Morgunblaðið - 10.10.2017, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.10.2017, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2017 ✝ Sigrún Sigur-geirsdóttir fæddist á Arnstapa í Ljósavatnsskarði í Suður-Þingeyjar- sýslu 15. júlí 1926. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykja- vík 26. september 2017. Foreldrar henn- ar voru Anna Guð- rún Guðmunds- dóttir frá Kúfustöðum í Svartárdal, f. 22. ágúst 1897, d. 17. desember 1989, og Sigurgeir Bjarni Jóhannsson frá Landa- mótsseli í Ljósavatnshreppi, f 20. október 1891, d. 8. júlí 1970. Systkini Sigrúnar eru: Guð- mundur Kristján, f. 30.3. 1918, d. 28.12. 1996, Jóhann Kristinn, f. inn Sæmundsson Skagfjörð, f. 18.1. 1966. b) Jón Óskar, f. 30.6. 1969, K.: Erna Sigfúsdóttir, f. 28.12. 1969, börn þeirra, Krist- jana Þórdís, f. 29.3. 1998, og Vikt- or Andri, f. 17.3. 2000. c) Ingvar Þorsteinn, f. 8.12. 1978, maki Ása Ingólfsdóttir, f. 24.3. 1979, börn þeirra, Ingólfur Hrafn, f. 7.7. 2015, og Sverrir Þór, f. 23.5. 2017. d) Aðalsteinn, f. 30.4. 1982, maki Guðný Guðleif Einarsdóttir, f. 8.1. 1984, börn þeirra, Andrea Inga, f. 7.10. 2013, og Dagbjört Hlíf, f. 10.4. 2015. Sigrún ólst upp á Arnstapa fram undir fullorðinsár. Haustið 1946 hóf hún nám í Húsmæðra- skólanum að Laugalandi í Eyja- firði. Sigrún fluttist til Reykjavík- ur haustið 1947 og bjó þar til dauðadags, lengst af að Flóka- götu 12. Hún hóf störf hjá Osta- og smjörsölunni 5. apríl 1958 er hún var stofnuð og vann þar alla sína starfsævi. Útförin fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík í dag, 10. októ- ber 2017, klukkan 13. 13.12. 1919, d. 10.4. 2005, Halldór, f. 28.8. 1924, d. 6.2. 1968, Sigurveig Brynhildur, f. 18.2. 1930, d. 13.10. 2012, Guðríður Kristjana, f. 2.10. 1933, Erna, f. 15.12. 1934. 21. maí 1949 gift- ist Sigrún Ingvari Þorsteini Vilhjálms- syni úr Reykjavík, f. 5.11. 1918, d. 21.9. 1988. Þau eignuðust eina dóttur, Þórdísi, f. 23.1. 1949, maki Sverrir Guð- mundsson, f. 29.12. 1947. Börn þeirra: a) Sigrún, f. 25.6. 1966, maki Kevin John Brennan, f. 30.8. 1967, barn þeirra Bjarki, f. 29.10. 2001, og sonur Sigrúnar, Sverrir, f. 14.6. 1993, faðir Krist- Ég vil minnast Sigrúnar tengdamóður minnar með fáein- um orðum. Hún fæddist á Arn- stapa í Ljósavatnshreppi, 15. júlí 1926, fjórða af sjö systkinum. Sig- rún ólst upp á Arnstapa fram und- ir fullorðinsár er hún fór í vist á Akureyri í tvo vetur og vann á Vöglum á sumrin við heimilisstörf og skógrækt. Haustið 1946 fór Sigrún í Hús- mæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði. Sumarið 1947 kom ung- ur maður, Ingvar Þorsteinn Vil- hjálmsson, í heimsókn til systur sinnar, Sigríðar húsmóður að Vöglum og hennar manns, Einars G.E. Sæmundsen, sem var skóg- arvörður í Vaglaskógi. Þar urðu fyrstu kynni Sigrúnar og Ingvars. Um haustið fór Sigrún til Reykja- víkur þar sem þau hittust aftur og stofnuðu heimili að Frakkastíg 22. Ávöxtur þessara kynna er Þórdís, sem fæddist 23. janúar 1949. Sig- rún sá um heimilið fyrstu árin, sem oft var erfitt vegna innflutn- ingshafta