Fréttablaðið - 19.05.2018, Page 104

Fréttablaðið - 19.05.2018, Page 104
Viltu verða rekstrarfulltrúi? Nýtt tækifæri fyrir þig! Hagnýt viðskipta- og fjármálagreinabraut • Er langt síðan þú varst í skóla? • Hefur þig lengi langað að drífa þig í nám en ekki þorað? • Áttu slæmar minningar frá fyrri skólagöngu? Vel menntaðir og áhugasamir kennarar, góð aðstaða, mikil reynsla og afslappað andrúmsloft. Þessi braut veitir mörg tækifæri á vinnumarkaði og til frekara náms. Hagnýt viðskipta- og fjármálagreinabraut er þriggja anna braut með tengingu við vinnustaði. Aðaláhersla er lögð á viðskipta- og samskiptagreinar. Í lok námsins fá nemendur diploma sem rekstrarfulltrúi. Kennsla hefst í ágúst 2018. Nánari upplýsingar gefur Inga Karlsdóttir, fagstjóri í síma 594 4000/8244114 eða inga.karlsdottir@mk.is Logi Pedro sendi í gær frá sér sína fyrstu sóló-plötu, Li t la svart a stráka. Platan er gríðar-lega persónuleg – hún fjallar að mestu um líf Loga síðustu misseri – réttara sagt frá því í nóvember og fram í apríl. Þó að Logi hafi samið öll lögin að mestu leyti sjálfur voru þó fleiri sem komu að plötunni – annars vegar var það hönnuðurinn Sig- urður Oddsson sem vann útlitið á plötunni með Loga og Arnar Ingi sem hjálpaði til við hljóðheiminn og syngur í einu lagi. Mentorinn Logi Pródúserinn Arna Ingi Ingason, Young Nazareth, hefur verið fastur hluti af „krúi“ Loga síðustu þrjú árin og verið með fingurna á tökkunum, að einhverju leyti að minnsta kosti, á nánast öllu sem hefur komið út frá Les Frères Stefson auk þess sem hann er gjarnan plötusnúður Sturlu Atlas og fleiri úr hópnum á tón- leikum. Logi pródúserar öll lögin á plötunni, fyrir utan það fyrsta, sem Auður pródúserar og það síðasta sem Arnar pródúserar. Þó var sam- vinna Arnars og Loga talsverð á plötunni. „Við Logi kynntumst í rauninni fyrst í gegnum Twitter, fyrir svona þremur árum síðan. Þá var ég í Verzló, alltaf að leika mér að gera „bíts“ – Young Karin kom einu sinni að spila í hádegishléi í Verzló og mér fannst það svo geðveikt að ég fór heim eftir skóla og gerði „bít“ sem ég setti á Soundcloud undir nafninu „Young Karin type beat“. Það tíðkast í rappheiminum að ungir pródúserar geri takta sem hljóma eins og eitthvað sem frægir listamenn myndu notfæra sér og setja þá á Soundcloud eða YouTube með nafninu á listamanninum og „type beat“ eftir á, oft í þeirri von að fá athygli vegna nafnsins. Og það gerðist hjá Arnari – vinir Loga fundu taktinn á internetinu og í framhaldinu setti Logi sig í samband við Arnar og fékk hann til að vinna með sér. „Þeir voru að biðja með þetta Sturlu Atlas dæmi og Logi hringir í mig og vill að ég vinni í lagi með þeim. Ég mæti og við gerum tvö lög sem enda á fyrsta Sturlu Atlas teip- inu. Svo voru þeir að spila á Secret Solstice og voru ekki með neinn dj og spurðu mig hvort ég vildi ekki vera dj-inn og ég sagði bara „sure“ og þannig byrjaði þetta.“ Logi er búinn að vera að „men- tora“ mig í gegnum tíðina, sem ég hef lært ógeðslega mikið af. Þegar við vorum að gera 101 Nights var ég að gera mjög mikið af einhverj- um „bíts“ og hann kom til mín og sagði: „Þú verður að hugsa meira um hvernig hljóð þú ert að velja, hvernig trommur þú ert að velja svo öll hljóðin séu fulllkomin“ – hann „pushar“ manni, sem er mjög verðmætt.