Morgunblaðið - 27.10.2017, Page 2

Morgunblaðið - 27.10.2017, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 holar@holabok.is — www.holabok.is VARGÖLD Á VÍGASLÓÐ Útgáfuteiti í dag! Frásagnir tengdar Íslandi úr seinni heimsstyrjöldinni, eftir Magnús Þór Hafsteinsson. Útgáfuteiti í Eymundsson, Austurstræti, í dag kl. 17-19. Síðasta bók Magnúsar Þórs, Tarfurinn frá Skalpaflóa, fylgir ókeypis með seldum eintökum meðan birgðir endast. Allir velkomnir. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. eru hér á landi saman í Hjallaskóla í Kópavogi. Var þar haldin minningarsamkoma. Ár er nú liðið frá því að konungurinn féll frá. Útför Bhumibol Adulyadej, konungs Taílands, var gerð í gær í höfuðborg landsins, Bangkok. Af því tilefni komu Taílendingar sem búsettir Hann var þá 88 ára og hafði ríkt frá árinu 1950. Í Taílandi hefur ríkt þjóðarsorg allt frá andláti hans hinn 13. október í fyrra. Morgunblaðið/Eggert Konungurinn kvaddur hinsta sinni Ísland og Noregur eru bestu löndin fyrir konur að búa í, Sýrland og Afgan- istan þau verstu. Þetta kemur fram í nýrri vísitölu sem Georgetown Insti- tute for Women, Peace and Security og Peace Research Institute Oslo hafa tekið saman. Þar kemur fram að svokölluð friðar- og kvennavísitala taki til 153 landa sem telja yfir 98% af mannfjölda heimsins. Vísitalan mælir menntun, atvinnu, rétt- aröryggi, mismunun, samfélagsofbeldi og öryggi fjölskyldna. Hún mælir einn- ig allt frá ofbeldi til símanotkunar. Konur á Íslandi, Spáni, í Noregi, Sviss, Spáni, Finnlandi, Kanada, Hol- landi, Svíþjóð, Belgíu, Singapúr, Dan- mörku, Þýskalandi og Bretlandi búa við bestu aðstæðurnar. Á botninum sitja Sýrland, Afganist- an, Jemen, Pakistan, Miðafríku- lýðveldið, Kongó, Írak, Malí, Súdan, Nígería, Líbanon, Kamerún og Tjad. Bandaríkin verma 22. sætið á lista yfir bestu löndin. Það stafar meðal ann- ars af því að í landinu vantar lagastoð fyrir launajafnrétti og fæðingarorlofi. ge@mbl.is Ísland og Noregur kvennalönd  Friðar- og kvenna- vísitala í 153 löndum Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Frá og með 20. janúar í síðasta lagi geta stærri innflutningsaðilar bif- reiða séð um rafrænar forskráning- ar. Samgöngustofa mun áfram sjá um skráningar einkabifreiða. „Það vandamál sem skapaðist vegna tafa á skráningu bifreiða seinnipart síðasta vetrar og fram á sumar kallaði á lausn. Nú er hún komin, til hagsbóta fyrir bifreiðaeig- endur og samgöngustofu,“ segir Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra. Jón segir að tvennt hafi verið í stöðunni til þess að bæta ástandið; annaðhvort að auka fjárveitingar til samgöngustofu eða einfalda verk- ferla og færa skráningu út á mark- aðinn. „Við höfum verið í góðri samvinnu við Bílgreinasambandið og aðila á markaði sem nýtt hafa sér þjónustu samgöngustofu,“ segir Jón og bætir við að vel komi til greina að gera öðr- um innflytjendum kleift að forskrá bifreiðir með sama hætti. Bylting sem sparar vinnu „Þetta verður algjör bylting og mun spara vinnu hjá bifreiðaumboð- unum og hjá samgöngustofu,“ segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi. „Í dag sendum við gögn til sam- göngustofu. Stofan vinnur gögnin og sendir okkur til baka. Við þurfum að slá þau gögn inn í okkar kerfi, sem tekur tíma og eykur líkur á villum. Úlfar er ánægður með þátt Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra í málinu. „Samgönguráðherra áttaði sig fljótt á því hvernig hægt væri að hagræða með rafrænum hætti, bæta þjónustuna og minnka kostnað. Þetta hefur verið lengi í umræð- unni en Jóni tókst að koma þessu í framkvæmd á stuttum tíma.