Fréttablaðið - 19.05.2018, Síða 36

Fréttablaðið - 19.05.2018, Síða 36
Hvítari tennur og ferskur andardráttur með GUM GUM tannvörurnar eru viðurkenndar af tannlæknum og ættu allir að geta fundið sér vörur sem henta. Þær eru fyrir alla aldurshópa og einnig fyrir þá sem kljást við ýmiss konar vandamál tengd tönnum, tannholdi og gómum. Original White – hvítari tennur GUM Original White hreinsar bletti af tönnum ásamt því að vernda bæði tennur og tannhold og tryggja að tennurnar haldi styrk sínum. Það styrkir einnig glerunginn og fyrirbyggir að nýir blettir myndist. Original White vör- urnar eru án bleikiefna sem gætu skaðað náttúrulega vörn tannanna og þar sem þær innihalda flúor mæla tannlæknar með notkun þeirra. Paroex – gegn tannholdsvandamálum og bólgum Paroex munnskol inniheldur 0,12% klórhexidín og er notað sem skammtíma- meðferð við tannholdsvandamálum og eftir aðgerðir. Þetta er öflug bakteríu- vörn sem er bæði sótthreinsandi og bólguhamlandi. Einnig er tanngel sem notað er staðbundið á bólgusvæði. Einnig er til Paroex með 0,06% klórhexidíni sem er fyrirbyggjandi og getur unnið gegn minniháttar tannholdsbólgum og verndað tennur og tann- hold gegn sýklum. Báðar tegundir innihalda hvorki alkóhól né SLS og hafa frískandi og gott bragð. Hydral við munnþurrk Hydral er rakagefandi og eykur munnvatnsframleiðslu. Bæði gel og sprey líkja eftir eiginleikum munn- vatns, styrkja náttúrulegar varnir og koma jafnvægi á bakteríuflóruna í munninum. Hydral tannkrem, sem hjálpar einnig gegn munnþurrki, inniheldur flúor og er með góðu mintubragði. ActiVital – kraftar náttúrunnar ActiVital tannkrem og munnskol eru sérlega frískandi og bragðgóðar vörur sem innihalda öflug náttúruleg efni. Engifer og kam illa ásamt andoxunar- efnunum Q-10 og granateplum eru bæði styrkjandi og veita langtímavörn fyrir tennur og tannhold. Það er flúor í ActiVital sem er nauðsynlegt til að veita góða vörn gegn tannsteini og tannskemmdum en það inniheldur ekki óæskileg efni eins og SLS, paraben eða alkóhól. ActiVital ætti því að vera góður valkostur fyrir þá sem vilja bæði nýta krafta náttúrunnar ásamt því að draga úr líkum á tannskemmdum. AftaClear – gegn sárum og blöðrum AftaClear myndar verndarfilmu yfir sár, munnangur og blöðrur sem geta myndast í munninum. Það inniheldur hýalúronsýru sem má líkja við gott smurefni í munninn sem og kamillu og engifer sem róar og dregur úr bólgum. Er til bæði sem gel, sprey og munnskol. HaliControl – gegn andremmu Andremma getur verið ansi hvimleið og oft erfitt að losna við. HaliControl vinnur gegn andremmu og óbragði í munni og einnig gegn bakteríunum sem valda andremmunni. Það er bæði til gel og munnskol en 10-15 ml tvisvar á dag eftir tannburstun ætti að geta losað fólk við eða dregið verulega úr vandamálinu. Soft-Picks tannstönglar Tannstönglar eru þarfaþing á hverju heimili en Soft-Picks eru sveigðir til að ná vel milli aftari tannanna og geta hreinsað tannstein. Þeir fást í þremur mismunandi stærðum; small, medium og large. Trav-Ler millitannburstar Það þurfa allir að passa vel upp á að þrífa vel svæðin milli tannanna. Burstarnir eru til í mörgum stærðum, eru með sveigjanlegu handfangi og er burstinn sjálfur einnig sveigjan- legur. Það má nota hvern bursta í allt að tvær vikur og jafnvel lengur þar sem hann er með klórhexidíni til að tryggja hreinlæti en það þarf að skola hann vel eftir notkun og geyma með lokinu á. GUM Kids – fyrir börnin Barnalínan frá GUM er sérstaklega hönnuð með tannheilbrigði barna í huga ásamt því að höfða til barnanna með skemmtilegum tannburstum og bragðgóðu tannkremi. Tannburstarnir eru fyrir 2-6 ára og 7-9 ára og geta staðið á borði/hillu þar sem lítil sogskál er neðan á þeim. Liturinn í miðjunni á burstanum sjálfum sýnir svo hversu mikið magn af tannkremi á að nota. Tannkremin eru án SLS og er flúormagn í samræmi við aldur barnanna. Jarðarberjabragð er í boði fyrir þau yngri en ávaxtabragð „tutti frutti“ er fyrir þau eldri. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . M A í 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D A -3 6 B 8 1 F D A -3 5 7 C 1 F D A -3 4 4 0 1 F D A -3 3 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.