Morgunblaðið - 27.10.2017, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.10.2017, Qupperneq 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2017 ✝ Hjördís ErlaPétursdóttir fæddist í Reykjavík 6. júní 1934. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skógar- bæ 17. október 2017. Foreldrar Hjör- dísar voru þau Ein- hildur Ingibjörg Ágústa Guðjóns- dóttir, f. 12.8. 1905, d. 14.10. 2001, og Pétur Guð- mundur Guðmundsson, f. 16.4. 1903, d. 17.6. 1971. Alsystkini hennar voru Guðný, f. 1933, d. 1989, og Ás- geir, f. 1935, d. 2016. Hálfsystk- ini hennar eru Sigrún Ásta Pét- ursdóttir, f. 1941, d. 1996, Anna Sigríður Pétursdóttir, f. 1942, Eygerður Laufey Pétursdóttir, f. 1942, d. 1989, Davíð Ingvi Pétursson, f. 1944, d. 2017, og börn. Guðný á tvö börn. Seinni eiginmaður Hjördísar var Magnús Guðmundsson, f. 1924, d. 2008. Þau giftu sig hinn 29. ágúst 1962 og bjuggu lengst af á Löngubrekku 2 í Kópavogi. Þau eiga tvö börn, Erlu Stefaníu, f. 1968, og Kjartan, f. 1962. Erla og Kjartan eiga bæði þrjú börn. Magnús átti fyrir Kristínu, f. 1954, sem ólst upp hjá þeim á Löngubrekkunni en Kristín á þrjú börn. Barnabörnin eru orðin 21, langömmubörnin 28 og eitt langalangömmubarn. Dísa sat í stjórn Sunnuhlíðar- samtakanna á vegum Kven- félags Kópavogs um árabil en hún var virkur þátttakandi í kvenfélaginu alla tíð. Einnig var hún í Skógræktarfélagi Íslands og var gerð að heiðursfélaga 2011. Dísa var í sveit frá unga aldri. Hún vann lengst við versl- unarstörf hjá Jóhannesi Norð- fjörð gullsmiði og í Gullkistunni á Frakkastíg. Útför Hjördísar fer fram frá Lindakirkju í dag, 27. október 2017, klukkan 13. Kristín Péturs- dóttir, f. 1951. Hjördís, eða Dísa eins og hún var allt- af kölluð, ólst upp á Fálkagötu og Berg- þórugötu í Reykja- vík og eignaðist þar sitt fyrsta barn, Hörð Ágúst, f. 1951, með Oddgeiri Halldórssyni, f. 1933, d. 2007. Hörð- ur er kvæntur Kristínu Líndal Hafsteinsdóttur og eiga þau fjögur börn saman en fyrir átti Hörður tvö börn. Dísa giftist Reyni Hauki Haukssyni, f. 1933, d. 2018, 31. des. 1955 en þau bjuggu lengst af á Lindargötu í Reykjavík. Þau eignuðust tvö börn, Hauk, f. 1956, og Guðnýju Rannveigu, f. 1954. Haukur er kvæntur Ernu Gísladóttur og eiga þau þrjú Elsku mamma, takk fyrir að hafa verið þú. Takk fyrir allt sem þú gerðir til að ég gæti menntað mig, þegar ég var að klára leik- skólakennaranám mitt varð ég ófrísk og átti að fara í fæðing- arorlof á lokaárinu mínu. Hvað gerðir þú? Sagðir upp þinni vinnu og fórst að skúra á kvöldin en fékkst fæðingarorlofið mitt greitt enda var sonur minn að- eins 10 daga gamall þegar þú tókst við honum í vöggunni hans. Vöggunni sem þú keyptir handa frumburði mínum fjórum árum áður. Þegar ég gekk í gegnum hremmingar fyrir tæpum tíu ár- um varstu svo mikið til staðar. Þá fór ég í meistaranám til Dan- merkur. Það kom „hrun“ og ég þurfti að taka tvöfalt nám þrátt fyrir launað námsleyfi frá sveit- arfélagi mínu. Þarna varstu eins og klettur fyrir mig og mína. Ég gleymi aldrei og þegar sú yngsta hjá mér eða „snúllan“ þín fótbrotnaði á fimleikaæfingu á Kastrup og við sátum á slysa- varðstofunni á „Herlev sygehus“ og ég átti erfiða innilotu í meist- aranáminu mínu fram undan. Það kom ljós að elsku Ásdís Birna var alvarlega fótbrotin. Ég hringdi til Íslands og spurði þig: „Mamma, hvað ertu að fara gera á morgun?