og skömmtunar. Þá var allt nýtt eins og hægt var. Ein flík var prjónuð og notuð þangað til hún var of lítil, þá rakin upp og garnið notað í annað. Sigríður móðursystir hennar stóð t.d. í bið- röð heila nótt til að kaupa leirtau o.fl. fyrir hana í búið. Sigrún var mjög lagin og vandvirk með prjón og sauma, lét ekkert frá sér nema það væri fullkomið. Fimmta apríl 1958 hóf Sigrún störf hjá Osta- og smjörsölunni, á stofndegi hennar, var annar af tveimur fyrstu starfsmönnum þar, og vann þar alla sína starfsævi. Sigrún og Ingvar keyptu sína fyrstu íbúð á Flókagötu 12, árið 1971, sem var heimili hennar fram undir síðustu árin. Kynni okkar Sigrúnar hófust þegar við Þórdís fórum að draga okkur saman árið 1965. Sigrún tók mér eins og ég væri sonur hennar. Við Dísa vorum ung, ég 17 ára og hún 16 ára. Þá bjuggu þau í Skaftahlíð 5 og fengum við Dísa annað herbergið af tveimur svefnherbergjum. Við eignuðumst fljótlega Sigrúnu og þegar hún var óvær á næturnar var Sigrún amma ávallt mætt til að hugga barnið á meðan unga fólkið svaf sem fastast. Það var fastur liður að fjölskyldan mætti á Flóka- götuna í kaffi og rjómapönnukök- ur 17. júní, og að sjálfsögðu í mat á öðrum hátíðar- og tyllidögum. Hún kom mjög oft til okkar Dísu í Látraselið og þá sat hún ekki aðgerðalaus, þurrkaði af, eða dreif sig út að reyta arfa eða taka upp kartöflur. Sigrún fór ótrúlega vel með alla hluti, það sá ekki á þeim eftir margra ára notkun. Sigrún átti mörg góð tilsvör og hafði góðan húmor. Þegar aldurinn færðist yfir, fór minnið að gefa sig en allt gekk vel með daglegri aðstoð Dísu. Fyrir um þremur árum féllu saman þrír hryggjarliðir í baki Sigrúnar með tilheyrandi kvölum og fóru deyfi- lyfin ekki vel í hana og þurfti hún upp frá því aðhlynningu allan sól- arhringinn. Ég kveð með söknuði þessa yndislegu góðu konu. Sverrir Guðmundsson. Elsku Sigrún amma er fallin frá. Það var ekki óvænt því hún var búin að vera svo mikið veik og eiginlega ekki hún sjálf síðustu 2-3 árin. Minningarnar eru margar og góðar um ömmu sem var svo stór hluti af okkar lífi. Okkur langar að minnast henn- ar eins og hún var, þessi mikil- hæfa og duglega kona sem átti svo mikinn þátt í uppvexti okkar systkina og kenndi okkur svo margt. Það var gott að vera hjá ömmu og Ingvari afa. Í minningunni var stofan hjá þeim á Flókagötunni víðáttumikil og hringlaga borðstofuborðið óendanlegur leikvöllur. Þar var heill heimur okkar við leik, við sát- um og teiknuðum, lituðum og spil- uðum Ludo. Hún átti alltaf brjóst- sykur eða eitthvað gott í munninn, pönnukökurnar hennar voru auð- vitað þær bestu í heimi og maður gat alltaf treyst því að eitthvað gott væri til heima hjá Sigrúnu ömmu og Ingvari afa. Flókagatan var miðja alheims- ins, allavega hjá okkur. Það var fastur liður í tilverunni að koma við hjá ömmu og afa ef leiðin lá í bæinn, aðallega eftir að amma hætti að vinna. Sú hefð komst einnig á að eftir göngutúr í bæn- um 17. júní var alltaf farið í hátíð- arkaffi á Flókagötuna þar sem amma bar fram rjúkandi pönnsur og fleira góðgæti. Amma