Feykir


Feykir - 26.11.2015, Síða 18

Feykir - 26.11.2015, Síða 18
2 01 51 8 að gefa það út að ég ætla koma hingað,“ segir Sigurður og brosir. „Ef blessaða útlendingana langar að kaupa lunda, er ekki í lagi að selja þeim lunda?“ Sigurður segist eiga sér stóra drauma með Selasetrið og að þar hafi verið unnið stórkostlegt starf. Safnið verði sífellt betra, verslunin í kring um það og önnur umgjörð til fyrirmyndar. „Ef maður horfir á fjölda gesta þá hefur verið stígandi í því, ekki bara sá meðbyr sem fæst með því hve mikið hefur verið að fjölga ferðamönnum, heldur höfum við verið að standa okkur umfram það,“ segir hann. Hvað ferðaþjónustu á landsvísu varðar telur hann þjóðina standa á krossgötum og að umræðan í samfélaginu endurspegli það. Hann telur hluta vandamálsins liggja í því að fjármagnið endi alltaf hjá ríkinu þegar það ætti að enda þar sem kúnninn er að koma. Þá segir hann Íslendinga hafi fátt að bjóða kúnnunum með mestu kröfurnar. „Við þurfum að hugsa um að við verðum aldrei ódýr áfangastaður og ef við ætlum ekki alltaf bara að auka magnið af fólki þá verðum við að fá fólk sem á meiri pening. Hvaða fólk er það, hvað þarf það og hvernig náum við til þeirra?“ útskýrir hann. Sigurður segist þakklátur fyrir þann hóp fólks sem kemur hingað í auknu mæli, Vesturlandabúa á aldrinum 25- 45 ára, sem ferðast á eigin vegum. „Við megum alveg vera þakklát fyrir þessa breytingu því hún skilar fleira ferðafólki út á land. Þá spyr maður sig: „Hvað er það sem þetta fólk hefur gaman af, hvað vill það í mat og drykk. Eru þetta allt hipsterar og eigum við að bjóða þeim upp á hipsteraupplifun? Þá skulum við endilega gera það,“ segir Sigurður. Í því hverfi varðar segist hann ánægður með þá góðu kjarnamyndun sem hefur átt sér stað við höfnina á Hvammstanga. Hann segir að því meira er í boði því meira aur sé skilinn eftir í samfélaginu. Vill kynna íbúum samfélagsins leikbrúðuleik Hjónin komu til landsins, ásamt 15 mánaða dóttur sinni Elínu Rannveigu, þann 26. september og fluttu inn í einbýlishúsið, sem þau keyptu án þess að hafa nokkurn tímann komið þar inn áður, þann 27. september. Greta er að koma sér upp vinnuaðstöðu í bílskúrnum en þar ætlar hún að útbúa brúðurnar sínar. Einn daginn segist hún vilja bjóða fólki til að koma og sjá. „Eitt af því sem mér fannst spennandi við að flytja hingað er að hafa tíma og rúm til að skapa og ég vil hafa eitthvað fram að færa til samfélagsins, í stað þess að þiggja bara.“ Þá sér Greta fyrir sér að hún muni sýna það sem hún vinnur að hverju sinni fyrst á Hvammstanga áður en hún fer með sýningarnar til Bretlands. Einnig vilji hún gjarnan kenna bæði börnum og fullorðnum brúðuleik og brúðugerð. „Þegar ég hugsa um uppvaxtarár mín og hvernig það að hafa brúðuleikhúsin í kringum mig mótaði mig og hafði djúpstæð áhrif, langar mig að geta veitt börnunum hér það sama,“ segir hún að lokum. samhengi ræðir hann um svokallaðar lundabúðir, sem sumir eru ekki hrifnir af. „Ef blessaða útlendingana langar að kaupa lunda, er ekki bara í lagi að selja þeim lunda? Er það eitthvað siðferðis- lega gölluð hugmyndafræði, að selja fólki það sem það langar að kaupa?“ Hvað ferðaþjónustu í hans nærum- Greta, Sigurður og Elín Rannveig í Selasetrinu. MYND: BÞ Sérsmíði innréttinga og faglegur metnaður hefur verið aðalsmerki okkar um árabil. Vandaðar skúffubrautir, lamir og þykkar kantlímingar eru aðeins nokkur af einkennum okkar. Við framleiðum gæðainnréttingar þar sem sígilt útlit og vönduð vinnubrögð fagmanna eru höfð í fyrirrúmi. sígilt útlit N Ý PR EN T eh f. Trésmiðjan Borg ehf Borgarmýri 1 550 Sauðárkrókur Sími 453 5170 tborg@tborg.is Leitin að réttu lausninni hefst hjá okkur... N Ý PR EN T eh f.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.