Fréttablaðið - 19.05.2018, Side 12

Fréttablaðið - 19.05.2018, Side 12
chile Allir 34 biskupar kaþólsku kirkjunnar í Suður-Ameríkuríkinu Síle hafa boðið Frans páfa afsagnar- bréf sín. Þetta kom fram í tilkynn- ingu sem biskuparnir sendu frá sér í gær en ástæðan er barnaníðs- hneyksli og yfirhylming sem hefur hrist stoðir kaþólsku kirkjunnar þar í landi. Þetta er í fyrsta sinn í nærri 2.000 ára langri sögu kaþ- ólsku kirkjunnar sem allir biskupar heillar þjóðar bjóðast til að segja af sér, svo vitað sé. Um er að ræða mál fyrrverandi prestsins Fernando Karadima. Ásak- anir á hendur honum um barnaníð komu fyrst fyrir augu almennings árið 2010. Juan Barros biskup, sem Frans páfi skipaði fyrir þremur árum, er svo sakaður um að hafa hylmt yfir með Karadima og einnig að hafa verið viðstaddur þegar sum brotin voru framin. Neyðarviðræður í Páfagarði Afsagnarbréfin afhentu biskup- arnir í lok þriggja daga neyðarvið- ræðna í Páfagarði sem páfi bauð til vegna málsins eftir að hann lýsti því yfir að hann hafi gerst sekur um „alvarlegan dómgreindarbrest“ í máli Barros. Þrýst hafði verið á bisk- upana að segja af sér eftir að upp- lýsingum úr 2.300 blaðsíðna langri skýrslu, sem Charles Scicluna, erki- biskupinn af Möltu, og hinn spænski Jordi Bertomeu unnu um hneykslið fyrir Páfagarð, var lekið á fimmtu- dagskvöld. Í umræddri skýrslu kom fram að páfi líti svo á að biskuparnir hafi margir eyðilagt sönnunargögn, þrýst á rannsakendur að halda aftur af sér og sýnt alvarlega vanrækslu með því að skýla ekki börnum frá ofbeldismönnum innan kirkjunnar. Páfi sagði sömuleiðis í skýrslunni að allir valdamenn innan chilesku kirkjunnar bæru ábyrgð á meðferð málsins. „Enginn getur flúið ábyrgð sína og kennt öðrum um,“ sagði chil- Allir biskupar í Chile bjóða afsögn sína Barnaníðsmál kaþólska prestsins Fernando Karadima í Chile leiðir til fordæmalausrar uppstokkunar í landinu. Frans páfi skipaði mann sem sagður er hafa hylmt yfir með Karadima í embætti biskups árið 2015. Páfi hefur hingað til varið manninn opinberlega. Páfa- garður tók saman 2.300 blaðsíðna skýrslu um málið sem breytti afstöðu páfa. Biskuparnir sem boða afsögn sína eru þrjátíu og fjórir. Juan Ignacio Gonzalez og Luis Fernando Ramos Perez, chileskir biskupar, á blaðamannafundi í gær. Tilefni fundarins var barnaníðshneyksli sem skekur kaþólsku kirkjuna í landinu. NoRdIcPhoTos/AFP Frans páfi skipaði Juan Barros, sem sakaður er um yfirhylmingu í málinu, biskup yfir osorno árið 2015. Ákvörðunin var umdeild. NoRdIcPhoTos/AFP Málið reynst páfa erfitt Karadima var fyrst sakaður um barnaníð árið 1984. Rannsakandi kirkjunnar, Juan Francisco Fresno, erkibiskupinn af Santiago, komst að því að fótur væri fyrir ásökun- unum en ákvað að aðhafast ekk- ert. Það var ekki fyrr en árið 2010, þegar þolendur gerðu ásakanir sínar opinberar, sem málið komst á skrið. Kirkjan dæmdi Karadima ári síðar sekan í málinu og var refsingin ævilöng iðrun. Karadima var áhrifavaldur tuga presta og nokkurra biskupa. Frans páfi flækt- ist inn í málið árið 2015 þegar hann setti einn þessara biskupa, Juan Barros, yfir sóknina í Osorno. Ákvörðunin vakti reiði í chilesku sam- félagi og reyndi Ricardo Ezzati Andrello, arftaki Fresno í Santiago, að fá páfa til að endurhugsa hana. Því fór hins vegar sem fór og Barros tók við biskupsumdæminu. Þótt Barros hafi aldrei hlotið sama dóm og Karadima hefur fjöldi þolenda sagt að hann hafi hylmt yfir með Karadima og jafn- vel verið viðstaddur þegar brotin voru framin. Frans páfi hefur hins vegar