Fréttablaðið - 19.05.2018, Page 8

Fréttablaðið - 19.05.2018, Page 8
Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is Kynningarfundur um raforkuspár og sviðsmyndir um raforkunotkun Raforkuhópur Orkuspárnefndar mun kynna vinnu við gerð raforkuspáa og sviðsmynda um raforkunotkun miðvikudaginn 23. maí kl. 08:15 - 10:00 á veitingastaðnum Nauthóli. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 08:15 - 08:45. Raforkuspá er mikilvæg forsenda fyrir framkvæmdum í raforkukerfinu og óskar Orkuspárnefnd eftir ábendingum og athugasemdum við raforkuspá og sviðsmyndir um raforkunotkun sem geta nýst við frekari þróun þessarar vinnu. Fundurinn er opinn öllum. Stjórnmál Frambjóðandi sem gaf kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosning- um hefur kvartað undan uppstill- ingarnefnd flokksins í Reykjavík til miðstjórnar flokksins. Sakar fulltrúa nefndarinnar um rógburð og meið- yrði í sinn garð. Formaður uppstill- ingarnefndar kannast ekki við slíka umræðu. Fréttablaðið hefur fengið það staðfest innan Sjálfstæðisflokksins að Herdís Anna Þorvaldsdóttir, núverandi varaborgarfulltrúi, hafi tilkynnt meintan rógburð og meið- andi ummæli í sinn garð innan nefndarinnar til miðstjórnar flokks- ins, sem hafi haft áhrif á niðurstöðu uppstillingarinnar þar sem hún hlaut ekki brautargengi. Nokkur óánægja var með niður- stöður uppstillingarnefndarinnar þar sem meðal annars mörgum reyndum frambjóðendum og borg- arfulltrúum á borð við Áslaugu Frið- riksdóttur og Kjartani Magnússyni var úthýst. Flokkurinn ákvað sem kunnugt er að halda leiðtogapróf- kjör síðastliðið haust þar sem Eyþór Arnalds varð hlutskarpastur en fela uppstillingarnefnd að raða í sætin þar fyrir neðan. Herdís Anna vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hennar í gær en stað- festi aðeins að hafa sent miðstjórn flokksins erindi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun umræðan um Herdísi Önnu innan nefndarinnar, meðal tiltekinna nefndarmanna, hafa verið gróf og hún borin það þung- um sökum að það hafi fljótt spurst út innan flokksins enda litið svo á að gróflega væri að henni vegið. Sveinn H. Skúlason, formaður uppstillingarnefndarinnar, kvaðst koma af fjöllum í samtali við Frétta- blaðið. „Ég kannast ekki við það. Í kjör- nefndum talar fólk opið um ein- staklinga, skoðanir og álit á fólki en ég man ekki til að neitt hafi verið rætt sérstaklega neikvætt um henn- ar persónu,“ segir Sveinn. „Hinir bestu einstaklingar detta jafnvel út í slíku mati því það er svo margt sem kjörnefnd er að hugsa um. En þú ert að segja mér fréttir.“ Öll erindi sem send eru mið- stjórn eru kynnt, tekin fyrir og eftir atvikum afgreidd á þeim vettvangi, en miðstjórn fer með æðsta vald í málefnum Sjálfstæðisflokksins milli landsfunda. Þórður Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir skrifstofu flokksins ekki hafa heimild til að upplýsa um það hvort erindi hafi borist miðstjórn, um efni þeirra eða afgreiðslu, nema miðstjórn taki ákvörðun þar um. mikael@frettabladid.is Nefndin er sökuð um rógburð og meiðyrði Frambjóðandi sem gaf kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sendi miðstjórn flokksins erindi þar sem kvartað er undan uppstillingarnefnd. Sakar fulltrúa um rógburð og meiðyrði. Formaður nefndarinnar kannast ekki við slíkt. Erindi hefur verið sent miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þar sem uppstillingarnefnd í Reykjavík er sökuð um rógburð. FRéttablaðið/GVa Herdís anna Þorvaldsdóttir. Samkvæmt heimildum mun umræðan um Herdísi Önnu innan nefndarinnar, meðal tiltekinna nefndar- manna, hafa verið gróf DómSmál Héraðsdómur Reykja- ness dæmdi Þorstein Halldórsson í sjö ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti í gær. Þá