Morgunblaðið - 27.10.2017, Side 16

Morgunblaðið - 27.10.2017, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, segir að það sé lykilatriði að hér séu stjórnvöld sem skapi hvetjandi umhverfi fyrir fólkið í landinu, sköpunarkraft þess og frumkvæði. „Einfalda svarið er að mér finnst stjórnmálin skipta máli,“ segir Bjarni aðspurður hvers vegna hann hafi ákveðið að fara út í stjórnmálin á sínum tíma. „Ég hafði séð árang- urinn af þeirri stefnu sem Sjálf- stæðisflokkurinn fylgdi í stjórnartíð Davíðs Oddssonar og hafði séð hversu miklar framfarir höfðu orðið í þjóðfélaginu.“ Það hafi því verið mikill heiður fyrir sig þegar hann hafi verið spurður fyrir þingkosn- ingarnar 2003 hvort hann vildi taka sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins. „Sú ákvörðun að gefa kost á mér þá hefur haft miklu meiri áhrif á líf mitt en ég gerði mér grein fyrir,“ segir Bjarni. Þá var Bjarni 32 ára gamall en hefur síðan lifað tímana tvenna í stjórnmálabaráttunni, verið í bæði stjórn og stjórnarandstöðu og nú síðast gegnt embætti for- sætisráðherra, einungis 47 ára gam- all. „Það má segja að maður hafi var- ið mörgum af sínum bestu árum í stjórnmálin og ég tel að þeim tíma hafi verið vel varið. Við höfum tekið nokkrar byltur á þessari leið, sér- staklega vegna hruns fjármálakerf- isins, en það sem gleður mann og gerir mann stoltan er það hvernig við höfum öll sameiginlega unnið úr þeim vanda,“ segir Bjarni og bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt aðild að ríkisstjórn sem leysti mörg flókin viðfangsefni á skömmum tíma. „Og nú hefur skapast mjög traustur grunnur til þess að halda lífskjarasókninni áfram á. Efna- hagsmálin eru í góðu jafnvægi og maður finnur í kosningabaráttunni að fólk er fullt bjartsýni og trúir því að við getum haldið áfram að gera betur.“ Hann rifjar upp að á árunum eftir hrun hafi verið mun þyngra yfir öllu og fólk jafnvel efast um að hægt yrði að ná viðspyrnu og byggja upp á ný. „Þess sáust mörg merki, fjár- festing hrundi og traustið skolaðist á haf út, og jafnvel þótt það sé enn verk að vinna að endurheimta traust á stofnunum ríkisins, þá finn- ur maður að hann er kominn að nýju, þessi kraftur.“ Bjarni segir þennan kraft birtast nú í þeirri framtakssemi sem einkenni fólk um allt landið. „Það hefur verið mjög gefandi að ferðast um landið og sjá að fólk er að ryðja brautina fyrir ný tækifæri.“ Það sé sama hvort um sé að ræða fiskeldi eða hátæknifiskvinnslur eða nýsköpun í tengslum við ferðaþjón- ustuna, fólk finni leiðir til þess að skapa störf og verðmæti með ótrú- legum hætti, sérstaklega í ferða- þjónustunni. „Það er allt frá því að bora gat á jökulinn og gera helli yfir í að vera með menningartengdar uppákomur. Þetta finnst mér vera svo mikið lykilatriði fyrir fram- haldið; að við höldum áfram að virkja þetta frumkvæði og þennan kraft sem er í fólkinu í landinu, að stjórnvöld skapi hvetjandi um- hverfi.“ Megum ekki íþyngja fólki Bjarni segir að kosningarnar snú- ist meðal annars um þennan kraft. „Það er skýr áherslumunur á milli flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir það að umhverfið verði áfram hvetjandi og því finnst mér skipta svo miklu máli að við séum ekki að íþyngja hvorki fólki né fyrirtækjum með sköttum og gjöld- um um of. Við leggjum mikla áherslu á að menn fari ekki í skatta- hækkanir, við viljum lækka trygg- ingagjaldið á fyrirtæki á næsta kjörtímabili og sömuleiðis tekju- skatt einstaklinga.