“ Og þú svaraðir: „Ég er að fara í klippingu klukkan 9.00, ekki annað.“ Og þá sagði ég: „Ertu til í að koma til Kaup- mannahafnar og hugsa um fót- brotið barnabarn svo ég geti haldið áfram í náminu mínu?“ Svarið var já, að sjálfsögðu, og kvöldið eftir varstu mætt. Þetta segir allt sem segja þarf um þig, elsku mamma. Mér finnst ég svo einmana síð- an ég þurfti að kveðja þig, elsku mamma. Það er þyngra en tárum taki að eiga ekki foreldri en hvíl í fríði, elsku mamma. Þín yngsta, Erla Stefanía. Mig langar í nokkrum orðum að minnast tengdamóður minn- ar. Ég hef sjaldan kynnst jafn duglegri og sterki konu og henni Dísu P. Kona sem setti fjöl- skyldu sína ávallt í fyrsta sæti, sem fór með allan hópinn á hverju ári í kræklingatínslu, berjamó og fyrir jólin að sækja jólatré inn að Fossá. Alltaf hafði hún meðferðis heitt kakó í brúsa, smurt brauð og kleinur sem glöddu jafnan þreyttan og svang- an hópinn. Dísa var í stjórn Skógræktar- félags Kópavogs og á vorin fór hún oft á tíðum með hóp barna úr grunnskólum Kópavogs að gróðursetja hin ýmsu tré. Þá er að minnast allra mat- arboðanna sem Dísa hélt, svo og jóla- og páskaboðanna, þá stjórn- aði hún páskabingó og gladdi öll barnabörnin með verðlaunum. Við fjölskyldan tókum saman slátur á hverju ári í mörg ár og bökuðum saman laufabrauð er líða fór að jólum. Það verður tómlegt að hugsa til jólanna án þín og allra jóla- hefðanna sem þú skapaðir okkur öllum. Við fjölskyldan vorum svo lán- söm að fá að búa í risinu hjá þér og Magga á þeim tíma er við vor- um að byggja í Ljósabergi. Stelpurnar okkar minnast þess tíma með mikilli hlýju en gott var að koma niður til ömmu í dekur og horfa á Tomma og Jenna. Minningarnar eru margar og það er erfitt að velja úr. Það sem stendur þó upp úr er minningin um sterka og góða konu sem stóð hjarta mínu nærri og reyndist börnunum okkar góð amma. Þín verður sárt saknað. Kertaljósin loga krossgátukona. Fjallið okkar sefur, allt er orðið hljótt. Við horfum yfir salinn, húmbláan dalinn. Silungar vaka við sumarnótt. klettur í hafi, ávallt sönn. (Bubbi Morthens) Þín tengdadóttir Kristín Líndal. Elsku amma. Takk fyrir allt, takk fyrir allar góðu stundirnar og minningarn- ar sem við eigum saman. Svo margt hefur rifjast upp fyrir mér síðustu vikurnar en það sem mér þykir vænst um er tíminn okkar saman á Löngu- brekku. Allar spilastundirnar langt fram á kvöld þar sem þú náðir alltaf að vinna mig í klepp- ara, sama hversu oft við spiluð- um. Tommi & Jenni með kara- mellujógúrt og hituðu brauði. Öll skiptin sem ég fékk að gista hjá þér og þú raðaðir stólum í kring- um mína hlið á rúminu svo ég myndi ekki detta fram úr. Þú hugsaðir alltaf svo vel um mig, elsku amma mín. Þú varst sú besta og eins erfitt og það er að kveðja þig þá sitja eftir ynd- islegar minningar sem ég mun aldrei gleyma. Sakna þín og elska þig. Þín Hrafnhildur. Amma mín, helsta fyrirmynd mín og vinkona, hefur nú kvatt þennan heim. Ótrúlegur er sökn- uðurinn. Það er erfitt að trúa því hvað ein manneskja getur haft mikil áhrif á líf annarra en henni tókst ekki bara að breyta mínu lífi, heldur allra þeirra sem fengu að kynnast henni. Þegar ég var lítil fékk ég þau forréttindi að búa á Löngubrekk- unni hjá ömmu Dís og afa Magn- úsi. Minningar og sögur úr Löngubrekkunni verða mér ávallt ofarlega í huga eins og góðu glansmyndabækurnar, öll spilin sem við spiluðum og allar kræsingarnar sem við bökuðum saman. Ég man eftir því að þegar ég var lítil og vinkonur mínar spurðu mig hvort ég vildi koma út að leika var svar mitt oftast: „Nei, ég er upptekin, er að fara að spila við Ömmu Dís.