Fréttablaðið - 19.05.2018, Page 62

Fréttablaðið - 19.05.2018, Page 62
Sérfræðingur í skjalastjórn Borgarskjalasafn Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Borgarskjalasafn Reykjavíkur leitar að sérfræðingi í ráðgjöf og eftirlit með skjalastjórn og skjalavörslu og að leiða undirbúning að langtímavarðveislu rafrænna gagna hjá Reykjavíkurborg. Borgarskjalasafn safnar og varðveitir skjöl Reykjavíkurborgar og önnur skjöl um þróun byggðar og mannlífs í borginni. Safnið hefur eftirlit með skjalavörslu afhendingarskyldra aðila og veitir aðgang að skjölum safnsins. Átta starfsmenn eru við Borgarskjalasafn, sem er til húsa í Tryggvagötu 15 og Vatnagörðum 28 í Reykjavík. Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðeigandi stéttarfélags. Starfshlutfall 100%. Umsóknarfrestur er til og með 4. júní nk. Umsóknir ásamt fylgiskjölum skulu berast í gegnum vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður í síma 6647775 og í gegnum tölvupóstfangið svanhildur.bogadottir@reykjavik.is Helstu verkefni og ábyrgð: • Fræðsla og upplýsingagjöf við svið, skrifstofur, stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar um skjalastjórn og rafræna langtímavörslu. • Eftirlit með skjalastjórn afhendingarskyldra aðila. • Yfirferð skjalavistunaráætlana og fylgiskjala þeirra. • Greining og undirbúningur að rafrænni langtímavörslu skjala hjá Reykjavíkurborg. • Skjalaskráning og önnur tilfallandi verkefni. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólagráða í bókasafns- og upplýsingafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi. • Reynsla af vinnu við skjalastjórn er æskileg. • Góð tölvukunnátta. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er æskileg. • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfs- hæfileikar. • Góð kunnátta í íslensku og ensku. • Færni til að vinna undir álagi. Við skorum á þig, komdu út á land að vinna! Á Hvammstanga vantar okkur kennara í leikskóla og grunnskóla. Við leikskólann Ásgarð eru lausar stöður leikskólakennara / leiðbeinanda í 100% störf. Ein staða til frambúðar og ein staða tímabundið. Við Grunnskóla Húnaþings vestra eru lausar tvær 80-100% stöður kennara. Annars vegar umsjónarkennara á miðstigi sem einnig kennir á unglingastigi og hins vegar textíl- og myndmenntakennari. Kaup og kjör samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Í samræmi við jafnréttisstefnu Húnaþings vestra eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störfin. Upplýsingar umskólastarfið má finna á www.asgardur.leik- skolinn.is og www.grunnskoli.hunathing.is. Hugmyndafræði leikskólans byggir á kenningum Mihaly Csikszentmihalyi, flæði. Umsóknafrestur er til 15. júní 2018 næstkomandi og þurfa viðkomandi að hefja störf við leikskóla sem fyrst en við grunnskóla frá 15. ágúst. Umsókn ásamt ferilskrá og meðmælendum skulu berast skrifstofu Húnaþings vestra, Ráðhúsinu, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða rafrænt á leikskoli@hunathing.is / grunnskoli@hunath- ing.is Frekari upplýsingar veitir Þórunn Helga Þorvaldsdóttir skólastjóri leikskóla í síma 451-2343 / 866-1565 og Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri grunnskóla í síma 455-2900 / 862-5466.   Hvammstangi í Húnaþingi vestra er stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins með um 600 íbúa en íbúar í Húnaþingi vestra eru 1.180.  Hvammstangi er í alfaraleið, aðeins 6 km. frá þjóðvegi 1 og í u.