“ Bjarni segir að í því samhengi verði í fyrsta lagi að horfa til þess að skattar á Íslandi eru háir í al- þjóðlegum samanburði. „Og við er- um að komast í færi til þess að draga úr þeirri skattlagningu. Í öðru lagi gæti lækkun tekjuskatts reynst mjög mikilvægt innlegg inn í þá kjaralotu sem stendur yfir og er fram undan, vegna þess að lægri skattar geta aukið kaupmátt ef rétt er haldið á spilunum.“ Þá vilji Sjálfstæðisflokkurinn sömuleiðis draga úr umfangi fjár- málakerfisins og færa fjárfestingu sem ríkið er með í fjármálakerfinu yfir í innviðauppbyggingu. „Við höf- um sagt að við getum á næstu árum tekið allt að hundrað milljarða frá fjármálafyrirtækjum og fært yfir í slíka uppbyggingu, þar erum við að horfa til næstu fjögurra til fimm ára. Við vitum að það er þörf fyrir fjárfestingu í innviðunum, það er brýnt að tryggja afhendingaröryggi raforku, samgönguáætlun hefur verið vanfjármögnuð, og þetta sér maður berum augum þegar maður fer um landið. Þetta er svo mikið lykilatriði, ekki bara fyrir stöðu landsbyggðarinnar heldur einnig möguleika fólks til þess að nýta tækifærin sem þar eru svo víða.“ Skipum okkur í fremstu röð Bjarni segir að kosningarnar snú- ist einnig um stærra samhengi hlut- anna. „Við erum skýr í Sjálfstæðis- flokknum um að við teljum það glapræði að leggja nú í nýjan Evr- ópuleiðangur en vinstriflokkarnir boða að það sé eina leiðin fram á við.“ Bjarni er ósammála því mati. „Ég hef svo mikla trú á okkur Íslend- ingum, að ég er algjörlega sann- færður um að við höfum allt sem þarf til þess að skipa okkur fremst meðal þjóða. Það slær mig sem ein- hvers konar vanmáttarkennd, þegar fólk virðist trúa því að það sé ein- göngu með því að gefa frá okkur hluta af fullveldinu, ganga í ríkja- bandalag og gefa frá okkur sjálf- stæða peningastjórn sem við getum blómstrað.“ Bjarni segir það merkilegt að sjónarmið sem þessi heyrist í að- draganda þess að á næsta ári verð- ur haldið upp á 100 ára afmæli full- veldisins. „Á þeim tímamótum munum við Íslendingar vera á fremsta bekk meðal þjóða í flestum lífskjaravísitölum. Þess vegna finnst mér ótrúlegt að stjórnmálaflokkar skuli halda því blákalt fram að lengra verði ekki gengið án þess að sótt verði um aðild að ríkja- bandalagi.“ Hann bendir á að Íslendingar hafi allt sem þurfi til þess að ná árangri. „Við þurfum aðeins að skapa hvetj- andi umhverfi, við höfum náð stór- kostlegum árangri og við getum náð lengra, en við þurfum að sjálfsögðu að axla þá ábyrgð sem fylgir sjálf- stæðri stjórn á öllum málum, þar með talið peningamálunum,“ segir Bjarni. Breytt landslag ekki til bóta Bjarni segir ljóst að stjórnar- myndun eftir þessar kosningar gæti orðið flóknari en eftir þær sem voru síðasta haust. „Hér gæti þurft að mynda fjögurra flokka stjórn og langlíklegast er að slík stjórn yrði mynduð vinstra megin við miðjuna.