“ Það var ekkert sem gladdi mig meira en að koma heim úr skólanum þegar afi hjálpaði mér með heimavinn- una og síðan sátum við amma langt fram eftir og spiluðum frá okkur allt vit. Jafnvel þótt spilin breyttust mörg með árunum, þá var það allt í lagi því þetta voru okkar reglur. Og svo voru auðvit- að alltaf kaplar fyrir svefninn. Þá gátum við setið saman heilu kvöldin, borðað vanilluhringi og lakkrístoppa með kaldri mjólk á meðan við lögðum kvöldkaplana góðu. Ein af okkar stundum var þegar ég valdi mér mokkabolla í pakkann. Það var oft hápunktur ársins og alltaf jafn spennandi að opna pakkann um jólin eða á af- mælinu, þótt ég vissi alltaf hvaða bolla ég myndi fá. Amma þekkti mig nefnilega svo vel að hún vissi að ég vildi fá að velja bollana sjálf. Önnur minning með ömmu er þegar við sátum við sauma á meðan við spjölluðum um lífið og tilveruna. Alltaf var amma með eitthvað nýtt til að segja mér frá og kenna mér. Eftir því sem ég varð eldri urðu ástarmál mín of- arlega á lista yfir umræðuefni okkar og hafði amma alltaf eitt- hvað um þau að segja. Ég gæti haldið endalaust áfram að telja upp minningar tengdar ömmu, en eitthvað verður áfram bara okkar tveggja. Eins og amma sagði oft, „það er í lagi að vera sjálfselsk af og til“. Elsku amma, frá því að ég man eftir mér hefur þú átt stóran þátt í því að móta mig sem ein- stakling og hjálpa mér að greina rétt frá röngu. Ef eitthvað bját- aði á varst þú ein þeirra sem ég leitaði til og ég er svo þakklát fyrir að hafa átt svona góða ömmu sem vinkonu. Þú lést gott af þér leiða og bættir líf allra þeirra sem á vegi þínum urðu. Þú varst gleðigjafi allt til æviloka. Ég syrgi þig, elsku amma, en góðu minningarnar og þakklætið er yfirsterkara. Þú hefur breytt lífi mínu á hátt sem enginn annar hefur og það er Guðsgjöf. Takk fyrir umhyggjuna, hlýjuna, skilninginn og ekki síst gleðina sem þú hefur gefið mér. Ég læt fylgja litla vísu sem við amma sungum oft þegar við saumuðum. Ein ég sit og sauma inni í litlu húsi. Enginn kemur að sjá mig nema litla músin. Hoppaðu upp og lokaðu augunum. Bentu í austur, bentu í vestur. Bentu á þann sem að þér þykir bestur. (Höfundur ókunnur) Ásdís Birna Jónasdóttir. Amma Dísa var „don-inn“ í föðurfjölskyldu minni, ættmóðir- in sem hélt öllu gangandi og var miðdepillinn, með stóru M-i. Hún kom því til dæmis til leiðar að við frænkurnar, allar á svipuðum aldri, hittumst reglulega heima hjá henni í Löngubrekkunni og áttum góðar stundir saman. Af- raksturinn af þessari fyrirhyggju ömmu er að við frænkurnar erum góðar vinkonur æ síðan. Langabrekka 2 var aðal- staðurinn. Þar voru haldin stór og ógleymanleg fjölskylduboð. Borðað, spilað og hlegið. Dyrnar voru ávallt opnar og alltaf tekið vel á móti manni. Skellt var í skinkusalat