kenndi okkur svo margt, hún var vandvirk með ein- dæmum þannig að manni fannst maður aldrei gera hlutina nógu vel. Alltaf var hægt að gera betur. Eitt af því sem gaman er að segja frá er að þegar hún þvoði þvott var ávallt mikil seremónía í kring- um fráganginn á honum. Eftir að sængurverin höfðu þornað tók við meðhöndlun sem maður sér ekki í dag. Tveir voru látnir toga í gagn- stæð horn, sitt á hvað af miklu afli til að ná efninu sem sléttustu. Því næst tók við samanbrot þar sem 1/3 hluti var lagður yfir langsum og í kjölfarið var 1/3 lagður yfir til baka þannig að við héldum á flott- um renningi. Því næst var lagt saman langsum 1/3 og aftur 1/3. Allur staflinn var svo lagður í stól- inn hans Ingvars afa inni í stofu og hann látinn setjast á hann til þess að pressa á meðan hann horfði á ensku knattspyrnuna á laugar- dagseftirmiðdögum. Amma var mikil hannyrðakona og alltaf með eitthvað á prjónun- um. Flest eigum við eitthvað af þeim dásamlegu dýrgripum sem hún töfraði fram; heklaðir dúkar, prjónuð eða saumuð teppi, púðar, sokkar, vettlingar og fleira. Sig- rún amma var einnig mikill húm- oristi og hafði frábært skopskyn. Þó svo hún vildi láta líta út fyrir að hún væri alvarleg og liti oft alvar- legum augum á málin þá þurfti oft ekki mikið til þess að fá hana til að brosa. Eins gat hún sjálf oft séð spaugilegar hliðar á málum þegar þannig lá á henni og sagt skemmtilega frá. Hundar fóru oft mikið í taug- arnar á ömmu en löðuðust samt mikið að henni. Við fjölskyldan höfum átt nokkra hunda í gegnum árin og alltaf þegar hún var í kringum hundana fussaði hún og sveiaði og spurði hvort þeir þyrftu endilega að vera hér. Svo þegar hún hélt að enginn væri að horfa gaukaði hún að þeim einhverju góðgæti og klappaði þeim. Við kveðjum ömmu með sökn- uði og hlýhug og þakklæti fyrir öll góðu árin. Sigrún og Jón Óskar. Alla okkar ævi var amma hluti af hversdeginum. Við höfum alltaf upplifað hana sem okkar aðra mömmu, nærveran og hlýjan var slík. Sem guttar var það daglegur viðburður hjá okkur mömmu að fara til ömmu og afa á Flókagöt- una. Fengum þar iðulega soðna ýsu og bláan opal. Eftir að afi dó 1988 var amma meira eða minna hjá okkur í Látraselinu og hafði alltaf eitthvað fyrir stafni, ef ekki með tuskuna uppi í hillum eða í eldhúsinu að laga mat eða ganga frá, þá úti í beði að reyta arfa. Hún var algjörlega óstöðvandi. „Mamma sestu niður og slakaðu á“ heyrðum við móður okkar ósjaldan segja þegar allir voru sestir niður til að slaka á eftir kvöldmat. Amma var alveg drepfyndin án þess að hún væri eitthvað að reyna það og gátu gullkornin hreinlega hrunið af henni. Sér- staklega þegar hún var að tuða í mömmu eða okkur systkinunum. Henni tókst alltaf að eiga síðasta orðið með einhverjum drepfyndn- um tilsvörum. Samband hennar við hundana okkar var óborgan- legt. Hún var dugleg að lýsa van- þóknun sinni á þeim eða aðallega óþrifnaðinum sem þeim fylgdi og fussaði í áttina að þeim með ein- hverju hljóði sem engum hefur tekist að líkja eftir. Þrátt fyrir það var amma í miklu uppáhaldi