var hann dæmdur til að greiða piltinum 3,5 milljónir króna í miskabætur. Þor- steinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar en hefur tvívegis verið ákærður fyrir brot gegn piltinum og voru málin sameinuð fyrir dómi. Fyrri ákæra varðar brot sem áttu sér stað frá því pilturinn var fimm- tán ára og þar til hann varð sautján ára. Fyrr á þessu ári var maðurinn svo ákærður í annað sinn. Að þessu sinni fyrir að nauðga piltinum sem nú er átján ára allt að sex sinnum á gistiheimili dagana 6. til 11. janúar. Í dómnum segir að maðurinn hafi „ítrekað tælt hann með fíkniefnum, lyfjum og gjöfum, gefið honum peninga, tóbak og nýtt sér yfirburði sína gagnvart drengnum vegna aldurs- og þroskamunar, til að hafa við sig samræði og önnur kynferðis- mök.“ Þá er maðurinn meðal annars ákærður fyrir að hafa ítrekað tekið ljósmyndir af piltinum á kynferðis- legan og klámfenginn hátt og brot gegn nálgunarbanni. Þegar samskipti Þorsteins og pilts- ins hófust árið 2015 var hann 54 ára gamall en brotaþoli 15 ára. Á þeim var því 39 ára aldursmunur. Meðal gagna málsins eru afrit af Snapchat-samskiptum Þorsteins og piltsins á tímabilinu frá 30. maí 2016 til ársloka það ár og afritaði lögreglan þau. Einnig afritaði lög- reglan gögn úr síma Þorsteins og var þar að finna ljósmyndir af brotaþola, ljósmyndir af getnaðarlimi, rassi og endaþarmi á ungum manni, svo og myndskeið af brotaþola og ákærða þar sem sjá má piltinn veita mann- inum munnmök. Í dómi segir að brotin hafi verið alvarleg og til þess fallin að valda brotaþola andlegri vanlíðan. Nýtti ákærði sér yfirburðastöðu sína gagn- vart brotaþola, bæði að því er aldur og þroska varðar. „Á þeim tíma ánetjaðist hann sterkum fíkniefnum sem ákærði lét honum í té fyrir kynmök. Segist brotaþoli í dag vera fíkill af þessum sökum og fær það stoð í framburði móður hans og stjúpföður. Á árinu 2017 var hann vistaður á Stuðlum vegna vanlíðunar og áhættuhegðun- ar. Samkvæmt vottorðum frá barna- geðlækni og sálfræðingi er brotaþoli greindur með kvíðaeinkenni, þung- lyndi og áráttu- og þráhyggjuröskun, auk ADHD.“ – bsp Sjö ára fangelsi fyrir kynferðisbrot 3,5 milljónir fær hinn ungi piltur í miskabætur frá Þorsteini Halldórssyni fyrir brotin rúSSlanD Sergeí Skrípal, rússneskur fyrrverandi gagnnjósnari sem eitrað var fyrir í Salisbury með novichok- taugaeitri í mars, var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Frá þessu greindu bresk heilbrigðisyfirvöld. Efnavopnaárásin á Skrípal, og Júlíu dóttur hans, var uppspretta illdeilna á milli Rússa og Breta. Þótti Bretum og bandamönnum ljóst að Rússar hefðu eitrað fyrir Skrípal-feðginum og ráku allnokkur ríki tugi rúss- neskra erindreka úr landi. Rússar hafa hins vegar alla tíð haldið fram sakleysi sínu, sett fram á annan tug misvísandi kenninga um árásina, og vísuðu jafnmörg- um erindrekum úr landi á móti. Efnavopnastofnunin staðfesti í apríl þann framburð Breta að eitrið hafi vissulega verið afar tært nov- ichok. Þykir Bretum ómögulegt annað en að eitrið hafi komið frá Rússlandi, meðal annars þar sem Sov- étríkin hefðu þróað það og framleitt og vegna fyrri meintra árása Rússa á rússneska „föðurlandssvikara“. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í gær glaður að Skrípal væri útskrifaður. „Ef það væri rétt, eins og Bretar hafa fullyrt, að fyrir honum hafi verið eitrað með efnavopni framleiddu í hern- aðarskyni, hefði maðurinn dáið á vettvangi árásarinnar,“ sagði Pútín sem þykir batinn benda til sakleysis Rússa. – þea Vill meina að bati Skrípal sanni sakleysi Rússa Vladímír Pútín. 1 9 . m a í 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D A -0 F 3 8 1 F D A -0 D F C 1 F D A -0 C C 0 1 F D A -0 B 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.