Fréttablaðið - 19.05.2018, Side 32

Fréttablaðið - 19.05.2018, Side 32
silkiprent.is Sími 5442025 silkiprent@silkiprent.is SETTU MERKIÐ HÁTT OG VERTU SJÁANLEGUR FYRSTIR OG FREMSTIR Í FÁNUM Í 46 ÁR Veljum íslenska framleiðslu Afgreiðum fána samdægurs E inar Baldvin Brimar er rétt rúmlega tvítugur Framsóknarmaður í framboði í Hafnarfirði. Hann segir þátttöku sína í Gettu betur og Morfís hafa gefið sér kjark til að tjá skoð- anir sínar á stjórnmálum. Einar Baldvin Brimar fagnaði tví- tugsafmæli sínu í byrjun árs. Hann gengur í Flensborgarskóla þar sem hann tekur mikinn þátt í félagslífi skólans. Hann var í ræðuliði skólans í Morfís og einn liðsmanna skólans í Gettu betur, spurningakeppni fram- haldsskólanna. Það kom vinum hans örlítið á óvart þegar hann ákvað að taka þátt í sveitarstjórnar- kosningum í ár en Einar Baldvin skipar fimmta sæti Framsóknar- listans í Hafnarfirði. „Flensborgarskóli er geggjaður skóli, hverfisskóli sem margir Hafn- firðingar sækja. Ég hef keppt í tvö ár bæði í Morfís og Gettu betur. Þá er ég virkur í nemendafélaginu, er for- maður svokallaðs vitsmunaráðs og málfundafélagsins. Reyndar er það ekki alveg á tæru hvort ég er formaður í því síðastnefnda, það er smá valdabarátta í gangi,“ segir Einar Baldvin. „Ég hef alltaf búið í Hafnarfirði. Foreldrar mínir eru Þórður Heimir Sveinsson lögfræðingur og Sólveig Lilja Einarsdóttir sem er með MBA- gráðu í viðskiptum. Ég á tvö systkini. Bróðir minn heitir Sveinn Andri Brimar, hann er að klára lögfræði og starfar sem lögreglumaður með fram námi. Ég er tvíburi. Tvíburasystir mín heitir Helga Brá. Hún er í raun full- komna myndin af mér,“ segir hann og hlær og segir hana til mikillar fyrirmyndar. Þó nokkrir hafa lært lögfræði í fjölskyldunni. Einar Baldvin segist óneitanlega spenntur fyrir lög- fræði en íhugar líka aðra kosti. „Já, ég útskrifast vonandi bráðum með stúdentspróf og þá vona ég fyrst og fremst að ég fái að taka þátt í stjórn- málum en ég gæti líka hugsað mér að læra til dæmis heimspeki eða lífefnafræði,“ segir hann. Hvers vegna valdi hann Fram­ sóknarflokkinn? Hefur hann starfað lengi með þeim flokki? „Nei, það hef ég ekki gert. Mér finnst gilda annað um bæjarmálin en landsmálin. Þetta eru svolítið önnur gildi. Þau í flokknum gáfu mér tækifæri til áhrifa sem ég þáði. Ég kann mjög vel við fólkið sem skipar listann með mér og þau gildi sem þau vilja fara eftir. Þau setja samvinnu í forgrunn og það að geta unnið með öllum. Þau vilja forðast þessa átakapólitík sem mér finnst vera mjög mikill kostur á sveita- stjórnarstiginu, það er ekki tími fyrir slíkt í starfi fyrir Hafnarfjörð.“ Einar Baldvin sker sig nokkuð úr hópi þess fólks sem gefur kost á sér í bæjarpólitíkina. „Já, ég er talsmaður unga fólksins. Ég vil auka á fjölbreytni í menning- arlífinu, flestir vina minna eru lista- menn og menningarfrömuðir,“ segir hann og hlær en á meðal vinanna eru hinir landskunnu Jói P og Króli. „En svona í alvöru talað, þá þarf að byggja ódýrt leiguhúsnæði fyrir ungt fólk og námsmenn. Þá finnst mér mikið hagsmunamál að fá betri samgöngur. Það þarf hraðvagn sem gengur frá Hafnarfirði beina leið til Reykjavíkur.