Morgunblaðið - 27.10.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.10.2017, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30 Fjallabyggð hefur ákveðið að setja upp geislatæki við vatnstankinn í Brimnesdal í Ólafsfirði í þeim til- gangi að hreinsa gerla úr neyslu- vatni Ólafsfirðinga. Frá því E.coli gerlar fundust í vatnsbólum vatns- veitunnar í byrjun mánaðarins hef- ur íbúum verið ráðlagt að sjóða neysluvatn í varúðarskyni og það þurfa þeir að gera þar til geisla- tækið kemst í notkun. Vatnsveitan á Ólafsfirði fær vatn úr tveimur vatnsbólum, úr Múla og Brimnesdal. Vandinn var bundinn við síðarnefnda vatnsbólið og talið að vatnið sem íbúar nyrðri hluta bæjarins nota sem og fisk- vinnslurnar, væri í lagi. Ármann V. Sigurðsson, deildarstjóri tækni- deildar Fjallabyggðar, segir að vatnsveitukerfið sé ein heild og komið hafi í ljós að ekki væri hægt að einangra vandamálið við hluta þess með nægjanlega öruggum hætti. Kostar 5 milljónir Búið er að festa kaup á geisla- tæki og vonast Ármann til þess að fá það í sínar hendur eftir um það bil viku. Þegar sé byrjað að und- irbúa uppsetningu þess. Áætlað er að framkvæmdin kosti Fjallabyggð um 5 milljónir kr. Útfjólublátt ljós er notað til að eyða örverum úr vatninu. Ármann segir að sú hreinsitækni sé notuð hjá vatnsveitum víða um land. Bendir hann á að einstök matvæla- fyrirtæki noti geislunartækni til að geta sýnt fram á örugg gæði vatns sem notað er við framleiðsluna. helgi@mbl.is Kaupa geislatæki til að hreinsa neysluvatnið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ólafsfjörður Neysluvatn úr vatns- bólum Ólafsfirðinga er mengað.  Ólafsfirðingar sjóða vatnið in nemur rúmum milljarði og rúmir tveir milljarðar til viðbótar koma vegna hækkunar á fasteignamati at- vinnuhúsnæðis. Af gögnum frá borginni má ráða að hún skilar rúmlega 300 milljónum til baka til eigenda íbúðarhúsnæðis með lækkun prósentunnar um ára- mót en engu til fyrirtækjanna. Félag atvinnurekenda hefur í nokkur ár gagnrýnt hækkanir á fast- eignaskatti og undirbýr nú að láta reyna á ákveðin atriði skattheimt- unnar fyrir dómstólum. „Borgin sýn- ir ákveðna sanngirni gagnvart eig- endum íbúðarhúsnæðis. Við eigum erfitt með að skilja af hverju eigend- um atvinnuhúsnæðis er ekki sýnd sama sanngirni,“ segir Ólafur Steph- ensen, framkvæmdastjóri. Skila hluta af hækkun fast- eignaskatts  Borgin lækkar álagningarprósentu fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði Morgunblaðið/Júlíus Miðborg Áhrif hækkunar fast- eignaverðs í Reykjavík eru milduð. Afsláttur » Afsláttur til lækkunar fast- eignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega hækkar um 163 milljónir á milli ára, fer úr 326 milljónum 2017 í 489 milljónir. » Gjöldin eru felld niður ef við- komandi hefur minna en 3,9 milljónir í árstekjur og hjón minna en 5,5 milljónir. » Afslátturinn minnkar eftir því sem tekjurnar eru hærri. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áformuð lækkun álagningar- prósentu fasteignaskatts á íbúðar- húsnæði í Reykjavík er minna en helmingur af þeim tekjuauka sem borgin fær vegna hækkunar fast- eignamats á næsta ári. Liggja þá hækkanir síðustu ára óbættar hjá garði. Þá skilar borgin ekki krónu til baka af þeim miklu aukatekjum sem hún fær vegna hækkunar fasteigna- mats atvinnuhúsnæðis. Stefnt er að lækkun álagning- arprósentu fasteignaskatts af íbúð- arhúsnæði í Reykjavík á næsta ári. Tillaga borgarstjóra um lækkun pró- sentunnar úr 0,20% af fasteignamati í 0,18% var samþykkt í borgarráði í gær. Jafnframt að auka afslætti af fasteignaskatti og fráveitugjöldum til eldri borgara. Borgarstjóri lagði hinsvegar til að álagningarprósenta útsvars yrði óbreytt á næsta ári, 14,52%. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti tillögu sína um lækkun fast- eignaskatta með vísan til mikillar hækkunar á fasteignaverði á undan- förnum árum. Lækkunin mundi milda áhrif fasteignaverðshækkana. Ekki er gerð tillaga um lækkun fasteignaskatts af atvinnuhúsnæði sem einnig hefur hækkað mikið. 