og spilin tekin upp. Það var alltaf jafnljúft að koma í Löngubrekkuna enda var ég fastagestur. Tommi og Jenni, Strumparnir, bingó-lottó og rommý. Við amma Dísa vorum góðar vinkonur; við gátum setið, slúðr- að og spilað endalaust. Hún þekkti allar vinkonur mínar og mundi alltaf eftir þeim öllum langt fram eftir aldri. Hún og Snædís Eva, eldri dóttir mín, áttu fallegt og sérstakt samband sem var einstaklega gaman að fylgjast með. Horfinn er vinur handan yfir sundin, hryggðin er sár, svo jafnvel tárast grundin. Þá er svo gott, um ævi megum muna milda og fagra geymum kynninguna. Óvæntust ætíð kemur kveðjustundin kærast í hjarta geymum minninguna. (Vilhjálmur S. V. Sigurjónsson) Ég vil að leiðarlokum þakka ömmu Dísu fyrir allar samveru- stundirnar, ástina og umhyggj- una. Erfitt er að kveðja en ég kveð hana með virðingu og þakk- læti. Kristín Rut og fjölskylda. Elsku amma mín. Mig langar að senda þér nokkur orð nú þeg- ar þú ert farin frá okkur og kom- in til ömmu Gúst, tvær uppá- haldsmanneskjurnar mínar á einum stað. Ég hef alltaf sagt að ég ætla að vera eins og Dís amma þegar ég verð amma. Þú ert besta amman, allar minningarnar sem ég á frá Löngubrekku eru svo dýrmætar og dagsferðirnar með þér. Berja- mó, ferðir til Grindavík, Bláa lón- ið, tína kræklinga og alltaf með heimasmurt nesti og kakó í brúsa, já, þú hugsaðir fyrir öllu. Nú þegar ég sit og skrifa þér þessi orð og hugsa um tímann okkar finn ég alla hlýjuna sem ég fékk alltaf frá þér. Ég fékk aldrei á tilfinninguna að ég væri að trufla þig, bæði sem barn og full- orðin, ég var alltaf velkomin og þú gafst þér tíma til að tala við mig. Hvað ætli þú hafir setið lengi og tekið upp Tomma og Jenna fyrir okkur barnabörnin, það voru alla vega til margar spólur með teiknimyndum hjá þér, Pony-hestarnir, kærleiksbirn- irnir og gúmmíbirnirnir. Þegar við systur gistum sátum við sam- an í húsbóndastólnum fyrir framan sjónvarpið á morgnanna, horfðum á spólur og þú stjanaðir við okkur. Vá, amma, þú ert sú besta. Ég var að taka til í kassa heima og fann glansmyndabók- ina mína sem ég safnaði hjá þér, þú varst alltaf búin að undirbúa allt þegar við komum í pössun, glansmyndir, límmiðar, dúkku- lísur og fleira. Á sumrin fékk maður að hjálpa þér í garðinum og svo að dunda í skeljagarðinum sínum, en þú gafst okkur barnabörnun- um reit sem var skeljagarður og það var metnaður að hafa falleg- asta garðinn. Ég man eftir bleiku lúpínunum í garðinum fyrir utan eldhúsgluggann og þú vissir allt um blóm. Við erum rosalega líkar, elsku amma, ég og þú. Við elskum að tala og tölum mikið þó að öðrum finnist það ekki alltaf gaman, við erum báðar handavinnukonur og með puttana í öllu. Við elskum að halda boð og hafa fjölskyldurnar hjá okkur og notum minnsta til- efni til að slá upp veislu og bjóða fólki. Ég man eftir sameiginlega afmælinu okkar á Löngubrekku, ég var rosalega stolt af því að halda afmæli með þér en þú varst nú dugleg á að minna mig á að ég hefði nú geta beðið með það í einn og hálfan klukkutíma með að fæðast þannig að þú hefðir fengið mig í afmælisgjöf. En við erum báðar sjálfstæðar konur og þurftum að eiga hvor sinn daginn. Það hefði ekki verið pláss að hafa okkur báðar á ein- um degi. Strákarnir mínir gætu ekki