Morgunblaðið - 10.10.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2017
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Ég hef verulegar áhyggjur af því að
þessari friðlýsingu fylgi lítið eða
ekkert fjármagn,“ segir Björgvin
Skafti Bjarnason,
oddviti Skeiða- og
Gnúpverja-
hrepps, spurður
út í ákvörðun um-
hverfisráðherra
þess efnis að
stækka friðland
Þjórsárvera.
„Við höfum
ekki sett okkur
upp á móti frið-
lýsingunni sjálfri,
en hætta er á að henni fylgi aukin
umferð um svæðið og við þurfum
mannskap og fjármagn til að fylgjast
með og gæta svæðisins,“ segir hann.
Ákvörðun umhverfisráðherra um
stækkun friðlands Þjórsárvera, sem
kynnt var viðeigandi sveitar-
stjórnum í sumar, gerir ráð fyrir að
friðlandið í Þjársárverum verði alls
1.563 ferkílómetrar, en svæðið var
fyrst friðlýst árið 1981 og náði til 375
ferkílómetra. Friðunin varðar alls
átta sveitarfélög en Björgvin Skafti
segir áhrifanna gæta hvað mest í
sínu sveitarfélagi enda megi búast
við aukinni umferð um svæðið.
Margra ára vinna
Í tilkynningu frá Umhverfisráðu-
neytinu segir að unnið hafi verið að
stækkuninni undanfarin ár til sam-
ræmis við samþykktir Alþingis á
grundvelli náttúruverndaráætlunar
og verndar- og orkunýtingaráætl-
unar. Fylgir friðlýsingin, sem nú
hefur verið undirrituð, því sam-
komulagi sem náðist með hlutaðeig-
andi sveitarstjórnum vorið 2013 um
afmörkun hins friðlýsta svæðis og þá
friðlýsingarskilmála sem gilda eiga
um það svæði.
Friðlýsingin er unnin á grundvelli
náttúruverndarlaga, nr. 60/2013 en
alls bárust ráðuneytinu átta um-
sagnir þar sem fram kom almennur
velvilji gagnvart friðlýsingunni.
Þjórsárver eru ein víðáttumesta
gróðurvin miðhálendisins, og er líf-
ríki þeirra fjölskrúðugt og einstakt.
Má þar sérstaklega nefna vistkerfi
veranna, votlendi, varpstöðvar
heiðagæsa, víðerni og sérstaka
landslagsheild. Með stækkun frið-
lands í Þjórsárverum næst það
markmið að tryggja víðtæka og
markvissa verndun svæðisins í heild
sinni, segir í tilkynningu Umhverf-
isráðuneytisins.
Í kjölfar friðlýsingarinnar mun
Umhverfisstofnun hefja vinnu við
undirbúning að gerð stjórnunar- og
verndaráætlunar fyrir svæðið í sam-
vinnu við sveitarstjórnir á svæðinu.
Jafnframt mun samráð verða haft
vegna ráðstöfunar skilgreinds fjár-
framlags ríkisins til svæðisins, í sam-
ræmi við samkomulag sem gert var
árið 2013.
Friðland Þjórsárvera stækkað
Óttast að fjármagn fylgi ekki stækk-
uninni til að tryggja verndun svæðisins
lf
au u
Hn
a
e
re
A u
f
ðu
kv
í
y
kv
m av
rð
r
Kis a
nga
t
n
v
h
nö
hn
S
Lo
rð l
Rauð r
FriðlýsingÞjórsárvera
a
ní
fá
r
Bla
ut
ir
vöt
óley otn r
kr
Eftir
stækkun
ey
Fyrir
stækkun
HOFSJÖKULL
Björgvin Skafti
Bjarnason
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tvö sveitarfélög af fjórum hafa gef-
ið út framkvæmdaleyfi til lagningar
Lyklafellslínu ofan höfuðborgar-
svæðisins. Náttúruverndarsamtök
hafa kært bæði leyfin. Umsókn
Landsnets um framkvæmdir í landi
tveggja sveitarfélaga eru í vinnslu.
Mosfellsbær og Hafnarfjarðar-
bær hafa gefið út framkvæmdaleyfi
til lagningar Lyklafellslínu 1 sem
liggur frá Sandskeiði, ofan byggðar
í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ
og í Hafnarfjörð. Liggur línan einn-
ig um land Kópavogs og Garða-
bæjar og eru umsóknir Landsnets
um framkvæmdaleyfi til vinnslu í
stjórnkerfum bæjanna. Bæjarráð
Kópavogs hefur samþykkt leyfið.
Fulltrúar minnihlutans lýstu sig
andsnúna afgreiðslunni vegna
áhættu fyrir vatnsvernd. Málið bíð-
ur afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fulltrúar Landsnets kynntu verk-
efnið á fundi í skipulagsnefnd og
umhverfisnefnd Garðabæjar í vik-
unni.
Náttúruverndarsamtök Suðvest-
urlands og Hraunavinir hafa kært
útgáfu Mosfellsbæjar og Hafnar-
fjarðar á framkvæmdaleyfum vegna
línunnar til úrskurðarnefndar um-
hverfis- og auðlindamála. Færa þau
ýmis rök fyrir kröfu sinni um að
framkvæmdaleyfin verði felld úr
gildi, meðal annars er vísað til
dóma og úrskurða í öðrum málum
vegna ágalla á undirbúningi og út-
gáfu slíkra leyfa. Þá er sérstaklega
varað við því að línan muni liggja
um grannsvæði vatnsverndar.