“ Einar Baldvin er einnig íþrótta- maður og þjálfar krakka í fótbolta í FH. „Mér finnst mikilvægt að tryggja betri aðstöðu bæði fyrir FH og Hauka. Það er mjög gaman og gefandi að þjálfa. Ég á líka önnur áhugamál. Ég er mikið í golfi og hef mjög gaman af ritstörfum. Ég gaf út ljóðabókina Ok-döðlur með vini mínum Kolbeini Sveinssyni. Gæti hann hugsað sér að starfa í stjórnmálum? Verða atvinnupóli­ tíkus. „Ég verð að fá að kynnast þessu fyrst. Fá reynsluna, upplifunina. Þá fæ ég kannski einhverja betri sýn á framtíðina,“ segir Einar Baldvin. Hvar stendur þú í pólitík? Hverjar eru hugsjónir þínar? „Ég myndi segja að maðurinn ætti að vera ofar auðnum. Ég hall- ast mjög að jafnaðarstefnunni en er líka frjálslyndur. Mér líst vel á gildi Framsóknarmanna hér í Hafnarfirði um samvinnu. Og að það er skýrt fyrir hverja við vinnum, fyrir Hafn- firðinga, fyrir betri bæ. Hvað ætlar þú að gera í sumar? „Ég mun vinna í knattspyrnu- skóla FH. Vonandi mun ég sinna nefndarstörfum í bænum. Síðan stefni ég á að setja upp leikrit og semja eitthvað, eða það vona ég,“ segir Einar Baldvin. Maðurinn sé ofar auðnum Einar Baldvin Brimar segist vilja sjá til hvort stjórnmálin verði að atvinnu. FréttaBlaðið/antonBrink Ungt fólk í stjórnmálum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Úr lífi Einars Baldvins Brimar Í hlutverki þjálfara með FH liði sínu eftir frækilegan sigur á Símamótinu. til hliðar með vinum sínum á góðri stundu. Einar Baldvin Brimar er rétt rúmlega tví- tugur Framsóknar- maður í framboði í Hafnarfirði. Hann segir þátttöku sína í Gettu betur og Morf- ís hafa gefið sér kjark til að tjá skoðanir sínar á stjórnmálum. Um Einar Baldvin Foreldrar: Sólveig Lilja Einarsdóttir og Þórður Heimir Sveinsson Systkini: Helga Brá Brimar (tvíburi) og Sveinn Andri Brimar (eldri bróðir) Á afmæli 20. janúar og telst því hin merkilega steingeit Það sem veitir mér innblástur er að skilja við heiminn betri en ég kom í hann en ég hef alltaf litið mikið upp til Linus Pauling hand- hafa friðarverðlauna Nóbels. Eftirminnilegt atvik úr æsku: Lík- legast það að við systir mín áttum það til að kúka alltaf saman – annað var í Gameboy á meðan hitt gerði þarfir sínar. En einnig þegar við Arnór Björnsson stórleikari stýrðum umferð með góðum árangri við Flóttamannaveginn og tókum fólk um leið í könnun á dönskukunnáttu. Helstu fyrirmyndir: Helga Stefáns- dóttir, amma mín, fær að tróna efst á lista enda ekki til betri, hlýrri og sterkari kona í heiminum. Listinn er þó langur. Óvæntur hæfileiki: Viðbjóðs- lega góður að grípa tyggjó með munninum. Man öll símanúmer og „save-a“ því engin og einnig kann ég allar höfuðborgir heims utan að. 1 9 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R32 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D 9 -D 8 E 8 1 F D 9 -D 7 A C 1 F D 9 -D 6 7 0 1 F D 9 -D 5 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.