Morgunblaðið - 10.10.2017, Page 15
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Skipulagsyfirvöld í Reykjavík skort-
ir lagaheimildir til að leyfa fyrirhug-
aða hótelbyggingu á landi Víkur-
garðs, kirkjugarðsins forna í
miðbænum. Þetta er meðal þess
fram kemur í athugasemdum sem
umhverfis- og skipulagssviði borg-
arinnar hafa borist vegna auglýstra
breytinga á deiliskipulagi Lands-
símareitsins á milli Aðalstrætis og
Thorvaldssenstrætis. Athugasemd-
irnar eru frá fimm Reykvíkingum
sem sérfróðir eru um sögu og stöðu
Víkugarðs, séra Þóri Stephensen,
Friðriki Ólafssyni, Þór Magnússyni,
Hjörleifi Stefánssyni og Helga Þor-
lákssyni. Ragnar Aðalsteinsson
hæstaréttarlögmaður er fulltrúi
þeirra gagnvart borgaryfirvöldum.
Athugasemdirnir lúta að þeim
áformum að stækka hótelbygg-
inguna í gamla Landssímahúsinu til
suðurs þannig að hún nái að gang-
stétt Kirkjustrætis. Einnig að þeirri
fyrirætlan að hafa kjallara undir
stækkuninni og inngang í hótelbygg-
inguna á vesturhlið byggingarinnar,
um Víkurgarð sem stundum er einn-
ig nefndur Fógetagarður, en þannig
verði hinn forni kirkjugarður að
einskonar anddyri hótelsins.
Bann ríkisstjórnar stendur enn
Fimmmenningarnir benda á að
Landssíminn hafi leitað eftir sam-
bærilegri stækkun til suðurs með
kjallara árið 1966, en ríkisstjórnin
hafi bannað þá framkvæmd. Ekki sé
vitað til þess að sú ákvörðun hafi
verið afturkölluð og geti Reykjavík-
urborg ekki sýnt fram á afturköllun
hennar standi hún enn í dag.
Í greinargerðinni er saga Víkur-
garðs rakin og fjallað um þýðingu
hans. Fyrirhugaðar framkvæmdir
feli í sér óafturkræfa röskun á gröf-
um frá fyrri tíð og veki þannig
spurningar um heimildir að lögum
og trúarlegar og siðferðilegar
spurningar. Þá hafi stækkun bygg-
ingarinnar í för með sér neikvæð
umhverfisáhrif, umferð aukist, svip-
mót Kvosarinnar breytist og Aust-
urvöllur verði ekki sama griðlandið
og hann hafi verið. Hótelið muni og
skyggja á þinghúsið og dómkirkj-
una.
Vanræktu rannsóknarskyldu
Fimmmenningarnir segja að ekki
verði séð að skipulagsyfirvöld hafi
gætt rannsóknarskyldu sinnar þeg-
ar þau heimiluðu hótelbygginguna.
Á deiliskipulagstillögunni séu mörk
Víkurgarðs ranglega færð. Látið sé
sem austurmörk hans séu við hús-
hlið Landssímahússins. Skipulagsyf-
irvöldum sé þó kunnugt að svo sé
ekki. Austurmörkin séu Thorvald-
sensstræti.
Þá er rakið hvernig farið skuli
með niðurlagða kirkjugarða lögum
samkvæmt. Hægt sé að fela sveitar-
félagi þá sem almenningsgarða með
ákveðnum skilyrðum, en til þurfi að
koma samþykki kirkjugarðsráðs og
safnaðarfundar. Dómkirkjusöfnuð-
urinn í Reykjavík hafi ekki afsalað
sér forræði á Víkurgarði, hvorki
þegar hætt var að jarða í honum á
19. öld né síðar. Frá 1883 hafi þrír
aðilar haft umsjón garðsins með
höndum, fyrst Schierbeck landlækn-
ir, þá Halldór Daníelsson bæjarfóg-
eti og loks Landssíminn til 1966 er
Reykjavíkurborg tók við umsjón-
inni.
Hefur verið almenningsgarður
„Alla þessa tíð var garðurinn eins-
konar skrautgarður og almennings-
garður, enda bannað að rækta í hon-
um matjurtir,“ segir í greinar-
gerðinni. Forræði dómkirkjusafnað-
arins hafi ekki fallið niður, hvorki
fyrir athafnaleysi, hefð né með öðr-
um hætti. Ekkert rask af því tagi
sem nú sé fyrirhugað geti sóknar-
nefnd Dómkirkjunnar né aðrir aðilar
samþykkt. Það breyti engu um
vernd garðsins og forræði Dóm-
kirkjunnar þótt Minjastofnun hafi
heimilað að byggt væri í garðinum
enda hafi hún ekki til þess heimildir
að lögum.