Þær gömlu verða rifnar
Lyklafellslína, sem í fyrstu áætl-
unum var kölluð Sandskeiðslína,
liggur frá Sandskeiði í Hafnarfjörð,
tæplega 30 kílómetra leið. Hún á að
leysa af hólmi Hamraneslínu sem
er tvöföld og liggur á háum möstr-
um skammt frá byggð á höfuðborg-
arsvæðinu og fer yfir útivistarsvæði
í Heiðmörk. Byggðin er farin að
þrengja að línunum, sérstaklega í
Hafnarfirði þar sem hún liggur um
Vallahverfi. Einnig verða línurnar
sem liggja að álverinu í Straumsvík
færðar. Bygging nýju línunnar og
tilheyrandi tengivirki við Lyklafell
á Sandskeiði eru forsenda þess að
hægt verði að rífa Hamraneslínur.
Mikið hefur verið fjallað um
vatnsvernd við undirbúning fram-
kvæmdarinnar og umfjöllun hjá
sveitarfélögunum. Landsnet lét
meðal annars gera áhættumat og
starfsmenn Kópavogsbæjar litu
sérstaklega til þess máls í grein-
argerð sem lögð var til grundvallar
afgreiðslu skipulagsráðs og bæjar-
ráðs. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld
gefið út starfsleyfi vegna reksturs
línunnar, með tilliti til vatnsvernd-
ar.
Áætlað er að lagning línunnar og
bygging nýs tengivirkis við Lykla-
fell kosti 4-5 milljarða króna. Teng-
ingar verða innanhúss í virkinu til
að auka rekstraröryggi og draga úr
áhrifum á umhverfið.
Þórarinn Bjarnason, verkefna-
stjóri hjá Landsneti, segir að þegar
öll leyfi hafi borist verði lagning lín-
unnar boðin út. Vonast hann til
þess að framkvæmdir geti hafist á
næsta ári.
Framkvæmdaleyfi kærð
Unnið að undirbúningi fyrir lagningu Lyklafellslínu sem liggja mun frá Sand-
skeiði að Hafnarfirði Kemur í stað tveggja eldri Hamraneslína sem verða rifnar
Lyklafellslína
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Straumsvík
Reykjavík
Hamraneslínur 1 og 2
Ísalínur 1 og 2
Lyklafellslína
Búrfellslína 3
Morgunblaðið/Ómar
Heiðmörk Nýja línan verður lengra
frá byggð og útivistarsvæðum.
„Þetta er ein-
faldlega algert
bull,“ segir Sæv-
ar Helgi Braga-
son, ritstjóri
Stjörnufræði-
vefsins, um texta
sem gengur
manna á milli á
Facebook um
einstaka stöðu
himintunglanna.
Umræddur texti er svohljóðandi:
„ÞESSI október hefur 5 mánu-
daga, 5 laugardaga og 5 sunnu-
DAGA. ÞETTA gerist á 823 ára
fresti. Þetta er kallað poki af pen-
ingum. Afritaðu þetta svo á eigin
stöðu og peningar munu ná yfir 4
daga. Á grundvelli hins kínverska
Feng Shui. Sá sem ekki afritar,
verður án peninga. Afritun innan
11 mínútna eftir lestur.“
„Fyrir það fyrsta eru ekki einu
sinni fimm laugardagar í þessum
mánuði. Það er heldur ekkert dul-
arfullt við svona nokkuð, það gerist
með reglulegu millibili að þrír viku-
dagar séu fimm sinnum í mánuðin-
um. Í maí voru fimm mánudagar,
fimm þriðjudagar og fimm mið-
vikudagar. Þetta er vandamálið við
netið; þar grasserar ruglið. Þegar
þú lest eitthvað ótrúlegt er rétt að
athuga hvort það standist. Svo er
gott að hafa í huga orð Abrahams
Lincolns sem sagði: Ekki trúa öllu
því sem þú lest á internetinu.“
Rugl sem
„grasserar“
á netinu
Sævar Helgi
Bragason
Rafhitarar
í skip, hús og sumarhús
Ryðfríir
neysluvatnshitarar
með 12 ára ábyrgð
Hitöld (element), hitastillar,
hitastýringar og flest annað
til rafhitunar
Við erum sérfræðingar í öllu sem
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði
Sími: 565 3265
rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is
viðkemur rafhitun.
8 Vöruflokkar · 200 PLU númer
· Sjálfvirk dagsetning og tími
· Hitaprentun · Rafrænn innri strimill
· Mjög auðveld í notkun
Verð kr. 49.900,-
ORMSSON.IS LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800
99 vöruflokkar · Allt að 2000 PLU númer · Rafrænn innri
strimill 9000 línur · Stór LCD skjár · SD kortarauf – hægt að
flytja gögn yfir á PC · Sjálfvirk dagsetning og tími
· Hitaprentun · íslenskur strimill· Mjög auðveld í notkun
Verð kr. 74.900,-
99 vöruflokkar · Allt að 2000 PLU númer ·
Rafrænn innri strimill 9000 línur · Stór LCD
skjár · SD kortarauf – hægt að flytja gögn yfir á
PC · Sjálfvirk dagsetning og tími · Hitaprentun ·
íslenskur strimill· Mjög auðveld í notkun
Verð kr. 79.900,-
XE-A217BXE-A207BXE-A147B
ÖRUGGAR OG
ENDINGARGÓÐAR
40 ár á Íslandi