hjá hundunum og sóttu þeir mikið í hana sem erfitt var að skilja. Það var ekki fyrr en það sást til hennar lauma kjötbita í þá þegar hún hélt að enginn sæi til að við sáum hvernig í pottinn var búið, hún dekraði manna mest við þá. Þegar við bræður fengum bíl- próf kom það iðulega í okkar hlut að keyra ömmu heim. Þessar óteljandi bílferðir skipuðu stóran sess í lífi okkar bræðra. Í þessum bílferðum var mikið spjallað og hlegið. Hún fussaði og sveiaði yfir unglingunum sem héngu fyrir ut- an sjoppuna Ís-sel í Seljahverfinu. „Já, voru þeir ekki að reykja,“ sagði hún stundum með fyrirlitn- ingartón. Fljótlega gaf hún Ís-seli viðurnefnið „Aumingjastaðir“ og alltaf hlógum við jafnmikið þegar hún byrjaði. Nokkrum árum seinna þegar „aumingjunum“ fór að fækka fyrir utan fannst henni það hræðilegt. „Æi greyin,“ sagði hún einlægt. „Þeir fá engin við- skipti lengur, ætli þeir fari ekki bara á hausinn.“ Skemmtilegur viðsnúningur þar hjá gömlu kon- unni. Við bræður bjuggum um tíma á Mánagötunni, steinsnar frá ömmu, og vorum að sjálfsögðu daglegir gestir hjá henni á hennar síðustu árum á Flókagötunni. Þar áttum við ómetanlegar stundir, umvafðir hlýju og væntumþykju á okkar öðru heimili. Þá var aðeins farið að hægja á henni og augljóst að sjúkdómurinn var farinn að láta vita af sér. Við vorum ekkert endilega að kjafta við ömmu allan tímann enda þurfti það ekki. Það nægði að sitja með ömmu, drekka kaffi, skoða gömul myndaalbúm, fletta blöðunum eða jafnvel taka kríu í sófanum hennar. Amma var mikil fyrirmynd okkar bræðra. Var harðdugleg og kvartaði aldrei. Vann þau verk sem þurfti að vinna og hafði ekki mörg orð um það. Allt fram á síð- ustu stundu gaf hún okkur ótrú- lega gleði því þótt margt hefði horfið á síðustu mánuðum þá hvarf húmorinn aldrei. Amma var einstök kona og verður sárt sakn- að. Ingvar Þorsteinn Sverrisson og Aðalsteinn Sverrisson. Sigrún frænka var elsta systir móður okkar og var farin suður löngu áður en við komum í heim- inn. Hún var Reykjavíkurfrú, ögn framandleg í fyrstu minningum og virtist í fljótu bragði svolítið fín með sig í talsmáta og svipbrigð- um. Það var alltaf gaman heima í sveitinni þegar þau Ingvar komu í sína árlegu heimsókn, jafnvel þó að þá þyrfti að klippa okkur. Ingv- ar var rakari og taldi ekki eftir sér að snyrta á okkur hausana. Hann var skemmtilegur karl sem kom stundum út í fótbolta og spjallaði um mál sem voru nokkuð fjarlæg sveitalífinu. Maður komst fljótt að því að fínheitin ristu ekki djúpt. Góðvild og gamansemi blunduðu alltaf undir yfirbragðinu. Sigrún hafði erft fíngert og útlit móður sinnar, Önnu ömmu okkar á Arnstapa, hún var létt og kvik í hreyfingum og harðger inn við beinið. „Ass- gotans kuldi er þetta,“ sagði hún eitt sinn á efri árum þegar hún greip peysu og vafði þétt að sér og hljóp á milli húsa léttfætt eins og unglingur í kuldastrekkingi. Dísa dóttir Sigrúnar var hjá foreldrum okkar eitt sumar og passaði frumburð þeirra þó að hún væri svosem ekki mikið eldri. Síð- an hefur hún verið eins og eldri systir og við öll eins og ein