Fréttablaðið - 19.05.2018, Page 18

Fréttablaðið - 19.05.2018, Page 18
Býður Tinnu Jökulsdóttur velkomna til starfa Hægt er að panta tíma í sjúkraþjálfun í síma 564 4067 eða senda póst á sjukrathjalfunin@sporthusid.is Á stofunni starfa fyrir: Þjónusta í boði: Atli Örn Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Elsa Sæný Valgeirsdóttir, Elvar Leonarsdsson, Hildur Kristín Sveinsdóttir, María Jónsdóttir, Særún Jónsdóttir, Þorsteinn Máni Óskarsson, Þóra Hugosdóttir, Elísabet Reynisdóttir og Helga Gísladóttir. Úrlausn og greining stoðkerfisvandamála Heilsufarsmælingar Fræðsla og ráðgjöf Hreyfigreining Tinna Jökulsdóttir Róbert Aron Hostert hefur leikið vel í úrslitaeinvíginu. Hér reynir hann skot að marki FH undir pressu frá Arnari Frey Ársælssyni. FRéttAblAðið/ERniR Handbolti Það verður ekkert gefið eftir þegar FH og ÍBV leiða saman hesta sína í fjórða leik liðanna í úrslitum Olísdeildar karla í Kapla- krika í Hafnarfirði klukkan 16.30 í dag. ÍBV hefur 2-1 forskot í einvígi liðanna eftir sannfærandi sigur í hitaleik í Vestmannaeyjum á fimmtudagskvöldið. Eyjamenn þurfa aðeins einn sigur í viðbót til að verða sér úti um Íslandsmeist- aratitilinn í ár. Um fátt annað hefur verið rætt en brot Eyjamannsins Andra Heim- is Friðrikssonar á FH-ingnum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni um miðjan fyrri hálfleik. Samfélagsmiðlar hafa logað vegna málsins og fjölmiðlar fjallað um málið af miklum móð. Broti Andra Heimis var í gær vísað til aganefndar HSÍ til úrskurðar. Gísli meiddist á höfði og öxl og tók ekki frekari þátt í leiknum. FH mátti illa við því, sérstaklega í ljósi þess að fyrirliðinn Ásbjörn Friðriksson var fjarverandi vegna meiðsla á kálfa. Halldór Sigfússon, þjálfari FH, sagði í samtali við Fréttablaðið að það kæmi ekki í ljós fyrr en í dag hvort Gísli yrði leikfær í viður- eigninni í dag. Það liti ekki út fyrir að hann hefði fengið heilahristing en hann væri slæmur í öxlinni. Að sögn Halldórs mun Ásbjörn taka þátt í leiknum í dag; það yrði öllu tjaldað til enda ekkert annað en sigur í boði fyrir FH. Eins og áður sagði getur ÍBV tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í Krikanum í dag. Liðið yrði þá handhafi allra stóru titl- anna; deildar-, bikar- og Íslands- meistarar. Síðasta liðið til að afreka það voru Haukar 2010. Aron Rafn Eðvarðsson, sem ver mark Eyja- manna í dag, og Sigurbergur Sveins- son, skytta ÍBV, voru í liði Hauka á þeim tíma. Aron Rafn hefur varið vel í ein- víginu, sérstaklega í leikjunum í Eyjum. Ágúst Elí Björgvinsson hefur ekki fundið sig en Birkir Fannar Bragason hefur átt ágætar innkomur. Stuðningsmenn FH von- ast til þess að Ágúst hrökkvi í gírinn í leiknum í dag. FH laut í lægra haldi fyrir Val í úrslitum Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og mun að öllum líkindum leggja allt í sölurnar til þess að þau vonbrigði endurtaki sig ekki. FH-ingar geta ornað sér við það að þeir hafa unnið alla fjóra heimaleiki sína í úrslitakeppninni til þessa og töpuðu aðeins tveimur af 11 heimaleikjum sínum í deildar- keppninni. hjorvaro@frettabladid.is Allt eða ekkert hjá FH-ingum ÍBV getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla með sigri á FH í Kaplakrika í dag. Ekki liggur fyrir hvort Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi FH, spilar í dag vegna meiðsla úr síðustu viðureign. Fótbolti Manchester United og Chelsea eru bæði í leit að eina titli sínum á yfirstandandi leiktíð þegar liðin mætast í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley í dag, sama dag og hið konunglega brúð- kaup fer fram. José Mourinho mun að öllum líkindum stýra Manchester Unied á næstu leiktíð, en útlit er fyrir að þetta verði síðasti leikur Antonio Conte hjá Chelsea. Þessir tveir knattspyrnustjórar hafa hreytt ónotum hvor í annan undanfarin ár, en hafa að sögn Mourinho grafið stríðsöxina í bili það minnsta. Mourinho hefur ansi gott sigur- hlutfall þegar kemur að úrslita- leikjum en hann hefur borið sigur úr býtum í 12 af þeim 14 leikum sem hann hefur farið í sem knatt- spyrnustjóri. Manchester United getur jafnað Arsenal sem hefur oft- ast orðið enskur bikarmeistari eða 13 sinnum með sigri í leiknum í dag. Chelsea hefur hins vegar sjö sinnum orðið bikarmeistari. Manchester United varð síðast bikarmeistari 2016, en það var síð- asta verk Louis van Gaal hjá félaginu að leiða liðið til sigurs gegn Crystal Palace í bikarúrslitum það árið. Chelsea vann enska bikarinn aftur á móti síðast árið 2012 eftir sigur gegn Liverpool í bikarúrslit- um. Þá hélt Roberto Di Matteo um stjórnartaumana hjá Chelsea. Conte og lærisveinar hans vonast til þess að gera betur en í fyrra, en liðið tap- aði þá fyrir Arsenal í bikarúrslitum. Bæði lið hafa nú þegar tryggt sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð, en Manchester United mun taka þátt í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa hafnað í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á meðan Chelsea leikur í Evrópudeildinni þar sem liðið endaði í fimmta sæti. – hó Bikarúrslit eftir brúðkaupið Fornir fjendur. noRdicPHotos/GEtty 1 9 . m a í 2 0 1 8 l a U G a R d a G U R18 S p o R t ∙ F R É t t a b l a ð i ð sport 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D 9 -D D D 8 1 F D 9 -D C 9 C 1 F D 9 -D B 6 0 1 F D 9 -D A 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.