þ.b. tveggja klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík og Akureyri. Í Húnaþingi vestra er til staðar öll almenn opinber þjónusta auk annarrar fjölbreyttrar þjónustu. Möguleikar til útivistar, íþrótta, afþreyingar og félagsstarfa eru fjölmargir og því er Húnaþing vestra góður búsetukostur fyrir fjölskyldufólk. Tilskilda menntun Áhuga á að starfa með börnum Lipurð í mannlegum samskiptum Skipulagshæfileika Hæfni til að sýna frumkvæði í starfi Við leitum að einstaklingum með: Sálfræðingur óskast í nýja stöðu hjá Fjölskyldusviði Fljótsdalshéraðs Sálfræðing vantar til starfa innan Austurlandslíkansins sem er ný nálgun við lausn á vanda barna og fjölskyldna. Austurlandslíkanið er að fyrirmynd Nyborgarmódelsins og byggir að mörgu leyti á álíka nálgun og innleidd hefur verið í Herning í Danmörku. Helstu áherslur í verklaginu eru snemmtæk inngrip, forvarnir og samvinna í teymi úti í skólum með áherslu á samstarf ólíkra fagstétta og stofnana. Mikil áhersla er lögð á valdeflingu og þátttöku einstaklinga við ákvarðanatöku í eigin málum. Innan teymisins starfa félagsráðgjafar, þroskaþjálfi og skóla­ hjúkrunarfræðingur. Starfið er fjölbreytt og skapandi og gefandi að taka þátt í að móta nýtt vinnulag og nýsköpun í stjórnsýslu. Sveitarfélögin Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Vopna­ fjörður, Borgarfjörður eystri, Seyðisfjörður og Djúpivogur standa saman að innleiðingu Austurlandslíkansins. Teymið situr tvo daga í viku úti í skólum sveitarféla­ ganna – teymið er á faraldsfæti þar sem það sinnir sjö grunnskólum sveitarfélaganna sem og leikskólum. Helstu verkefni og ábyrgð Sálfræðingur tekur þátt í þróun nýs verklags innan barnaverndar og félagsþjónustu í samstarfi við skóla og heilsugæslu með áherslu á snemmtæka íhlutun og forvarnir. Hann deilir ábyrgð á því að efla samstarf og virkni teymisins samhliða því að ryðja niður múrum milli stofnana og fagsviða. Óskað er eftir reyndum sálfræðingi sem getur starfað sjálfstætt auk þess að hafa góða samskiptahæfileika og reynslu af teymisvinnu. Reynsla af hópmeðferð af ýmsu tagi er kostur auk hugmyndaauðgi og sköpunarkrafts – að hugsa út fyrir boxið. Óskað er eftir • Einstaklingi með réttindi til að starfa sem sálfræðingur á íslandi • Reynslu af almennum sálfræðistörfum og hópmeðferðarv­ innu • Hæfni í mannlegum samskiptum • Sveigjanleiki og vilji til að taka þátt í uppbyggingu og skapandi starfi • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi • Áhugi á að vinna í þverfaglegu starfsumhverfi Nánari upplýsingar veitir Júlía Sæmundsdóttir, félag­ smálastjóri, í síma 470 0700 og á netfangi julias@ egilsstadir.is Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast á bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs, Lynghálsi 12, 700 Egilsstöðum fyrir 31. maí 2018. Öllum umsóknum verður svarað. Launakjör eftir samkomulagi. Fræðslufulltrúi – 50% Helstu verkefni: • Samstarf við leik-, grunn- og framhaldsskóla Hæfniskröfur: • Háskólamenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfinu • Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta • Öguð vinnubrögð, skipulagshæfni, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt Starfshlutfall er 50% og þarf viðkomandi að geta hafið störf í ágúst. ATH! Ítarlegri upplýsingar á www.sos.is og hjá framkvæmdastjóra Ragnari Schram í síma 564 2910. Umsóknir sendist á netfangið umsokn@sos.is fyrir lok maí. SOS Barnaþorpin eru alþjóðleg hjálparsamtök sem hafa séð munaðarlausum og yfirgefnum börnum um allan heim fyrir fjöl skyldu og heimili síðan 1949. Auk þess hjálpa samtökin fátækum barnafjölskyldum til sjálfshjálpar, sinna neyðaraðstoð o.fl. 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F D A -5 4 5 8 1 F D A -5 3 1 C 1 F D A -5 1 E 0 1 F D A -5 0 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.