fjöl- skylda í vináttu, gleði og sorg, kynslóð eftir kynslóð, í sumardvöl þeirra fyrir norðan og ferðum okkar og lífi fyrir sunnan. Þau urðu mörg sumrin sem ein- hver barnabörn Sigrúnar og Ingv- ars voru í sveit hjá okkur á Hrís- hóli þegar þau komu norður. Umhyggjusemin ríkti og í laumi var fylgst með hvort þau gerðu ekki það gagn sem til væri ætlast. Brýnt var að umgengni og snyrti- mennska væru viðunandi. „Jón minn, ertu búinn að þvo þér,“ sagði hún við Jón Óskar, dóttur- son sinn, og lagði honum ýmsar lífsreglur við misjafnar undirtekt- ir. Við hermdum stundum eftir þessu ávarpi og kölluðum hann „Jónminn“. Sigrún og afkomendur hennar voru hjá okkur fyrir norðan, og við hjá þeim fyrir sunnan. Fyrst mun- um við eftir Skaftahlíðinni og síð- an Flókagötunni. Það var gott að koma þangað til Sigrúnar og spjalla við litla eldhúsborðið. Um- hyggja hennar var söm við sig. Þegar maður fór laumaði hún kleinupoka eða öðru góðgæti í vasa manns, eða jafnvel aurum. Síðast var það Helga Berglind systir okkar sem dvaldi hjá henni um hríð við einstakt atlæti. Systurnar frá Arnstapa, Sig- rún, Veiga, Gígja og Erna móðir okkar, voru samrýndar í gagn- kvæmri umhyggju og fylgdust vel með afkomendum hver annarrar. Það gat líka verið gaman að Sigrún Sigurgeirsdóttir Samveruna þér við þökk- um, þýðlega af huga klökkum, af augum svífa saknaðs tár. Farðu sæl til sólarheima, samhuga við munum geyma, minning þín um æviár. (Ragnheiður G. Kristjánsdóttir) Undanfarið hefur kvöldsólin leikið um kyrran Borgarvoginn og góðar minningar frá æsku og uppvexti sækja á. Í gær kvöddum við æskuvinkonu okkar, Ingi- björgu Stellu Sigurðardóttur. Barnæskan með leik í fjöru og klettum og stórfenglegum bar- dögum fyrir réttlæti og jafnræði. Unglingsárin í skátastarfi, útileg- um og áframhaldandi réttinda- baráttu. Þá tóku sveitaböllin við og síðan framhaldsmenntun eða vinna, sem þýddi landfræðilegan aðskilnað. Stella flutti til Reykja- víkur og hóf vinnu í Búnaðar- banka Íslands og vann síðan við bankastörf þann tíma er hún vann utan heimilis. Við hinar vorum ýmist heima eða í útlöndum – en alltaf hittumst við þegar kostur var. Stella giftist Pétri Jónssyni og eignaðist með honum þrjá Ingibjörg Stella Sigurðardóttir ✝ Ingibjörg StellaSigurðardóttir fæddist 7. maí 1944. Hún andaðist 28. september 2017. Útför Stellu fór fram 9. október 2017. syni. Þeir voru augasteinar henn- ar og þá ekki síður barnabörnin þegar þau komu. Þegar börn voru komin á legg fórum við að fara í ferðalög til útlanda saman og eru þær ferðir haf- sjór góðra minn- inga. Stella var skemmtileg, glöð og glæsileg. Styrkur hennar og lífssýn komu berlega í ljós á undanförnum mánuðum. Hún ferðaðist víða og var heimsdama í allri framgöngu. Ávallt glæsileg til fara og bjarta brosið hennar yljaði, hvort sem stríðnisglampi var í augum eða ekki. Henni var hlýtt til heima- slóðanna og dásamlegt til þess að hugsa nú, að henni tókst að koma í Borgarnes, sjá æskuheimilið og dvelja um stund í veiðihúsinu við Hvítá nú í september. Það er ekki auðvelt að kveðja eftir u.