Fréttablaðið - 19.05.2018, Side 4

Fréttablaðið - 19.05.2018, Side 4
Húsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu amk. 4ra herbergja íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu fyrir norskan starfsmann ásamt fjölskyldu. Leigutíminn er eitt ár frá 1. ágúst 2018. Öruggar greiðslur og góð umgengni. Nánari upplýsingar í síma 5 200 700 eða emb.reykjavik@mfa.no StjórnSýSla Reykjavíkurborg fjar- lægði upplýsingar sem virðast hafa verið birtar fyrir mistök í fundar- gerð borgarráðs á fimmtudag eftir fyrirspurn Fréttablaðsins. Á fundi borgarráðs var lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykja- víkur í máli sem 75 prósent öryrki höfðaði gegn borginni eftir að hafa verið synjað um sérstaka fjár- hagsaðstoð hjá borginni. Í fundar- gerðinni er konan nafngreind en henni fylgdi hlekkur á skannaða útgáfu af úrskurðinum þar sem upplýsingar um mál konunnar, í þessum viðkvæma málaflokki, voru birtar. Þess ber að geta að umræddur úrskurður birtist ekki á vef héraðsdóms. Viðkomandi kona hafði sótt um fjárhagsaðstoð hjá borginni árið 2015 en verið synjað á grund- velli þess að sameiginlegar tekjur hennar og maka hafi verið umfram þau viðmið sem sett eru fyrir slíkri aðstoð. Konan leitaði réttar síns og stefndi borginni til að ógilda umrædda synjun. Hafði hún ekki erindi sem erfiði og hafði borgin betur með úrskurði héraðsdóms þann 8. maí síðastliðinn. Fréttablaðið spurðist fyrir um málið hjá upplýsingafulltrúa borgarinnar og hvort birtingin gæti talist eðlileg eða hvort um mistök hafi verið að ræða af hálfu borginnar. Fyrirspurn blaðsins var ekki svarað en nokkru síðar hafði hlekkurinn á úrskurð héraðsdóms verið fjarlægður. Verður því ekki annað ráðið en að um mistök hafi verið að ræða. Lögmaður konunnar vildi ekki tjá sig um málið án þess að ráðfæra sig við skjólstæðing sinn, þegar eftir því var leitað en sagði að málið yrði skoðað. – smj Borgin birti viðkvæm skjöl um öryrkja tÖlUr VIKUnnar 13.05.2018 tIl 19.05.2018 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði að sú niður- staða starfshóps heilbrigðisráð- herra að það væri lögbrot að hafa samband við arfbera stökk- breytts gens væri furðuleg túlkun. „Þegar manneskja er í bráðri lífshættu vörum við hana við ef við getum og reynum að forða henni frá hættunni án tillits til laga.“ Á vefsíðunni arf- gerd.is, sem Íslensk erfðagreining opnaði vegna óásættanlegra við- bragða stjórnvalda, er hægt að fá upplýsingar um hvort menn séu með illvíga stökkbreytingu í erfða- vísi sem heitir BRCA2. Guðrún Ágústsdóttir formaður öldungaráðs Reykjavíkur sagði að ríki og sveitarfélög þyrftu að taka á réttindamálum aldraðra inn- flytjenda þannig að sómi væri að. Meðferðin á þeim núna væri ekki sómasamleg. Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður sagði hljómsveit sína Gagna- magnið hafa íhugað þátttöku í undankeppni Euro- vision á næsta ári. Nú geti hún ekki hugsað sér að taka þátt í Euro- vision-gleðinni. Ísraelar hafi sigrað og stjórnvöld þeirra beiti Palestínumenn hrottalegu ofbeldi. Daði hvatti RÚV til að hætta við þátttöku. Þrjú í fréttum Arfberar,  kjör og söngvakeppni 109.905 einstaklingar leituðu til Landspítalans í fyrra. Tæplega 2,5 milljónir rannsókna voru gerðar á rannsóknarsviði spítalans í fyrra. 3 milljarðar króna ríflega var hagnað- ur álvers Norður- áls á Grundartanga á síðasta ári. 5.142 heimili fengu fjárhagsaðstoð sveitarfélaga í fyrra. Hafði þá heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fækkað um 716 frá ár- inu áður. Af þeim heimilum sem fengu mesta fjárhagsaðstoð árið 2017 voru heimili einstæðra barnlausra karla 43,5% og heimili einstæðra kvenna með börn 23,4% og heimili einstæðra barnlausra kvenna 22,1%. 60% nemur fjölgunin á biðlista eftir hjúkr- unarrými milli áranna 2014 og 2016. 14.929 fluttu til landsins á síðasta ári og hafa aldrei fleiri flust til landsins á einu ári. 6.689 manns fluttu frá landinu árið 2017. 