3 milljarðar á tveimur árum Fasteignaskattur er ákveðið hlut- fall af fasteignamati sem Þjóðskrá Íslands ákvarðar út frá þróun fast- eignaverðs á markaðnum. Sem dæmi um hækkanir sem orðið hafa má nefna að fasteignamat íbúðarhús- næðis á höfuðborgarsvæðinu hækk- ar um 16,5% að meðaltali um áramót og atvinnhúsnæði um 10,7%. Um síð- ustu áramót hækkaði fasteignamat íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæð- inu um 9,2% og svipuð hækkun varð á fasteignamati atvinnuhúsnæðis. Þannig hefur fasteignamat íbúðar- húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkað um nálægt 25% á tveggja ára tímabili og atvinnuhúsnæðis um nærri 20%. Þetta hefur skapað mikla tekju- aukningu fyrir sveitarfélögin. Tekju- auki borgarinnar vegna hækkunar mats á íbúðarhúsnæði síðustu tvö ár- Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Rannveig Snorradóttir, eigandi ferðaheildsölufyrirtækisins Obeo Travel í Osló, segir sumarið hafa ver- ið skelfilegt hjá fyrirtækinu; um 80% bókaðra ferða til Íslands hafi verið afbókuð. Stærsti markaður Obeo Travel til Íslands er Asía og Írland og komu langflestar afbókanirnar frá Asíu. „Þeir voru viðkvæmari fyr- ir verðbreytingunum út af genginu í vor. Írarnir eru ekki eins viðkvæmir fyrir verðinu enda eru þeir bara að ferðast til Reykjavíkur í helgar- ferðir,“ segir Rannveig. Smeyk við að gera tilboð Þrátt fyrir brösótt sumar lítur vet- urinn vel út að sögn Rannveigar. „Gengið hefur verið stöðugt núna í frekar langan tíma, það hjálpar okk- ur, og það að krónan veiktist smá- vegis snemma í haust. Stöðugra gengi og norðurljósin heilla en það er auðvitað hræðsla út af vaskinum af því að enginn veit hvað er að gerast. Fyrir vikið erum við smeyk við að gera tilboð fyrir næsta sumar, sem lítur annars ágætlega út.“ Rannveig segir óstöðugleikann fara illa með ferðaþjónustuna. „Við vitum ekki hvaða gengi á að nota í til- boðum, hvort það verða hækkanir á virðisaukaskatti og svo er nýtt vandamál sem eru bílastæðagjöldin sem er verið að setja á með engum fyrirvara.“ Góður gangur í hlutunum Sævar Skaptason, framkvæmda- stjóri Hey Iceland, áður Ferðaþjón- ustu bænda, segir almennt góðan gang í hlutunum núna. Árið í heild sé vel við- unandi hjá fyrirtækinu og þá hjálpi sérstaklega hvað seinnipartur sumars og haustið komu vel út. „Það hefur hægt mikið á núna. Vandamál, sem snertir okkur kannski meira en aðra, er að við erum dreifð um allt land og vetrarferðamennskan er dálítið skipt á milli landshluta,“ segir Sævar. „Við sjáum að fólk er að spara við sig og leita að ódýrustu möguleik- unum. Það hefur aukist á þessu ári með hækkandi verðlagi og breytingu á gengisþróuninni. Það eru komin mörg lággjaldaflugfélög til Íslands sem flytja farþega sem hafa ekki eins mikinn kaupkraft og þá skiptir krónan orðið miklu máli, meira en fyrir tveimur til þremur árum.“ Sævar segir stærsta vandamál ferðaþjónustunnar tvíþætt. „Annars vegar óklár stefna um gjöld og hugs- anleg gjöld og svo gengissveiflunar, sem eru okkur mjög erfiðar. Gengið er ekki nýtt af nálinni en það eitt og sér er næg áskorun í rekstri fyrirtækjanna og svo þegar við fáum hitt til viðbótar, þessar auknu skattahækkanir og hækkun virðisaukaskatts, er það orðið mjög alvarlegt mál.“ Morgunblaðið/Golli Norðurljós Stöðugra gengi og norðurljós laða ferðamenn til Íslands í vetur. Ferðaþjónustufyrirtæki bera sig vel. Stöðugra gengi og norðurljósin laða að  Góður gangur í ferðaþjónustunni  Óstöðugleiki vandamál Hjá Iceland Travel er 40% aukn- ing á leitarvélaumferð á vefsíðu fyrirtækisins miðað við árið í fyrra. „Það segir manni að það sé heilmikill áhugi á Íslandi. Aukningin kemur aðallega frá Bandaríkjunum,“ segir Jón Heið- ar Þorsteinsson markaðsstjóri. Hann segir sumarið í ár hafa ver- ið eilítið stærra en sumarið í fyrra og september hafa verið mjög góðan. Þá líti veturinn vel út og þau séu byrjuð að fá fullt af fyrirspurnum fyrir næsta sumar. „Það rættist úr þessu að ein- hverju leyti en gengisbreyting- arnar hafa að sjálfsögðu áhrif varðandi afkomu.“ Sindri Ragnarsson, jöklaleið- sögumaður og einn eigenda Gla- cier Trips, segir veturinn líta bet- ur út núna en í fyrra. „Við höfum alltaf verið stigvaxandi og þetta lítur vel út eins og staðan er núna,“ segir Sindri og telur enga lægð vera á leiðinni í komu ferðamanna til Íslands. Lítur betur út en í fyrra BJARTSÝNIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.