þ.b. 70 ára vináttu, sem aldrei bar skugga á. Það er eins og litir regnbogans hafi dofnað. Stellu fylgdu litir, ljós, hlýja, bros og gleði. Glampinn í fallegu aug- unum er nú horfinn okkur – en dýrmætar eru minningarnar. Við vottum Pétri, Jóni, Sigurði, Pétri Inga, barnabörnum, systk- inum Stellu og öðrum aðstand- endum innilega samúð okkar. Hjördís, Ingibjörg, María, Sigríður, Vigdís og Þorbjörg (Dista). ✝ Auðunn RafnGuðmundsson fæddist að Eyvind- armúla í Fljótshlíð 16. september 1935. Hann lést 18. sept- ember 2017. Foreldrar Auð- uns voru Guðbjörg Auðunsdóttir, f. 13. mars 1899, d. 10. nóvember 1985, og Guðmundur Ög- mundarson frá Syðri-Reykjum í Biskupstungum, f. 1. apríl 1858, d. 6. maí 1937. Þau slitu sam- vistum. Guðmundur eignaðist síðar fjögur börn: Unni, látin, Bjarna, Ögmund og Guðmund. Eftir skilnaðinn fylgdi Auðunn móður sinni og hélt heimili með henni í Reykjavík þar til hún lést. Hann var ókvæntur og barnlaus. Auðunn var stúd- ent af málabraut frá Mennta- skólanum í Reykja- vík. Að námi loknu var hann um árabil blaðamaður hjá Al- þýðublaðinu og dagblaðinu Mynd. Síðar starfaði hann sem fulltrúi í Landsbankanum í Reykjavík. Auðunn var í félagi Ungra jafnaðarmanna. Hann var slung- inn bridsspilari og vann til verð- launa í íþróttinni. Hann var lengi í stjórn Knattspyrnudeildar KR og fastagestur á leikjum meist- araflokks karla þar til yfir lauk. Útför Auðuns fer fram frá Neskirkju í dag, 10. október 2017, og hefst athöfnin klukkan 15. Kveðja frá Knattspyrnu- félagi Reykjavíkur Í dag kveðjum við góðan KR- ing, Auðun Rafn Guðmundsson. Það hefur verið gæfa KR í 118 ár að eiga trygga félaga og stuðningsmenn. Auðunn var svo sannarlega einn þeirra. Hann var kosinn í stjórn knattspyrnu- deildar árið 1967 og sat hann í stjórn til ársins 1976, hann var einnig kosinn í fyrstu stjórn borðtennisdeildar KR og sat í varastjórn aðalstjórnar KR um tíma. Auðunn var mikill og góður bridgespilari. Hann sinnti ótal verkefnum fyrir KR. Hann var fararstjóri í ótal keppnis- og æf- ingaferðum KR. Auðunn var einn fararstjóra í mikilli keppn- is- og æfingaferð sem 2. og 3. flokkur KR fór í til Danmerkur árið 1970 þar sem vannst sigur í fjórum mótum af fimm. Þessi ferð var farin fyrir milligöngu Knud Hallberg, Íslandsvinarins sem var nokkurs konar sendi- herra KR og íslenskrar knatt- spyrnu í Danmörku á þessum ár- um. Auðunn starfaði lengi sem blaðamaður og seinna sem bankamaður. Hann var mikill jafnaðarmaður. Ég kynntist Auðuni fyrir áratugum síðan sem leikmaður KR. Auðunn var hæglátur maður, alltaf snyrtileg- ur til fara og mikill KR-ingur. Það var sama hvernig gengi liðs- ins var, Auðunn var alltaf mætt- ur á áhorfendapallanna til að styðja KR. Við KR-ingar minn- umst Auðuns með miklu þakk- læti fyrir allt sem hann gerði fyrir gamla góða KR og þökkum honum samfylgdina í gegnum tíðina. KR-ingar senda ættingj- um og vinum hans innilegar samúðarkveðjur. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR. Auðunn R. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.