C 0 -F 1 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 8 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.