612 þúsundum króna nam hækkun mánaðarlauna bæjar- stjóra Kópavogs í fyrra. Hækk- unin var 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017 en í fyrra fékk bæjar- stjórinn tæpar 2,5 milljónir á mánuði. HeIlbrIgðISmál Þjónustusamn- ingur hjúkrunarþjónustunnar Kar- itas við Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala verður ekki fram- lengdur og starfsemin verður færð undir Landspítala. Þetta var niður- staða fundar sem eigendur Karit- as áttu í heilbrigðisráðuneytinu í vikunni. Upphaflega var þjónustu- samningurinn undirritaður árið 2009 en Karitas sinnir hjúkrunar- og ráðgjafar þjónustu fyrir fólk með langvinna sjúkdóma og aðstand- endur þeirra. Ástæða þess að þjónustusamn- ingurinn verður ekki framlengdur er sú að Karitas sagði upp samn- ingnum til að þrýsta á aukið fjár- magn. „Þá tekur heilbrigðisráðherra þá ákvörðun að færa starfsemina til Landspítalans. Hún segir að Land- spítalinn geti tekið við þjónustunni og segir að ekki verði rof á þessari þjónustu við þennan sjúklingahóp,“ segir Berglind Víðisdóttir, hjúkr- unarfræðingur og einn eigenda Karitas. Sjálf hefur Berglind miklar áhyggjur af því að rof verði á þjón- ustunni. „Við erum ekkert fráhverfar því að þessi viðkvæma starfsemi eigi heima undir Landspítalanum, en við vitum að það tekur langan tíma að undirbúa það og skipuleggja. Við erum með hátt í 100 sjúklinga á hverjum tíma og þessi tilfærsla mun ekki gerast á nokkrum vikum.“ Berglind segir að eigendur Kar- itas hafi í einhvern tíma leitað eftir því að fjármagn til félagsins verði aukið. „Samningurinn er að mörgu leyti barn síns tíma. Það er margt í honum sem þyrfti að skoða og laga. Það hafa verið settar inn í samning- inn auknar kröfur á okkur án þess að það hafi komið til mótframlag,“ segir hún um samninginn. „Við höfum komið með margar tillögur um hvernig hægt væri að vinna þetta á hagkvæmari og skil- virkari hátt. Þær tillögur hafa ekki náð fram að ganga,“ segir Berglind og nefnir sem dæmi tæknibreyting- ar sem orðið hafa á samningstím- anum. Hún segir að margir af yngri skjólstæðingum félagsins mundu frekar vilja nýta sér tæknina í stað heimavitjana í einhverjum tilfellum og það gæti sparað mikla fjármuni. Samningurinn er þess eðlis að Karitas fær greitt fyrir hverja vitjun sem hjúkrunarfræðingar félagsins fara í. „Samt erum við með bak- vakt allan sólarhringinn fyrir okkar sjúklinga en við höfum aldrei fengið greiddar bakvaktargreiðslur. Við áætlum að við höfum tekið á milli átta og níu þúsund símtöl yfir árið á þessum bakvöktum án þess að fá greitt fyrir það,“ segir Berglind sem tekur fram að kostnaður ríkisins vegna samningsins nemi um 80 til 90 milljónum króna á ári. Að sögn Berglindar er sambærileg þjónusta á Landspítalanum sem nefnist Heimahlynning og sinnir svipuðum, ef ekki minni, fjölda sjúklinga og Karitas. Þrátt fyrir að þjónustan sé til staðar hefur Berg- lind áhyggjur af tilfærslunni, eins og áður segir. „Ég held að Landspítal- inn hafi ekki burði til að sinna þessu eins og staðan er í dag. Við mundum vilja fá að heyra frá ráðuneytinu hvernig þau ætla að færa þjónust- una frá okkur til Landspítalans.“ Ekki náðist í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir blaðamanns. gretarthor@frettabladid.is Lýsir yfir áhyggjum af því að rof verði á þjónustu við langveika Karitas hefur starfað eftir þjónustusamningi frá 2009. Félagið sinnir hjúkrunarþjónustu fyrir fólk með lang- vinna sjúkdóma og aðstandendur þeirra. Eigendur sögðu samningnum upp til að þrýsta á aukið fjármagn og starfsemin var færð undir Landspítala í kjölfarið. Einn eigenda efast um að spítalinn sé tilbúinn í það. Landspítalinn sinnir sambærilegri þjónustu og Karitas undir nafninu Heima- hlynning. FréttabLaðið/GVa Við erum með hátt í 100 sjúklinga á hverjum tíma og þessi tilfærsla mun ekki gerast á nokkrum vikum. Berglind Víðisdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og einn eigenda Karitas Konan hafði sótt um fjárhagsaðstoð hjá borginni. FréttabLaðið/anton brinK 1 9 . m a í 2 0 1 8 l a U g a r D a g U r4 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D 9 -E 7 B 8 1 F D 9 -E 6 7 C 1 F D 9 -E 5 4 0 1 F D 9 -E 4 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.