Morgunblaðið - 27.10.2017, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.10.2017, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 LED lausnir frá Lýsing fyrir götur, göngustíga og bílastæði. Ráðgjöf og nánari upplýsingar má fá hjá sölumönnum. Jóhann Ólafsson & Co. Krókháls 3, 110 Reykjavík 533 1900 sala@olafsson.is Smart City lausnir Viðreisn; Sjálfstæðisflokkur, Mið- flokkurinn, Framsókn og Viðreisn; og í þriðja lagi var nefndur mögu- leikinn VG, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn. Einn samfylkingarmað- ur sagði að Katrín Jakobsdóttir, for- maður VG, mundi ekki komast aftur upp með það að segja pass eftir kosn- ingar eins og hún hefði gert í fyrra og neitað að ræða síðasta möguleikann. Úr röðum framsóknarmanna var engan barlóm að heyra og segjast þeir vera bjartsýnir á að upp úr kjör- kössunum komi annað og traustara fylgi en kannanir gefi til kynna. „Ég held að núna vilji fleiri að Sjálfstæðisflokknum verði gefið frí og að VG leiði næstu ríkisstjórn, með Samfylkingu og Framsóknarflokki,“ sagði framsóknarmaður. Alls konar stjórnarsamstarf til skoðunar hjá flokkunum Morgunblaðið/Eggert Óvissa Flestir telja að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, verði næsti forsætisráðherra. Hér er Katrín Jakobsdóttir með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, sem fullyrt er að VG og Samfylking vilji vinna með.  Óskamynstur VG og Samfylkingar er samstarf við Framsókn, náist meirihluti FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Pólitískir viðmælendur blaðamanns úr röðum ólíkra framboða eru ekki sammála um margt. Þó eru þeir sam- mála um eitt: Að fullkomin óvissa ríki um hvers konar ríkisstjórn verð- ur mynduð að loknum kosningum og þeir eru sammála um að það þurfi að lágmarki þrjá flokka til þess að mynda ríkisstjórn, líklega fjóra. Sjálfstæðismenn sem rætt var við telja að VG og Samfylkingin hafi gert um það samkomulag að vinna saman að ríkisstjórnarmyndun í kjölfar kosninganna. Þeir eru þess fullvissir að þessir flokkar vilji fá Framsókn til liðs við sig sem þriðja stjórnarflokk- inn, en nú er alls ekki ljóst að það dugi til og því spurning um það hvort Píratar gætu orðið fjórði flokkurinn í slíkri stjórn. Viðmælandi úr röðum VG segist telja að ákjósanlegt væri að VG, Samfylking og Framsókn næðu sam- an um myndun ríkisstjórnar, en það væri vissulega háð kosningaúrslit- um, hvort möguleiki væri á slíkri stjórnarmyndun, og miðað við nýj- ustu kannanir væri það heldur ólík- legt. Ef það tækist ekki, væri ekki útilokað að bjóða Pírötum að borð- inu. Viðreisn hefði að vísu boðið fram krafta sína til stjórnarsamstarfs við VG, Samfylkingu og Framsókn, en takmarkaður áhugi ríkti á að þiggja það boð, og ákveðin vantrú ríkti á því að slíkt samstarf væri líklegt til ár- angurs. Annar viðmælandi úr röðum VG sagði að það væru alls konar stjórnarmynstur til skoðunar og raunar væru bara allir kostir uppi á borðum. Menn væru ekki að útloka fyrir fram samstarf við einn eða neinn. Úr röðum Samfylkingar heyrðust raddir í gær um að þrír kostir væru í stöðunni, til stjórnarmyndunar: VG, Samfylking, Framsókn og Píratar/ Tveir fulltrúar frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) eru staddir hér á landi til þess að hafa eftirlit með framkvæmd al- þingiskosning- anna á morgun, að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa utanríkisráðu- neytisins. Minnsta mögulega teymi „Þetta er minnsta mögulega teymi sem ÖSE sendir á vettvang til þess að hafa eftirlit með framkvæmd kosninga. Þau eru einnig að kynna sér fjármögnun stjórnmálaflokka og samspilið í undirbúningi og hvernig kosningarnar eru reknar,“ sagði Urður í samtali við Morgunblaðið í gær. Hún segir að fulltrúar ÖSE hafi verið hér í eina viku