“ Síðan þá hefur Arnar verið fastur liður í verkefnum sem koma frá Les Frères Stefson og eyðir stórum hluta dags í 101nderland stúdíóinu – en þar starfa margir listamenn úr öllum áttum að hugðarefnum sínum. „Ef þú ert að vinna í einu herbergi þá er alltaf einhver annar að vinna í öðru herbergi og biður þig kannski að koma að tékka og kannski gera eitthvað við það lag og öfugt. Þannig að þegar Logi var að gera þessa plötu er hann alltaf að fá menn inn og fá þá til að skoða hluti eða gera „pro- duction“ á þessu lagi, spyrja hvort megi bæta eitthvað, eða hvort eitt- hvað vanti og ég segi að einhver bassa lína megi vera öðruvísi til dæmis... þannig að þetta er mjög „free flowing“ vinna, myndi ég segja. Logi gerði þessa plötu mjög mikið einn til að byrja með, hann semur öll þessi lög sjálfur og fær síðan fólk inn eftir á þegar grunnurinn á flest- öllum lögunum er kominn. Síðasta lagið á plötunni, Tíma með Flóna og Birni, þá var Logi bara að ganga um stúdíóið að biðja fólk að senda sér takta, og það er eitthvert bít sem ég gerði sem var upprunalega Sturlu Atlas demó og Bjartur var búinn að syngja inn á sem ég sendi honum. Logi samdi eitthvað við það svo mætti ég daginn eftir og hann bað mig að taka upp vers og þá var það lag svona eiginlega komið.“ Arnar er ekki bara að smíða takta fyrir plötuna heldur kemur rödd hans við sögu í hinu stutta lagi Fjara út sem virkar eins og eins konar inn- gangur eða „intró“ fyrir næsta lag, Tíma, sem á mjög Dr. Dre-legan hátt inniheldur ekki rödd Loga eins og hin lög plötunnar, heldur eru það Flóni og Birnir sem sjá um þá hlið málsins. Seinna bað hann mig að gera „intro“ fyrir það lag og sagði að hann vildi að ég myndi syngja „intro“ og það væri bara sér „trakk“ – ég fékk engar frekari leiðbeiningar og átti bara að gera eitthvað. Það var bara frekar skemmtilegt, að fá að syngja.“ Persónulegt skjaldarmerki Sigurður Oddsson hannaði plötu- umslagið en í því eru margar vís- anir í persónulegt líf Loga, en það er aðalumfjöllunarefni plötunnar sem er gríðarlega persónuleg. „Logi var með ákveðnar hug- myndir þegar hann bað mig um að koma að verkefninu. Platan er mjög persónuleg fyrir hann og hann vildi flétta inn í myndrænt efni plöt- unnar nokkra persónulega útgangs- punkta sem ég vann svo út frá. Það fyrsta er hugmynd um að byggja nýtt heimili með syni sínum, Bjarti. Logi festi nýlega kaup á litlu tveggja hæða einbýli í Þingholt- unum sem hann hefur nefnt Maison Pedro. Önnur hugmyndin sem við unnum út frá var að vinna með þrjú hálsmen sem Logi ber, sem hvert og eitt tákna fyrir honum mjög per- sónulega hluti sem hann tengir beint við efni plötunnar. Þessi þrjú mótíf sem finna má á hálsmenunum, sæhestur, hjarta og vogin, fléttaði ég bæði fýsískt framan á kover plötunnar, en einn- ig í eins konar skjaldarmerki sem ég útbjó fyrir Maison Pedro. Bakhlið plötunnar og aðrir auka visúalar notast við bréfsefni sem er merkt skjaldarmerkinu. Sara Björk sem ljósmyndaði koverið er góð vinkona Loga og var sú mynd tekin með það í huga að fanga nána, persónulega portrett- mynd. Aðrir reffar sem má finna í þessu eru til dæmis skjaldarmerki lands- liðs Angóla í fótbolta. En í skjaldar- merki Maison Pedro má finna svörtu antilópuna sem prýðir merki liðsins. Litirnir rauður, svartur og gulur eru einnig fengnir þaðan. Að lokum er uppáhalds díteillinn minn, það er mottó Maison Pedro, sem má sjá í borða sem liggur neðar- lega í skjaldarmerkinu. Skjaldar- merki hafa samkvæmt hefðinni oftast einhvers konar mottó eða kjörorð hússins eða fjölskyldunnar. Í stað mottós setti ég þarna ein- faldaða bylgjumynd („waveform“) bassatrommu.“ stefanthor@frettabladid.is Húsið sem Logi byggði – Maison Pedro. Heimilið er komið með skjaldarmerki og allan pakkann. FréttabLaðið/Ernir Lífið ræddi við Sig- urð Oddsson hönnuð og Arnar Inga Inga- son pródúser, sam- starfsmenn Loga Pedro Stefánssonar á plötunni Litlir svartir strákar, og fengum að skyggnast eilítið í ferlið bak við útlit plötunnar annars vegar og hljóminn. Siggi, Arnar, Logi og Litlir svartir strákar 1 9 . m a í 2 0 1 8 L a U G a R D a G U R56 L í f i ð ∙ f R É T T a B L a ð i ð Lífið 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F D A -0 F 3 8 1 F D A -0 D F C 1 F D A -0 C C 0 1 F D A -0 B 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.