hafa átt betri langömmu en þig. Það sem ég er rosalega ánægð er að hafa farið með þér í þrjár ut- anlandsferðir, tvær núna á síð- ustu árum og strákarnir mínir fengu að vera með. Dís amma að svindla í póker, já því held ég að allir muni eftir, alltaf. Elsku amma mín, takk fyrir allan frábæra tímann sem við áttum saman, fyrir alla ástina og umhyggjuna sem þú veitir mér. Þín er sárt saknað, elska þig amma mín. Heiða Kristín Harðardóttir. Elsku amma mín, nú ertu far- in frá okkur. Minningarnar um þig eru dýrmætar og munu ávallt eiga stað í hjarta mínu. Takk fyrir umhyggju þína og góðvild. Amma, ég elska þig. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín Heiðdís. Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Það voru sko forréttindi að fá að fæðast inn í hús ömmu Dís og alast upp innan um öll ættmennin og það fólk sem hún laðaði að. Það er ekki að ástæðu- lausu að hún fékk viðurnefnið Don Dísa enda alltaf með putt- ann á púlsinum í málum allra í þessari stóru flóknu fjölskyldu. Alltaf var hún til staðar. Þegar ég fletti fjölskyldualbúmunum mínum er hún á annarri hvorri mynd enda dröslaðist hún með okkur í flest frí ásamt því að taka yfir heimilishald foreldranna á námsárunum í Danmörku þegar þannig lá á. Ekki sló hún slöku við á seinni árum þegar ég sjálf var haldin á vit ævintýranna, en þá kom hún bæði til Þýskalands og London að heimsækja mig og ganga úr skugga um að ég væri nú að lifa lífinu til hins ýtrasta. Um ótal flóamarkaði um allan heim höfum við þvælst um í leit að hinu ódauðlega bláa blómi og mokkabollum handa allri ætt- inni. Eftirminnilegasta ferðin er og verður alltaf rútuferðin til Prag þegar við tvær, ég tólf ára, sátum 16 klukkutíma í rútu frá Kaupmannahöfn til Prag til þess eins að túristast og auðvitað kaupa desertskálar úr kristal í leiðinni. Minningarnar eru óteljandi og efni í mörg bindi. Amma leið- beindi mér og spjallaði um lífið yfir Royal karamellubúðing og kasínu. Áhugamálin hennar og dundið var svo smitandi að ég man að ég fór á margra vikna jólaskreytinganámskeið í Blóma- vali með henni þegar ég var á há- punkti gelgjunnar. Ég sagði auð- vitað engum af félögunum frá enda aðeins of töff fyrir tilveruna á þessum árum en aðventukrans- inn er enn vafinn og föndraður heima á hverju ári. Ég er ekki alveg viss um hvernig heimurinn snýst án ömmu Dís en fyrirmyndin lifir enn og ég vonast til að geta hald- ið jafn vel utan um fjársjóðina í lífi mínu eins og hún gerði. Guðný Jónasdóttir. Kæra systir. Mig langar að kveðja þig með þessu ljóði sem minnir mig alltaf á hann pabba okkar. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þakka þér vináttuna sem við höfum ávallt haldið í gegnum árin. Þín systir Kristín. Hjördís Erla Pétursdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar end- urgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfar- ardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvað- an og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einn- ig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morg- unblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálf- krafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minning- argreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.