Fréttablaðið - 19.05.2018, Síða 30

Fréttablaðið - 19.05.2018, Síða 30
73 ára afi með Crohn´s sjúkdóm. Greindist árið 2010, sama dag og 28 ára dóttir hans greindist með Colitis Ulcerosa. 36 ára sérkennari hjá Hjallastefnunni með Colitis Ulcerosa. Einu sinni kom dreki og spúði eldi. Ég tamdi hann og ætla að fljúga honum! 19 ára framhaldsskóla­ nemi. Greindist 11 ára með Crohn´s sjúkdóm. Frænkur – 32 ára fjármálahag­ fræðingur sem greindist 17 ára með Colitis Ulcerosa og 23 ára hjúkrunar­ nemi sem greindist tvítug með Colitis Ulcerosa. 8 ára skólastrákur á Akureyri sem æfir sund og trommuleik. Greindist 6 ára gamall með Colitis Ulcerosa. 53 ára amma, enduro­ og mótorcross keppandi með Colitis Ulcerosa. Lífsmottó: Lifa lífinu núna! 33 ára þriggja barna móðir og sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum með Colitis Ulcerosa. 35 ára móðir og verslunar­ eigandi. Greindist 10 ára gömul með Crohn´s sjúkdóm. Lífsmottó: Njótið dagsins og njótið lífsins! 69 ára fyrrverandi umsjónar­ maður fasteigna. Nýlega greindur með Crohn´s sjúkdóm en hefur glímt við einkenni sjúkdómsins í nokkur ár. það er erfitt að passa inn í slíka ver- öld. Í slíkri veröld er ekkert rúm fyrir það hvernig okkur líður eða hvernig við upplifum heiminn. Listin getur sýnt þér að lífið er ekki rökrétt og að við erum ekki ein. Við getum rætt það okkar á milli hvernig er að óttast dauðann eða elska og allar þessar stóru tilfinningar en við erum aldrei viss um að við upplifum þær eins. En í list á borð við óperu þá getum við stundum skynjað þetta saman. Skynjað ástina, óttann og allar þessar tilfinningar. Það er okkur bráðnauðsynlegt og í raun besta æfingin sem við getum gert í því að finna til samkenndar. Og það er vandfundið, eitthvað sem er við- líka mikilvægt að hafa á valdi sínu í nútíma samfélagi og samkenndina. Þetta er það sem við þjálfum í óper- unni vegna þess að þar er verkefni okkar ekki að lýsa raunveruleik- anum eða endurspegla tilfinningar fólks, heldur upplifa þær og deila þeim með áhorfendum.“ Næsta stjarna óperuheimsins Kasper bendir á að óperan er um margt ótrúlega yfirborðskennt list- form þar sem mikillar menntunar og færni margra einstaklinga er þörf til þess að koma saman einni sýningu. „En undir öllu því sjónarspili sem til þarf þá er stundum eitthvað sem er margfalt meira satt en raunveru- leikinn getur verið. Sjálfur man ég eftir andartaki þar sem ég var sorg- mæddari en ég hef verið bæði fyrr og síðar. Ef þú sæir mynd af mér á því andartaki þá sæir þú bara mynd af manni sem stendur og horfir út um glugga. Þú sæir ekki að inni í mér væri heimurinn að springa í tætlur. Við þekkjum öll þessi andartök þegar okkur líður skelfilega og við horfum út um gluggann og sjáum fólk drífa sig í strætó í rigningunni og það er bara venjulegur þriðjudagur hjá þeim. Þann einmanaleika getur raunhyggjan aldrei fangað en hann getum við stundum fangað í óperu, einmitt vegna þess að við erum ekki raunveruleg og getum stundum verið sannari en lífið sjálft.“ Kasper segir að tónlistin og beit- ing hennar sé órjúfanlegur hluti af þessum eiginleikum óperunnar og að tónlist Daníels Bjarnasonar búi einmitt yfir þessu. „Ég féll sam- stundis fyrir tónlist Daníels sem er ótrúlega hæfileikaríkt tónskáld. Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði ég bók um óperu sem kallast En lille bog om opera og þar skrifaði ég að Daníel yrði næsta stjarna óperu- heimsins, þannig að það er skriflegt. Málið er að tónsmíð Daníels er svo sérstök og frumleg en um leið svo tengd óperuhefðinni. Þetta er frum- leg tónlist sem hreyfir við manni á mjög svo persónulegan og einlægan hátt. Það er í raun með ólíkindum að þetta skuli vera fyrsta ópera Daníels því hann hefur gríðarlega góð tök á þessu mjög svo erfiða formi. Myrkt og miskunnarlaust Það er einmanalegt og erfitt að sitja við og skrifa óperu, vera með alla þessa tónlist og allt sem þarf í höfð- inu og koma því á blað, en við hin sem komum inn á seinna stigi njót- um hins vegar stuðningsins af því að vinna þetta saman. Ég verð að segja að fyrir mér skapaði Daníel slíkt meistaraverk að það kom mér eigin- lega á óvart hversu auðvelt var að setja Brothers á svið. Auðvelt í þeim skilningi að verkið er svo óperulegt. Ég hef sett upp fjölmargar heims- frumsýningar og fólki er óhætt að trúa því að oft þarf maður að svona hnoða og djöflast á þessu til þess að láta þetta ganga upp. En þetta verk sem Daníel og Kerstin sköpuðu gekk upp frá fyrsta degi,“ segir Kasper og hann heldur áfram að tala um verkið af mikilli ástríðu. „Það er líka alveg ljóst að Daníel skrifaði ekki óperettu. Verkið er dimmt og verður hreint út sagt myrkara eftir því sem á líður. Þetta er miskunnarlaust enda er þetta um erfiðustu tilfinningar mannsins sem þú getur ímyndað þér. Og þó svo það glitti á stöku stað í mögulega hamingju þá er það aldrei nema í andartak. Ég var eilítið hræddur við þetta til þess að byrja með vegna þess að heimur markaðshyggjunnar hefur vanið okkur við að það eigi að vera þarna smá léttleiki og smá svona eitt og annað. En Brothers heillaði áhorf- endur einmitt vegna þess að verkið er samkvæmt sjálfu sér og þessari erf- iðu sögu. Ég man að ég spurði Daníel hvort hann væri ekki hræddur við að hafa þetta svona myrkt en hann sagði bara að svona væri þetta og við ættum ekki að biðjast afsökunar á því. Ég var sammála því og eftir það litum við aldrei um öxl. Reyndum að vera heiðarleg og einlæg og það var þess virði. Þess vegna vona ég að fólk komi á sýninguna í Reykjavík og sjái að nýja óperan getur verið svo til- finningaþrungin og getur átt brýnt erindi við samfélagið.“ Að berjast fyrir sviðslistirnar Fyrir skömmu var tilkynnt að Kasper Holten tæki í haust við stjórnar- taumunum í Det Kongelige Teater í Kaupmannahöfn sem er heimili leikhúss, balletts, óperu og sinfóníu- tónlistar. Þannig að starfið er stórt og ábyrgðin mikil. Kasper segir að staðan hafi losnað óvænt þar sem fyrri stjórnandi hafi ákveðið að halda til starfa í útgáfugeiranum. Það hafi kannski ekki endilega komið á óvart þar sem allar ríkisreknar lista- og menningarstofnanir séu undir miklu álagi vegna fjárhagslegs niður- skurðar. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir þessar stóru, dýru menningarstofn- anir á Vesturlöndum. Fyrirrennari minn þurfti að taka margar erfiðar ákvarðanir sem sköpuðu honum ekki alls staðar vinsældir og ég á eftir að þurfa að gera slíkt hið sama. En ég mun leitast við að taka þær út frá for- sendum listanna og mikilvægi þeirra í nútíma samfélagi.“ Kasper segir að það hafi vissulega verið stór ákvörðun að sækjast eftir þessari stöðu því hann hafi að mörgu leyti notið þess að vinna að upp- færslum um víða veröld. „Það felur í sér ákveðið frelsi en ég saknaði samt þessarar langtímahugsunar. Saknaði þess að móta stefnu og fylgja henni eftir og vinna með sama fólkinu að skilgreindu markmiði eins og ég er að fara að gera núna. Að auki er þetta ný áskorun fyrir mig og þó svo að ég þurfi að stíga frá fjölda spennandi verkefna þá koma ný í þeirra stað. Mér finnst ótrúlega spennandi að fá nú það hlutverk að berjast fyrir sviðslistirnar í Danmörku, mikilvægi þeirra og framtíð.“ Marie Arnet, Jacques Imbrailo og Selma Villumsen í Brothers eftir Daníel Bjarnason, í leikstjórn Kaspers Holten á síðasta ári. MyND/Kåre VIeMoSe 1 9 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R30 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D 9 -E C A 8 1 F D 9 -E B 6 C 1 F D 9 -E A 3 0 1 F D 9 -E 8 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.