“ Bifreiðaumboð fá leyfi til rafrænna forskráninga  Rafræn skráning frá 20. janúar  Bylting og sparnaður Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingar- innar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að ekki hafi verið tekið tillit til kostnaðar við ritun sameigin- legrar skýrslu lögmanna um meðferð hælisumsókna. Þar er meðal annars lagt til að hælisleitendum sem hingað komi verði tryggður aðgang- ur að sjálfstætt starfandi lög- mönnum allt frá upphafi málsmeðferðar og til loka hennar og verði allur kostn- aður greiddur úr ríkissjóði. Helga Vala átti þátt í gerð skýrslunnar en hæstaréttarlögmaðurinn Einar S. Hálfdánarson vakti athygli á skýrslunni í Morg- unblaðinu í gær og sagði að ef breytingin yrði að veruleika myndi það valda sprengingu í hælisum- sóknum. Spurð hvort hún sé persónulega sammála nið- urstöðu skýrslunnar um að ríkissjóður greiði fyrir þjónustu sjálfstætt starfandi lögmanna við máls- meðferð fyrir stjórnvöldum segir Helga Vala að það sé ekki sitt að taka afstöðu til þess. „Ég tel að það sé full ástæða til þess að þegar Lögmanna- félagið hefur skilað af sér skýrslu sem þessari þá skoði ráðuneytið það og innihald skýrslunnar og kalli sérfræðinga að borðinu. Ég ætla ekki að fara inn í þá aðstöðu að svara já eða nei með þetta. Það er ráðuneytið sem tekur ákvörðun um þetta út frá skýrslunni,“ segir Helga Vala. „Þetta er í þessu ferli, það er búið að óska eftir þessari skýrslu og þá finnst mér ekki rétt að gefa upp mína afstöðu.“ Aðspurð hvort nefndin hafi tekið tillit til kostn- aðar ef þessar breytingar yrðu gerðar segir hún að svo sé ekki enda hafi það ekki verið hlutverk nefndarinnar. „Nei það var ekki hlutverk nefnd- arinnar að skoða það. Það er auðvitað verið að greiða fyrir lögfræðinga Rauða krossins núna. Það var niðurstaða nefndarinnar að það væri afar óheppilegt af mörgum ástæðum. Bæði til að geta fengið óháðan lögmann og líka er þetta í andstöðu við alþjóðlegar reglur Rauða krossins, af því að Rauði krossinn er í eðli sínu hlutlaus stofnun sem fer út í heim og inn á stríðshrjáð svæði. Þar sem hann er hlutlaus stofnun getur hann ekki tekið af- stöðu gegn stjórnvöldum.“ Spurð hvort einstakar lögmannsstofur muni þá ekki fá mikið fé úr ríkissjóði vegna þessara mála sem koma upp segir Helga Vala að aðrar stofur fái greitt fyrir sambærileg mál. „Við getum alveg eins horft á þetta með bankamenn. Eiga banka- menn að fá verjendur sem eru kostaðir af ríkinu? Einstaka lögmenn hafa fengið 50 milljónir króna greiddar í málskostnað úr ríkissjóði. Er það rétt- látt að einstaka lögmannsstofur fái slíkt? Þetta er alveg sambærilegt.“ Endurskoða skilyrði gjafsókna Í skýrslunni er lagt til að endurskoðun fari fram á því hvaða skilyrði þurfi til gjafsóknar og að ákvæði um starfshætti gjafsóknarnefndar verði endurskoðuð svo tryggt verði að umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hafi ekki bolmagn til að fjármagna málshöfðun sjálfir, fái gjafsókn. Spurð hvort niðurstaða nefndarinnar sé í samræmi við hennar skoðanir segir Helga Vala að það sé nauð- synlegt að endurskoða störf gjafsóknarnefndar. „Ekki bara í þessum málaflokki. Það þarf að skoða svolítið vel hvernig gjafsóknarnefndin virk- ar sem slík. Hún hefur stundum beitt sér eins og hún sé millidómstig. Ég held að það sé full ástæða til þess að skoða þessa nefnd eins og allar nefnd- ir,“ segir Helga Vala. Ekki tekið tillit til kostnaðar  Skýrsla lögmanna um meðferð hælisumsókna leggur til að sjálfstætt starfandi lögmenn fái greitt úr rík- issjóði vegna málsmeðferðar hælisleitenda  Helga Vala segir Rauða krossinn ekki eiga að sinna verkinu Morgunblaðið/Heiddi Helga Vala Helgadóttir Umsókn Rauði krossinn sinnir hælisleitendum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.