Fimmmenningarnir eru ekki hinir
einu sem nýttu sér rétt til að gera at-
hugasemdir við deiliskipulagstillög-
una um hótelbygginguna. Það gerðu
einnig fjölmargir aðrir. Hafa
borgaryfirvöld nokkrar vikur til að
bregðast við athugasemdunum og
síðan þarf að afgreiða málið á vett-
vangi borgarstjórnar.
Lagaheimild skortir fyrir byggingu
Fjölmargar athugasemdir bárust við deiliskipulag vegna hótelbyggingar í Víkurgarði hinum forna
Bent á að dómkirkjusöfnuðurinn hafi ekki afsalað sér forræði garðsins Bann frá 1966 standi enn
Umdeilt Hótelbyggingin sem til stendur að reisa við Kirkjustræti. Hluti hennar verður í hinum forna kirkjugarði.
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2017
BO RÐ LAMP
A R
Skoðið vefverslun okkar casa.is
CINDY
Verð 32.900,-
TAKE
Verð 10.900,-
BLEIKUR
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640
BOURGIE
Verð 52.900,-BATTERY
Verð19.900,-
Karlakór Kópavogs heldur í Bústaðakirkju í kvöld kl.
20 tónleika til styrktar sjóðnum Þú getur. Peningum
úr sjóðnum er varið til að stykja til náms ungmenni
sem hafa glímt við geðsjúkdóma. Á síðastliðnum níu
árum hafa um 120 ungmenni fengið stuðning til þess
að afla sér menntunar.
Garðar Cortes er stjórnandi Karlakórs Kópavogs og
undirleikari Hólmfríður Sigurðardóttir. Einsöngvari
með kórnum er Kristján Jóhannsson.
Meðal laga sem flutt verða á tónleikunum í kvöld
eru Þakkarbæn, Brennið þið vitar, Hraustir menn,
Fuglinn í fjörunni, Fjallið Skjaldbreiður, Ástarkveðja,
Húrrakórinn, Þei þei og ró ró, Úr útsæ rísa Íslandsfjöll og Smávinir
fagrir.
10. október er alþjóðageðheilbrigðisdagurinn og þema hans í ár er
mikilvægi geðheilsu á vinnustað.
Styrktartónleikar
fyrir Þú getur
Karlakór Kópavogs og Kristján
Söngur Karlakór Kópavogs og í baksýn er kirkjan á Kársnesinu.
Kristján
Jóhannsson
Með athugasemdum fimmmenning-
anna við hótelbygginguna á Lands-
símareitnum fylgir umfjöllun um
helgi kirkjugarða
almennt og Vík-
urgarðs sér-
staklega eftir
séra Þóri Steph-
ensen, fyrrver-
andi dóm-
kirkjuprest.
Kirkjugarðar séu
bænarstaðir, hluti
af sóknarkirkju
og kirkjufriður
gildi á báðum stöðum. Helgi graf-
reita sé alþekkt í flestum eða öllum
trúarbrögðum og á öllum tímum. Að
baki búi margvísleg sjónarmið, m.a.
um mannlega virðingu, virðingu fyr-
ir hinum jarðsettu, tillit til ættingja,
trúarleg viðhorf og siðferðileg.
„Mér hefur stundum orðið hugsað
til þess undanfarið, að við Reykvík-
ingar höfum heimtað að vegur sé
færður til að hlífa „álfasteini“. Yfir-
völd hafa orðið við því. En þau ætla
ekki að verða við kröfum um að leg-
stöðum forfeðra okkar sé hlíft. Þar
gengur þjóðtrúin fyrir trúnni á Guð,
trúnni sem hefur framkallað dýr-
mætustu eigindir menningar okk-
ar,“ segir hann.
Séra Þórir segir ennfremur: „Í
þessum efnum skiptir aldur engu.
Kirkjuleg vígsla er „character in-
delebilis,“ eiginleiki sem aldrei verð-
ur afmáður. Þótt bein hafi verið fjar-
lægð skiptir það engu máli, garður-
inn geymir enn allt það hold, sem á
beinunum var og vígsluna máir ekk-
ert burt.“
Geymir enn
holdið sem á
beinunum var
Álfasteinum hlíft
en ekki legstöðum
forfeðranna
Þórir Stephensen