“ Bjarni segir að Sjálfstæðisflokk- urinn stefni að því að verða stærsti flokkurinn eftir kosningarnar, en ljóst sé að hvert prósentustig gæti skipt sköpum um það hvernig meiri- hluti náist á þingi. „Þannig að á sinn hátt eru þetta afskaplega spennandi kosningar, en ljóst er að landslagið í íslenskum stjórnmálum er gjör- breytt. Mér finnst sú breyting ekki hafa verið til góðs, að það skjóti hér upp kollinum nýir flokkar og við eigum eftir að fóta okkur í þessu nýja landslagi, þar sem það getur þurft að lágmarki þrjá ef ekki fjóra flokka til að mynda ríkisstjórn,“ segir Bjarni og bætir við að það sé ljóst að það ýti undir óstöðugleika. Bjarni segir að í slíku ástandi sé ekki hægt að útiloka neinn kost fyr- irfram þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þróunin hér- lendis sé þó sérstök um margt. „Víðast hvar þar sem flokkaflóran hefur þróast þannig að það þarf fylkingu flokka til að mynda ríkis- stjórn hafa menn myndað bandalög fyrir kosningar. Við erum ekki kom- in á þann stað á Íslandi, en það kann að vera niðurstaðan af þessu breytta landslagi ef það verður við- varandi.“ Bjarni segir að það verði fróðlegt að sjá hvað verði, en hann vilji þó ekki fullyrða að sú verði nið- urstaðan. Kjarkur og þolinmæði nauðsyn Talið berst að því hvað sé hægt að gera til þess að gera íslensk stjórnmál stöðugri. Bjarni segir að stjórnmálamenn verði að hafa ým- islegt til brunns að bera. „Menn verða að hafa sterk bein, menn verða að hafa þolinmæði og menn verða að hafa kjark til þess að halda áfram, það er ekki í boði að hætta þó að hlutirnir verði erfiðir og það er ekki hægt að leita skyndilausna á þessu ástandi.“ Hann bendir á að stjórnmálin þurfi að skila árangri fyrir fólkið í landinu þrátt fyrir mótbyr. „Stöðug og ör formannsskipti, stofnun nýrra flokka, eða þingmönnum skipt út á Alþingi, þetta hefur allt verið reynt og allt átti þetta að vera einhvers konar allsherjarlausn á vandanum. Fólkið er að kalla eftir því að stjórnmálamenn leggi sig fram um að finna heildarlausnir á vandamál- unum og leita málamiðlana, eins og þarf að gera á öllum öðrum sviðum lífsins. Hvort sem það er í fjöl- skyldusamböndum, í fyrirtækja- rekstri eða stjórnmálum þurfa menn að finna leiðir til að láta hlut- ina ganga upp.“ Bjarni nefnir að á árunum eftir hrun hafi skapast ákveðin menning um að ýta málum áfram í ágrein- ingi. Hann nefnir sem dæmi Ice- save-málið, landsdómsmálið og að- ildarumsóknina að ESB. „Í öllum þessum málum var fólki ofboðið, því var sagt að þetta væri eina leiðin fram á við, sem reyndist síðan allt rangt. Það hefur skilið eftir sig mik- ið vantraust og hefur líka skilið eftir sig tortryggni milli flokka hvernig gengið var fram og við erum enn að vinna úr því. Það er þolinmæðis- verk, en á meðan við skilum árangri fyrir fólkið í landinu er ég viss um að við erum á réttri braut,“ segir Bjarni að lokum. Virkjum frumkvæðið áfram  Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir lykilatriði að stjórnvöld skapi hvetjandi umhverfi  Mikill áherslumunur á Sjálfstæðisflokknum og hinum flokkunum, einkum í skattamálum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Frumkvæði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir lykilatriði fyrir framtíðina að stjórnvöld skapi hvetjandi umhverfi og virki þann kraft og frumkvæði sem búi í fólki vítt og breitt um landið. KOSNINGAR 2017 FÖGNUMSAMAN 100ÁRAFULLVELDI Áður auglýstur umsóknarfrestur um tillögur að verkefnum á dagskrá aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands hefur verið framlengdur til 1. nóvember kl. 16.00. Nánari upplýsingar á www.fullveldi1918.is. Ert þú með hugmynd að vönduðu verkefni á dagskrá afmælisársins? www.fullveldi1918.is Pipar\TBW A \ SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.