og haft sam- band við allar yfirkjörstjórnir á landinu, auk landskjörstjórnar og fleiri sem komi að framkvæmd kosn- inganna. agnes@mbl.is Tveir frá ÖSE fylgj- ast með Urður Gunnarsdóttir  Verið hér í viku Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það eru rétt um 50 á kjörskrá en ekki eru margir heima núna. Stóru bátarnir eru á snurvoð í Eyjafirði og Skagafirði og landa ekki heima. Þetta er eins og gengur, atvinnan segir til um svo margt. Fólkið fer þangað sem hana er að hafa,“ segir Bjarni Magnús- son, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey. Hann hefur séð um kosningar í eyj- unni í 48 ár. Bjarni hefur séð um allar kosn- ingar frá því hann var skipaður hreppstjóri árið 1969. Það eru kosn- ingar til Alþingis, sveitarstjórnar og forseta auk tveggja þjóðaratkvæða- greiðslna. Þegar rætt var við Bjarna fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári taldist honum til að það yrði 32. kosningin sem hann sæi um. Sam- kvæmt því verða alþingiskosning- arnar um helgina 34. kosningin hans. „Ég man þetta ekki nákvæm- lega, þessi tala hefur ábyggilega verið ágiskun hjá mér. Ef þú hefðir spurt mig fyrir 30 árum hefði ég munað þetta nákvæmlega. En þetta getur vel verið rétt, það hefur oft þurft að kjósa með stuttu millibili,“ segir Bjarni. Hann fékk kjörgögnin með skipi í gær svo ekkert er því til fyrirstöðu að þeir Grímseyingar sem eru heima geti neytt atkvæðisréttar síns. Bjarni telur að margir kjósi annars staðar. Kosningunni í Grímsey lýkur þegar klukkustund er liðin frá því einhver sýndi sig á kjörstað eða að allir eyjarskeggjar hafa kosið. Það hefur að sögn Bjarna oft verið klukkan tvö. „Ég vona að það verði ekki seinna núna svo maður geti far- ið að huga að ferð með kjörgögnin til Akureyrar.“ Venjan er að flytja kjörkassana með flugvél og telur Bjarni líkur á að það takist nú. Spáð er norðanátt sem er ágæt fyrir flug- ið, ef þokan verður ekki þeim mun dimmari. Til vara eru til hraðbátar, bæði í Grímsey og á Dalvík, sem hægt er að grípa til. „Ég hef bara gaman af þessu,“ segir Bjarni um kosningastússið. Morgunblaðið/Golli Grímsey Höfnin er lífæð Grímseyinga. Þaðan koma vörurnar og atvinnan. Gamli hreppstjórinn sér um kosningar í 34. skipti Bjarni Magnússon  Vonast til að kosningu ljúki í Grímsey klukkan tvö Verði úrslit kosninganna á morgun í líkingu við niðurstöður skoðana- könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem birtar eru í Morgunblaðinu í dag, er engin tveggja flokka ríkisstjórn á teikni- borðinu. Sjálfstæðisflokkur fengi 17 þingmenn og VG 14, sem þýðir að flokkarnir væru einum þingmanni frá að ná minnsta mögulega meiri- hluta. Samfylkingin fengi 10 þingmenn og ef samstarf tækist með henni og VG þurfa flokkarnir bæði þriðja og fjórða hjól undir vagninn, vilji flokkarnir ekki samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn. Píratar fengju 6 þingmenn, (3 jöfnunarsæti), Viðreisn fengi fimm þingmenn, (2 jöfnunarsæti), Fram- sókn fengi fimm þingsæti, (1 jöfn- unarsæti) og Miðflokkurinn sex þingsæti, (1 jöfnunarsæti). 2ja flokka stjórn ekki í boði 3 FLOKKAR Í NÆSTU RÍKISSTJÓRN, JAFNVEL 4 KOSNINGAR 2017 Urður Gunnarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að í ráðuneytinu hafi ekki orðið vart við mikinn áhuga er- lendra fjölmiðla á alþingiskosn- ingunum á morgun. Aðspurð sagði Urður; „Nei, ekki verðum við vör við mikinn áhuga hér í ráðuneytinu. Blaða- maður The Economist er staddur hér á landi, en um fleiri veit ég ekki. Vissulega geta þeir verið fleiri, en þeir hafa þá ekki leitað til ráðuneytisins, enda hafa þeir sjálfsagt flestir sína tengiliði frá því í kosningunum fyrir ári.“ agnes@mbl.is Ekki er mikill áhugi erlendra fjölmiðla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.