varið Barros opinberlega. Til að mynda í heimsókn sinni til Chile í janúar. Nú hefur páfa hins vegar snúist hugur og hefur hann jafnframt viðurkennt sekt sína. Í útdrætti úr langri skýrslu Páfagarðs um málið sagði páfi meðal annars að allir chileskir biskupar bæru ábyrgð á hneykslinu, en hann sjálfur fyrst og fremst. Juan Barros, biskupinn af osorno. NoRdIcPhoTos/AFP Fernando Karadima, sem kirkjan sakfelldi fyrir barnaníð. NoRdIcPhoTos/AFP að leysa með því að taka einungis á einstökum málum, þótt það þurfi vissulega að gera líka. En það er ekki nóg, við þurfum að gera meira. Það væri óábyrgt af okkur að skoða ekki ræturnar og þá innviði sem hafa leyft svona löguðu að endurtaka sig ítrek- að,“ sagði aukinheldur í útdrætti páfa. Framtíðin í höndum páfans Biskuparnir sögðu í yfirlýsingu gærdagsins að framtíð þeirra væri í höndum páfa. Ef hann samþykkti ekki afsögn þeirra myndu þeir halda áfram störfum sínum fyrir kirkjuna. „Í samstarfi við páfann viljum við ná fram réttlæti og vinna að því að bæta þann skaða sem hefur orðið,“ sagði þar aukinheldur. „Við höfum ákveðið að setja framtíð okkar í hendur hins heilaga föður og biðjumst fyrirgefningar fyrir þann sársauka sem fórnar- lömbin þurftu að þola, við biðjum páfann afsökunar og við biðjum land okkar afsökunar á þeim alvar- legu mistökum sem við höfum gert,“ sagði þar enn fremur. Barros hefur endurtekið boðið páfa afsögn sína. Páfinn hefur neitað því í hvert skipti þar sem honum þótti sekt Barros ekki liggja fyrir. Nú þykir líklegt að niðurstaðan verði önnur. Sagði AP í gær frá því að páfa hafi snúist hugur eftir að hann las fyrrnefnda 2.300 blaðsíðna skýrslu. Umdeild heimsókn Páfi ferðaðist sjálfur til Chile í janúar. Ummæli hans um málið þá vöktu mikla reiði. „Það eru engin sönnunargögn sem benda til sektar hans [Barros]. Þetta eru allt meiðyrði. Skiljið þið það?“ sagði páfi áður en hann hélt til messu í borginni Iquique. Sagði hann svo við blaðamenn að þegar einhver myndi leggja fram sönnunargögn gegn Barros myndi páfi ræða málið. Juan Carlos Cruz, er einn þeirra sem sakað hefur Karadima um kynferðisofbeldi og hefur sagt að Barros hafi verið viðstaddur þegar Karadima kyssti hann og káfaði á honum, var á meðal fórnarlamba sem fordæmdu orð páfa. „Það er ekki eins og ég hafi getað tekið mynd á meðan Karadima mis- notaði mig og aðra á meðan Juan Barros stóð við hlið hans og fylgdist með. Páfi talar um að bæta skaðann en ekkert hefur breyst. Afsökunar- beiðni hans er innantóm,“ sagði Cruz í janúar. Þá sagði James Hamilton, annar þolenda Karadima, að með þess- um ummælum hafi almenningur fengið að sjá aðra hlið á páfa. „Það sem páfinn hefur gert hér í dag er særandi og sársaukafullt. Ekki bara fyrir okkur heldur líka fyrir alla þá sem vilja binda enda á þetta ofbeldi.“ eska sjónvarpsstöðin T13 að páfi hafi skrifað. Páfagarður staðfesti síðar að tilvitnunin væri rétt. Páfi sagði í útdrætti úr skýrslunni að það hátterni að bjóða ofbeldis- menn innan kirkjunnar velkomna og hleypa þeim í stjórnunarstöður, líkt og gert var í Chile, væri eitt helsta einkenni þeirrar kynferðis of beldis- krísu sem hrjáð hefur kaþólsku kirkj- una á heimsvísu undanfarna áratugi. „Vandamál kirkjunnar er ekki hægt Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is 1 9 . m a í 2 0 1 8 l a U G a R D a G U R12 f R é t t i R ∙ f R é t t a B l a ð i ð 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D 9 -F 6 8 8 1 F D 9 -F 5 4 C 1 F D 9 -F 4 1 0 1 F D 9 -F 2 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.