Fréttablaðið - 19.05.2018, Page 53

Fréttablaðið - 19.05.2018, Page 53
Öflugur bókari óskast í hlutastarf Starfið felur í sér færslu bókhalds, reikningagerð, afstemmingar, virðisaukaskattsuppgjör og önnur störf er snúa að bókhaldi og uppgjörsvinnu. Hæfniskröfur • Viðurkenndur bókari og/eða hagnýt reynsla af bókhaldsstörfum • Haldgóð þekking á fjárhagsbókhaldi, verkefnabókhaldi og dk bókhaldshugbúnaði • Góð færni í excel, almenn tölvufærni og skilningur á a.m.k einu norðurlandamáli Eiginleikar • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð • Hæfni í mannlegum samskiptum og getu til að starfa með öðrum Umsóknarfrestur er til og með 28. maí nk. Tekið er á móti umsóknum með tölvupósti á netfanginu thorunnst@nordichouse.is með skýringuna „Bókari 2018” og eru umsækjendur beðnir um að senda inn ítarlega ferilskrá ásamt greinargóðu kynningarbréfi sem tilgreinir á skilmerkilegan hátt hvernig umsækjandi uppfyllir kröfur um menntun, reynslu, hæfni og eiginleika. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórunn Stefánsdóttir, fjármálastjóri Norræna hússins, thorunnst@nordichouse. is eða í síma 551 7027. Framkvæmdastjóri Siðmenntar Siðmenntar leitar að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra. Helstu verkefni og ábyrgð - Sinna þjónustu við félagsmenn - Skipuleggja viðburði félagsins - Umsjón með bókhaldi og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlunar - Uppfæra og setja efni inn á vefsíðu félagsins og samfélagsmiðla. - Samskipti við fjölmiðla - Önnur verkefni í þágu félagsins Hæfniskröfur - Háskólamenntun sem nýtist í starfi - Reynsla af sambærilegu starfi æskileg. - Reynsla af gerð rekstar- og fjárhagsáætlana - Reynsla af stjórnun og/ eða verkefnastjórnun æskileg - Góð tölvukunnátta nauðsynleg - Mjög góð íslenskukunnátta í ræðu og riti - Góð enskukunnátta - Framúrskarandi hæfni í samskiptum - Frumkvæði í starfi og sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Við leitum að kraftmiklum einstaklingi með húmaníska lífsýn sem er tilbúinn til að starfa fyrir vaxandi félag. Starfið er laust frá 1. ágúst n.k. eða eftir samkomulagi. Umsóknir berist á netfangið umsoknir@sidmennt.is og er umsóknarfrestur til og með 31. maí n.k. Siðmennt er veraldlegt lífsskoðunarfélag sem stendur vörð um mannréttindi, vinnur að þekkingarfræði og bættu siðferði. Félagið stendur fyrir hátíðlegum athöfnum á stórum stundum fjölskyldna eins og nafngjöfum, fermingum, giftingum og útförum. STUTT STARFSLÝSING Vinna við smur- og dekkja- þjónustu á vörubifreiðum og hópferðabifreiðum Þátttaka í þjálfun og símenntun STARFSMAÐUR Í þjónustu við atvinnutæki HÆFNISKRÖFUR Reynsla af þjónustu við bíla og tæki Menntun á sviðinu er kostur en ekki nauðsyn Gilt bílpróf Góð þjónustulund og vilji til að vera virkur hluti af góðri liðsheild Kynntu þér starfið nánar og sæktu um á brimborg.is Umsóknarfrestur er til 30. maí 2018. Þú færð allar upplýsingar hjá Jóhanni Rúnari, þjónustustjóra, í síma 515 7072. Hringdu núna! Brimborg óskar eftir að ráða starfsmann í smur-, dekkja- og vagnaþjónustu hjá VELTI Xpress í nýrri og glæsilegri þjónustumiðstöð VELTIS að Hádegismóum 8, þar sem rík áhersla verður lögð á fagmennsku og góða umgengni í frábærri starfsmannaaðstöðu og framúrskarandi vinnuumhverfi. Sæktu um í dag! HJÁ VELTI XPRESS Leikskólabörnum fjölgar á Seltjarnarnesi og við stækkum leikskólann okkar. Við þurfum því á góðu fólki að halda til liðs við okkar frábæra hóp. Skólinn státar af metnaðarfullri starfsemi og einu hæsta hlutfalli fagmenntaðra starfsmanna á landsvísu. Frá 1. ágúst nk. óskum við að ráða í eftirfarandi störf: • Deildarstjórar, fullt starf. • Leikskólakennarar, fullt starf. • Leikskólaleiðbeinandur, fullt starf. Hafið samband og heyrið hvað við höfum upp á að bjóða! Hringið í Soffíu eða Margréti (5959280 / 5959290) eða sendið tölvupóst á netföngin soffia@nesid.is eða mandy@nesid.is Umsókn ásamt fylgiskjölum er skilað á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar – undir www.seltjarnarnes.is – Störf í boði. Umsóknarfrestur er til og með 4. júní 2018. Leikskóli Seltjarnarness Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F D A -4 0 9 8 1 F D A -3 F 5 C 1 F D A -3 E 2 0 1 F D A -3 C E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.